Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 04.07.1946, Blaðsíða 2
2 D A G U R Fimmtudagur 4. júlí 1946 Sigurhátíðin í London „Puella“ skrifar frá London lýsingu á sigurfagnaði brezku þjóðarinnar Kl. 7.30, morgun sigurhátíðarinnar 8. júní 1946. Þessar línur eru skriíaðar á knjám mér, sitjandi á fótstalli að minnis- merki Viktoríu drottningar — beint íyrir traman konungshöllina Bucking- ham Palace. — Þær eru ritaðar fyrir lesendur „Dags“ ef þeir kynnu að hafa gaman af þessum molum minum. Aldrei hélt eg að íslenzka blaðamannakortið mitt myndi reynast svo happasælt. Eg heii fengið bezta sæti og beztu útsýn, sem hægt er að fá á þessurn drottins morgni sigurhá- tíðarinnar. Eg hafði að vísu skil- ríki frá B. B. C. senr útvarpsles- ari, en þau veittu mér aðeins að- gang að góðum stöðurn við síð- degis- og kvöfdhátíðarhöldin. — Eg fór heiman frá mér kl. tæpl. 7 í morgun. Þegar var aflt á íerð og flugi, og allær götur fulfar af fóJki, sem streymdi allt í söniu áttina — niður í borgina. Allir reyndu að komast sem næst BuckinghamJröllinni, því að það er í kringum hana, sem aðalliá- tíðarlröldin verða, þ. e. a. s. morgunhátíðarhöldin. Konungurinn yfirgefur höllina kl. 10.09 stendur í skránni, og kl. er nú 7.40. Mannlrafið er svo nrikið að því fá naumast engin orð lýst. Það er lika góð stund síðan fólk tók að safnast sanran Irér og koma sér fyrir. f fyrrakvöld var þegar nrargt fólk búið að búa unr sig með- fram stéttum „Tlie Mall“. Það hafði nreð sér teppi, nrat o. s. lrv. og ætlaði að halda til þarna á gangstéttununr í þrjá daga og tvær nætur. Seint í gtprkveldi gekk eg hér um og var þá þéttskipað heilunr fjölskyldunr — einhleypum líka, að sjálfsögðu, beggja vegna alls þessa stóra og langa strætis. — fíjón með börn sín, margt fólk ástfangið, miðaldra konur með prjóna sína, alls konar fólk á öll- um aldri hafði hreiðrað um sig þarna á gangstéttununr og ætlaði að sofa þar og bíða hins nrikla dags. — Hugvitssamastir voru þó nokkrir sjóliðar, sem lröfðu tekið með sér hengi-,,kojur“ og hengt þær upp á milli trjáa og Ijósa- staura. 1 gær var London þegar farin að fagna komu þessa dags. Syngj- andi fólk flykktist unr göturnar með skringilega hatta á höfðun- um, og stóðu á þeim hinar ótrú- legustu áletranir: „Kysstu mig fljótt!" „Þrýstu mér fast“, stóð á býsna mörgunr og annað álíka. Strákahnokkar um fermingarald- ur þeystu um göturnar nreð helj- armikla hrossabresti, sem gátu allt að því ært vegfarendur. Allar hugsanlegar tegundir af sölu- kerlingum og körlum voru á kreiki: „Brezki fáninn fyrir tvo skildinga!" ,,ís!“ „Pylsur og brauð!“ „Prógröm!" „Sigurhatt- ar!“ „Sigurmerki!“ Stólar!“ (sem hægt var að halda á og flytja með sér). Hver sölukerlingin reyndi að yfirgnæfa hina með hrópum og köllum, betlararnir þöndu har- monikur sínar, og all-t rann þetta saman í einn allsherjar klið, sem minnti mig einna helzt á fugla- garg í Grímsey um varptímann. Þetta var í gærkveldi. En gær- kveldi og Jjc'.ssi morgunn hafa runnið saman hjá mörgum Lundúnabúanum og alls ekki verið rofinn af neinum svefni eða kulda. Nú er kl. 8.15 og hátíðarhöld- in virðast vera að Ityrja. Eg sit á stéttinni, sem er í kringum hið geysistóra minnismerki Viktoríu drottningar, — Uppi á minnis- merkinu sjálfu eru kvikmynda- tökumenn og myndasmiðir helztu blaðanna. Hér í kringum mig sitja gamlir generalar og frúr þeirra. Ein ung kona er hér skammt frá með barn á fyrsta ári í kerrupoka einhvers konar. Lögreglan þeysir um á hinum 1 agu rkem I )d u 1 ögreglu hestum, skáta- og skólaflokkar í hinum ýmsu einkennisbúningmn sínum streyma nú fram hjá. Allt virðist ve! skipulagt, enda hefir undirbúningurinn verið mikill og æfingarnar margar og aldrei hefir lögreglulið Lund- verið jafn mann- únaborgar og nii 11 en Veðrið er hlýtt nokkuð dumbungslegt. Það leyn- ir séi heldur ekki, að margir eiga von á regni, Jjví að regnhlífar og regnkápur eru ;i mörgum hand- legg — en ennjjá bara á hand- lepo’! rbð * Nú sé eg að nokkrar manneskj- ur eru komnai' upp ;i Jjak (svalir) á konungshöllinni. Sennilega eru Jjað kvikmyndatökumenn, sem eiga að filma skrúðgönguna eða sigurgönguna, en hún ler einmitt eftir „The Mall“, sem liggur hornrétt á höllina. Þessi sigurganga verður 9 míl- ur á lengd og í henni eru þús- undir manna, og kvenna og vél- knúinna hergagna. Nú eru lúðrasveitir byrjaðar að leika og fram hjá höllinni þramma nú stórir flokkar her- manna, sem eru augsýnilega á leiðinni til að sameinast aðal- göngunni .— Eg sé að hópurinn uppi á Jraki Buckinghamhallar hefir nú stækkað og að búið er að koma þar fyrir kvikmynda- tækjum, svo að þar átti eg koll- gátu. — Nú kemur geysistór flokkur Skota í Jjjóðbúningum sínum, og blása þeir sekkjarpíp- ur af miklum móði. Trumbu- slagararnir hafa heila leoparda- feldi framan á sér og trumburnar lemja Jjeir af mikilli leikni. Pils Skotanna eru Jjétt fellt, litirnir eru einkar skrautlegir og hinar lahvítu legghlífar gefa afar skemmtilegan ni]a flokknum svip. Nú er sólin tekin að skína og finnst mér andlitin í kringum mig ljóma af feginleik. Eólk lief- ir tekið með sér brauð og annan mat, Jjví að héðan kemst það ekki á bnrt, þótt fegið vildi, fyrr en eftir að sigurgöngunni er lok- ið. — Hin miklu hlið fyrir fram- an höllina eru nú opnuð og mun konungurinn og fjölskylda koma Jjaðan akandi í konungsvagnin- um, sem sex hvítir hestar (Windsor-Greys) jdraga. Sólin hefir falið sig á bak við ský og aftur lítur út lyrir að flytja verði hlífðarfötin af hand- leggjunum yfir á axlirnar — en vonandi verður sólin yfirsterkari í þessum eltingaileik. Lúðraflokkur „marcherai" nú inn í hallargarðinn, híð konung- lega riddaralið ríður inn á eltii Jjeim og eru lúðrar Jjeytfir. — I lestarnir eru afar fagrir og reið- tygin og riddararnir geysilega skrautlegir. — Konungsvagnin- um er nú ekið inn í hallargarð- inn til ])ess aðsækja konungsfjöl- skylduna. Ökumennirnir eru í hárauðum klæðum með háa pípuhatta og skreyttir lógagyllt- um borðum og dúskum. Klukkan er að verða 10 f. h. Konungsh jónin stíga nú upp í vagninn og konungsdæturnar báðar. Konungurinn er í flota- foringja-einkennisbúningi, drottningin í 1 jós-fjólubláum jakkakjól og með samlitan hatt, konungsdæturnar eru í ljósblá- um kjólum og er Elizabeth með samlitan hatt en Margaret Rose með hvítan. 500—700 Jjúsundir manns fagna þeim um leið og Jjau yfirgefa höllina. Fyrst er ekið í kringum Viktoríu-minnismérkið, en síðan haldið á bu.rt eða niður á stóran pall (Saluting Base) þar sem kon- ungurinn mun taka við kveðjum sigurgöngunnar. Aðrir meðlimir koriungsfjölskyldunnar og hátt- settir foringjar úr her og flota óku í bílum frá höllinni 10 mín. síðar. Hér var komið, lesendur, er sigurgangan mikla tók að streyma fram hjá. 3 henni voru næstum Jjví 22 þús. manns og aragrúi af öllum tegundum her- gagna og farartækja. Svo, Jjegar líða tók að hádegi tók að rigna og ágerðist regnið, svo að fólk reyndi að forða sér heim. Hátíðahöldin, sem áttu að vera í liinum stóru görðum Lundúnaborgar eftir hádegið, urðu að falla niður vegna gífur- legrar rigningar. Um kvöldið voru ógleymanleg hátíðarhöld við Temsá í grennd við Parlamentið. Gólfdregill grófur nýl ííominn KAUPFÉIAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeild ^>3>^<$>^<$X$>3x^<$x3x$x$x$><$><$><S><$x3><$*$><$xS><$X$><SxS><$><$X$x$.<$x$X$x$X$>3x$><$x$><$><$>$x$X$x£<$x$^*s!!$ 8*$><Íx$xS>3>^*$x$k^<$x$>$xJx$x$x$x$*$k$*$x$x$.<$x$x$x$*$><$x§k^>^>$x$>$x$>3>3x^<$*^$x^$x$x$x$x$x^<£$ L, C. SMITH fc CORONA TYPEWRITERS, INC. geta nú aftur afgr'eitt hinar vel þekktu L. C. SMITH IHTVÉLAR Einkuumboð: Samband ísl. Samvinnufélaga ®^xJxíx$x^>4x$>^x$xíx^x$x$xí><Sx$^x$x$xí>^><j>^.<J><5>^xJ>^xíxí>^x$x$x$x8xS><íxíxSx$><JxíxSx^xSxSx$>< Jajnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, begar þér notið Gula bandið steikir bezt — brúnar bezt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.