Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 1

Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 1
Kunnur brezkur blaða- maður ritar um erlenda viðburði fyrir Dag Kunnur brezkur blaðamað- ur, Victor Stankovich mun t'ramvegis rita greinar um helztu erlenda viðburði fyrir Dag. Stankovich var stríðs- fréttaritari fyrir ýms brezk stórblöð í heimsstyrjöldinni og er kunnur blaðamaður í heimalandi sínu. Þá hefir Dagur íengið einkarétt á Is- landi til þess að birta fréttir frá fréttastofnun, sem nokkrir brezkir blaðamenn stofnuðu í London í styrjaldarlokin. — Mun blaðið framvegis birta yfirlitsgreinar um erlenda at- burði, byggðar á fréttum frá þessum heimildum. — Með þessum aðgerðum hyggst Dag- ur bæta úr þeirri vöntun sem verið hefir á túlkun erlendra frétta í blaðinu og væntir þess að þessum tíðindum verði vel tekið meðal lesendanna. íþróttamót U. M. F. í. að Laugum um næstu helgi Iþróttamót U. M. F. í. verður háð að Laugum í Þingeyjarsýslu laugardag og sunnudag næstk. Mun þar saman korna og keppa í fjölmörgum greinum fjöldi at ágætu íþróttafólki landsins. Hér- aðssamband S.-Þingeyinga sér um þetta mót og er miklu til- kostað að það geti farið sem bezt fram. Verður sennil. frá því skýrt í næsta þætti. Dagskrá er áætluð svona: Laugardag: Kl. 10: Mótið sett við skólann. — Kl. 10.15: Skrúð- ganga til leikvangs. — Kl. 10.30: íþróttir — undanrásir. — Kl. 12: Matarhlé. — Kl. 14: íþróttir — undanrásir. — Kl. 19: Matarhlé. — Síðan: 1. Ltiðrasveit Akureyr- ar leikur við tjörnina. — 2. Ung- m.fél.fundur. Ávörp og söngur. — 3. Kvikmyndasýning. Sunnud. kl. 9: Morgunsöngur, (ánahylling. — Kl. 9.30: íþróttir. — Kl. 12: Matarlilé. - Kl. 13.30: Sund. — Kl. 14.30: Ræður, söng- ur, hljóðfæraleikur. — Kl. 16.30: Iþróttir, fimleikasýning, þjóð- dansasýning. — Kl. 19: Matarhlé. — Kl. 20.30: Dans, kvikmyndá- sýning verðlaunaafhending. Bærinn vill selja ríkinu tunnuverksmiðjuna Síðasti bæjarstjórnarfundur ákvað að svara fyrirspurn frá at- vinnumálaráðuneytinu, urn sölu á tunnuverksmiðju bæjarins, þannig, að ríkinu sé boðin eign- in til kaups, ásanrt þeim vélum, sem í húsinu eru, fyrir kr. 100.000.00. Lóðin verði leigð á erfðafestu fyrir 4% af fasteigna- matsverði í ársleigu, en fasteigna- mat lóðarinnar nú er kr. 3000.00. Vilji ríkisstjórnin ekki ganga að þessu tilboði, leggur bæjarstjórn- in til að eignin verði seld fyrir matsverð. Tilboðið er því skil- yrði bundið, að ríkisstjórnin hefjist þegar handa um stand- setningu verksmiðjunnar, svo að hún verði tilbúin til tunnusmíði næsta vetur. 8 AGUR XXIX. árg. Akureyri, Fimmtudaginn 4. júlí 1946 34. tbl. DÓMINUM UM SIEFNU RÍKISSTJÓRNARINNAR SLEGID Á FREST Kosningin á Akureyriog í Eyja- fjarðarsýslu Aðfaranótt sl. mánudags var lokið við að telja atkvæði í kosning- unni hér á Akureyri og urðu úrslit þessi: AKUREYRI: - Kjörinn var SIG. E. HLÍÐAR, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, með 961 atkv. (þar 'af 85 á landslista). Þor- steinn M. Jónsson, frambjóðandi Framsóknarí'lokksins, hlaut 844 atkv. (69 á landslista), Steingrímur Aðalsteinsson, frambjóðandi Sósíalistaflokksins, 831 atkv. (77 á landslista) og Steindór Steindórs- son, frambjóð'andi Alþýðuflokksins, 579 atkv. (91 á landslista). — I bæjarstjórnarkosningunum í vetur fengu flokkarnir eftirfarandi atkvæðamagn: Sósíalistar 819 atkv,, Sjállstæðisfl. 808 atkv., Fram- sóknarfl. 774 atkv. og Alþýðufl. 684. Sjálfstæðisfl. hefir því bætt við sig 153 atkv., Framsóknarflokkurinn 70 atkv., kommúnistar 12 at- 1 kv., en Alþýðufl. tapað 105 atkv. Miðað við kosningarnar liaustið 1942 eru breytingarnar þessar: Sjálfstæðisfl. hefir tapað 48 atkv., Framsóknarfl. tap'að 31 atkv., kommúnistar unnið 85 atkv. og Al- þýðulflokkurinn unnið 398 atkv. Á kjörskrá voru nú 3833, en 3281 kusu, eða 85,6%. EYJAFJARÐARSÝSLA: — Talning fór fram í fyrradag í Gilda- skála KEA. Úrslit urðu þessi. Kosnir voru BERNHARÐ STEF- ÁNSSON, efsti maður á lista Framsóknaiflokksins og GARÐAR ÞORSTEINSSON, efsti inaður á lista Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði féllu þannig: A-listi, Alþýðufl., 213 atkv. (73 'atkv. 1942), B-listi, Framsóknarfl., 1295 atkv. (1373 atkv. 1942), C-listi, Sósíalistafl. 366 atkv. (294 atkv. 1942), D-listi, Sjálfstæðisfl,, 810 atkv. (796 atkv. 1942). Á kjörskrá nú voru 3145, en 2725 kusu. Auðir seðlar og ógildir voru 41. Mjög mikið bar á útstrikunum á D-listanum. Mun efsti maður listans hafa verið strik'aður út á meira en hundrað atkv.seðlum. Ekki dugði það j>ó til að Ifella hann frá þingmennsku, en með þessu óheilindabragði hefir Sjálfstæðisfl. þó tekist að forða því, að óá- nægðir Sjálfstæðismenn yfirgæfu flokkinn. Framsóknarflokkurinn hefir í þessari kosningu eigi náð þeim árangri er æskilegastur var. Flokkurinn átti í kosningunni í höggi við harðan og ósvífinn áróður stjórnarsinna, sem héldu því íram hér, eins og annars staðar, að llokkurinn berðist á móti nýsköpun atvinnuveg'anna. Þannig er með þreföldum ræðutíma og marg- földum blaðakosti snúið á verri veg baráttu flokksins fyrir því að undirbyggja „nýsköpunina" með heilbrigðu fjármálaástandi. Ýmsir kjósendur hafa látið blekkjast af Jjessum áróðri. Þá hefir Jiað og haft.áhrif, að andstæðingunum, einkum AlJjýðuiflokknum, hefir orðið nokkuð ágengt við að telja fólki trú um, að atkvæði sem féllu á annan mann á lista flokksins yrðu ónýt, ef ekki tækist 'að koma honum að. Þetta er hin herfilegasta blekking, eins og sjá má nú, Jjví að í Jjessum kosningum urðu ENGIN atkvæði ónýt sem féllu á Framsóknarflokkinn. Er Jjetta lil viðvörunar fyrir llokksmenn í næstu kosningum. Glæsileg söngför Kantötukórs Akur- eyrar til liöfuðstaðarins Kórinn flytur Örlagagátuna í Nýja-Bíó n. k. föstudagskvöld Stjórnarandstæðingai* í liði stjórnar- flokkanna í hópi sigursælustu frambjóðendanna Einlitasti stjórnarflokkurinn — kommúnistar — varð fyrir miklum vonbrígðum með úrslitin Úrslit kosninganna eru Jjegar kunn að mestu leyti. Eftir er að- eins að telja í tveimur sýslum Jjegar Jjetta er rit'að og mun sú taln- ing ekki raska heildarmyndinni. Stjórnarflokkunum tókst að forða því, að kosið yrði um stefnu ríkisstjórnarinnar með því að dreifa stjórnarandstæðingum til framboðs um landið. Nú er komið í ljós, 'að Jjessir stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- ílokknum eru í hópi sigursælustu frambjóðendanna en harðasti áróðursflokkur ríkisstjórnarinnar sjálfrar — kommúnistar — hafa fengið lökustu útreiðina af stjórnarflokkunum. Þeir hafa víða tap- að fylgi og Jji'auka nú yfirleitt lí varnarstöðu. Kantiitukór Akureyrar kom heiin úr söngfpr sinni til Reykja- víkur í sl. viku. Hafði kórnum verið ágætlega fagnað í höfuð- staðnum og blaðadómar um sönginn og óratóríoverk Björg- vins Guðmundssonar, er flutt var, nijög lofsamlegir. Dagur kom að máli við Björg- vin Guðmundsson og spurðist um förina.. „Okkur var ágætlega tekið,“ sagði Björgvin m. a. „Við liöfð- um tvo konserta í Reykjavík, einn á Sellossi og einn í Hafnar- lirði. Aðsókn var góð og viðtök- ur ágætar. Bæjarstjórn Reykja- víkur bauð kórnum í skennnti- ferð að Gullfoss og Geysi og Landssamband blandaðra kóra hafði samsæti til heiðurs kórnum áður en við lögðum af stað heini- leiðis. Voru allar móttökur (Framh. á 6. síðu). Að Jjessu leyti marka kosning- arnar straumhvörf. Framsóknar- flokkurinn hefir farið halloka í nokkrum kjördæmum og tapað tveimur þingsætum. Flokkurinn hefir, síðan stjórnin var mynduð, átt í liöggi við harðvítugri áróð- ur en dæmi eru til hér á landi. Hafa stjórnarflokkarnir jafnvel haft við orð að banna ætti flokk- inn. Með þessum aðlerðum og með Jjreföldum ræðutíma á framboðsfundum, sem að veru- legu leyti hefir gengið í áróður gegn Framsóknarflokknum, hef-1 ir stjórnarliðinu tekist að veikja flokkinn nokkuð um sinn, þótt eigi nægi það til Jjess að raska verulega styrkleikahlutföllun- um í milli stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna í þinginu. Kosningarnar boða að dómin- um um stefnu ríkisstjórnarinnar er slegið á Irest og ekki sennilegt að nein breýting verði á stjórnar- farinu um sinn. Ennþá mun verða deilt um dýrtíðina og stefnuna í fjármálum og við- skiptamálum. Þjóðin hefir ekki óskað að fella dóm um þá deilu að svo stöddu, heldur mun láta reynsluna skera úr. Að Jjví leyti <>eta Framsóknarmenn unað úr- O slitunum vel eftir ástæðum. Nú hlýtur takmark þeirra að verða að treysta sem bezt samtök sín og efla félagsstarfsemi sína til þess að verða albúnir að sigra í átök- unum s*am Iramundan eru, þegar nt'iverandi stjórnarsamstarf rofn- ar, sem Jtað mun fyrirsjáanlega gera þegar erliðleikarnir steðja að. — Úrslitin lara hér á eftir. ÚRSLIT í KAUPSTÖÐUNUM: Reykjavík. A-listi Alþýðuflokksins hlaut 4570 atkvæði og einn mann kjörinn, B-listi Framsóknarflokksins 1436 atkv. og engan mann kjörinn, C-listi Sósíalista- flokksins 6990 atkv. og þrjá menn kjörna og D-listinn, Sjálfstæðisflokks-, ins hlaut 11580 atkv. og 4 menn kjörna. Við síðustu Alþingiskosningar fékk Sjálfstæðisflokkurinn (og Þjóð- veldissinnar) 8292 atkv., Framsóknar- fl. 945 atkv., Alþýðufl. 3303 atkv. og Sósíalistaflokkurinn 5980 atkv. — Flokkarnir fengu þá hver um sig jafn- marga þingmenn og nú. I kosningun- um núna voru 229 seðlar auðir og ógildir. 24771 manns kusu, en um 29.400 voru á kjörskrá og mun því láta nærri að tæplega 85% hafi kosið. Hafnarljörð ur. Frambjóðandi Alþýðuflokksins Em- il Jónsson var kjörinn og hlaut hann 1124 atkv., Jón Helgason, frambjóð- andi Framsóknarflokksins hlaut 47 at- kv., Þorleifur Jónsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins hlaut 688 atkv. og Hermann Guðmundsson frambjóð- andi Sósíalistaflokksins 410 atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 48. Kjör- sókn var mjög góð, af 2584 á kjörskrá kusu 2307. Við síðustu þingkosning- ar hlaut Emil 912 atkv., Jón 37 atkv., Þorleifur 748 og Sigríður Eiríksdóttir (Sós.) 202 atkv. ísafjörður. Þar var kjörinn Finnur Jónsson (A.) með 713 atkv., Kristján Jónsson (F.) hlaut 35, Kjartan Jóhannsson (Sj.) hlaut 564 atkv., Sigurður Thor- oddsen (Sós.) 153 atkv. Auðir seðlar og ógildir 25. Af 1598 manns á kjör- skrá kusu 1480, eða um 90%. Við siðustu kosningar til Alþingis hlaut Finnur Jónsson (A.) 628 atkv., Guðm. Ingi (F.) 45 atkv., Björn Björnsson (Sj.) 431 atkv. og Sigurður Thorodd- sen (Sós.) 274 atkv. Sifjlufjörður. Kjörinn var Aki Jakobsson (Sós.) j með 601 atkv., Jón Kjartansson (F.) hlaut 129 atkv., Sigurður Kristjánsson i (Sj.) hlaut 330 atkv. og Erlendur Þor- steinsson (A.) hlaut 463 atkv. Auðir seðlar og ógildir voru 10. Af 1744 á kjörskrá kusu 1533, eða nálægt 88%. Við síðustu Alþingiskosningar hlaut Aki 482 atkv., Ragnar Guðjónsson (F.) 102 atkv., Sigurður Kristjánsson 469 atkv. og Erlendur Þorsteinsson 386 atkv. (Framhald á 4. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.