Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. ágúst 1946 D AG U R 5 ERLENT YFIRLIT 21. ÁGÚST. Rússar á friðarráðstefnu, í f/rsta sinn síðan á Vínarfundinum. Rússar sitja nú almenna friðarráðstefnu í París, í fyrsta sinni síð- an 1815. Árið 1919 sömdu vesturveldin frið á eigin spýtur. Rússar sem lrófu þátttöku í stríðinu við hlið Breba og Frakka, höfðu helzt úr lestinni eftir byltinguna og Þjóðverjar höfðu þröngvað hörðum friðarskilmálum upp á þá með samningagerðinni í Brest-Litovsk. Rússar áttu því engan hlut að Versalafriðnum, enda var Savét- stjórnin ekki í hávegum meðal sigurvegaranna þar. ---sj:- í þetta simn lítur málið öðruvísi út. Rússland er í hópi voldug- ustu sigurvegaranna, og stjórnmálamenn þess setja svip á ráðstefn- una. Menn fylgjast með mikilli athygli með orðaskiptum og deilum þeirra og talsmanna Vesturveldanna, í von um að geta í gegmum þau samskipti eygt hina raunverulegu stefnu Rússa í utanríkismál- um og fengið svör við ýmsum þeim sþurningum, sem vaknað hafa á undanförnum mánuðum í sambandi við athafnir þeirra á lirifa- svæðum sínum og utan við þau. ---*-- Þeir, sem hafa fylgst gaumgæfilega með störfum ráðstefnunnar í París til þessa, telja Sovétstjórnina einkum liafa tvö takmörk fyrir augurn. Hið fyrra, að mæta tortryggni Vesturveldanna fyrir opnuni tjöldum, vinna gegn almenningsálitinu, s?m telur utanríkismál Sovétstjórnarinnar vafin leynd og takmörkin hulin þoku. Molotov kom fulltrúunum í París gjörsamlgea á óvart, Jregar hann krafðist þess að blaðamenn fengju að sitja alla fundi ráðstefinunnar. Á slíku áttu menn ekki von úr þeirri átt. Þá hafa fulltrúar Rússa barizt gegn þeirri skóðun, að þeir séu talsmenn stórveldastefnu gegn rétt- mætri hlutdeild smáþjóðanna. Sem dæmi um Jrað nrá nefna svar Molotovs við ásökun dr. Evatts, utanríkisráðherra Ástralíu, í þá átt, þar sem Molotov lrélt því franr, að Evatt væri áhrifalaust, brezkt peð á taflborði stjórnmálanna og þess vegna ekki heppilegur tals- nraður fyrir rétti smáþjóðanna. Sovétstjórnin berðist lrins vegar gegn erlendum áhrifum í Dónárlöndum og væri þess vegna hinn eini raunverulegi talsmaður snráríkjanna, sem þar eiga hlut að máli. Þessir orðaleikir þykja þó harla gagnsæir og litlu hafa áorkað unr að eyða tortryggni í garð Rússanna. Því að hitt takmarkið er öllu gleggra og rneira áberandi. Það er að sleppa engum þeim fríð- indurn eða þeirri aðstöðu,'sem Rússar áunnu sér á lokuðum, dipló- matiskum ráðstefnunr, nefnilega í Telreran, Yalta, Potsdam og á fundum utanríkisráðherranna, Baráttan, sem Sovétsendinefndin í París háði unr fyrirkomulag atkvæðagreiðslna á ráðstefnunni, var raunverulega til þess að undirstrika það, að ákvarðanir, sem þegar lrefðu verið tekinar af stórveldiunum, áður en ráðstefnan kom sam- an ,skyldu standa óhaggaðar, og til þess að fyrirbyggja að nokkur veruleg tilslökun yrði gerð. Það tná telja víst, að Sovétsendinefndin sé minnug á þau orð Byrnes, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann viðhafði í ræðu til amerísku þjóðarinnar, áður en lrann lagði af stað til Parísarráð- stefnunnar, ,,að nefnd utanríkisráðherranna er skyld til þess að lrafna ekki tillögum fr iðarráðstefnunnar“, þegar að því kemur að utanríkisráðherrarnir gangi frá texta friðarsamninganna. Þetta var loforð, senr Byrné's gaf amerísku þjóðinni og eftir efndunr mun verða gengið. Það er þess vegna ekki að furða, þótt Rússamir vildu fyrirbyggja — með fyrirkomulagi atkvæðagreiðslna — að nokkur veruleg röskurr gæti orðið á ákvörðununr utanríkisráðherranna nreð samþykktum íriðarráðstefnunnar. Ráðstefnunni miðar hægt í störfum sínum óg því engan veginn séð ennþá, hversu vel Rússunr tekst það hlutverk, að viðhalda raun- verulegu einræði stórveldanna um skipan málanna og gera snrærri ríkin áhrifalítil eða áhrifalaus um friðarmálin. Ekki er heldur ljóst, hversu langt Bretar og Bandaríkjamenn nrunu teygja sig til þess að „eining“ stórveldanna, sem svo er enn kölluð — lraldist. Dómar um þau atriði verða að bíða betri tíma. En vert er að minna á, að Par- ísarráðstefnam, starfsaðferðir hennar og ákvarðanir, þótt þær nái aðeins til þeirra ríkja, er voru hjálparstyttur hinná raunverulegu friðspilla, en ekki til aðalóvinaríkjanna — Þýzkalands og Japan — rnunu þó skapa fordæmi um endanlegan lrið við þessi Öxulríki, er fylling tímans er komin. Friður verður ekki kominn á í heiminum þótt Parísarráðstefnunni ljúki með dansi, eins og Kongressinum í Vín. Ennþá verður ófriður við Japan og Þýzkaland. En Parísar- fundurinn mun gefa bendingu um á hvern hátt málum þessara rikja — og friðnum ylirleitt — verður skipað um næstu framtíð. Einangrunarefni fyrirliggjandi Kaupfélag Eyfirðinga Byggingarvörudeild. i(WWWHWH>SHWHKHHHÍSH«HKHKH>SH>SHHHKK?SHKHKHJSH>SH>SHKHHH>SBJSim *RtíTTV2 N orðurlancLsmótið. Vegna þess aS handknattleiksstúlk- urnar — þrátt fyrir alla samkeppni — aðeins jöfnuðu sakirnar, svona á víxl, eins og frá var sagt í síðasta þætti, varð að keppa að nýju um meistara- titilinn hér norðan lands. Til þess að létta ofurlítið fyrirhöfn Völsunga, var samþykkt að KA og Þór byrjuðu enn, og kepptu þau sl. föstudagskvöld. — Framan af leik virtist liðsmunur tiltakanlega mikill, og fór Þór mjög halloka. Olli mestu ónákvæmni í knattmeðferð hjá Þórs- liði. Nálgaðist oft hirðuleysi, hvernig skilað var knetti. En hvað það snertir eru KA-stúlkurnar oftast til fyrir- myndar. Við hálfleik hafði KA skorað 5 : 1 marki. Útlitið var — ja, ágætt, eða ógurlegt, eftir því hvar menn stóðu! Og stúlkurn:-T fengu víst orð í eyrá! Síðari hálfleikur var allur annar, óvenju skarpur leikur, og þó sérstak- lega hjá Þór. Vörnin var nú og sterk- ari þeim megin og tók djarflegar á móti eldhröðum upphlaupum og næsta hörðum skotum KA-stúlkn- anna, sem þó á síðustu mínútu lauk með knetti í neti að baki markv. Þórs — og var þar með kvittað fyrir því síðasta hinum megin, og urðu leikslok 7 : 7! Síðdegis á laugardag komu svo Völsungar — og til leiks, svo að segja beint úr bílnum. Léku fyrst, kl. 4.30, móti KA. — Hafði KA þar yfirburði sérstaklega framan af, og alltaf, hvað snerti skot á mark. KA vann leikinn með 5 : 3 mörkum. Kl. 8 um kvölcflð kepptu svo Völs- ungar og Þór. Lengst af leiktíma var sóknin miklu harðari hjá Þór. Um stund í síðari hálfleik snerist þó við. Skoruðu Völsungar 3 mörk á 5 mín. Gerðust Þórsstúlkurnar hálfráðvilltar í bráðina, en áhorfendur báluðu upp af áhuga. Gat skeð að Völsungar jöfn- uðu hallann, sem á var orðinn, og veittu K. A. þannig sigurinn án frekari átaka? Nei, hallinn var orðinn of mik- ill, Þórsstúlkurnar náðu öryggi sínu aftur og unnu leikinn með 8 : 4 mörk- um. Eftir aðra umferð voru þá Völsung- ar úr þessari sögu, en K. A. og Þór stóðu enn með jöfn stig, 3 hvort. Úrslitin komu svo á mánudags- kvöld. Veður var kyrrt og blítt, fólkið bara margt til staðar, stúlkurnar á vellinum — sumar — haltar, vafðar og reifaðar, magapíndar og hræddar við úrslitin — en litu út eins og hetj- ur — auðvitað — þrátt fyrir allt. — K. A. hóf leik og þegar á 12. sek. valt knötturinn eftir línunni i mark Þórs eftir skot í hliðarstólpa. Áhorfendur voru fljótir að dæma: „Mark“! — „Ekki mark!“ og létu til sín heyra eft- ir beztu getu. Markdómari kvað ekki mark. En hættan sýndist nærri. Mark- skot — °g í upphlaupinu, sem fylgdi, lá knötturinn í neti K. A.-megin! Sýnilega yrði leikurinn skarpur. Fylgdu nú upphlaup á báða bóga, skjót og oft hættuleg. Vöm Þórs reyndist í þessum leik afgerandi — og reyndar mjög sterk. Markvörður, Gíslína Óskarsdóttir, var tvimæla- laust ágætur á sínum stað. Nokkur óheppni var og með K. A.-megin. Bakverðir K. A. „dekkuðu“ heldur ekki eins vel og stundum áður. Þeim hættir og til að taka sér stöðu of nærri markteigi — og lenda inn fyrir í vörninni. — Leikurinn var hraður og ákveðinn, en aldrei ljótur. Úrslit urðu þau, að Þór sigraði með 6 : 1 marki og hlaut þar með titilinn: Norðurlandsmeistari í handknattleik kvannt 1946. — Dómari í þessum síð- ari leikjum var Sverrir Magnússon, og dæmdi hann röggsamlega. Síðar um kvöldið var samdrykkja fyrir viðstadda keppendur, starfs- menn mótsins o .fl. að Hótel KEA. — Formaður K. A., Árni Sigurðsson, flutti ræðu og afhenti sigurvegurum Baldur Guðjónsson I • KVEÐJA FRÁ ÁSTVINUM. Fæddur 7. apríl 1920. — Dáinn 9. nóvember 1945. Frá því að barnið byrjar íyrst að hjala brosmildu augun, full af undrun tala. Opnast því veröld, heimur ljóss og lita löngun til þess að fá svo meira að vita. Mamma og pabbi skilja brosin blíðu, bezt geta túlkað augnamálin þýðu, knýtist þá band, sem augað ekki lítur, er þó svo sterkt að dauðinn það ei brýtur. Sjá má hve þroskinn þokast fram án tafar. Það er oft skámmt frá vöggunni til grafar, allt sem að lifir stöðugt stríð má heyja, stritar og hrörnar, fæðist til að deyja. Baldur var einn, sem ungur féll í valinn, ávallt var hann með góðum drengjum talinn, foreldrum hlýðinn, sannur sonur, bróðir, syrgir hann kona, barn og tengdamóðir. Ljúf voru, Baldur, fáu æfiárin, orðin ná skammt, en Drottinn þerrar tárin, á heimili sjálfs þín, skarð er Ifyrir skildi, skylt er að trúa, Drottinn þetta vildi. Ástvinir þínir allir þakka vilja umhyggju og tryggð, um stund verðið að skilja, aftur þið mætist Guðs í himinhöllum. hlustið á kallið: „Rúm handa ykkur öllum“. Eins veit eg, Baldur, vel hvað viltu segja: „Vinir! Mér fannst ei hryggilegt að deyja. Á jörð erum við svo f jarri föðurlandi fagna eg ykkur bráðum lofsyngjandi“. H u g r ú n. V a I b o r ð til þiljunar og Krossviðu r fyrirliggjandi Kaupféiag Eyfirðinga Byggingarvörudeild verðlaunagripinn ásamt heillaóskum. Gripurinn er fagur bikar, gefinn af Jóni Egils kanupmanni á Akureyri. Var keppt um bikarinn í fyrsta sinni 1943, að Laugum, og þá unninn af K. A. 1944 á Siglufirði, og þá unninn af Völsungum. 1945 á Akureyri og þá aftur unninn af K. A. Og svo nú af Þór, eins og hér hefir verið frá skýrt. Fleiri töluðu þarna og var kátt og : skemmtilegt yfir borðum, sem vera I ber, — þrátt fyrir harða keppni og hita i hamsi umhverfis völlin á liðn- um kvöldum. Samkomunni lauk með | þeim gleðiboðskap, að síld væri komin á bryggju — og var þá sumum stúlkunum ekki til setu boðið lengur, heldur til stöðu og starfa við síldina og saltið. Og þar er nú keppt líka! Framkvæmd mótsins var í hönd- um K. A. og Þórs sameiginlega — og mátti þó að finna einu og öðru! Situr ekki á þeim, er þetta skrifar, að gera það frekar, en mun heimilt öðrum. Nýkomið mikið úrval af DfimuTðsKum Sportvöru- og hl j óðí æra v erzlunin Ráðhústorgi 5 Sími 510. KR heimsækir Húsvíkinga. Knattspyrnufélag Reykjavíkur mu senda hóp frjáls-íþróttamanna t Húsavíkur um næstu helgi. Teki Iþrottafélagið Völsungar á móti þeii og mun keppt í ýmsum íþróttum laugardag og sunnudag. Völsungar ráðgera og að fara í svij aða heimsókn til Siglufjarðar — o hafa þá helzt stúlkumar með sé til keppni í handknattleik. Nánari fr; sögn síðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.