Dagur - 17.10.1946, Blaðsíða 3

Dagur - 17.10.1946, Blaðsíða 3
Finmtudagur 17. okióber 1946 DAGUR $.ödd að norðan Sézt hefur skeið að sunnan og austan sigla með hold úr danskri moldu, — vilhallir sveinar velta beinum vestur og norður um bleika storðu. Valin er höfn í „djúpum dali“. Drangar gnæfa og stara þangað. — Haldin er leifin hluti af skáldi. Hana skal jarða í Bakka-garði. Sæludalur í Dranga skjóli dynur glaður og fagnar sýni: Laufvindur blæs urn lægð og ása, . ljómar áin og breytir rórni. Lækir skoppa og hrósa happi, heiður er hvarmur Bröttuskeiðar. Sólblæjum skarta hraun og hólar, — harpan knúin af Gljúfrabúa. Fífil-hjalli og hamra-sylla horfast í augu — tárum lauguð: „Okkar rnold honum á að tjalda, áður sem brosti, við þessu láði“. Dalaþjóð fagnar vin af vagni, veg honum greiðir að kór og leiði. — Þriðja kynslóð, er þráði og trúði, þjóðmæring blíðan að heimti um síðir. „Allt skal til reiðu“, ættþjóð tjáði, „ástgoða vorum að liinzta spori: Sæmd og friður í sveitar næði, sængin þekka í fífilbrekku". — Bændahöndum var blessuð sending borin í kór við altars-ljóra. Tendraður hyr á helgu skari, — hjörtun brunnu, en þögn á munnum. Gengið var frá, — og Guði fengin geymsla hins mæta í vígðu sæti, — hugað til móts, þar hópur sveitar heiðraði þjónustu dáðan Jónas. „Vel er orðið“, kvað víf og halur. „Valið er rétt um athvarf þetta. — Frændinn kaldi úr framandi moldu fær nú gisting í dalnum kæra“. Sent er og lesið frá Seltjarnarnesi: — Sjá, hér er vald og laga-galdur. Vér skulum ráða, vor skal hróður. — Varð hér misgrip, og lá við slysi. Jónas skal lagður að lögum sögðuni, lyng þar sem grær á rústum þinga. Leg hann fái við Öxaráar örlaga-gil hjá Drekkingarhyli. — Vér höfum náð í annan áður, — eirðarlaust var hann niður keyrður okkar að vild, þar að ’honum halda Almanna- og Hrafna-veggir svalir. Unað hefur hann eftir vonum, einn — í nálægð við þingheim seirini. Glatt verður nú á aftni og óttu, Einar og Jónris er hringla beinum. — Sendið oss strangann suður hingað, - sjást skulu efndir Þingvallanefndar. Dirfizt ei hnekkja dyggum störfum, Dómsmála-Finnur er vill og kynnir. Hæfir sízt, að einn sveita-prestur syngi snilling að efsta þingi. Ekki hlýðir að afdala-lýður ausi moldum að slíku holdi. Lög hafa tog, — og lýða hugur lítið djarfur þann streng að slíta. Óöld í landi, allt á sundi, ástríðu-svað um hélga staði. — Vel getur þú frá Dranga um dalinn daglega séð, — þótt kippt sé héðan. — Mér er fró, ef þín moldar-þróin missir ei torfu, er „náinn kyssir“. |ö<HKHKHKHKHKHKHKHHHKBKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKBKHKH>tKKHK bæta Irimskipti Þjóðverja eru „kóketterí við nazismann". Hvað sem við gerum og hvar sem við gerum það, erum við Úr erlendum blöðum Khkhkhkwhkhkhkhkh; Hinn rússneski hljómur Ritstjórnargrein í Manchester Guardian Mikil ræðuhöld um utanríkis- mál eru heyrð víða um heim. Smuts marskálkur svarar Henry Wallace; Molotov svarar Byrnes. í Öryggisráðinu í New York þruma þeir Gromyko og aftaní- ossi hans, Manuilsky, ádeilur á liendur Grikkjum og Bretum. Á rneðan þessu fer fram, er svo að sjá, sem Molotov og Vishynsky þyki hverjum degi illa varið á friðarráðstefnunni, nema þeir fái að lesa upp langhunda um „vest- ræna heimsveldisstefnu“, þótt í augum flestta annarra sé margur dagurinn lagður lágt með slíkum ræðuhöldunr. Allar þessar lang- dregnu ræður og heiftarlegu deil- ur snúast um eitt mál: samskipti hins austræna og vestræna heims, samband sovét-heimsins og hins vesturlenzka. En aðferðirnar eru ólíkar. Við, Vesturlandabúar, er- um óákveðnir, en við búum ekki Mf K. V. mmmrn alástæðan til hinna hörmulegu vinnubragða á friðan'áðstefn- unni. Eða hvaða tilgangi þjónaði herra Molotov þar, þegar hann dró inn í umræðurnar í stjórn- málanefndinni ítölsku, nýlendu- málastefnu Breta og stefnu Chamberlain-stjórnarinnar hér á árunum? I öðru lagi verður þess nú vart, og er mikilsverðara, að þessi áróðursherferð hefir nú tekið á sig hótunarblæ. Bretum og Bandaríkjamönnum er nú ekki lengur ámælt, S£m vinum, er hafi villzt út af sannleiksbrautinni, heldur eru þeir ávarpaðir sem fjandmenn. Fyrir Parfsarráð- stefnuna var það tízka rneðal Sovét-ræðumanna, að tala um þessi mál í sorgmæddunt tón, frekar en af reiði. Vestrænir stjórnmálamenn voru þá „að O horfin, en óeiningin talin óvé- fengjanleg staðreynd. Áhugi okkar fyrir frjálsri verzlun í Ev- rópu er ævinlega „reykský til þess að hylja viðskiptalega yfir- gangsstefnu". Óskir okkar um að reyna að rjúfa samstarf hinna yfir neinum fjandskap. Það má þriggja stóruy Nú er sorgmæðan ekki aðeins benda á skiptar skoð- anir í milli Breta og Frakka, til dæmis, heldur á marga og mis- lita flokka og stjórnmálamenn í hverju landi, sem hafa mismun- andi skoðanir á því, hvað eigi að gera. Mr. Wallace er auðheyri- lega ekki sammála Mr. Byrnes. Mr. Zilliacus (róttækur, brezkur Verkamannaflokksþingmaður) er ennþá auðheyrilega á annarri skoðun en Mr. Bevin. Yfirleitt munu hvorki ríkisstjórnir eða þjóðir hinna vestrænu landa hafa myndað sér ákveðna skoðun um það, hvort líta beri á Rússland sem vin eða óvin. Engar slíkar efasemdir, né heldur skoðana- mismunur, ásækja Sovét-blokk- ina. Molotov fær ekki orð í eyra hjá kollegum sínum í Politburo, og rússnesku leppríkin Júgóslaf- ía , Búlgaría, og svo auðvitað Ukraina og Hvíta-Rússland,*tala ! einum rómi. Hljómsveitin er í beztu æfingu. Manuilsky í New York og herra Kardelj í París fylgja nákvæmlega sveiflunum á sprota hljómsveitarstjórans, með leikni, sem aðeins ávinnst með langvinnri æfingu. Óg hvað er það, sem þeir segja okkur? í fyrsta lagi, Rússland rekur hatramt áróðursstríð gegn hinum vestrænu löndum. Þessi ófriður er rekinn á mörgum víg- stöðvum. Nefna má rússnesku blöðin og útvarpið á mörgum bylgjulengdum, sem hafa það daglega starf, að telja rússnesku þjóðinni trú um, að Bretland og Bandaríkin séu fjandsamleeg Sovét-Rússlandi. Þessi rógburður er síðan auðvitað endurtekinn fyrir hlustendur erlendis, á mörgum tungumálum, og sovét- stjórnin virðist ákveðin í því, að nota í þessu augnamiði hverja einustu alþjóðaráðstefnu og stofnun, jafnvel sjálft bandalag Sameinuðu þjóðanna. Þessi starfsaðferð hefir þegar komizt nálægt því marki, að gera Örygg- isráðið að skopstofnun og er að- alltaf „afturhaldssamir heints- veldissinnar" eða hreinir beinir fasistar. Meðan þessi hríð gengur yfir, er rnjög erfitt að tala um það af hógværð og stillingu, hvernig fara eigi að því að eyða tortryggni Rússa. Það er jafnvel engan veginn vandalaust, að gera sér l jóst, að þeir Molotov og Vyshinsky tali af skynsemi, þá sjaldan það kemur fyrir. Flestir okkar viðurkenna, að hvað sem líður þeirn mistökum, er gerð voru í Potsdam, þá hafi Molotot rétt fyrir - sér, er hann segir, að nú sé of seint að breyta pólsk- þýzku landamærunum. Við get- um ekki flutt milljónir Pólverja og Þjóðverja aftur á bak og áfram, eins og við værum að spila lúdó. En hvernig á að sjá jafnvel ágæta röksemdafærslu í réttu ljósi, þegar hana ber í hinn stöðuga bakka rógmælgi, senr þenur sig fyrir augurn okkar, alla leið frá Stettin til Trieste? Það er þessi bakgrunnur fjandsanrlegs áróðurs, lævíslegur, breytilegur en stöðugur, sem er óhugnanleg- astur. Og lrvaða nrálalok önnur en jressi eru hugsanleg: Á meðan við í vestrinu, erunr að deila og ræða um það, hvernig beri að jafna metin, hafa Rússar þegar ákveðið, að vinátta við Vestur- veldin sé hvorki æskileg né möguleg. (Lausl. þýtt). ‘1 Snilldarverk eftir sextuga konu: ÉG VITJA ÞÍN ÆSKA Minningar eftir Ólínu Jónasdóttur Þetta er bók um vonir og veruleika, eins og slíkt gerðist með ungri. stúlku fyrir um það bil hdlfri öld, því að hér rekur Ólína Jónasdóttir bernsku- og ceskuminningar sinar. Hun lýsir sérstœðum einstaklingum, hversu þeir lifðu og dóu, og daglegu lífi í norðlenzkri sveit. Frásögnin er öll lát- laus, létt og sönn, þvi er bók þessi lifandi heimild um is- j; lenzka menningarsögu. Ólína er löngu kunn af lausavísum sínum. Hér birtast fjölmargar þeirra. Þœr eru gœddar beztu kostum islenzks alþýðukveðskaþar, liprar og Ijósar, fágaðar og gagnyrtar. Má því hver lesandi vænta sér nokkurs, hvort sem hann leitar listar eða fróðleiks. 1 |"«¥| Notið Floru og Gul a bandio!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.