Dagur - 26.09.1946, Qupperneq 2
DAGUR
Fimmtudagur 26. september 1946
Höfum við gengið
til góðs götuna?
Síðan ríkisstjórn sú, sem kenn-
ir sig við nýsköpun, settist að
völdum, hefir hún og nánustu
þjónar hennar ámælt Framsókn-
armönnum harðlega fyrir að
vilja ekki taka þátt í nýsköpunar-
starfi stjórnarflókkanna undir
. leiðsögn þeirra Ólafs Thors og
Brynjólfs Bjarnasonar. Stjórnar-
liðið merkti þá þegar alla stjórn-
arandstæðinga sem „utangátta-
menn,“ er átti að tákna það, að
þeir væru ekki þátttakendur í
hinni miklu nýsköpun, sem
þjóðinni var lofað og nú átti að
hefjast.
Það hefir aldrei staðið á Fram-
sóknarfk>kknum að beita sér fyr-
ir framförum, sem byggðar væru
á traustum og heilbrigðum
grundvelli. En hann hefir verið
og er ófáanlegur til að taka þátt
í æfintýrapólitík skýjaglópa og
skrumauglýsinga um nýsköpun-
arsælu þjóðinni til handa. Hann
sá það fyrir, að í höndum þeirra
manna, sem við stjórninni tóku,
mundu fjárglæfrar og brask
setja mót sitt á stjórnarstefnuna.
Af þessum sökum tók Fram-
sóknarflokkurinn það ráð að
vera í stjórnarandstöðu og benda
á þær hættur, er framundan
biðu, ef ekki yrðu gerðar öflugar
ráðstafanir til að stöðva dýrtíðar-
og verðbólgustefnu hinna þrí-
einuðu stjórnarflokka.
Framsóknarmenn hafa staðið
trúir á verði með viðvaranir sín-
ar gegn fjárglæfrastefnu og fjár-
málaspillingu stjórnarflokkanna.
En allar þær viðvaranir hafa af
stjórnarliðum verið túlkaðar sem
fjandskapur móti iramförum
þjóðarinnar og rógur um ríkis-
stjórnina. Samkvæmt þeirra frá-
sögn hafa gjaldeyrismálin verið
í bezta lagi og atvinnuvegirnir
staðið föstum fótum undir frá-
bærri samstjórn íhalds og komm-
únista. Mikill meirihluti af íbú-
um kaupstaðanna hafa trúað
þessu sjálfshóli stjórnarflokk-
anna og veitt þeim fylgi sitt við
kosningar. Aftur á móti hefir
meirihluti bænda skilið viðvar-
anir Framsóknarmanna og hnig-
ið til fylgis við stefnu þeirra og
hlotið mikla óþökk fyrir hjá
stjórnarflokkunum.
En hver er nú sannleikurinn
í þessu mikla deilumáli milli
stjórnarfylgisins og stjórnarand-
stöðunnar? „Höfum við gengið
til góðs götuna fram eftir veg“
þau tvö ár, sem nýsköpunar-
stjórnin hefir verið við völd?
Svör við þeirri spuringu eru
nú að koma úr óvæntri átt. Þau
birtast í blöðum nýsköpunar-
stjórnarinnar sjálfrar. Blöð
stjórnarflokkanna bera 'hinar
þyngstu sakir hver á annan á
víxl. Hver flokkur fyrir sig reyn-
ir að ýta ábyrgðinni á stjórnar-
afglöpunum af sér yfir á sam-
starfsflokkana. Hver flokkurinn
fyrir sig þykist vera alsaklaus af
ófremdarástandinu. Alþýðublað-
ið kennir Sjálfstæðisflokknum
um hinn óhæfilega milligróða
þeildsala og húsabraskara. Einn
’ af minnispámönnum Alþýðu-
flokksins, Bragi Sigurjónsson,
segir í Alþm. 10. þ. m., að flokk-
urinn berjist á móti óeðlilegum
milligróða. En sú mikla barátta
hefir þá a. m. k. engan árangur
borið, því að aldrei hefir sá gróði
stigið jafnhátt og á síðasta stjórn-
artímabili Alþýðuflokksins. Á
því tímabili hefir milliliða- og
braskgróðinn komizt í algleym-
ing.
Alþýðublaðið ber þungar sak-
ir á atvinnumálaráðherra ný-
sköpunarstjórnarinnar fyrir að
Faxaflóasíld þurfti að moka í
sjóinn í stórum stíl vegna fyrir-
hyggjuleysis og skeytingaleysis
ráðherrans. Það er líka í sann-
. leika hart, að varpa þurfi í sjóinn
jverðmætum, sem búið er að afla
með miklum tilkostnaði, og ekki
j.er það í góðu samræmi við allt
skvaldri^ um nýsköpun atvinnu-
veganna.
Þjóðviljinn brígzlar báðum
| samstarfsflokkum sínum um sví-
virðilegt samsæri gegn nýsköp-
un atvinnuveganna, ber á þá að
þeir á bak við tjöldin skipuleggi
stöðvun hennar og vinni að
aukningu dýrtíðarinnar vegna
Jrjónslundar við heildsalana.
j Ennfremur segir sama blað, að
langt sé komið að þurrausa allar
erlendar innstæður og framund-
I an sé ekki annað fyrir hendi en
I gjaldeyrisleysi, stöðvun atvinnu-
J veganna, hrun og atvinnuleysi,
ef ekki verði hið snarasta tekið
í taumana.
Allir þrír stjórnarflokkarnir,
eða blöð þeirra, eru nú skyndi-
lega orðnir sammála um, að dýr-
tíðin sé hin versta norn fyrir
framgang allrar nýsköpunar og
atvinnulífs þjóðarinnar og
kenna hver öðrum um, að hún
sé ekki kveðin niður. Ekki eru
þó nema nokkrar vikur síðan að
talsmenn stjórnarflokkann héldu
því fast að þjóðinni, að ekkert
væri að óttast í þessum efnum,
því að dýrtíð og verðbólga gerðu
alla ríka. Það væri bara Fram-
sóknarrógur að halda öðru fram.
Þetta sögðu þeir fyrir síðustu
kosningar, þegar þeir voru á at-
kvæðaveiðum. Þá léku þeir sér
að þvx að villa kjósendum sýn
með röngum upplýsingum. Nú
fá þeir ekki dulizt lengur. Sjálft
ástandið, sem stjornarstefnan
hefir skapað, hrópar nú svo hátt,
að ábyrgðarlaust þvaður lítil-
sigldra manna um blessun verð-
bólgunnar er að hætta að hafa
hljómgrunn. Það er fengin við-
urkenning í öllum málgögnum
stjórnarflokkanna fyrir því, að
Framsóknarmenn hafi haft rétt
fyrir sér í deilunum að undan-
förnu um það, hvort við værum
á réttri eða rangri leið, hvort við
gengjum til góðs götuna fram
eftir veg, eða hvort verið væri að
leiða mál okkar út í ófremd og
ófæru.
Menn með heilbrigða skyn-
semi ættu að geta farið nærri um
það, hvort sú stjórnarstefna sé
holl, þar sem málgögn hennar
eru í hárinu hvert á öðru með
brígzlyrðum um svik við þjóð-
ina. En þannig er ástandið nú í
hei'búðum þeirrar stjórnar, sem
þóttist ætla að vefja alla þjóðina
mjúkum nýsköpunarvoðum. Nú
spá talsmenn þessarar sömu
stjórnar fjárhagslegu hruni,
gjaldeyrisskorti og atvinnuleysi
á næstu tímum.
Sjálft málgagn forsætisiáð-
herra nýsköpunai'stjórnarinnar
hefir nýlega játað, að hin ríkis-
tryggðu vaxtabréf, sem boðin
hafa verið út til fjáröflunar'
hánda stofnlánasjóði sjávarút-1
vegsins, seljist hræðilega illa og
er sáigramt yfir, sem von er til. ;
Eys blaðið illyrðum á þá menn, I
sem nóg fé hafi handa á milli, en '
fáist þó ekki til að lána ríkinu, |
þó að góð kjör séu í boði.
Víst er þetta alvarlegt fyrir-1
brigði. En þetta er bara ávöxtur ^
af stjórnarstefnu síðustu tíma. :
Hxin hefir leitt af sér vantraust
almennings á gildi peninga. í í
kjölfar þess flýtur svo taumlaus ^
eyðsla og óhóf þeirra, sem pen- J
inga hafa með höndum, en þeir (
fara ekki þangað, sem þörfin er
mest, til stuðnings og eflingar at-
vinnuvegunum.
Það, sem mest ríður á, er að
endurvekja traust almennings á
varanlegu gildi peninga, fá fólk
til að líta á þá sem vei'ðmæti,
sem ábyrgð fylgi að nota á réttan
hátt sér og öðrum til varanlegs
og verulegs ánægjuauka og heil-
brigðs lífs.
En það er engin von til þess '
að slíkt megi takast, nema breytt
verði í stórum stíl um fjármála-
stefnu hins opinbera lífs.
Þess vegna verða allir þeir,
sem sjá, í hvaða hættu við erum
staddir, að taka höndum saman
til úrbóta.
Iðnaðarmaður á Akureyri smíðar hey
skúffur og ýtur á Farmall-traktora
Nýjung, sem hefir reynzt ágætlega
Fyrir atbeina nokkui ra áhuga-
manna, sem vildu stuðla að
auknum afköstum við heyskap-
inn og hamla þannig gegn erfið-
leikum vaxandi fólksfæðar í
sveitunum tókst Steindór Jó-
hannesson, járnsmiður hér í
bænum, á hendur, að smíða hey-
skúffu á sláttuvél, til reynslu.
Var skúffa þessismíðuðeftir rissi,
sem Jón Rögnvaldsson garð-
yrkjumaður útvegaði af amer-
í(skri heyskúffum, er góða raun
höfðu gefið. Nauðsynlegt var þó
að breyta nokkuð til frá því, sem
þar var gert ráð Ifyrir.
Þessi heyskúffa reyndist svo
vel, að Steindór tókst á hendur
að smíða 30 í viðbót fyrir ýmsa
bændur hér nærlendis, én síðan
hafa skúffur hans náð mikilli út-
breiðslu víða um land. Þegar erf-
iðast reyndist um efnisútvegun á
stríðsárunum, féll fiamleiðsla
skúffanna niður, en nú er hún
hafin ná ný og hefir Steindór
smíðað margar skúffur í sumar.
M. a. hafa mörg kaupfélög pant-
að skúffur fyrir félagsmenn sína.
Steindór hefir lagt kapp á, að
gera tæki þessi sem bezt úr garði,
bæði um efni og alla vinnu, og
haga smíðinni í samræmi við þá
reynslu, sem fengist hefir með
notkun tækjanna.
Steindór hefir nú fyrir nokkru
tekið upp aðra nýjung, sem lík-
leg er til að hljóta vinsældir eigi
minni en heyskúffurnar í sláttu-
vélarnar. Maigir bændur hafa
þégar fengið Farmall-dráttarvél-
ar og hafa þær hvarvetna reynst
ágætlega. Fjöldi bænda bíður
j>ess að fá slíkar dráttai'vélar af-
greiddar. A sl. vori smíðaði
Steindór ýta á Fannall-traktor,
til reynslu, fyrir Sigurgeir Sigfús-
son bónda á Eyrarlandi. Ýtan var
notuð til þess að færa til í flög-
um og gaf þegar mjög góða raun.
Þykir nú fengiir reynsla fyrir því,
að ýtur Steindórs séu ágætar og
að þeirn mikill vinnusaprnaðui',
sérstaklega er unnin eru flög. Þá
hafa sumir íeynt þær sem heyýt-
ur, og hefir það gefið góða raun
og er líklegt, að þær verði mjög
notaðar til þeiria verka í fram-
tíðinni. Liggja þegar margar
pantanir fyrir lrjá Steindóri um
þessi tæki. Þá hafa ýmsir bændur
pantað heyskúffur á traktor-
sláttuvélar sínar og hafa þær,
sem þegar hafa verið reyndar,
einnig gefist ágætlega.
• •
UM VIÐA VEROLD
Enginn bókamaður
á íslandi má láta hina
nýju útgáfu
ÍSLENDINGASAGNA
vanta í bókaskáp sinn.
Gerizt því áskrifendur
þegar í dag.
Aðalumboðsmaður
á Norðurlandi:
Árni Bjarnarson
Bókaverzlunin Edda.
Akureyri — Sími 334.
Frakkar eru nú orðnir þátttakendur
í atóm-rannsókna-kapphlaupinu. For-
yztumaður þessara rannsókna er hinn
heimsfrægi vísindamaður prófessor
Joliot-Curie. Talið er, að Frökkum
hafi miðað svo vel áfram, að „kjarn-
orkutilraunir" muni verða gerðar í
Saharaeyðimörkinni snemma á næsta
Tveií reglusamir
skólapiltar óska eftir her-
bergi í vetur frá 1. október.
Tilboð, nrerkt: Góð um-
gengni, sendist afgr. blaðs-
ins fyrir 29. sept. næstk.
í haust
var mér dregin vetuigömul
ær með mínu marki, sem eg
ekki á. Getur réttur eigandi
vitjað andvirðisins til mín
að f'rádregnum kostnaði.
Ytra-Gili, 23. sept. 1946.
Kristján Pálsson.
Frá og með 29. þ. m. fá brezku
blöðin aukirm pappírsskammt. —
Tilkynna þau öll stækkun og aukn-
ingu upplagsins. ÖII stríðsárin og allt
til þessa, hafa sum stórblöðin brezku
aðeins verið 6—-8 bls. og upplag
þeirra svo takmarkað, að ekki var
hægt að fullnægja eftirspurninni. Þró-
unin í Bretlandi, sem og víða annars
staðar, er, að eftirspurn eftir dagblöð-
unum fer sívaxandi.
Brezkir vísindamerm munu bráð-
lega tilkyrma árangurinn af margra
ára blóðratmsóknum. Er talið, að með
nýjum blóðratmsóknaaðferðum verði
framvegis hægt að skera úr barnsfað-
ernisdeilum með 100% öryggi.
Brezka blaðið Reynolds News skýr-
ir frá þvi, að samningaumleitanir eigi
sér nú stað milli Bandaríkjamanna og
Portúgala um herstöðvar á Azoreyj-
um. Munu Bandaríkjamenn Iáta
Portugalsmörmum í té útbúnað fyrir
her þeirra, en fá í staðinn réttindi til
herstöðva á eyjunum.
Eiginkona „villidýrsins frá Belsen",
en svo var fangavörðuritm þar — Jós-
ef Kramer — nefndur, var nýlega
handtekin, er hún var að reyna að
komast inn á svæðið, þar sem Belsen-
fangabúðirnar eitt sirm stóðu, en Bret-
ar brenndu þær, svo sem kurmugt er.
Frú Kramer ætlaði að finna gim-
steinakassa, sem sagt var að Irma
Greese, kvenfangavörðurinn alræmdi,
hefði grafið í jörðu þar.
„Það er mögulegt, að nýr fundur
„hinna þriggja stóru" (Attlee, Tru-
man og Stalin) verði haldinn í októ-
ber, vegna hins erfiða ástands, sem nú
ríkit í alþjóðamálum", var sagt í
Moskvaútvarpinu nú fyrir skemmstu.
A kommúnistafundi í Leningrad ný-
lega, var þess krafizt, að Nikolai
Tikhinow, forseti sovétrússneska rit-
höfundasambandsins, yrði settur frá
embætti, því að „hann hefði slæm
áhrif á blöðin". Því var haldið fram,
að Tikhinow hefði leyft „lélegu efni
og gagnrýni" að komast inn í sovét-
tímarit, og bezta ráðið til þess að fyr-
irbyggja slikt i framtíðinni, væri að
setja hann af.