Dagur - 12.09.1946, Page 1

Dagur - 12.09.1946, Page 1
Ákveðið að hefja byggingu slökkvi- stöðvar Nauðsynlegt skref til lækk- unar brunabótagjalda Á það var bent hér í blaðinu á sl. vetri, að mikið ósamræmi væri í milli brunaljótiigjalda þeirra, sem Akureyringum og Reykvíkingum er gert að greiða. Mundi lækkun á brunabóta- gjöldum bæjarbúa, til jafns við iðgjöld í Reykjavík, nema árlega a. m. k. 130 þús. krónum, auk lækkunar á gjöldum af lausafjár- tryggingum. Til þess að hægt væri að krefj- ast jafnréttis við Reykjavík, þurfti að gera þrennt: byggja nýja brunastöð, endurbæta slökkvitækin og koraa upp fastri brunavörzlu. Nú hefir verið hafizt handa um hið fyrsta þessara atriða. — Brunamálanefnd hefir lagt til við bæjarstjórnina, að hafizt verði handa um byggingu slökkvistöðvar nú þegar, og sá hluti hússins byggður, sem ætlað- ur er fyrir áhaldageymslu. Hús- inu er ætlaður staður við Geisla- götu, norðan Verzlunarmanna- hússins. Verður sá hluti, sem nú er ráðgert að byggja, ein hæð, 27x16 mtr. að flatarmáli. Bæjar- stjórnin hefir samþykkt tillögu brunamálanefndarinnar og er þess því að vænta, að fram- kvæmdir hefjist hið bráðasta. Er hvort tveggja, að ný brunastöð er hin rnesta nauðsyn vegna eld- hæt-tunnar í bænum og með byggingu hennar er stigið skref í áttina til lagfæringar á iðgjöld- um brunatrygginganna og er það hið mesta hagsmunamál fyrir húseigendur. Þá mun í undirbúningi, að slökkviliðið fái nýjan brunabíl, nýja slökkvidælu og brunastiga, 10—12 m. langa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsstjóra, hefir brunalið bæjarins verið kallað út 11 sinn- um síðan í maí í vor. Slökkviliðs- menn hér fara nú fram á að fá greitt sama kaup fyrir störf sín og greitt er í Reykjavík, og hefir brunamálanefnd lagt til, að orð- ið sé við beiðninni. Kosningar til Alþýðusam- bandsþings hef jast Tveir listar á Akureyri Kosningar í verklýðsfélögum landsins til 19. þings Alþýðusam- bands íslands eru nú víðast hvar unr það bil að hefjast. Kosning fulltrúa fer fram í Verkamanna- félagi Akureyrarkaupstaðar um næstu helgi. Tveir listar eru í kjöri, listi kommúnista og listi Alþýðuflokks- og Framsóknar- manna. Á síðarnefnda listanum eru þessi nöfn: Árni Þorgríms- son, Gránufélagsgötu 57B, Har- aldur Þorvaldsson, Munkaþver- árstræti 30, Tryggvi Haraldsson, Hafnarstræti 66 og Kristófer Vil- hjálmsson, Sniðgötu 3. Til vara: (Framhald á 8. síðu). Bændur einliuga um stofnun stéttarsambands Dansk-íslenzka samninganefndin heimsækir Akureyri Síðastliðinn sunnuclag kom dansk-íslenzka samninganefndin, sem undanfar- ið hefir setið á rökstólum i Reykjavík, í heimsókn hingað til bæjarins, í boði ríkisstjórnarinnar. Gestirnir komu í Catalina-fiugbát Flugfélags Islands og flugu samdægurs suður. Þeir snæddu hádegisverð að Hótel KEA, en skoðuðu síðan bæinn um stund. Veður var hið fegursta þennan dag. Myndin er tekin að Hótel KEA. Sjást þar, fremsta röð, talið frá vinstri: Halvdan Henriksen, fytrv .ráðherra, O. Mohr, sendiherra, formaður dönsku nefndarinnar, Jakob Möller, sendiherra, form. íslenzku nefndarinnar og S. Rytter, landþingsmað- ur. í aftari röð: Stefán Jóh. Stefánsson, alþm., Eysteinn Jónsson, fyrrv. alþm., J. Paludan, ritari dönsku nefndarinnar, Dahl, yfirlæknir í Færeyjum, A. MöII- er, deildarstjóri, Kr. E. Andrésson, ritstj., H. Thomsen, kaupm., Færeyjum, Th. Holst, Iandþingsm., S. Grunnet, ritstj. Pressens Radioavis Haraldur Kröy- er, fulltrui, ritari ísl. nefndarinnar, frú H. Hedtoft, Larsen sendikennari, H. Hedtoft, fyrrv. ráðherra, og frú Larsen. Danska nefndin er nú horfin af landi burt. Samkvæmt tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu, hefir árangurinn af samningaumleitunum orðið næsta lítill. Samningar tókust um ýms minniháttar atrið, en frestað var að ræða um fisk- veiðirétt íslendinga við Grænland og réttindi Færeyinga við ísland. Danska nefndin taldi sig ekki hafa heimild til að ræða handritamálið. 1200 kindum slátrað á dagfen ríkis- valdið bannar kjötsölu Hvar er nú áhugi Morgunbl. fyrir kjötmarkaðinum? Sauðfjárslátrun hér um slóðir hófst 5. september sl. og verður slátrað allt að 1200 kindum á dag fram til 9. október, eða alls um 28.300 kindum. Sláturtíð hófst svo snemrna að þessu sinni vegna þess, að hér fer nú fram allsherjar niðurskurður sauðfjár vegna mæðiveikinnar og er ætlunin, að fá nýjan fjárstofn í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Á öðrum stöðum á l'andinu mun slátrun ekki hefjast fyrr en um 20. þ. m. Hins vegar hefir hið stjórnskipaða Búnaðarráð bannað kjötsölu hér um slóðir fyrst um §inn og með þeim forsendum, að það muni valda óánægju í Reykjavík, ef Akur- eyringar hefðu nýtt kjöt á borðum á meðan það fæst ekki þar syðra! Hér ríkir því nú það ástand, að á annað þúsund fjár er slátrað daglega. Engu að síður er það á einskis manns færi að fá nýtt kjöt. Þessi furðulega íyrirskipun Búnaðarráðs gerir livort tveggja í senn, að skapa ranglæti gagn- vart neytendum hér um slóðir og spilla kjötmarkaði bænda, sem venjulega er beztur í byrjun slát- urtíðar. Á þetta þó sérstaklega við nú, þar sem slátrun* þing- eysks fjár hér er lokið 13. þ. m., en eftirspurn er jafnan mest eftir því. Tvenns konar réttur. Tillitssemi Búnaðarráðs við Reykvíkinga í þessu efni er næsta næsta furðuleg. Ekki er það neinn ávinningur fyrir þá, þótt bæjarmönnum hér sé bann- að að kaupa nýtt kjöt, og minna má á jjað, að ríkisvaldið hefir ekki sýnt öðrum landshlutum slíka tillitssemi, er um vörudreif- ingu yfirleitt hefir verið að ræða. Er skemnrst að minnast þess, er miklar birgðir af ávöxtum konru til landsins á sl. vetri. Ekki stóð (Framhald á 8. síðu). Krefjast svipaðra kjara og aðrar stéttir njóta og verðlagsvaldsins úr höndum Búnaðarráðs Aðalfundur Stéttarsam- bands bænda var háður að Hvanneyri dagana 3. og 4. sept. sl. Fundurinn var á- gætlega sóttur, sátu hann 45 kjörnir fulltrúar úr öll- um sýslum, og vantaði að- eins þrjá fulltrúa á fulla tölu þeirra. Auk fulltrú- anna sátu fundinn stjórn Bifreiðum á Almr- eyri f jölgar um 200 á þessu ári Umferðarnefnd kaupstað- arins gerir tillögur til úr- bóta á umferðamálum í bænum Umferðanefnd sú, sem kjörin var af bæjarstjórninni í maí sl. til þess að gera tillögur varðandi umferðamál bæjarins, hefir nú skilað áliti. Nefndin birtir ýmsar upplýsingar varðandi umferðina og gerir tillögur til lagfæringar á (Framhald á 8. síðu). „Géysir“ fær sænskan söngkennara í gærkveldi kom liingað til bæjarins sænskur söngkennari og tónlistarmaður, Gösta Myrgart að nafni. Mun hann dvelja hér í bænum í a. m. k. 2 mánuði og hafa á hendi söngkennslu, á veg- um karlakórsins Geysis. Myrgart er ráðinn hingað til lands af Sambandi ísl. karlakóra og mun verða hérlendis í eitt ár og kenna sambandskórunum. Myrgart er kunnur kennari og söngstjóri' í heimalandi sínu. r Framkvæmdarstjóri Ut- gerðarfélagsins ráðinn Á stjórnarfundi í Útgerðarfé- lagi Akureyringa h.f. nú fyrir skemmstu, var gengið frá ráðn- ingu framkvæmdastjóra. Ákveð- ið var að ráða Guðmund Guð- mundsson, skipstjóra, til starfs- ins, og hefir hann þegar tekið við því. Búizt er við, að „Kaldbakur“ verði fullbúinn frá skipasmíða- s öðinni í Englandi í desember næstkomandi. sambandsins, form. Búnað- arfélags íslands, búnaðar- málastjóri, ritstjóri ,,Freys“ og nokkrir aðrir gestir. Eftir að flutt hafði verið skýrsla um störf sambandsins á s.l. starfs- ári var skýrt frá niðurstöðum at- kvæðagreiðslu þeirrar, er fram fór í hreppa'búnaðarfélögunum, samkvæmt ályktun stofnfundar- ins á Laugarvatni 7. sept. f.á., þar sem leitað var álits bænda um hvort þeir óskuðu, að sú skip- an, er þar var samþykkt héldist. Gild atkvæði voru samtals 4548 og er það um 80% af öllu at- kvæðamagni innan samtakanna. Þeir, sem vildu hafa stéttarsam- bandið í tengslum við Búnaðar- félag íslands áttu að segja já, hin- ir nei. Já sögðu 2519, en nei 2029, auðir seðlar voru 150 og ógildir 18. Eru því 55,39% með því skipu- /agi, er Laugarvatnsfundurinn ákvað, en 44,61% á móti, eða liðlega 11 á móti 9. Þátttakan í atkvæðagreiðsl- unni gefur til kynna, að bændur standa einhuga um stofnun sam- bandsins og hin ágæta fundar- sókn fulltrúanna leiðir ennfrem- ur í ljós, að áskoranir til bænda um að fara hvergi á fundinn, hafa ekki átt miklu fylgi að fagna og er það vel farið. Hvanneyrarfundurinn ræddi því næst samþykktir Stéttarsam- bandsins og voru samþykktar nokkrar breytingar á þeim, í einu hljóði, og er þar með ráðið til lykta þeim ágreiningi sem verið hefur um skipan samtakanna. Þessar breytingar eru að forminu til háðar því, að Búnaðarfélag ís- lands breyti lögum sínurn til samræmis við þær, en engin á- stæða virðist til að ætla, að þetta formsatriði verði nein hindrun á vegi Stéttarsambandsins. Einingin á Hvanneyrarfund- inum boðar það vonandi, að öll- um ágreiningi og úlfaþyt -um starf þess hafi verið vikið til liliðar. Eins og flestarekurminni til, stóðu miklar deilur um það, hvort sambandið skyldi vera í tengslum við Búnaðarfélag ís- lands eða ekki og vildu sumir sniðganga hin gömlu heildar- samtök bændanna með öllu. Gegn þessu risu Búnaðarþings- fulltrúar og fleiri, en inn í þær deilur, sem þá urðu, fléttaðist ýmislegt annað, sem raunveru- lega var þessum málurn óvið- (Framhald á 3. síðu).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.