Dagur - 10.10.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 10.10.1946, Blaðsíða 4
4 D AG U R Fimmtudagur 10. október 1946 Tvær leiksýningar þESSA síðustu daga hafa landsmenn verið áhorf- endur að tveimur leiksýningium. Báðar snúast þær u.m ættjarðarást, fyrirhyggju og smekkvísi nokkurra embættismanna hins íslenzka ríkis. Hin fyrri hefir meira dregið til sín athyglina og er þó meinlausari í eðli sínu, þótt yfirdrepsskapurinn og eigingirnin keyri þar úr ihófi fram og leikslok- in opinberi á átakanlegan hátt, að miðalda- mennskan eigi emnþá greiðan aðgang að þeirn stofnunum þjóðarinnar, sem telja sig vera sóma henmar og skjöld og verndara sögulegra minn- inga. Sagan um heimkomu Jónasar Hallgrímsson- ar, skráð annars staðar hér í blaðinu, miun lengi verða í minnum höfð, sem vottur um niðurlæg- ingu íslenzkrar menningar og dómgreindar á þessu öðru ári „nýsköpunarinnar". HIN SÍÐARI leiiksýningin er flóknari og atriði hennar ennþá eigi eins augljós öllum áhorf- endum og skyldi. Það má telja lok annars þáttar hennar, er forvígismenn „nýsköpunarinnar", þeir Ólafur Thors og Einar Olgeirsson, héldu skála- ræður hvor fyrir öðrium í útvarpi fyrir sumar- kosningarnar, og titluðu hvorn annan ýmist „herra“ eða „afreksmann", eftir því sem við átti. Fyrir þann tíma höfðu flokkar þessara forvígis- manna fallist í faðma og ákveðið ,að þeir skyldu efna til mikillar „nýsköpunar" til blessunar fyrir alla þjóðina. Þá voru öfl fjár- og viðskiptamál hennar á gæfunnar braut, dýrtíðin blessun, sem táknaði aðeins dreifingu stríðsgróðans á meðal hins snauða lýðs, og „ný tækni“ hið eina allsherj- ar meðal gegn öllum kvillum markaðstregðu, gengisvandræða og gjaldeyrisskorts. Viðvörunar- orð um hættur á veginum máttu aðeins heyrast að tjaldabaki, cg þeir, sem þau tóku sér í munn, hétu í þessu nýtízku leikriti „svartsýnismenn" og „afturlialdsseggir“. Þannig var það fyrir kosning arnar. bRIÐJI og síðasti þáttur þessa sjónarspils stend ur nú sem hæst. Hinir hugumstóru „herrar' og „afreksmenn“ hafa nýlega í annað sinn mælzt við í útvarpi í áheyrn alþjóðar. En nú enu ávörp in breytt. „Herrarnir“ liafa orðið að þoka fyrir „leiguþýjum erlendrar kúgunarstefnu", en „af reksmennirnir“ hafa tekið á sig gerfi „hálf- danskra landssölumanna“, sem séu búnir ,,að svíkja nýsköpunina“ og koma fjárhag þjóðarinn ar áikaldan klaka. Undanfari þessara veðrabrigða er flugvallasamningurinn. Fyrir hans daga, var hér ríkjndi velmegun og stórhugur með þjóðinni, að því er stjórnarmálgögnin héldu fram. En að honum loknum „stelur íslenzka yfirstéttin fé sínu undan og laumar því úr landi. . . . Heildsalar og húsabraskarar tröllríða íslenzku þjóðinni, lama starfsgleði hennar og sýkja allt þjóðlífið“. Hu sjón valdhafamna aðeins ein ...aukin völd og gróði. . . . Foringi íslenzkrar yfirstéttar heitir Ól afur Thors, cg sterkasta klíka íslenzkrar yfirstétt ar thorsarafjölskyldan“. (Þjóðviljinn 8.okt. 1946). Þannig eru endalok „afreksmannsins“. En ekki er allt talið. Eðlisbreytingin úr afreksmanni í verndara íslenzkrar yfirstéttar hefir haft mikil áhrif, í framvindu þessa sjónarspils og að sögn þessa stjórnarmálgagns. Áhrif stjórnarstefnunnar eru „geigvænleg. . . . Bygging frystihúsa og verk- smiðja er að stöðvast. Það heggur nærri því, að farið verði að leggja togurunium við bryggju. Á sama tíma eykst óreiðan í dýrtíðarmálunum datt frá degi“. Yfirstéttin „stefnir hraðbyri að atrvinnu leysi og kreppu". Og allt þetta einum þremur mánuðum eftir kosningar! Það er hraði í þessari atburðarás. Það er dramatískur kraftur i þessari uppbyggingu. Og nú nálgast lok þessa þriðja • (Framhald á 8. síðu). Endurbætur á bókasafninu. J.“ skrifar blaðinu lanét bréi um nauðsynlegar endurbætur á bókasafn- inu hér. Hann segir m. a.: J7ITT af því fyrsta, sem við þurf- 1 um að gera til þess að gefa verk- um okkar svolítið meiri menningar- svip, er að breyta starfrækslu bóka- safnsins okkar, sem þið kallið Amts- bókasafnið, en sem eg vil að heiti Bókasafn Akureyrar. A þessu sviði er- um við langt á eftir öðrum þjóðum. Við notum þar aðferðir, sem eru gamlar og úreltar fyrir löngu síðan. Við verðum að fylgjast með hinum hröðu breytingum, sem verða á öllum sviðum, eins á sviði skipulagningu bókasafna sem annars staðar. Við borgarar þessa bæjar gerum þá kröfu, að fá frjálsan aðgang að bókahillun- um, en ekki aðeins nokkrum bókum, sem verið er að skila. Eg álít að við borgarar þessa bæjar berum kostnað af starfrækslu safnsins að miklu leyti, svo að við ættum að mega leggja orð í belg um starfrækslu þess. Bókavarzla þarínast sérþekkingar. bEGAR bókavarðarstaða er veitt, á það að vera sett að skilyrði að þeir læri starfið. En að starfið sé veitt sem nokkurs konar styrkur til fræði- manna nær ekki nokkurri átt. Fyrir nokkrum árum vildi svo til að eg sá eitt bindi af Alþingistíðindun- um. Þar sá eg að þingið hafði sam- þykkt styrkveitingu til bókasafna í helztu bæjum landsins. Þar er það sett að skilyrði, að þeir heiti vissum nöfnum; á annað er ekki minnst. Að hver sem er geti starfrækt bókasafn án sérþekkingar, er heimska. A bókasöfnum í höíuðstaðnum. ~p*G DVALDI í Reykjavík í fjóra mánuði fyrir nokkrum árum. Þar eð eg hafði lítið fyrir stafni, datt mér í hug að fá eitthvað í Landsbókasafn- inu til að lesa. Eg skildi það svo, að þetta væri opinbert bókasafn, svo hver og einn gæti fengið þar eitthvað eftir sínum bókmenntasmekk. En þar skjátlaðist mér stórlega. Strax og eg kom inn verður fyrir mér nokkurs konar búðarborð og það þýddi auðvit- að: „Hingað og ekki lengra.“ Eg minn- ist þess ekki, að eg sæi neinar bækur. En vörðurinn kemur strax á vettvang og ávarpar mig með þessu alkunna, leiðinlega ávarpi verzlunarfólksins: „Hvað er það?“ Eg skýri honum strax frá erindi minu. Hann sækir tvær bækur og afhendir mér. Satt að segja hafði mér aldrei dottið i hug að slíkt sleifarlag væri á viðskiptunum þarna, með æðstu menntastofnanir landsins á næstu grösum. Starfræksla Alþýðu- bókasafnsins virðist vera talsvert betri. Þó fannst mér býsna einkenni- legt, að af því eg átti ekki lögheimili i Reykjavík, var þess krafizt, að eg skildi eftir 10 krónur hjá verðinum, til þess að mér væri leyft að fá lánað- ar bækur af safninu. í sannleika sagt finnst mér þeir í höfuðborginni ekk- ert heiðarlegri í viðskiptum en við hér. Þetta er byggt á persónulegri reynslu. Hvort bókum er skilað eða ekki, fer ekki eftir því, hvar maður- inn á lögheimili, heldur hvort hann er heiðarlegur i hugsun. Það, sem gera þarf. jþlÐ, SEM lesið þessar línur, munuð segja, að það sé vandalitið að finna að, hvaða labbakútur sem er geti rifið niður, en að byggja upp það sé vandinn meiri. Alveg rétt. Eg vil því með nokkrum orðum skýra frá hvað þarf að gera, til þess að rekstur safnsins okkar sé með svolítið meiri menningarbrag, því að kyrrstaða dug- ir ekki hér frekar en annars staðar. Það fyrsta, sem þarf að gera, er að taka frá allar þær bækur, sem taldar eru góðar fyrir börn og unglinga til lesturs og setja þær í sérstaka deild. Að láta börn og unglinga lesa sömu bækur og fullþroskað fólk nær ekki nokkurri átt. Bækur, sem skreyta sið- ur sínar með guðlasti, kynhvatarhug- leiðingum og prestaniði og öðrum ljótleik, eiga ekki að vera leyfðar börnum eða unglingum til lesturs. Svo skulum við taka allar íslenzku bækurnar og greina þær sundur eftir tegundum þannig: Skáldsögur, kvæða- bækur, leikrit, ferðasögur, o. s. frv. Hver flokkur hefir sinn sérstaka ein- kennisstaf og sérstöku skrásetningu. A kjölinn á hverri bó.k skal lima hvít- an miða. Á hann er ritaður einkennis- stafurinn, skrásetningarnúmer bókar- innar og stafur höfundarins. Eftir þessari reglu skal merkja allar bæk- uanrr. Kvæðabækur hafa auðvitað K fyrir einkennisstaf, Skáldsögur S, o. s. frv. Innan á framspjald hverrar bókar skal gera vasa úr sterkum pappír. Á þennan vasa má prenta reglur varð- andi útlán bóka, en í honum skal geymt spjald úr þunnum, sterkum pappa. í hvert sinn sem bók er lánuð út er spajldið tekið úr vasanum, skrif- að á það merki bókarinnar, útlánsdag- ur og númer viðskiptaspjaldsins, síð- an er það sett í sérstakt hólf í kassa á borði bókavarðar. En í vasann er aftur sett viðskiptaspjaldið, sem um leið er stimplað af bókaverði, svo að viðskiptamaður þarf ekki annað en líta á þetta spjald til þess að sjá hve- nær honum ber að skila bókinni. Útlánatíminn og viðskiptamenn- irnir. ^IÐ GERUM ráð fyrir, að allar bækur, sem hafa verið í safninu lengur en eitt ár séu 14 daga bækur (útlánstíminn sé 14 dagar) og láns- tíminn lengdur aðra 14 daga ef óskað er innan hins venjulega tima. Þegar viðskiptamaður vanrækir að skila bókum svo að 6 dagar eru komn- ir fram yfir hinn tiltekna tíma, skal vörður fylla út spjald, sem til þess er ætlað, og senda viðskiptamannni. Þar er hann beðinn að skila bókunum strax og borga sekt, sem stjórn bóka- safnsins hefir ákveðið (sekt þessi er tvö cent é dag i Canada). Vilji maður byrja viðskipti við safnið skal hann gefa bókaverði nöfn á tveimur vel þekktum borgurum bæj- arins, sem kannast við hinn tilvonandi viðskiptamann, sem heiðarlegan mann. Ekki svo að skilja, að menn þessir beri nokkra ábyrgð é bókum þeim, sem þessi maður fær lánaðar, heldur geta þeir reynst hjálplegir, ef hann reynist illa í viðskiptum. Þar næst er viðskiptamanni afhent tvö viðskiptaspjöld 3x5 þml. að stærð gegn 50 aura gjaldi. Efst á þeim öðr- um megin er nafn viðskiptamannsins, heimilisfang og spjaldnúmer. Enn- fremur eru þar prentaðar nokkrar leiðbeiningar fyrir spjaldhafa. Hinni hlið þeirra er skipt í fjóra dálka með orðunum skiladagur og skilað yfir hverjum dálki á víxl. Spjald þetta skal alltaf geymt í vasa bókanna, þegar þær eru i útláni; og ekki má nota það sem bókmerki til að sýna hvað langt er komið með lesturinn. Allar 7 daga bækur skulu hafa viðskiptaspjöld með öðrum lit en 14 daga bækur. Týni maður viðskiptaspjöldum eða fari burt í annan landshluta til langr- ar dvalar, án þess að hafa skilið eftir viðskiptaspjöldin hjá bókaverði, getur hann ekki byrjað viðskipti við safnið að nýju nema hann fái aftur viðskipta- spjöld gegn 50 aura gjaldi. Öll við- skiptaspjöld gilda í þrjú ár frá útgáfu þeirra. Þegar viðskiptaspjald er notað að fullu, leggur safnið til nýtt spjald endurgjalslaust. Strax og band fer að trosna á bók eða blöð að losna, skal strax taka slík- ar bækur úr umferð og senda bók- bindaranum til viðgerðar. (Framhald á 6. siðu). HVAÐ SEGIR VERA? Þegar líður á haustið og slátur- og niðursuðuann- ríkinu lýkur, fer ekki hjá því að isamkvæmiskjól- arnir komizt aft- ur í hug okkar. Stundum getíur verið gott að eiga sléttan og blátt áfram kvöldkjól, t. d. ef samkvæm- ið er aðeins mat- arveizla og eng- inn dans. Þessi kjóll er einn þeirra, sem hentar vel við þvílík tækifæri. — Hann er afar ein- 'faldur, tvílitur og rnjög „smart" — sérstaklega fyrir hina fullþroskuðu konu. — Hann er hár í háls og er efri hluti blúss- unnar grænn og neðsti hluti hennar einnig. — Kjóllinn er ljósblár og efnið er „crepe“. Nokkur vídd er í pilsinu og er kanturinn að neðan gerður stífur með því að draga í hann ræmlu af einhverju efni, sem snúin er saman. * NÝ MUNSTURBÓK. Dálkinum hefir borizt mý munsturbók, sem kom út fyrir skemmstu. Bókin heitir „77 krosssaums- og prjónamunst- ur“ og eru í henni 77 munstur í þrem litum og mörg hin fallegustu og hentug til alls konar kross- saums og prjónaverkefna. Ekki veit eg hvaðan miunstur þessi eru upp- runnin, hvort þau eru íslenzk, erlend eða hvort tveggja, því að formála er engan að finna eða Skýringar, en sennilegt er að safn þetta sé úr ýms- um áttum, innlendum og erlendum. Bókaútgáfan Logi gefur bókina út, og er hún prentuð í prentsmiðjunni Hólar h.f. í Reykjavík. „77 kross-saums- og prjónamunstur“ er tilvalin tækifærisgjöf handa kunningjakonum yðar, sem gefnar erlu fyrir kross-saum og prjónamennsku, en þær eru ekki svo fáar í landi voru. * ELDHÚSIÐ: Þeyttar eggjahvítur. Eggjalwítur er bezt að þeyta í glerskál. Email- eraðar skálar gel’a frá sér eins konarfitu.semveld- ur því, að hvítan getur eklki orðið stíf, og þar að aulki skemmast þær við að þeyta í þeim. í fyrstu er bezt að þeyta hægt, en herða svo á og þeyta hratt, þar til hvíturnar eru stífar. Það geng- ur fljótar að þeyta, ef fáein korn af salti eru látin í hvítuna. — Ef illa gengur að þeyta, er gott að bæta út í flórsykri, t. d. einni lítilli skeið í 5 ur. Eitt blað af matarlími vegur venjulega 2 gr. * í ávaxtagraut, sem gerður er úr saft, er liæfi- legt að nota 75 gr. kartöflumél í 1 fl. af saft, en 60 gr. ef sagómél er notað. O O * Þegar þarf að strjúka flauel, skal fyrst bursta það á ranghverfunni með votum bursta. Síðan verður' að halda því á lofti á milli sín og draga heitt járn eftir því ranghverfu megin, fram og aftur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.