Dagur - 28.06.1946, Blaðsíða 4
,4
DAGUR
Föstudagur 28. júní 1946
ítinKS nnr«na 6b ,'iigaz m
3 ÖJ>CI .ÍJUJZ Í-J3S
i •liu.irmrii
-6bí2 2'uirr
'íbjI .IdmiaípM '6
L 6b jnu „ 'ioii 6c
orl: Haakur Snoirusou
(nunnömBÖin mæn o-v g>o
i'Í3íI 6bcI .gniziiolizióæi"
bd .Idlv^SFSÍðSÍH p^ntnríheírntu annast:
IÖ lii'/ iriob H. Pétursson
i)E .ziSkriístiEtefil'Haínarstreeti 87 — Sími 166
•JEijrnbrrjIzI ' _____
o
ICI •■-^iaÍ5i5 kemur út á hverjum fimmtudegi
Árgangurinn kostar kr. 15.00
Prentverk Odds Bjömssonar
Sunnlenzk sjónarmið þingmannanna
jQEILAN um áburðarverksmiðjumálið á fram-
boðsfundinum á mánudagskvöldið brá upp
glöggri mynd af viðhorfi flokkanna til atvinnu-
lífs bæjarfélagsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
og kommúnista, báðir fyrrverandi þingmenn
bæjarins, lögðu sig í framkróka til þess að telja
áheyrendum trú um að Akureyrarkaupstaður
væri ekki hæfur til þess að taka á móti stórfram-
kvæmdum ríkisins og í þessum efnum yrði skil-
yrðislaust að hlýta dómsúrskurði reykvískrar
nefndar, sem hið alreykvíska Nýbyggingarráð
hefði skipað ,,til frekari rannsókna á málinu“.
Auðheyrt var, að báðir þingmennirnir voru fyr-
irfram vissir um hverjar yrðu niðurstöður þess-
arar nefndar og þeir vörðu miklum tíma til þess
að gera aðstöðu bæjarins í málinu sem tortryggi-
legasta og undirbúa þannig hina væntanlegu
herstjórnartilkynningu ríkisvaldsins um að þessi
verksmiðja skuli „rísa í nágrenni Reykjavíkur“
eins og Morgunblaðið lofaði fyrir nokkrum ár-
um.
J7ULLTRÚI Framsóknarfl., sem allir hinir
flokkarnir saka urn ,,afturhald“ og ,,kyrrstöðu“
rakti í sundur þessar orðaflækjur þingmannanna
og leiddi glögg rök að því, að ef hlutleysis og
réttsýni hefði gætt í meðferð Alþingis á málinu,
mundi verksmiðjubyggingin þegar hafin hér,
annað tveggja á vegum samvinnufélaganna eða
ríkisins, og þrátt fyrir allar fullyrðingar um hið
gagnstæða, væri síður en svo að nokkrar óyggj-
andi röksemdir lægju fyrir um það, að ekki væri
eins heppilegt að reisa þetta fyrirtæki hér og á
Seltjarnarnesinu. Fullyrðingar þær, sem fram
hefðu komið unr sérstaklega ódýrt rafmagn þar
syðra til handa fyrirtækinu, væru á engum rök-
um reistar, en þrátt fyrir þetta yrði því ekki móti
mælt, að valdhafarnir virtust fyrirfram ákveðnir
í að láta þetta fyrirtæki, sem flestar aðrar ríkis-
framkvæmdir, stuðla enn að því að draga fjár-
magnið og vinnuaflið til höfuðstaðarins og gera
leikinn við dreifbýlið ennþá ójafnari en hann nú
er. Væri og naumast að vænta mikils árangurs
urn stöðvun þessarar þróunar, fyrst fulltrúar þeir,
sem gæta áttu hagsmuna bæjarfélagsins í þessu
máli, hefðu svo gjörsamlega tileinkað sér hin
reykvísku sjónarmið.
j ÞESSARI deilu kemur fram eðlismunurinn á
viðhorfum Framsóknarmanna og hinna flokk-
anna til málefna dreifbýlisins. Framsóknarmenn
telja það höfuðnauðsyn, að atvinnutækjunum
verði dreift um landið og þannig spyrnt í gegn
þeirri þróun, sem sogar æ meira af fjármagni og
vinnuafli þjóðarinnar til höfuðborgarinnar. Þeir
telja, að meta verði hina þjóðhagslegu þýðingu,
sem breytt skipulag um þessi efni, hlýtur að hafa
í för með sér. Slíkt mat gæti auðveldlega koll-
varpað útreikningum reykvísku sérfræðinga-
nefndarinnar, sem hjartfólgnust var frambjóð-
anda kommúnista, og átti að opinbera að lítils-
háttar mismunur væri á flutningskostnaði áburð-
arins, eftir því hvort verksmiðjan yrði reist hér
eða syðra. F.n þessi sjónarmið fá ekki að komast
að. Með offorsi og pólitísku ofbeldi er málstaður
Reykjavíkur gerður gildandi, og svo sterk eru
bönd flokkanna á sumum þingmönnum, að þeir
láta hafa sig til þess að styðja sókn höfuðstaðarins
á hendur landsbyggðinni, jafnvel gegn hags-
Hin rússneska siðfræði.
tTERKAMAÐURINN gerir ráð fyr-
ir að Akureyringar kjósi Þorstein
M. Jónsson á þing, en hótar því að
hann skuli „dæmdur" út úr þinginu.
Þarna kemur glöggt fram að hann vill
nota rússneska fyrirmynd. Meiri
hlutinn á samkvæmt hans kenningu
að kúga minni hlutann. Sennilega vill
Verkamaðurinn að stjórnarflokkarnir,
sem hann mun gera ráð fyrir að fái
meiri hluta á þingi eftir kosningarnar,
dæmi alla stjórnarandstæðinga út úr
þinginu.
„Hreppapólitíkin“.
Jl^Ú HEITIR það „hreppapólitík" á
máli framfarapostulanna í komm-
únistaflokknum, þegar bent er á að
ríkisvaldið afskipti Akureyri gjör-
samlega um opinberar framkvæmdir.
Svona langt getur undirlægjuskapur-
inn gengið. Þegar deilt er á valdhaf-
ana í Reykjavík og sinnuleysi þing-
manna bæjarins, og rétti bæjarfélags-
ins haldið fram, þá er það bara auð-
virðileg „hreppapólitík". Frekar en
að taka undir réttmæta gagnrýni og
halda fast fram rétti kaupstaðarins,
þá skríða ritarar Verkamannsins að
fótum Reykjavíkurhöfðingjanna,
flaðra upp um þá og telja ákvarðanir
þeirra um atvinnulegar framkvæmdir
réttmætar og ágætar. Og þeir gera
betur. í blaði sínu reka þeir erindi
Reykjavikurstefnunnar, gegn hags-
munum Akuréyrar og annarra lands-
munum sinna eigin kjör-
dæma.
jþAFJ kom greinilega í ljós á
framboðsfundinum, að þing-
maður kaupstáðarins — sent nú
er seztur að við kjötkatlana í
Reykjavík — er allsendis ókunn-
ugur ýmsum helztu hagsmuna-
málum bæjarfélagsins, svo sem
siglinga- og innflutningsmálun-
um og þýðingu nýsköpunar í
iðnaði hér. Hann heldur aug-
sýnilega, að það hrífi hugi bæjar-
búa, þótt samstjórn Olals Thors
og kommúnista verji milljónum
úr ríkissjóði til þess að efla gengi
Reykjavíkur, halda verzlunar- og
siglingamálunum í viðjum
Reykjavíkurstefnunnar og ein-
skorða ríkisframkyæmdir við
lögsagnarumdæmi höluðstaðar-
ins. í þessari trú les hann upp
langan lista um úthlutun inn-
fjutningsleyfa, sem sýnir glöggar
en flest annað, að hans eigið
kjördæmi er algjörlega afskipt
um ríkisframkvæmdir og ríkisfé.
En móttökurnar, sem hann lékk
á framboðsfundinum sýna einn-
ig, að bæjarbúar eru orðnir
þreyttir á athafnaleysi hans og
skilningsleysi á þörfum bæjarfé-
lagsins. Þeir eru orðnir þreyttir
á blindri flokksdýrkun þing-
mannsins og uppbótarþing-
mannsins. Þeir óska nú að fá
fulltrúa, sem heldur frarn rétti
bæjarfélagsins í hinurrí þýðingár-
rnestu málum, af festu og einurð,
fulltrúa, sem skilur þá ölugu
þróun, sem nú hefir orðið um
skeið í viðskipta- og atvinnumál-
um. Framboðsfundurinn mark-
aði þessar línur skýrt. Hann
leiddi í Ijós, að meirihluti bæjar-
búa mun styðja málstað bæjarfé-
lagsins sjálfs og senda fulltrúa
Framsóknarflokksins á þing.
hluta. Síðasti Verkamaður segir m. a.:
.....Hann (þ. e. Þorsteinn M.
Jónsson) reyndi að ala á hat-
rammri hreppapólitík, með þvi að
saka rikisstjórnina fyrir að reisa
ekki lýsisherzlustöð og áburðar-
verksmiðju hér á Akureyri, þótt
vitað sé, að rekstur þeirra, a. m. k.
hinnar fyrrnefndu, yrði margfalt
dýrari með þvi að hafa hana
hér... .“
Þarna tekur Verkamaðurinn upp
óbreyttar fullyrðingar Reykjavikur-
höfðingjanna, þótt hann viti vel að
þær eru ekki á rökum reistar, því að
engin rannsókn hefir fraið fram, er
sanni þær, hvorki um áburðarverk-
smiðjuna né lýsisherzlustöðina. Hitt
liggur fyrir, að virkjun Laxár var árið
1944 talin mun hagkvæmari en við-
bótarvirkjun Sogsins, og þess vegna
m. a. hagkvæmara að reisa áburðar-
verksmiðju hér en i Reykjavik.
Hvei jir boða hrunið?
þESSI ofstækisfulla barátta gegn
hagsmunamálum básjarins og tak-
markalausa þjónkun við Reykjavíkur-
valdið, samræmist illa loforðum
kommúnista um að styðja atvinnuleg-
ar framkvæmdir og „nýsköpun“ hér.
Þegar Framsóknarmenn leggja til að
hafin sé barátta fyrir stórvirkum at-
vinnuframkvæmdum, þá berjast
kommúnistar með oddi og egg gegn
því. Slika stórframleiðslu telja þeir
ekki hægt að reka hér. Þegar Fram-
sóknarmenn taka upp harðvituga bar-
áttu til þess að bæta úr misfellunum í
siglinga- og verzlunarmálunum, þá
léta kommúnistar sem þessi mál séu
ekki til. Nú er augljóst, að „nýsköp-
un“ í siglingamélunum og innflutn-
ingsverzluninni, ásamt með byggingu
nýrra atvinnufyrirtækja í bænum, eru
helztu leiðirnar til þess að efla Akur-
eyri og gera atvinnulífið allt blóm-
legra en nú er.
Kommúnistar tala margt fagurt um
„nýsköpun“, en í reyndinni hlotnast
Akureyri ekkert af því gómsæti, það
fellur flest í skaut höfuðborgarinnar.
Þegar þetta er gagnrýnt og bent á
leiðir til úrbóta, þá er skætingur um
„hreppapólitik" það eina, sem komm-
únistar hafa til málanna að leggja.
Með þessu framferði eru kommún-
istar orðnir boðendur hrunsins i þessu
bæjarfélagi. Þeir vinna ósleitilega
gegn sköpun nýrra atvinnutækja i
bænum.
Er það niðrandi að vera
Norðlendingur?
Eyfirzkur bóndi skrifar blaðinu:
þEGAR Vilhjálmur Þór var ráð
" herra nefndu Reykvikingar hann
„manninn að norðan". Ekki til þess
að minna á að við Norðlendingar eig-
um eins færa menn á viðskipta- og
fjármálasviðinu eins og t. d. Reykja-
vik, heldur átti það að tákna hve frá
leitt það væri, að maður að norðan
gæti farið með eitt ábyrgðarmesta
starfið i okkar þjóðfélagi. Með þessu
ætluðu miklu mennirnir í Rvík að
sýna þá litilsvirðingu, sem þeir hafa
á „útskækla“lýðnum.
í mjög klúðurslegri og efnislausri
grein í ísafold, þar sem Jón Pálmason
er að skamma Ólaf Jónsson, fram-
kvæmdastjóra Ræktunarfél, Norður-
lands, talar hann í lítilsvirðingartón
um Ólaf á Akureyri. Þarna hefir Jóni
fundist hann bera beitt vopn að Ól-
afi, að minna hann á, að hann væri
ekki í Reykjavík.
Við Eyfirðingar þekkjum vel Ólaf
Jónsson og viðurkennum dugnað,
þekkingu og árvekni hans við rækt-
unarstörfin og mitt álit er það, að
hann sé hollari bændavinur en J. P.
sem kallast má „gerfibóndi“, eftir að
hann varð ritstj. ísafoldar og mektar-
þjónn mannanna fyrir sunnan.
Þó að orð Jóns Pálmasonar séu yf-
irleitt ekki tekin alvarlega, vita menn
(Framhald á 5. slðu).
Kosningarabb
Ihaldið býður bæjarbúum á bíó.
Síðasti Islendingur fræðir bæjarbúa á því, að
engir „framfarasinnaðir“ tslendingar muni kjósa
Framsóknarflokkinn á sunnudaginn kemur. Þeir
sem það geri, séu „kyrrstöðu- og afturhalds-
menn“, en kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu stór-
huga umbótamenn og unnendur framfaranna.
Þetta er einkar athyglisverður fróðleikur fyrir
Akureyringa og jafnframt gott sýnishorn af rök-
vísi og andlegheitum íhaldsins. Fyrir bæjarbúa
liggur beinast við að snúa þessum kenningúm
íhaldsritstjóráns upþ á kjósendur þessara tveggja
flokka liér í bænum og virða síðan fyrir sér hinar
miklu framfárakempur annars vegar, en boðend-
ur kyrrstöðu og athafnaleysisins hins vegar.
Þetta er lljótgert og ekki sérlega vandasamt. 1
fyrri fylkinguni er Sigurðúr Hlíðar forríðari.
Ræjarmenn geta um stund virt fyrir sér athafna-
semi hans fyrír hönd kjördæmisins, talið í huga
sér allar verksmiðjurnar, nýbyggingarnar, menn-
ingar- óg atvinnutækin, sem þessi umboðsmaður
bæjaríhaldsins hefir fært kjördæminu. Þé’ir eiga
nú að kjósa hann aftur til ennþá nreiri afreka á
sviði framfaranna, að því ér íslendingur fortelur.
Sjálfsagt er því að ganga úr skugga um það, að
þarna sé á ferðinni forustumaður framfaraafl-
anna í bænum. Að þessari skoðun lokinni geta
menn snúið sér að hinúfn óæðri liðsmönnum í
framfarafylkingunni. Þar getur að líta kaupmenn
bæjarins fyrst og fremst, mennina sem hafa verið
óðfúsir að láta fé í atvinnútæki og nýbyggingar í
bænum, svo sem togarafélagið nýja og hafa barizt
með hnúum og hnefum fyrir hafnarmannvirkj-
unum á Oddeyri o. s. frv. Gott að láta þessa.fylk-
ingu líða hægt og rólega yfir tjald hugans, svo að
menn geti áttað sig til fulls á því, hvernig þeir
líta út, hinir sönnu framfara- og „nýsköpunar“-
menn.
Þá er komið að hinni fylkingunni, forsvars-
mönnurn „kyrrstöðu" og „athafnáleýsis" í bæn-
um, að dómi Islendings.
Má þar lyrst til nefna þingmannsefni þessa
flokks, Þorstein M. Jónsson, skólastjóra eins fjöl-
mennasta unglingaskóla landsins, mann, sem
stundað hefir búskap og útgerð um áratugi, setið
á þingi og starfað að vandasömum utanríkismál-
um, manninn, sem átti í höggi við „framfaralið-
ið“ :i Bíófundinum ttm verksmiðjumálin, mann-
inn, sem Verkamaðurinn sakar um að reka
„Ineppapólitík" fyrir Akureyri. Þetta er forsvars-
maður „kyrrstöðunnar", segii' íslendingur. Næst-
ir lionurn konia svo forvígismenn samvinnufélág-
anna. Það eru mennirnir, sem á liðnum árum
hala haft forgöngu um byggingu hvers stórfyrir-
tækisins af öðru í bænum, ullarverksmiðju,
skinna- og skóverksmiðju, sápuverksmiðju, skipa-
smíðastöðvar, frystihúsa, mennirnir, sem hafa
starfrækt flutninga- og íiskiskip héðan og hafa ný-
lega haft forgöngu um kaup eins hins vandaðasta
flutningaskips sem þjóðin hefir nokkru sinni
eignast. Þetta eru mennirnir, sem lögðu fram 1/5
fjárins til togarakaupanna, vildu reisa áburðar-
verksmiðjuna á Akureyri og beittu sér fyrir því
að samvinnufélögin samþykktu að taka verkið að
sér lyrir eigið lé, eí: ríkið léti það afskiptalaust,
þetta eru mennirnir, sem reisa ný iðnaðarfyrir-
tæki í bænum á hverju ári, undirbúa stórfellda
stækkun ullarverksmiðju samvinnufélaganna og
hvers konar aðrar nýjungar í innlendum iðnaði.
Það er ekki að furða þótt íslendingi verði starsýnt
á ,,kyrrstöðubráginn“ á þessum mönnum, þegar
hann ber þá saman við örskot framfaranna fyrir
tilvérknað bæjaríhaldsíns og þingmanns kaup-
staðarins.
Og íslendingur er sigurviss. Framfaraöflin
sigra, segir hann, kyrrstöðuöflin hverfa. Líklega
er þetta rétt. Munurinn er bara sá, að Framsókn-
armenn sýna kvikmynd framfaranna rétta — láta
hana snúast áfram. Framfaramynd íhaldsins geng-
ur aftur á bak. Það má ná miklum hraða í lima-
burði með slíkri sýningartækni, en allt gengur
eigi að síður aftur á bak. Islenzk alþýða vill fram-
farir og framfarasókn, ekki innantóm orð og
heimskulegt sjálfshól. Hún metur verkin. Hún
mun kjósa Iramfaramennina á sunnudaginn
kemur.