Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudagur 4. júlí 1946 „ .... ' ———— . ... .......... ........ CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSEFRANKEN .............— 7. dagur . (Framhald). sagði haníi og bætti síðan við: „Tvo fallegustu högnana.“ Tveir kettlingar mundu gefa lienni helmingi meira að starfa en einn. Claudía beið hans við útidyrnar. „Davíð, elskan mín, hvar hef- irðu verið?“ sþurði hún og var þó augsýnilega léttara í skapi að hann skyldi vera kominn fram. „Eg hefi verið svo áhyggj-ufull út af þér. Eg hringdi á skrifstofuna fyrir löngu síðan og þeir sögðu mér að þú værir farinn heim, því að þú værir sárlasinn.“ Davíð beit á jaxlinn. Hann þurfti ekki að horfa lengi á hana til þess að eygja bæði hitapoka og hitamælir í augnaráði hennar. Hann greip ennþá fastar um pappakassann, sem hann hélt á og hugsaði: ,,Ef þetta dugar ekki núna, þá get eg eins vel tekið saman föggur mína strax.“ Hann lyfti lokinu af kassanum. Kettlingarnir virtust vera með á nótunum, því að jafnskjótt heyrðist vesældarlegt „mjá“ niðri í kass- anum. Claudía var komin að hlið hans á augabragði. „Davíð,“ hrópaði hún undrandi. Hún tók kettlingana upp úr kassanum og gerði gælur við þá. „Hvernig lízt Jrér á þá?“ spurði Davíð, svona til þess að segja eitt- ltvað. „Hvernig? Þeir eru dásamlegir.“ „Það þarf að gefa þeim úr pela.“ „En eg á engan pela,“ sagði hún, vonleysislega. „Eða úr skeið,“ flýtti hann sér að segja, „þeir þurfa að fá volga mjólk sem allra fyrst. Þeir eru banhungraðir, greyin.“ Móðurástin Ijómaði í augum hennar. „Aumingjarnir litlu,“ sagði hún og strauk Jueim, „aumingjarnir litlu, en hvað þeir eru mjúkir og fallegir." En þó Jreir væru mjúkir og fallegir [xá breytti það ekki þeirri staðreynd, að Jíeir söknuðu móður sinnar sárt og létu heyra það á sér. Davíð blundaði af og til um nóttina, á milli verstu skrækjanna. Það var ekkert sérstakt ágæti fyrir kvefið, en þó skárra en láta Claudíu vekja sig bara til þess að spyrja hvernig honum liði. Hann fann á sér, að hún lá glaðvakandi við hliðina á honum, en hún sagði ekki orð, því áð hún var áreiðanlega þakklát fyrir að hann skyldi ekki vakna við mótmælahrinurnar, sem komu í æ ámátlegri mæli úr baðherberginu. Undir morgun varð hann var við að hún læddist úr rúminu og sótti kettlingana inn í baðherbergið og fór með þá fram í eldhús. Þetta virtist hafa góð áhrif á þá, því að þeir voru hljóðir um stund, en síðan byrjaði söngurinn aftur. Claudía andvarpaði og brölti á fætur á nýjan leik. Davíð beið. Dauðaþögn. Hann braut heilann um það í svefnrofunum hvernig í dauðanum hún hefði farið að því að lækka í þeim rostann og hvers vegna hún kæmi ekki inn aftur. Þegar hann vaknaði um morguninn var Claudía ekki í rúminu og rúmfötin hennar ekki heldur. Hann smeygði sér í slopp og byrj- aði að leita að henni í íbúðinni. Hann fann hana steinsofandi á sóf- anum í dagstofunni. Kettlingarnir steinsváfu líka og hjúfruðu sig makindalega í handarkrika hennar. Davíð brosti. Hann hafði sáran verk í hálsinum og ónotalegan höfuðverk, en samt var hann í bezta skapi. Hann gekk aftur á bak út úr stofunni og lokaði dyrunum varlega á eftir sér. Ef heppnin var með gat hann vænzt þess að vera allur á bak og burt þegar hún vaknaði. Kettlingarnir höfðu yfirleitt holl áhrif á hana. Þeir tóku í sinn skerf hæfilegan skammt af starfslöngun hennar og áhuga og Davíð óskaði sjálfum sér til hamingju í kyrrþey. Honum var alveg bötnuð kvefskömmin og hann hafði ekki verið frá vérkum einn einasta dag. Til allrar ógæfu þoldi annar kettlingurinn ekki hina breyttu lifnaðarhætti og skildi hljóðlátlega við eina nóttina. Claudía var harmi lostin. Davíð útskýrði fyrir henni dánarorsökina, en með sjálfum sér var hann handviss um að of mikil ástúð og umönnun hefði orðið kettlingnum að bana. Hann þakkaði forsjóninni að hann hafði keypt einn til vara og hann virtist ennþá vera við beztu heilsu og una sér hið bezta. Claudía kallaði hann „Shakespear“ og varði öllúm stundum til þess að gera honum til hæfis. Hún burstaði hann tvisvar á dag og gaf honum þorskalýsi til þess að háralagið yrði sem fallegast, en kalk til þess að fyrirbyggja beinkröm. Hún fór að lesa bækur úm ketti og kattauppeldi og var ákveðin í að setja á stofn kattauppeld- isstöð þegar tækifæri gæfist. Davíð hafði talsverðar áhyggjur af þessu síðast talda uppátæki, því að hann hafði heyrt þess getið, að kvenfólk hafði ráðist í annað eins og að minnsta kosti var hver kattasýning í miklu uppáhaldi hjá kvenfólkinu og þangað fjöl- mennti það víðs vegar að. Hann þekkti að vísu ekkert slíkt kven- (Framhald). 'öllum peim, er sýnclu mér vináttu á sextugsafmœli mínu, þakka eg lijartanlega. Gísli Eyland. — Kosningaúrslitin (Framhald af 1. síðu). Seyðisfjörður. Lárus Jóhannesson (Sj.) var kos- inn með 200 atkv., Barði Guðmunds- son (A.) hlaut 158 atkv. og Björn Jónsson (Sós.) fékk 78 atkv. Land- listi Framsóknarflokksins fékk 8 at- kv. — 6 seðlar voru auðir og ógildir. Af 511 á kjörskrá kusu 450, eða um 88%. Við síðustu kosningar hafði Lárus 214 atkv., Karl Finnbogason (F.) 48 atkv., Jóhann F. Guðmunds- son (A.) 130 og Ásgeir Bl. Magnús- son (Sós.) 72 atkv. V estmannaeyjar. Kjörinn var Jóhann Þ. Jósefsson (Sj.) með 796 atkv., Helgi Benedikts- son (F.) hlaut 194 atkv., Páll Þor- bjarnarson (A.) hlaut 272 atkv. og Brynjólfur Bjarnason (Sós.) hlaut 483 atkv. — 16 seðlar voru auðir og ógildir. Af 2108 á kjörskrá kusu 1771, eða um 84%. Við síðustu kosningar hlaut Jóhann 708 atkv., Stefán Frank- lín (F.) 123, Gylfi Þ. Gíslason (A.) 299 og Þórður Benediktsson (Sós.) 520 atkv. ÚRSLIT í SÝSLUM: Gullbringu- og Kjósarsýsla. Kosningu hlaut Ólafur Thors, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins, með 1549 atkv., Þórarinn Þórarinsson (F.) fékk 246 atkv., Guðmundur I. Guð- mundsson (A.) 1008 atkv. og Sverrir Kristjánsson (Sós.) 397 atkv. 31 seð- ill var auður og ógildir. Af 3819 á kjörskrá kusu 3231, eða um það bil 84%. Við síðustu þingkosningar hlaut Ólafur 1266, Guðmundur 577, Þórar- inn 349 og Guðjón Benediktsson (Sós.) 280. Borgarfja rða rsýsla. Kosningu hlaut Pétur Ottesen, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, með 788 atkv., Þórir Steinþórsson (F.) fékk 367, Baldvin Kristjánsson (A.) 294 atkv. og Stefán Ögmundsson (Sós.) 187 atkv. Á kjörskrá voru 2022 atkv., en gild atkvæði 1655. í sein- ustu þingkosningum fékk Pétur 673 atkv., Sverrir Gíslason (F.) 345, Sig- urður Einarsson (A.) 295 og Steinþór Guðmundsson (Sós.) 98 atkv. Mýrasýsla. . Kosningu hlaut Bjarni Ásgeirsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, með 469 atkv., Aðalsteinn Halldórs- son (A.) 26 atkv., Pétur Gunnarsson (S.) fékk 336 og Jóhann Kúld 106. Gild atkvæði voru 937, en á kjörskrá voru 1105. í seinustu kosningum fékk Bjarni 487 atkv., Friðrik Þórðarson (S.) 343, Jóhann Kúld 104 og land listi Alþýðuflokksins 12. Snæfells- og Hnappadalssýsla. Kjörinn var Gunnar Thoroddsen (S.) með 693 atkv. Ólafur Jóhannes- son (F.) hlaut 503 atkv., Ólafur Ól- afsson (A.) 324 og Ólafur Guðmunds- son (Sós.) 84 atkv. Óg. seðlar 12, auðir 13. Á kjörskrá 1803, 1629 kusu. í kosningunum haustið 1942 féllu atkvæði þannig: Gunnar Thor- oddsen 762 atkv., Bjarni Bjarnason (F.) 726, Guðmundur Vigfússon (Sós.) 86 og Ólafur Friðriksson (A.) 81 atkv. V estur-Isafjarðarsýsla. Kjörinn var Ásgeir Ásgeirsson (A.) með 406 atkv. Guðmundur Ingi Krist- jánsson (F.) hlaut 337, Axel Tulinius (S.) 264 og Ingimar Júlíusson (Sós.) 28. Auðir og óg. 8. Á kjörskrá 1170, 1043 kusu. 1942 géllu atkv. þannig: Ásgeir Ásgeirsson (A.) 387, Halldór Kristjánsson (F.) 351, Torfi Hjartar- son (S.) 350 og Gunnar Össurarson (Sós.) 20. Norður-ísafjarðarsýsla. Kjörinn var Sigurður Bjarnason l (S.) með 621 atkv. Hannibal Valdi- marsson (A.) 488, Jón Tímóteusson (Sós.) 60. Landlisti Framsóknarfl. 28 atkv. Auðir og óg. seðlar 10. Á kjör- skrá 1379, 1207 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Sigurður Bjarnason (S.) 672 atkv., Barði Guðmundsson (A.) 392, Kristján Jónsson (F.) 127 og Aðal- björn Pétursson (Sós.) 41. Strandasýsa. . Kjörinn Hermann Jónasson (F.) 461 atkv., Kristján Einarsson (S.) 339, Haukur Helgason (Sós.) 139 og Jón Sigurðsson (A.) 39. Auðir og óg. 16. Á kjörskrá 1095, 995 kusu. 1942 félltu atkv. þannig: Hermann Jónas- son (F.) 568 atkv. Pétur Guðmunds- son (S.) 185, Björn Kristmundsson (Sós.) 92 og Landlisti Alþýðufl. 13. V estur-H únavatnssýsla. Kjörinn Skúli Guðmundsson (F.) 314 atkv., Guðbr. ísberg (S.) 202, Björn Guðmundsson (A.) 28, Skúli Magnússon (Sós.) 81, Hannes Jóns- son, utanfl., 93. Auðir og óg. seðlar 9. Á kjörskrá 849, 727 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Skúli Guðmundsson (F.) 348, Guðbr. ísberg (S.) 215, Skúli Magnússon (Sós.) 69, Landlisti Alþýðufl. 20. A ustur-H únava tnssýsla. Kjörinn Jón Pálmason (S.) 660 at- kv., Gunnar Grímsson (F.) 450, Pétur Laxdal (Sós.) 43 og Oddur Sigurjóns- son (A.) 38. Auðir og óg. seðlar 18. Á kjörskrá 1302, 1209 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Jón Pálmason (S.) 559, Hannes Pálsson (F.) 474, Klemens Þorleifsson (Sós.) 50 og Friðf. Ólafs- son (A.) 42. Skagafjarðarsýsla. Kjörnir voru Steingrímur Stein- þórsson, efsti maður á lista Fram- sóknarflokksins og Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins. Atkvæði féllu þannig: A-Iisti, Al- þýðufl. 194 atkv., B-listi, Framsókn- arflokksins 865, C-listi, Sósíalistafl. 112 og D-listi Sjálfstæðisfl. 651. Auð- ir og óg. seðlar 34. Á kjörskrá 2236, 1856 kusu. 1942 félltu atkv. þannig: Alþýðufl. 89 atkv., Framsóknarfl. 1050, Sósíalistafl. 84 og Sjálfstæðisfl. 713. Suður-Þingeyjarsýsla. Kjörinn Jónas Jónsson (F.) 834 at- kv., Bjöm Sigtryggsson (F.) hlaut 573, Jónas Haralz (Sós.) 332, Bragi Sigurjónsson (A.) 116 og Leifur Auð- unsson (S.) 107. Auðir og óg. seðlar 22. Á kjörskrá 2395, 1984 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Jónas Jónsson (F.) 1157 atkv., Kristinn Andrésson (Sós.) 336, Júl. Havsteen (S.) 298 og Odd- ur Sigurjónsson (A.) 74. I gær tilkynnti kjörstjórn S.-Þing. að atkvæði á landlista Framsóknarfl. skyldu talin Jónasi Jónssyni og er at- kvæðatala frambjóðendanna þá þann- ig: Björn Sigtryggsson 541, Jónas Jónsson 866. Norður-Þingeyjarsýsla. Kjörinn Björn Kristjánsson (F.) 558 atkv., Óli Hertervig (S.) 148, Jón P. Emils (A.) 71 og Klemens Þor- leifsson (Sós.) 59 atkv. Auðir og óg. seðlir 7. Á kjörskrá 1010, 843 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Gísli Guð- mundsson (F.) 590, Benedikt Gísla- son (S.) 106, Kristján Júlíusson (Sós.) 61 og Landlisti Alþýðufl. 18. Suð ur-M úlasýsla. Kjörnir voru Ingvar Pálmason, efsti maður á lista Framsóknarfl. og Lúðvík Jósefsson, efsti maður á lista Sósíalistaflokksins. Framsóknarfl. tap- aði þarna þingsæti, en kommúnistar fengu minnihlutaþingmann — gæs — er Sjálfstæðismenn ætluðu sér eftir innleiðingu hlutfallskosninganna 1942. Atkv. féllu þannig: A-Iisti, Al- þýðufl. 231 atkv., B-listi Framsóknar- fl. 1296 atkv., C-listi, Sósíalistafl. 714 og D-listi, Sjálfstæðisfl. 505. Auðir og óg. seðlar 33. Á kjörskrá 3125. 1942 féllu atkv. þannig: Alþýðufl. 245, Framsóknarfl. 1257, Sósíalistafl. 548 og Sjálfstæðisfl. 543. Austur-Skaftafellssýsla. Kjörinn Páll Þorsteinsson (F.) 288, Gunnar Bjarnason (S.) hlaut 234, Ás- mundur Sigurðsson (Sós.) 133 og Landlisti Alþýðufl. 4. Auðir og óg. seðlar 14. Á kjörskrá 745 kjósendur, 673 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Páll Þorsteinsson (F.) 294, Helgi H.- Eiríksson (S.) 211, Ásm. Sigurðsson (Sós.) 102. Landlisti Alþýðufl. 4. V estur-Skaftafellssýsla. Kjörinn var Gísli Sveinsson (S.) 425 atkv., Hilmar Stefánsson (F.) hlaut 280, Runólfur Bjömsson (Sós.) 78 og Ólafur Þ. Kristjánsson (A.) 26. Auðir og óg. seðlar 15. Á kjörskrá 925, 808 kusu. Framsóknarfl. tapaði þingsæti þarna, en Sjálfstæðisflokk- urinn kom stjórnarandstæðing að. Ár- ið 1942 féllu atkv. þannig: Sveinbjörn Högnason (F.) 437 atkv., Gísli Sveinsson (S.) 410, Runólfur Björns- son (Sós.) 38, Landlisti Alþýðufl. 3. Rangárvallasýsla. Kjörnir Helgi Jónasson, efsti mað- ur á lista Framsóknarfl. og Ingólfur Jónsson, efsti maður á lista Sjálfstæð- isfl. Atkv. féllu þannig: A-listi, Al- þýðufl. 41 atkv., B-listi, Framsóknar- fl. 780, Clisti, Sósíalistafl. 41 atkv. og Ó-listi, Sjálfstæðisfl. 772 atkv. Auðir og óg. seðlar 47. Á kjörskrá 1918, 1681 kusu. 1942 féllu atkv. þannig: Alþýðufl. 9, Framsóknarfl. 839, Sósí- alistafl. 29 og Sjálfstæðisfl. 778. Árnessýsla. Kjörnir voru Jörundur Brynjólfson, efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins og Eiríkur Einarsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði féllu þannig: A-listi, Alþýðufl. 316, B-listi, Framsóknarfl. 908, C-listi, Sósíalistafl. 248, D-listi, Sjálfstæðisfl. 891 og E-listi, Bjarni Bjarnason o. fl., studdir af Framsóknarmönnum, 357 atkv. Auðir og óg. seðlar 70. Á kjör- skrá 3149, 2796 kusu. 1942 féllu at- kv. þannig: Alþýðufl. 153, Framsókn- arfl. 1285, Sósíalistafl. 256 og Sjálf- stæðisfl. 824. Eftir er að geta um úrslit í Barða- strandarsýslu og Norður-Múlasýslu og verða þau birt í næsta blaði. Sulfur Grape Marmelade Appelsin Marmelade Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú Danskir rammalistar nýkomnir. J. STEFÁNSSON, Skipagötu 4. Góð kolaeldavél til sölu. — Upplýsingar í Hafnarstræti 37 (niðri. Rauðstjörnóttui‘ hestur, hvítur undán klöfum méð beizli, óafrakaður, gæfur, skaflajárnaður, hefir tapast frá Ytri-Reistará .Ef einhver kynni að hafa orðið hestsins var, góðfúslega geri mér að- vart. JÓHANN SIGVALDASON, Ytri-Reistará.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.