Dagur - 10.10.1946, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. október 1946 D A G U R 7 Þakhryggur fyrirliggjandi. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Byggingavörudeild CBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHK KKHKhKhkhkhKhkhkhKhkhKhkhkbkbkhkhkhKhKhkhkhKhkhkkkhk Iðunnar SJÓMANNA-LEÐURSTÍGVÉL Kosta kr. 117.00 parið. — Fást hjá kaupfélögunum og víðar. Þessi stígvél hafa þegar hlotið við- urkenningu allra, er reynt hafa. SbKHKhKhKbKhKHKhKhKhKHKHKHKHKHKhKí-iKhKhKhKhKhKHKHKhkhS NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR IðnskóliDD á Akureyri verður settur þriðjudaginn 15. október næstk., kl. ö síðdegis. Iðnmeistarar eru beðnir að tilkynna undirrituðum sem allra fyrst um nýja nemendur, sem þeir þurfa að koma í skólann í vetur. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu, að ekki verði hægt að veita þeim skólavist að þessu sinni. Akureyri, 2. október 1946. JÓHANN FRÍMANN, skólastjóri. Aualvsið i „DEG!" Bifreiða-lyftur 3, 5 og 8 tonna nýkomnar Kaupfélag Eyfirðinga L Véla- og varahlutadeild. Jafnvel húsbóndinn er liðtækur við matreiðsluna, þegar þér notið Gula bandið og Flóru! Cula banrlið stcikir bezt — brúnar bezt Frá Guðmundi í Vatnshlíð. Guömundur hét maöur og bjó í Vatnshlíö í Húnaþinfji. Hann var tal- inn greindur vel, en glettinn o£ hrekkjóttur, og því ekki allur þar sem hann var séður. — Náéranni hans hét Björn. Þótti hann fremur heimskur, en var hávaðamaður og óeyrinn. Var það þá eitt sinn, er sýslumaður þingaði, að Björn og Guðmundur voru þar mættir, að eitthvert málaþras kom iyrir, og var Björn eitthvað við það riðinn. Gjörðist hann þá hávaðasamur og stórorður, svo að sýslumaður varð að þagga niður í honum, en karl lét sem hann heyrði það ekki. — Þykkn- aði þá í sýslumanni og sagði, að hann neyddist til að multéra hann þar á þinginu, ef hann hagaði sér svo. — Björn skildi ekki við hvað sýslumað■ ui átti, og spurði Guðmund, sem hann sat hjá, hvað hann meinti með þessu. Það er nú ekki svo slæmt, Björn minn,“ svaraði Guðmundur .„Og not- aðu nú tækiíærið.“ Lét karl ekki segja sér þetta tvisvar, og spratt upp úr sæt- inu og þrammaði að borði því er sýslumaður sat við. Rak hnefann í það, og sagði með þrumurödd: „Eg uppástend, að eg verði múltéraður strax á þessu þingi." Sýslumanni varð hálf hverft við, en áttaði sig fljótt og sagði: „Það eru nú útlát, en ekki inn- tekt fyrir þig, kar Iminn.“ Birni varð hverft við, starði á sýslumann, en sagði síðan: „Já, há held eg að eg kæri mig ekki um það.“ Snautaði hann til sætis síns, en Guðmundur glotti í kampinn, en allur þingheimur hló. Guðmundur var maður gestrisirm :nda var þar oft fjöldi næturgesta, og var þeim jainan veitt með hinni mestu prýði. Var það þá einhverju sinni, að margir næturgestir voru komnir að Vatnshlíð, að enn einn bar að garði, og baðst gistingar. Guð- mundur sagði honum eins og var, að ekki gæti hann lofað fleirum að vera en komnir væru, og skildi hann fara til næsta bæjar. Gesturinn sótti fast a. og mælti á þá leið, að lítið þyrfti fyrir sér að hafa, og gæti hann alls staðar verið. Leiddi Guðmundur hann þá til haðstofu og fékk hann hinn beztr greiða. Um kvöldið var öllum ges.unum vísað til rekkju, nema þeim, sem síðastur kom. Loks gekk Guð- mundur til hans, og bað hann að fylgja sér. Gengu þeir til stofu og opn- aði Guðmundur þar dálítirm skáp, og sagði manninum að þar ætti hann að Friðjón Jónasson á Sílalæk, 1900-1946. Aðfaranótt hins 2. þ. m. and- aðist á Sjúkrahúsi Akureyrar Friðjón Jónasson, bóndi á Síla- læk í Þingeyjarsýslu. Þar á sjúkrahúsinu hafði hann legið í þrjár vikur, þjáður af nýrnaeitr- un, er nú varð honum að bana. Friðjón var af karllegg þeim, er búið hefir mann fram af manni að Sílalæk í 173 ár. — Hann var þar fæddur 5. maí 1900. Voru foreldrar hans Sigríð- ur Friðjónsdóttir, bónda á Sandi, jónssonar, og maður hennar, jónas bóndi á Sílalæk, er andað- ist þar 20. janúar sl., 78 ára, Jón- asson bónda s. st., (d. 1895), Guð- mundssonar bónda s. st., (d. 1874), Stefánssonar bónda s. st., (d. 1834), Indriðasonar bónda á Sílalæk, (d. 1812, 104 ára), Árna- sonar. — En Indriði sá flutti þangað frá Máná á Tjörnesi vor- , ið 1773. - ! Friðjón Jónasson kvæntist ár- , ið 1927 Katrínu Sólbjartsdóttur ' frá Bjarneyjum á Breiðafirði. Hófu þau búskap á hálfum Síla- læk árið eftir, (1928), og hafa síð- an búið á þeirri hálflendu. Friðjón var atorkumaður, vel á sig kominn og karlmenni að burðum. Rak liann bú sitt með dáð og dugnaði, cg átti lengst af góðum hag og góðri heilsu að fagna. — Ekki hafði hann stund- að skólanám nema á unglinga- skóla en hann hafði góða, and- lega hæfileika og var um margt vel að sér. Var hann meðal ann- ars vel skáldmæltúr, eins og rnjög þykir einkenna þá menn í Þing- eyjarsýslu og víðar, er kornnir eru af hinni svonefndu Illugaætt. En jaað eru afkomendur 111 uga prests Helgasonar á Þóroddsstað (1608—1654). Af þeirri ætt var Guðrún Þorkelsdóttir, móðir þeirra Guðmundssona: Jónasar á Sílalæk, Þorkels á Fjalli og Jó- hannesar í Saltvík. En systir þeirra bræðra var Sigurbjörg, móðir þeirra Sandsbræðra: Sig- urjóns cg Guðmundar, Friðjóns- sona. — Sýnishorn af kveðskap Friðjóns heitins má sjá í Þing- eyskum ljóðum, er út koniu fyrir nokkrum árum. I Þeim Friðjóni Jónassyni og Katrínu varð fjögurra barna auð- ið, er öll lifa. Elzt þeirra er Fal- ur„ um tvítugt, er stundar nú húsgagnasmíðanám hér á Akur- eyri. Þá eru dætur tvær, Sigríður : Og Þórunn, — en Halldór yngst- l ur, aðeins sex ára. , Að Friðjóni er mikill mann- vera um nóttina. Gesturmn varð skaði fyrir heimili, sveit Og hél'- að. — Útför hans fer fram að Nesi í Aðaldal 19. þ. m. K. V. íár við, og sagði, að ekki mundi hann geta verið þar. — „En maður rninn," segir Guðmundur. „Sagðir þú ekki í kvöld, að þú gætir alls staðar verið? Og skaltu ekki oftar láta þvílík orð falla.“ Vísaði hann síðan gestinum á veluppbúið rúm þar í stofunni. Bauð honum góða nótt og gekk út. — Guð- mundur gifti dóttur sína manni ein- um er talinn var mjög einfaldur og lítilla manna. Voru margir hissa á slíku. — Einn af sveitungum hans sagði eitt sinn við hann, að undrandi væri hann yfir því, að hann skildi gifta þvílíku nauti dóttur sína. — „Hann hefir þó enn ratað á básinn sinn,“ svaraði Guðmundur. — Maður þessi hafði tekið fram hjá konu sinni. Hárgreiður Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. tinr vantar á Sjúkrabús Akureyr- ar nú þegar. — Upplýsingar í síma 107.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.