Dagur - 28.06.1946, Blaðsíða 8

Dagur - 28.06.1946, Blaðsíða 8
a D A G U R Föstudagur 28. júní 1946 KVEÐJUATHÖFN mannsins míns, ÁRNA STEFÁNSSONAR, trésmíðameist- ara, fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. þ. m. kl. 2 eflir hádegi. Fyrir hönd vandamanna. Jónína Friðfinnsdóttir. * 31 Kosningaskrifstofa F r amsóknarf lokksins á sunnudaginn er í SKJALDBORG Símar skrifstofunnar eru 124 og 53 Starfsmenn eru beðnir að mæta kl. 9 f. h. Bílasími skrifstofunnar er 479 Þeir, sem óska að verða sóttir, eða vilja gefa upp- lýsingar, gjöri svo vel að hringja í eitthvert af ofan- greindum númerum. Framsóknarmenn eru áminntir um að kjósa snemma! Takmarkið er að sem flestir kjósi fyrri hluta dags. Uppboð Opinbert uppboð verður haldið laugardaginn 6. júlí, við Kaupvangstorg, þar sem áður var Hattabúð Lillu og Þyri. Seldur verður alls konar búðavarningur, ef viðunandi boð fæst, svo sem álnavara, kveiitöskur, kvenveski, regnhlífar, nærfatnaður, kvensokkar, ullar- — Uppboðið hefst kl. 1 e. h. hálsklútar og m. m. Lanfey Pálsdóttir. Gunnar Jónsson. <r—i.........-----------..............— Enn neita valdhafar sjúkrahúsinu um byggingarefni Vinátta valdhafanna í garð sjúkrahússmálsins kemur æ betur í ljós Hinn 18. þ. m. neitaði Við- skiptaráðið sjúkrahússbygging- unni um leyfi til þess að flytja inn timbur frá Svíþjóð fyrir 50.000.00 krónur. Þetta er svar v.ið umsókn frá 21_. febrúar sl. Eftir fjóra mánuði svarar hið há- æruverðuga ráð beiðninni og þá neitandi. Jafnframt er þess gætt að senda svarið nógu seint til þess að sjúkrahúsið geti ekki endurnýjað umsóknina og komið til greina við úthlutun rússneska timbursins. Aðilar úti um land höfðu ekki nema tveggja daga fyrirvara til þess að sækja um það timbur. Skýring fylgdi neitun ráðsins. Segir þar, að með því að timbur- kvótinn frá Svíþjóð sé fullnotað- ur, verði leylið ekki veitt. Fróð- legt væri ef hið háæruverðuga ráð vildi jafnframt upplýsa, hvernig þessum kvóta er skipt í milli Reykjavíkur og annarra landshluta. Sterkar líkur eru til þess að meginhluti innflutnings- ins, lendi í höndum Reykvík- inga._______________________ •Bjarni Böðvarsson kemur til bæjarins með 15 manna danshljómsveit Flestir kannast við Bjarna Böðvarsson hljómsveitarstjóra frá Reykjavík. Þeir, sem ekki þekkja hann persónulega, munu kannast við hina vinsælu dans- hljómsveit lians, sem oft hefir látið til sín heyra í Útvarpinu og öllum hefir líkað ágætlega. Bjarni hefir aukið tölu hljóð- færaleikara í sveitinni, svo að nú eru þeir samtals 15. Næstkomandi fimmtudag (4. júlí) ætlar þessi 15 manna hljóm- sveit Bjarna Böðvarssonar að halda dansleik í Samkomuhúsi bæjarins, en hljómsveitin er nú á íerðalagi um Norðurland. Þarf ekki að efa að húsfyllir verður, svo óvenjulegt senr það er fyrir Akureyringa að fá tæki- færi til að dansa eftir hljóðfalli fjölmennustu og vinsælustu danshljómsveitar landsins — danshl jónrsveitar Bjarna Böðv- arssonar. Dansleikurinn verður nánar auglýstur í búðargluggum. Akureyringur lýkur há- skólaprófi í Bandaríkj- unum Hinn 15. þ. m. lauk Gunn- hildur Snorradóttir Sigfússonar, skólastj. hér í bæ, B. A. prófi í uppeldisvísindum við háskólann í Washington í Bandaríkjunum, með ágæturn vitnisburði. Gunnhildur er væntanleg heim í sumar. Kosningin á sunnudaginn. (Framhald af 1. síðu). Engar umbætur hafa ennþá orð- ið á umhleðslufarganinu, en nokkur bót varð á strandsigling- unum. Stjórnarliðið sýnir nú hug sinn til dreifbýlisins með því að taka Esju úr strandferð- unum og skjóta henni undir reykvíska spekúlanta, sem vilja fara til útlanda og eyða gjaldeyri þjóðarinnar í þarílaust flangur þar. Að þeim hlynnir stjórnin á kostnað dreilfbýlisins. Allt síðastliðið kjörtímabil vottaði ekki fyrir nokkurri við- leitni hjá þingmönnum bæjarins til þess að hefjast handa um úr- bætur, þangað til á síðustu dög- um sl. þings, er þingmaður bæj- arins flutti þingsál.till., sem ekki var þó samin af meiri kunnug- leik á málefnum bæjarins en það, að efni hennar var tekið orð- rétt upp úr fréttaskeyti til Morg- unbl., í tilefni af blaðaskrifum um mál þessi hér, og DAGUR hratt af stað. Þannig hafa þing- rnenn bæjarins gjörsamlega sofið á verðinum í þessu stórmáli bæj- armanna. Innflutningurinn. Innf lutningsverzlun landsins er í fjötrum heildsalanna. A4 þeim sökum geta kaupfélögin ekki keypt megnið af vörum sín- um beint frá útlöndum. Þau fá ekki leyfi til þess. Þau eru knúð tíl þess að verzla við heildsala, ef þau eiga að geta haft vöruna á boðstólum. Þetta er orðið dýrt spaug fyrir allan almenning. Yfir þessu ástandi halda „verklýðs- flokkarnir“ svokölluðu verndar- hendi. Á burðarverksmið jan. Augljóst er hverjum manni, að ef stefna Framsóknarmanna í þessu máli liefði náð fram að ganga, væri verksmiðjubygging- in hafin hér. Áróður stjórnarliðs- ins gegn málinu grundvallast á því loforði Morgunblaðsins til Reykvíkinga, að bæði áburðar- verksmiðja og sementsverk- smiðja ,,skyldn rísa upp í ná- grenni Reykjavíkur." Þannig mætti lengi telja um f jandskap Reykjavíkurvaldsins við málstað dreifbýlisins. Þing- menn bæjarins hafi aldrei bor- ið gæfu til að spyrna þar í móti. Bæjarbúar og Eyfirðingar hafa þegar langa reynslu af vinnubrögðum stjórnarliðsins gagnvart héraðinu. Nú er tæki- færi til þess að skipta um, Með því að I já stjómarliðinu fylgi, votta þeir því traust fyrir fram- kvæmdaleysi og fjandskap þess á liðnum árum. Með því að kjósa GEGN því, gefa þeir því áminn- ingu, sem það inun ekki gleyma. Áuk þess fá bær og hérað þá öt- ula innanhéraðsmenn á þing. — Framsóknarflokkurinn og sam- vinnumenn hafa barist fyrir mál- efnum héraðs og bæjar. Aukinn stuðningur við þá stefnu, mun leiða til ennþá vaxandi fram- kvæmda. Kjósið gegn yfirgangsstefnu Reykjavíkurvaldsins. Kjósið með hagsmunum AkureyVar og Eyja- fjarðar. Sendið Þorstein M. Jóns- son og dr. Kristinn Guðmunds- son á þing. Sjómenn Höfum venjulega fyrir- liggjandi: Vinnufatnað Vinnuvettlinga Ullarbuxur Ularpeysur Ullarnærföt Ullarsokkar ' Ullarteppi Vattteppi Fatapoka o. m. fl. af nauðsynlegum fatnaði. Brauns Yerzlun Páll Sigurgeirsson NÝJA-BÍÓ Föstudagskvökl kl. 9: Kvennaglettur Laugardagskvöld kl. 6 og 9: Fjórar stúlkur í ,Jeppa4 Sunnudag kl. 3: Iívennaglettur Sunnudag kl. 5: Fjórar stúlkur í ,Jeppa‘ Sunnudagskvöld kl. 9: Gasljós Lífil gólfteppi mjög vönduð, ný sending. Hannyrðaverzl. RAGNH. O. BJÖRNSSON Ferðatöskur 3 stærðir Verzlunin London. Stuðningsmenn Þorsteins M. Jónssonar! Kjósið snemma á sunnu- daginn. Takmarkið er, að sem flestir kjósi fyrri hluta dags. Hafið samband við kosn ingaskrifstofuna í Skjald- borg. X Þorsteinn M. Jónsson Kommúnistar sVívirða bind- indismenn. (Framhald af 1. síðu). brjóta anda kosningalaganná í áróðri sínum. Áheit um 500 kióna verðlaun fyrir að geta upp á atkvæðatölu komnrúnista við kosninguna hér eru skýlaust brot 139. gr. JI„ þar sem lagt er bann á anda kosningalaganna, 1.39. gr. II., þar sem lagt er bann við því, „að heita á menn fé eða fríðinum, ef kosning fari svo eða svo . . .“ Eru 51)0 króna verðlaunin ekki ,,fé eða fríðindi"? Á ekki að segja fyrir um úrslit kosnirtganna hvað kommúnista áhrærir d „verð- launagetrauninni“? Hvort tveggja er augljóst. Þessi rógsherferð kommúnista mun því allra hluta vegna koma þeim sjálfum í koll. r Ur bæ oq byqqð ----r- —; ======í' Dánardægur. Hinn 16. þ. m. lézt að heimili sínu hér í bænum, Arni Stei- ánsson trésmíðameistari. Kveðjuat- höfn um hann fer fram í Akureyrar- kirkju í dag. Arni Stefánsson var einn af kunnustu iðnaðarmönnum bæjar- ins, prýðlega vel látinn. Hinn 20. þ. m. lézt að heimili sínu hér frú Pálína Möller, kona Edvalds Möller, fyrrv. kaupmanns, mikil dugnaðarkona. Til fólksins á Kotá. Frá F. J. kr. 100. — Á. H. kr. 100. — A. S. kr. 50. — N. N. kr. 100. — S. Þ. kr. 30. Til bágstadda fólksins á Isafirði. — Frá Auði Hallgrimsdóttur kr. 100.00, frá Sn. Sigfússyni kr. 25.00, frá N. N. kr. 50.00, frá Árna Jónssyni kr. 10.00, frá F. J. kr. 100.00. Áður birt kr. 1615.00. Samtals kr. 1900.00. Dansleikur að Saurbæ laugardags- kvöld, 29. júní, kl. 10, að tilhlutun Kvenfélagsins Hjálpin. x B-listinn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.