Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 4
4 D AG U R Fimmtudagur 22. ágúst 1946 Nýr bátur á sjó JJM MITT SUMAR í fyrra siglcli allnýstárleg ileyta iyrst allra skipa undir íslenzkum fána gegnum Panamaskurðinn á leið frá vesturströnd Ameríku út liingað til Islands. Skip þetta hafði verið í smíðum frá því sumarið 1943 undir umsjá íslenzks skipstjóra, Ingvars Einarssonar, á skipa- smíðastöð nokkurri á Kyrrahafsströnd Ameríku. Átti það nú stutta viðkomu í New York, áður en það lagði á Atlanzhafið á heimleið. Reyndist skipið vel í alla staði á þessari löngu og erfiðu sjó- ferð oig var ekki nema mánuð á leiðinni alla leið frá vesturströnd Ameríku til íslands. Hingað til lands kom skipið seint í fyrrasumar. I vetur var það svo notað til ísfisksflutnings til Englands og reyndist prýðilega í þeim ferðum. Það var fyrst, er leið að síldveiðatímanum í surnar, að það tók upp hið eiginlega ætlunarverk sitt og tilrauna- starf í þágu íslenzkra síldveiðimanni og þar með þjóðarinnar allrar. gKIP ÞETTA hlaut nafnið Fanney og var smíð- að fyrir Slídarverksmiðjur ríkisins og Fiski- málanefnd í sameiningu. En skip af þessari gerð eru notuð við síldveiðar við vesturströnd Bandaríkjanna og þykja gefast sérstaklega vel þar. Alllangt er nú orðið síðan, að áhugi vaknaði fyrir því hér á landi að reyna þessa nýju veiðiað- ferð hér, þótt ekki yrði af framkvæmdum fyrr en þetta. Nokkrir íslenzkir sjómenn höfðu þá kynnzt skipum þessum og veiðiaðferð þeirra vestra, og sumir þeirra jafnvel starfað að síldveið- um á þeirn um skeið. Fanney er allfrábrugðin veiðiskipum þeim, sem við höfum átt að venjast. Hún er 137 brúttósmálestir, gengur 10 sjómílur á klst. og ber um 1100 mál síldar. Yfirbygging skipsins er fremst á þiljum, en þilfarsrúm og lest aftast. Nótinni, sem er sérstök gerð hringnótar. er varpað aftur af skipinu sjálfu, og við enda lienn- -ar er nótabáturinn skilinn eftir. Skipið dregur svo sjálft nótina í hring að bátnum, og tekur vél skipsins erfiðið við dráttinn að mestu af sjómönn- unum. Á Fanney er aðeins 11 manna áhöfn, en á öðrum síldveiðiskipum jafnstórum, er nota eldri síldveiðiaðferðina, er tíðast 18 manna áhöfn. Þótt skipshöfnin sé þannig miklu fámennari en tíðast er, er þó talið, að erfiði hennar sé sízt meira við að veiða Jafnmikla síld, og vosbúð mun minni en á eldri skipunum, þar sem nótabátar eru hér að heita má ekki notaðir. pANNEY HEFIR FARIÐ allmargar veiðiferðir í sumar, og hafa þær gengið misjafnlega af ýmsum ástæðum, en óhætt mun þó að fullyrða, að sjálfsagt sé að halda þessum tilraunum áfram, unz fullreynt er, hvaða gagn Islendingar geti haft af þessari nýju veiðiaðferð. Virðist, þrátt fyrir allt, margt benda til þess, að hér sé um allmerka og mikiJvæga nýjung að ræða, sem vert sé að gefa fyllsta gaum og þrautreyna, hvernig þessi veiði- tæki komi að sem beztum notum við íslenzka staðhætti. Kostir unrræddrar veiðiaðferðar eru augljósir, og.komi engir sérstakir gallar í ljós, er staðbundnir séu við sjólag og aðstæður hér, má vænta þess, að reynsla sú, sem aflað verður á hinu nýja skipi á hæfilegum tíma, geti haft mikilvæga þýðingu fyrir afkomu íslenzkra síldveiða á næstu tímum. Og vissulega er svo mikið í húfi, að ekkert má til þess spara að kóma þessum áhættusama at- vinnuvegi á svo öruggan grundvöll, sem framast Rósberg og Lauterbach. ^TERKAMAÐURINN" okkar er " ákaflega hrifinn af bók Lauter- bachs hins ameríska, þeirri, er getið var um hér í síðasta blaði. Ver blaðið bróðurpartinum af af harla takmörk- uðu rúmi sínu til þess að birta langan kafla úr bókinni og er það þakkarvert út af fyrir sig, því að hvað sem segja má að öðru leyti um útgáfu þessa rits hjá „bókmenntafélaginu" Máli og menningu, verður því þó ekki neitað, að þýðendum bókarinnar tekst mun betur upp með mál og stíl en tíðast er að sjá í dálkum Verkamannsins, þegar blaðið talar frá eigin brjósti og gripur ekki til þess hyggilega ráðs að endur- prenta verk annarra manna með sem minnstum breytingum. En ritstjórinn er svo seinheppinn, eins og raunar svo oft áður, að hann getur ekki stillt sig um að láta nokkrar skýringar og bolla- leggingar frá eigin brjósti fylgja til- vitnunum sínum í verk Ameríku- mannsins og getur þar að líta allgott sýnishorn af röksemdafærslu þeirri og málsmeðferð sem áhangendur hins íslenzka kommúnistaflokks hljóta sem andlegt fóður og uppeldi þegar þeim er raðað við garðann hjá Verkamann- inum og öðrum „verkalýðsblöðum" á sama þroska- -og vitsmunastigi. Kaupfélögin standan ekki samanburðinn! QAGUR GAT ÞESS (orðrétt eftir Lauterbach), að rússneskir bænd- ur kæmu á markaðinn með tvo poka: lítinn poka fyrir vörumar, sem þeir hyggðust selja, en stóran poka fyrir rúblurnar, sem þeir fengju fyrir þær. Verkamanninum finnst að vonum kaupfélögin íslenzku ekki standast ráðstjórninni rússnesku snúning í þessu efni. — „Aldrei hefir KEA borgað bændum við Eyjafjörð vörur þeirra jafnþyngd í peningum, hvað þá meira, þannig, að ullarpokarnir séu sendir aftur heim úttroðnir af hundr- aðköllum, og bílarnir sem flytja slát- urféð á haustin, fari fullfermdir af seðlum út 1 sveitirnar aftur! Nei, kaupfélögin íslenzku standast ekki þennan samanburð!" hrópar aumingja Verkamaðurinn upp yfir sig sigri hrósandi. — Við þessu er ekkert að segja annað en það, að Dagur hlýtur með auðmýkt að játa, að þetta er hverju orði sannara: Kaupfélögin standast engan veginn samanburð við ráðstjórnina að þessu leyti, enda hafa þau raunar aldrei haft verðbólgu markaðsvara og verðfellingu peninga á stefnuskrá sinni sem sérstakt bjarg- ráð og búhnykk, hvorki fyrir bænd- urna né heldur aðrar atvinnustéttir, heldur alveg hið gagnstæða. Verka- maðurinn — og ráðstjórnin — mega gjarnan eiga ein allan heiður af slik- um hagvísindum hér eftir sem hingað til, enda virðast þau eina bjargráðið sem kommúnistar kunna í öllum fjár- hags- og kaupgjaldsmálum, til hags- bóta fyrir verkalýðinn! „Þeg'ar hundruð rúblna eru í boði —“! þÁ FULLYRÐIR hagspekingur Verkamannsins, að „verðlagið á svarta markaðinum (í Rússlandi) sýni aðeins það, að skömmtunin er svo al- menn og eftirlitið svo strangt, að nær ógerningur er að pranga með mat- væli. En við hinu gerir enginn, að menn freistast til að selja bitann frá munni sjálfs sín, þegar hundruð rúblna eru í boði. Degi finnst það hel- víti hart,“ segir ennfremur í Verkam., „að einstaklingar í Ráðstjórnarríkjun- um skuli ekki hafa tækifæri til að ná undir sig matarbirgðum til að okra á, þegar matarskorturinn sverfur að al- menningi, — það væri „kapital" að skapi Dags,“ stendur þar! — Dagur hefir nú raunar alls ekki leyft sér að rengja það, að skömmtun lífsnauð- synja væri allströng þarna austur frá og eftirlitið líka strangt. Nei, ritstjóri sæll, við „Dagsmenn" trúum því meira að segja mæta vel, að skömmt- 1 un ráðstjórnarinnar á alls konar verð- 1 mætum til handa láglaunalýðnum sé einmitt afar ströng, og eftirlitið geysi strangt. Hitt komum við ekki auga á, að láglaunalýðurinn sé neinu bættari, 1 þótt það sé ríkisvaldið sjálft, en ekki einstaklingar, sem okri á lífsnauðsynj- unum og reki opinberan „svartan markað" og „sérstakar verzlanir“ til þess að „taka rúbhirnar úr umferð", eins og Lauterbach getur um á einum stað í bók sinni. En í því sérstaka til- 1 felli, sem um var getið, voru það raunar einstaklingar, sem fleyttu ' rjómann af viðskiptunum við þá, sem nógar höfðu rúblurnar (kannske fert- 1 ugföld laun eða meira á við láglauna- 1 lýðinn!). Því að varla eru bændurnir, sem komu með pokana tvo á markað- inn, orðnir persónugervingar sjálfs Stalins bónda og ríkisvaldsins í aug- um ritstjórans, þó að rökin snúist svona undarlega fram og aftur í hönd- um hans, þegar hann hyggst veifa hinu ranga tré grunnfærninnar og vífilengjanna fremur en engu. Síldarlaust — í búri og eldhúsj. þAÐ HLÝTUR eitthvað að vera bogið við matvæladreifinguna í . þessum bæ, eða þá við okkur sjálf: ^ Utvarpið skýrði nýlega frá því, að þó nokkur síld hefði borizt hingað til Ak- ureyrar, til söltunar, að undanförnu. 1 Ennfremur, að þorpin hér út með firðinum væru öll í hópi stærri síldar- saltenda. Þrátt fyrir þessar ágætu fréttir ber svo við, að síld er því sem næst aldrei á boðstólum fyrir hús- mæður í þessum bæ. Hún fæst ekki ný og sjaldnast söltuð í helztu mat- vöru- og fiskbúðum bæjarins. I þAÐ ER oft talað um það, að við Is- I lendingar „kunnum ekki að borða síld“, eins og það er orðað. Og menn ■ harma þetta, telja það jafnvel þjóð- arlöst, því að síldin er ein hin nær- ingarríkasta og bezta fæða, sem völ , er á. En mér er spurn: Hvernig eigum | við að læra að borða síld, ef hver fjölskylda verður sjálf af hafa fyrir því, að sækja hana út á Dalvík eða niður á Tangabryggju, en getur ekki ! fengið hana afgreidda, í þeim verzl- unum, sem annast alla helztu mat- 1 vælasölu til heimilanna? Mér sýnist I kominn tími til að gera breytingu á þessu ástandi. Gjaldeyrir handa þeim útvöldu. „Húsmóðir" skrifar blaöinu eítiriarandi: JJVERNIG stendur á því, að " Reykvíkingar geta farið i næstu búð og keypt vörur, sem sjaldnast fást hér fyrir norðan? Rúsínur og sveskjur hafa þeir, og nú sé eg í blöðunum, að þeir auglýsa danskar sultur og fleira gómsæti. Hér fæst ekkert af slíku. Er gjaldeyri þjóðarinnar varið til vöru- kaupa fyrir Reykvíkinga eina, eða er ætlast til að vörum þeim, sem gjald- eyririnn kaupir, sé skipt réttlátlega í milli þjóðarinnar allrar?“ Svo er að sjá, sem Reykvíkingum sé ætlað að fleyta rjómann á þessum vettvangi, sem og víðast annars staðar. er nokkur kostur, með nýrri tækni og vinnuvísindum á Jjví sviði eftir því sem reynslan kenn- ir að heppilegast sé á hverjum tíma. Til sölu Diskaherfi og diskur, nærr nýtt. ÞORSTEINN JÓNSSON, Brakanda. Rabbað um hátið og helgispjöil Jónsmessuhátíð í ágúst hljómar dálítið lalskt. En hátíð var það samt, sem setti skemmtilegan svip á Akureyri um síðustu helgi. — Eg ætla lireint ekki að fara að lýsa Jdví er Jjar fór fram, því að slík lýsing myndi varla verða annað en daufur svipur hjá sjón, en kvennadálkurinn vill gjarnan minnast kvenþjóðarinnar, sem að hátíð þessari vann, Jaar eð hann í raun réttri er, eða a. m. k. ætti að vera, heimkynni slíkrar frásagnar. Hátíð Joessi, sem kennd var við Jónsnressuna, var Akureyringum mjög til sóma, og jrá einkum kvenfél. Frámtíðinni. Eg átti í gær ta! við éina Framtíðar-konu, af yngri kynslóðinni, og spurði liana, hvort það helði ekki verið mikið og erfitt verk að koma Jiessu upp. „Jú, Jiað yeit guð,“ svaraði hún, „meira verk en margan grunar." Að vísu ætti hver að geta sagt sér það sjálfur, að geysilega mikið starf liggur í Jrví, að koma jafn fjölbreyttum og myndarlegum hátíðahöldum á fót. En Framtíðar-konurnar hafa ekki talið eftir sér starf, og málefni það, sem þær vinna fyrir — nýja sjúkrahúsið — átti hug Akureyringa allan um helgina síðustu. Þess ber að geta, sem gert er, og lieiður sé Framtíðar-konunum fyrir mikið starf í þágu góðs málefnis og glæsilegan árangur. Vonandi á Jónsmessuhátíð eftir að verða fastur liður í skemmtanalífi Akureyrar — en flestir mundu kjósa að hún yrði á Jónsmessunni í fram- tíðinni, svo að húngæti borið nafn með rentu. * Hver sá, sem dvalið hefir einhvern tíma erlend- is og kynnst hinum mikla gróðri, hinum marg- víslegu trjám með hina gildu og traustu stofna, getur ekki komizt hjá því að fyllast eins konar samúðarkennd, blandaðri aðdáun, með okkar litla og smávaxna trjágróðri. Hver hrísla á í vök að verjast fyrir kuldum og hvassviðri, en með hjálp ýmsra fórnfúsra handa hefir okkur þó tek- izt að korna upp fallegum görðum, Jrótt smáir séu. En slíkt hefir kostað mikið starf og strangt, og ætla mætti að hver einasti einstaklingur hefði yndi af trjágróðrinum og bæri hlýjan hug til þeirra, er þar hafa lagt hönd á plóg. En það hefir komið fyrir að helgispjöll hafa verið unnin í þessum reitum og nú, ekki alls fyrir löngu, í Lystigarðinum okkar hér á Akureyri. — Það er hörmulegt til þess að%vita, að slíkt skuli geta komið fyrir á jafn fögrum stað. Mæður ættu að minna börn sín á Jjað, vel og dyggilega, að bera virðing fyrir slíkum stöðum og starfi því, er Jjar er og hefir verið unnið. Slíkt er aldrei of oft né of vel gert. Frú Schiöth var döpur í bragði, er eg spurði hana fregna af þessu á dögunum — Það er fyrir- hafnarminna og fljótara verið að rífa niður en rækta og byggja upp, svo að slík liermdarverk, sem unnin eru á einni kvöldstund, getur kostað ár að vinna upp aftur. Allir ættu Jjví að vera sam- taka um að standa vörð um bæjarprýði, slíka sem Lystigarðurinn er, og fremur rétta hjálparhönd en hindra gróandann. * Gjafmildur garðeigandi. Þegar eg fór að rabba um tré og gróður, kom mér í hug atvik, sem skeði út í London fyrir skömmu. Við garðshlið sitt hafði húseigandi nokkur komið fyrir stórri körfu, og á spjald, sem við hékk var ritað: „Epli handa börnum — þrjú handa hverju.“ Á hverjum morgni fyllti hann körfuna af epl- um úr garði sínum, og börn, sem fram hjá gengu notuðu gjalmildi þessa góða manns, en engirín sást taka fleiri, en forskriftin sagði! Svo fór, að gamli maðurinn fór að bera í körf- una oft á dag og síðast, er eg vissi, voru epli hans að þrotum komin, enda var eplakarfan þá orðin fræg í hverfinu. Lánsamur garðeigandi, mun mörgum finnast, og gjafmildur. Puella.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.