Dagur - 26.09.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 26.09.1946, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudagur 26. september 1946 DAGUR Ritstióri: Haukur Snorrason Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur ut á hverjum fimmtudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar I fótspor Rússakeisara trOMMÚNISTAR hafa lýst yfir því, að ef upp- kast Ólafs Thoars að samningi við Bandaríkin verði samþykkt, muni þeir slíta stjórnarsamstarf- inu. Það er því viðbúið, að þjóðin eigi eftir að vera vitni að því, að hin nausturlenzki einræðis- flokkur yfirgefi hið sökkvandi skip stjórnarsam- starfsins á flothylki ættjarðarástar, en „nýsköpun- in“, dýrtíðarmálin og gjaldeyrisástandið, hverfi í hafið með stjórnarskútunni. Þesssi viðskilnaður kommúnista — ef hér er um annað og meira en venjuleg hreystiyrði að ræða — er þess virði, að alþjóð gefi honum sérstakan gaum. þAÐ VAR SAGT um Rússakeisara fyrr á öld- um, að þeir hefðu alla jafna haft á takteinum eitt óbrigðult ráð, er í 'móti blés í innanlandsmál- unum og erfiðlega gekk að halda lýðnum í skefj- um. Það var að fara í stríð. Með hornablæstri og gunnfánum tókst að leiða athyglina frá ástandinu 'heima fyrir og endurreisa trúna á handleiðslu stjórnarvaldanna. gOMMÚNISTARNIR hér hafa undanfarna daga fetað dyggilega í fótspor þessara löngu liðnu þjóðhöfðingja. Þeir hafa rekið sig á þá óþægilegu staðreynd,, að gamli lofsöngurinn um „nýsköpun“ og „blessun dýrtíðarinnar“ er hættur að hrífa hugi fólksins. Sjóðirnir eru þurrausnir, en erfiðleikar framundan. Til þess að mæta þeim þarf karlmennsku og þegnskap. Á þeim vettvangi kenna kommúnistar vanmáttar síns. Þeir treysta sér ekki til þess að vera foryztumenrí í stjórn, sem hefir annað og stærra verkefni en eyða fjármun- um þjóðarinnar og grafa unda^ fjárhagsöryggi hennar. Til uppbyggingarinnar duga engar lýð- æsingar; aðgerðir þær, sem óhjákvæmilegar eru til þess að lækna dýrtíðarmeinið og koma fjármál- unum aftur á réttan kjöl, eru ekki líklegar til þess að afla grunnsigldum æsingaflokki kjörfylg- is. Þess vegna er nú gripið fyrsta tækifærið, sem gefst, til þess að „fara í stríð“. Með öllum þeim hávaða, gauragangi, æsingum og upphrópunum, sem" kommúnistar hafa -svo mikla æfingu í að beita, er nú reynt að æsa fólk upp gegn ímynd- aðri hættu, sem þjóðinni stafi af Bandaríkja- mönnum. Hinn fyrirhugaði samningur um ís- lenzk yfirráð Keflavíkurflugvallarins ásamt leyfis- veitingu til hinnar vinveittu stórþjóðar um tak- mörkuð afnot vallarins, meðan Bandaríkin þurfa að hafa á hendi stjórn í stórum hluta Þýzkalands, er túlkaður sem „landaafsal" og allt gert, sem unnt er, til þess að telja fólki trú um, að hér sé á ferðiríni dulbúin aðferð til þess að leggja ísland undir Bandaríkin. Þessi söngur er kyrjaður af tvöfaldri ákefð, af því að svo vel hittist á fyrir kommúnistaforsprakkana, að jafnframt því sem þessi leikur á að verahæfilegdulmálningáástand- ið í fjár- og viðskiptamálum þjóðarinnar, er hann jafnframt í fullu samræmi við gildandi „línu“ frá Moskvu, sem keppir að því, að gera fyrirætlanir Bandaríkjamanna og Breta sem allra tortryggileg- astar og ætla hverja viðleitni lýðræðisþjóðinna til .þess að korna á jafnvægi í heiminum, sprottna af illurn hug í garð Sovét-Rússlands og leppríkja þess. TjAÐ ER-HÖLlKLEGT, að hornaskak og vopna- ^ sveiflur kommúnista blekki marga íslend- inga. Þjóðin hefir lýst yfir þeim vil ja sínum, að vilja engar herstöðvar, en hún mun áreiðanlega vilja vinsamlega sambúð við lýðræðisríkin í vestri, sem fyrst allra ríkja viðurkenndu sjálfstæði Islands og lögðu ómetanlegan skerf til framtíðar- öryggis íslenzku þjóðarinnar. Leyfi til fianda amerískum flugvélum í Þýzkalandsferðum, til af- Náttúruhamfarir á haustj'afndægrum. gTÓRRIGNINGARNAR um síð- ustu helgi breyttu Akureyri í eins konar Feneyjar á norræna vísu. Sjald- an eru, sem betur fer, flóðgáttir himn- anna opnaður öllu rækilegar en þetta sinn yfir okkur, syndugum Eyfirðing- um og bæjarmönnum, sem annars byggjum tiltölulega þurrviðrasamt hérað. Vatnsflaumurinn ofan af brekkunum um allar götur og húsa- sund var með eindæmum, og stór svæði á Oddeyrinni neðanverðri lögð- ust algerlega undir vatn. Vantaði þá ekkert nema gondóla þeirra Feneyj- armanna til þess að fleyta sér á um hinn nýja Stórasjó, þar sem göturusl- ið og sprekin dugðu ekki sem stiklur. En norðanstormurinn annaðist báta- söngvana sannarlega með nægilegum krafti og myndugleika. Víða þurftu húsbændur og húseigendur að standa í stóraustri til þess að verja íbúðir sínar og sölubúðir í kjöllurum og neðstu hæðum húsanna ágjöf og vatnsflóði, og mun þó sums staðar ekki hafa hrokkið til. Urðu nokkrar skemmdir allvíða á vamingi og híbýl- um manna af völdum vatnsflaumsins. Víða breyttust niðurföllin í götunum í talsverða gosbrunna, því að vatns- þrýstingurinn í skólpræsunum varð svo mikill, að rörin höfðu hvergi nærri undan að skila vatnsmagninu til sævar. Stopul mannvirki. ^NNARS ÞARF vissulega ekki sér- lega mikið til, svo að þessi nauð- synlegu mannvirki bæjarfélagsins, skólplueiðslumar og göturennumar, gangi úr skorðum eða hrökkvi ekki til nota af flugvellinum, innan um- saminna takmarka, eru á engan hátt nein skerðing á fullveldi landsins og á ekkert skylt v-'ð ,,landaafsal“. Slíkt leyfi er aðeirs vottur um vinsamlega og tor- tryggnislausa sambúð þjóðanna. HITT er svo rétt að benda, að uppkast það, sem for'sæt- isráðherra hefir upp á eigið ein- dæmi fjallað um og lagt fyrir þingið, þyrfti nokkurra breyt- inga við, til þess að enginn vafi leiki á um einstök samnings- atriði. Vonandi er þessu máli ekki svo komið, í höndum utan- ríkisráðherrans, að ekki sé á færi Alþingis að gera slíkar breyting- ar. Úr því mun reynslan skera næstu daga. Yfirleitt mun það síður en svo hollt fordæmi, í lýð- ræðisríki, að utanríkisráðherr- ann fjalli upp á eigin spýtur um viðkvæm utanríkismál, sem þetta, án samráðs við utanríkis- málanefnd þingsins eða stjórnm.- flökkana. Þetta tiltæki Ólafs Thors mun sízt hafa gert málið auðveldara viðfangs. Engir af ábyrgum stjórnmálamönnum landsins munu vilja sýna Banda- ríkjamönnum fjandskap eða ástæðulausa tortryggni. Með sam- ráði lýðræðisflokkanna hefði mátt leysa þetta mál á auðveldari hátt og gera allan stríðsbúnað kommúnista að athlægi þegar í upphafi. En kannske kann for- sætisráðherrann því ekki illa, að stríðsmálning kommúnista skýli enn um stund ástandinu í innan- landsmálunum, sem skapast hef- ir fyrir tilverknað þeirrar stjórn- ar, sem hann veitir forstöðu. að gegna ætlunarverki sínu, svo að í lagi sé. Það er nefnilega allalgeng sjón, strax og nokkuð tekur að rigna að ráði, að sjá regnlækina grafa sig niður hvar sem verkast vill á götun- um, einkum þó í þvergötunum á Brekkunum. Myndast oft allferleg gil og gljúfur á alfaraleiðum borgaranna með þessum voveiflega hætti. Er þá tíðast, að verkvöldum og mannvirkja- fræðingum bæjarins verður það fyrst fyrir, þegar upp styttir, eða leysingar- vatnið er runnið burtu, að láta hrúga nýrri möl, leir og sandi ofan í þessa leiðu grafninga og slétta svo laglega yfir ummerkin á þennan vísdómsfulla hátt. Lítur þetta ekki ólaglega út í bili, en gallinn er bara sá, að þessi um- búnaður er harla losaralegur og tilval- inn leiksoppur fyrir nýja vatnavexti, og er þá sami leikurinn endurtekinn aftur og aftur, ár eftir ár, án þess að leitað sé nýrra úrræða eða vinnuvís- inda. Sem dæmi um árangur þessarar tegundar gatnagerðar má nefna gang- stéttina, sem lögð var í fyrra upp Laugarskarð, sunnanvert við andakíl- inn. Var laglega gengið frá henni í fyrstu — á yfirborðinu — svo sem vera ber. En nú er svo komið, eftir ekki lengri tíma en þetta, að stétt þessi er öll snúin og skæld og sums staðar grafið undan henni af reg-i og leysingarvatni, svo að hún hefir hrap- að niður í farveginn og lætur þar fremur lítið yfir sér og framsýni feðra sinna og vjrksviti, og fer óneitanlega bezt á hóglætinu úr því, sem komið er. Ný samgöngubót. 1?N FYRST vatnsföll í smáum stíl hefir borið hér á góma, er rétt að minnast einnig að nokkru hinna stærri vatnsfalla og brúargerða á þeim, þótt illa takist stundum til, þegar leysing- arlækirnir á götum bæjanna skulu beizlaðir Nú hefir verið hafizt handa að brúa eina verstu ótemju í hópi ís- lenzkra straumvatna, sjálfa Jökulsá á Fjöllum. Nýja brúin verður reist und- an Grímsstöðum og skal verkinu lok- ið á næsta sumri. Þetta verður mikið mannvirki og hin þarfasta samgöngu- bót, styttir leiðina til Austurlands um 80 km., og það um versta kafla leiðar- innar, þar á meðal hina snjóþungu Reykjaheiði. TÖKULSÁRBRÚIN nýja er byggð • fyrir fé úr brúarsjóði, en sá sjóður var myndaður fyrir nokkrum árum fyrir forgöngu Eysteins Jónssonar og Páls Zophoníassonar. I sjóðinn rann hluti af benzínskatti, og skyldi fénu varið til stórbrúa, sem annars væri erfitt að fá fjárframlög til eftir venju- legum fjárlagaleiðum. Var jafnframt ákveðið í sjálfum lögunum, að byrja skyldi á Jökulsárbrúnni. Án brúar- sjóðs hefði sennilega dregizt lengi enn, að þetta nauðsynlega mannvirki yrði reist. En nú er Pétur Magnússon búinn að koma lögunum um brúarsjóð fyrir kattarnef og þar með er hætt að leggja fé til sjóðsins á sjálfri nýsköp- unaröldinni! Önnur lög og óþarfari hefðu gjarnan mátt verða fyrr fyrir réttlætissverði landbúnaðarráðherr- ans en þessi. til sölu. — Upplýsingar í síma 363. Starfsstúlkur vantar á Sjúkrahús Akureyr- ar nú þegar eða 1. október. Upplýsingar í síma 107. Börnin og kvöldröltið Það hefir oft verið rætt mikið og ritað um úti- vistir barna og unglinga á kvöldin og ýmsar sam- þykktir verið gerðar í því sambandi. Sannarlega er hér um vandamál að ræða og mikið verkefni fyrir heimilin og þá sennilega einkum fyrir húsmóðurina. Öllum er ljóst, að hin dimmu haust- og vetrar- kvöld eru ekki að neinu leyti æskilegur tími til leikja eða útivistar yfirleitt. Auk þess ber að hafa í huga svefntíma barna og unglinga nú, þegar skólar eru að hefjast, og nám- ið krefst þess, að nemandinn sé vel sofinn og hvíldur, ef vel á að ganga. Mörg heimili hafa, sem betur fer, sín eigin lög í þessum efnum. * Slík óskráð lög heimilanna er hið æskilegasta fyrirkomulag, því að sífellt tal um bann og bann- lög er ekki heppilegt við alla unglinga og leiðin- legt er að þurfa yfirleitt að nefna lögreglu í þessu sambandi. Hér er það reglusemi og festa foreldranna sem þarf að vera að 'verki. Sé barnið vanið á vissan háttatíma og þar á engar undantekningar gerðar, mun málið auðvelt viðfangs, því að maðurinn er yfirleitt afar vanafastur og þá einkum hinn ómót- aði maður — barnið. — Það er jafn auðvelt að temja barninu góðar venjur og slæmar, og því er um að gera að halda sér að þeim góðu, þegar í upphafi. — Útivistir barna og unglinga á kvöldin er ósiður, sem allir verða að hjálpa til að vinna á móti. P. HVAÐ SEGIR VERA? Kjóll, sem hægt tr að nota jafnt heima og úti, í boð- urn og heimsókn- um, verður að telj- ast hentug flík. Þessi kjóll á að þjóna ofangreind- um tilgangi. Hann er úr dökkbláu ,crepe‘ og er jakka- kjóll. Hnapparnir eru þaktir sama efni. Það, sem setur svip á kjólinn, er doppótta stykkið, sem er dregið í gegn á annarri hliðinni og þar út- búin öfug slaufa og endinn látinn hanga niður. — Stykki þetta er hvítt en doppurn- ar dökkbláar eða í sama lit og kjóllinn sjálfur. EINKARÉTTINDI. Hin stórgáfaða menntakona, frú Sigrún P. Blöndal, sem stofnaði Húsmæðraskólann á Hallormsstað, og veitti honum forstöðu til dauðadags (1944), komst svo að orði eitt sinn er hún kvaddi námsmeyjar sínar: ,,.... Sína innstu, helgustu köllun sem kona, uppfyllir hún ekki úti í þjóðfélaginu, heldur á heimilinu sem móðir og eiginkona. — Eg held, að eitt mein vorra tíma liggi í því, að konur van- rækja þessa köllun og hafa hana ekki nógsamlega í heiðri, líta ekki á hana heldur sem þjóðfélags- lega skyldu, en kasta henni oft frá sér fyrir falskar frelsiskröfur og annað fánýti. — Of margar konur hafa lært að líta á móðurstarfið sem skyldu, hjónabandið sem þrælkun og heimilið sem þröngan hring. — En mig langar til að snúa þessu við og segja: Allt þetta eru einkaréttindi ykkar, sem þið eigið að vernda, vaka yfir og verja til hinztu stundar. — Og það er af því, að þið eruð hvergi í fullu samræmi við það bezta í sjálfum ykkur nema þarna. . . . “

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.