Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 22.08.1946, Blaðsíða 6
DAGUR Fimmtudagur 22. ágúst 1946 1" - - 1 CLAUDlA Jaiðarför föður míns, JÓHANNESAR BJARNASONAR, fyrrum bónda að Glerá, SAGA HJÓNABANDS sem and'aðist á heimili sínu, Norðurgötu 1, Akureyri, 18. þ. m„ fer fram liá Lögmannshlíðarkirkju þriðjudaginn 27. EFTIR ágúst kl. 1.30 e. h. — Bifreiðar fara lrá BSA kl. 1 e. h. ROSE FRANKEN Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra ættingja. —— 13. dagur ■ Jóhannes Jóhannesson. , (Framhald). ekki meira en svo á að firmað geti borgað mér hærri laun.“ ,,J—á, eg skil, þú hugsar auðvitað um hag fyrirtækisins, þar sem þú ert orðinn meðeigandi. En við þurfum ekkert meiri peninga þrátt fyrir þetta. Viðkomumst af. Eitt barn kostar ekki mikið. Þeg- ar það er einu sinni komið verður það ekki dýrara fyrir okkur en Sliakespear.“ Davíð hliðraði sér hjá að rökræða þetta við hana. Því varð þó ekki neitað, að Shakespear hafði verið kóstnaðarsamt fyrirtæki, því að hann var nú hvort tveggja, þrisvar sinnum stærri og gráðugri en venjulegur köttur, og þrisvar sinnum meiri skemmdarvargur. En Davíð gerði sér vel ljóst, að þetta voru þó smámunir einir hjá því að eignast barn. Þó var ekki um það að fást héðan af. ,,Það eru ekki peningarnir, sem skipta mestu máli,“ sagði hann. „Það ert þú sjálf. Það væri ekki nema réttlátt að þú gætir skemmt þér meira og verið frí og frjáls dálítið lengur, áður en heimilisáhyggjurnar aukast, eins og vinkonur þínar flestar. Helena til dæmis. Hún er ennþá heilmikið»á ferðinni og skemmtir sér vel.“ „Þetta er bara aukaatriði," sagði Claudía. ,,Eg vil miklu heldur taka lífið alvarlega ög því fyrr því betra. Með þessu áframhaldi gæti eg orðið amma þrjátíu og sex ára.“ „Þú ert indæl,“ sagði Davið, og ýar hálf vandræðalegur á svipinn. Tíminn leið ótrúlega fljótt. ,,Davíð,“ sagði Claudía, ,,eg er svo fegin að eg lít ekki út eins og sumar konurnar, sem eg sé hjá Row- land lækni.“ „Hvers vegna? Hvernig líta þær út?“ „Æi, eg get ekki lýst því — eins og þær gengju með þríbura.“ „()!“ sagði Davíð. Claudía leit hvasslega á hann. „Það sér varla á mér, er það ekki?“ „Sér ekki hvað?“ „Nú, nokkuð óvenjulegt. Eg er ekkert þyngri en venjulega. Eg er viss um að eg get leynt því alveg fram á síðustu stund.“ „Eg held að það geti svo sem vel verið,“ sagði Davíð, ósköp góð- látlega. • Claudía varð meira en lítið undrandi þegar ávaxtasalinn, sem hún verzlaði við, sagði henni að hann hefði tekið frá tólf áppelsín- ur handa henni. „Eg á sjálfur börn,“ bætti hann við. Hann rótaði lengi í appelsínukassanum og tók síðan eina, þá stærstu og falleg- ustu sem hann fann, og bætti henni í pokann hennar. Claudía var ráðvendin sjálf. „Þe'tta er einni of margt,“ sagði hún. ,, Já, en það er gjöf til barnsins yðar,“ sagði ávaxtasalinn og brosti ánægjulega. „Eg óska yður til hamingju. Vona að allt gangi vel.“ „Þakka yður fyrir,“ sagði Claudía, dálítið vandræðalega. Hún gat ómögulega ímyndað sér hver gæti hafa sagt honum frá því, sem í vændum var. Þegar heim kom, grandskoðaði hún sjálfa sig í spegli. Hún gat alls ekki séð neitt óvenjulegt við útlit sitt. Þegar sjöundi mánuðurinn rann upp, hófst undirbúningurfnn fyrir alvöru. Allt til þess tíma, hafði móðir hennar verið óþreytandi að gefa henni góð ráð og bendingar. Henni fannst ekkert liggja á. Bezt að bíða með undirbúninginn þangað til drengurinn byrjaði að sparka, sagði hún. Þá væri líka kominn tími til að svipast um eftir hentugra húsplássi. Það var augsýnilegt, að þau gátu ekki lengur umflúið að hafa vistaskipti. Davíð taldi herbergin á fingrum sér. „Við þurfum stúlkuherbergi og barnaherbergi í viðbót við það pláss, sem við höfum nú. Það gerir að minnsta kosti sex hundruð dali á ári, í húsa- leigðu, til viðbótar, og stúlkukaupið verður sjálfsagt annað eins,“ sagði hann, og reyndi að vera glaðlegur á svipinn. „Það er hætt við því,“ sagði Claudía. „Höfum við efni á því?“ „Ætli það nú ekki,“ sagði hann, með talsverðu yfirlæti, sem þó leyndi því engan veginn, að hann var alls ekki viss um það. Einhvern veginn hlaut að vera hægt að draga úr útgjöldunum, lmgsaði Claudía. Hún yrði bara að finna leið til þess. Um þetta leyti varð hún ennþá einu sinni vör við traustleika leynilega banda- lagsins við Drottinn. Svo vel húgsaði hann um þau, að öll vanda- mál þeirra leystust, án þess að þau þyrfti einu sinni að leigja sér bíl til að annast flutning húsgagnanna í nýju íbúðina. Á efstu hæð í sambyggingunni, þar sem þau bjuggu, var einmitt íbúð eins og þau voru að leita að. Nú bar svo við, að lögfræðingurinn, sem þar átti heima, ákvað að flytja til Kaliforníu, vegna þess að Ioftslagið þar væri betra fyrir heilsu hans, og íbúðin losnaði. Fritz færði þeim þessi tíðindi og bætti við, að ef þau létu hendur standa fram úr ermum, mundu þau geta hreppt íbúðina strax, fyrir eitt hundrað og áttatíu dali og þrjátíu og þrjú sent um mánuðinn. Claudíu fannst Jretta dásamleg hugulsemi af forsjóninni, þótt (Framhald). Til sölu ■ 11 ■ i u 111 ■ 1111 • ■ 11111 • i ■ 111 ■ n 111111111 ■ i ■ 111 ■ i ■ ■ ■ 11 ■ ■ i • 111111 ■ i • ■ ■ i • ■ i • i ■ ■ • ■ 1111111 ■ ■ ■ 1111 ii Alúðar þakkir færi eg ykkur öllum, og ekki sízt ykkur, \ kæru Saurbæjarhreppsbúum, iyrir alla þá velvild og hlýju, i sem þið auðsýnduð mér á 60 ára aimæli mínu 13. ágúst sl. Einrtig þakka eg höfðinglegar veitingar, gjafir, skeyti, og I þá viðurkertrúngu fyrir mín störf, sem þið færðuð mér á svo i ánægjulegan hátt. Gnúpuíelli, 15. ágúst 1946. \ P. J. ÞÓRÐARSON. •Mllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 11 (> 111II11II111■ ÞAKKA YKKUR INNILEGA, vinir mínir og vanda- I menn, fyrir heimsókn ykkar, heillaóskaskeyti, blóm og gjaf- i ir, á sextíu ára afmæli mínu 9. þ. m. GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR, Möðruvöllum. T ilkynning Viðskiptaráð hefir ákveðið, að frá L5. ágúst næstk. skuli há- marksverð á eggjum vera sem hér segir: í heildsölu ...... kr. 14.50 pr. kg. í smásölu ........ kr. 17.00 pr. -kg. Verð þetta er miðað við, að eggin séu óskemmd 1. flokks vara, og stimpluð sem slík af eggjasamlagi eða heimabúi, sem viðurkennt er af verðlagseftirlitinu, enda taki samlagið eða búið ábyrgð á gæðuin eggjanna. Á öðrum eggjum má ekki vera hærra verð en hér segir: í heildsölu ...... kr. 12.50 pr. kg. í smásölu ........ kr. 15.00 pr. kg. Reykjavík, 14. ágúst 1946. Verðlagsstjórinn. WKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHStKHKHKHKHKHKHKHKHÍ WHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKJ- Tilkynning frá Síldarverksmiðjum ríkisins um verð á síldarmjöli. Ákveðið hefir verið, að verð á síldarmjöli á inn- lendum markaði verði kr. 78.00 per 100 kg. fob verksmiðjuhöfn, ef mjölið er greitt og tekið fyrir 15. september næstkomandi. — Sé mjölið ekki greitt og tekið fyrir þann tíma, bætast vextir og brunatryggingarkostnaður við mjölsverðið. — Sé hins vegar greitt fyrir 15. september, en ekki tek- ið fyrir þann tíma, þá bætist aðeins brunatrygg- ingarkostnaður við. — Allt mjöl verður að vera pantað fyrir 30. september og greitt að fullu fyrir 1. nóvember næstkomandandi. Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst. — Siglufirði, 5. ágúst 1946. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. ÍKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKKKHKHKHKH Eikarborðstofuborð og stólar. Upplýsingar í síma 225. Tilboð óskast í íbúð, 2 herbergi og eldhús. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem ar, eða hafna öllum Jón Stefánsson Gránufélagsgötu 43. Mótorhjól (ROYAL ENFIELD) til sölu. Mjög lítið notað. Afgr. vísar á. Nokkrar ungar KÝ R til sölu Afgr. vísar á. Rafstöð Af sérstökum ástæðum hefi eg til sölu mjög vandaða, sjálfvirka mótorrafstöð, 7,2 kílówatta, 220 volta rið- straum, hentuga fyrir sveita- heimili. Steindór Jóhannesson, járnsmiður. Takið eftir. Stúlka eða eldri kona óskast á gott sveitaheimili í ná- grenni Akureyrar — Fátt í heimili — öll þægindi. — Upplýsingar ásamt kaup- kröfu sendist í lokuðu um- slagi á afgreiðslu blaðsins — merkt: Vetrarvist. Herbergi til leigu frá næstk. mánaða- mótum. Dívan og rúmfata- skápur til sölu. Afgr. vísar á. Gormkiemmur fást nú hjá Verzl. Eyjaíjörður h.f. Búrvigtir Vatnsglös Ralfsuðupottar --- pönnur ---katlar ---plötur, 2 hellna Þvottavindur Verzl. Eyjafjörður h.f.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.