Dagur - 17.10.1946, Blaðsíða 6

Dagur - 17.10.1946, Blaðsíða 6
6 DAGUR Fimmtudagur 17. október 1946 --:— »■ CLAUDlA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSEFRANKEN 20. dagur (Framhald). En Davíð gat ómögulega komið strax, svo að Claudía kallaði til hans: „Davíð, getur verið að húsið sé gamla Leach-húsið?“ „Já, víst er það. Hvers vegna spyrðu?“ „Júlía þekkir það!“ hrópaði hún Jagnandi. „Það hlýtur að vera afskaple^a skemmtilegt." Davíð muldraði eitthvað, sem hún heyrði ekki, og hún gaf sér ekki tíma til þess að hlusta betur, því að luin hljóp í hendingskasti að símanum og kallaði inn í heyrnartólið: „Já, það er Leach-húsið.“ Júlía leit nú allt öðrum augum á málið og virtist heilmikið hrif- in af fyrirætlun þeirra, en það var áreiðanlega í fyrsta skiptið, sem hún hafði sýnt hrifningu yfir nokkru, sem þau tóku sér fyrir hend- ur. „Eg skil ekkert í þessu,“ sagði Júlía. „Þessi búgarður hefir verið í eigu Leach-ættarinnar í marga ættliði, og eg átti ekki von á að hann væri til sölu.“ ,,Já, en þau mundu ekki selja hverjum sem væri,“ útskýrði Claudía. „Ef ekki hefði hitzt svo á, að Davíð og Roger Killian eru félagar, hefðum við aldrei fengið tækifærið.“ „Jæja, þið eruð heppin," sagði Júlía. „Þetta er gamalt, en indælt hús, hreinasta perla, og eg er viss um að Davíð tekst vel að lagfæra það, sem lagfæra þarf. — Bíddu augnablik. Hartley vill tala viðjrig. Hann er í rúminu, ekki göður í maganum-------“ Hartley heilsaði henni kumpánalega, hvað var þetta, sem þau voru að segja um búgarð? Claudía sagði alla sólarsöguna í annað sinn og Hartley sagði, að þetta væri það snjallsta, sem þau hefðu nokkru sinni gert. „Alveg rétt,“ sagði hann. „Setja peningana í land. Það er það rétta. Lifa svo einföldu og áhyggjulausu lífi.“ „Já, það er einmitt Jtað, sem við ætlum að gera,“ sagði Claudía. Þau urðu að hraða sér til þess að ná í lestina. „Mig dreymdi ekki um að Júlía vissi hvað saltkassi væri,“ sagði Claudía, um leið og hún trítlaði við hlið Davíðs, á leið til járnbrautarstöðvarinnar. „Júlía er enginn græningi." „Þú átt við, að það eigi frekar við mig?“ „Eitthvað á þá lund.“ „En hvers vegna giftist þú mér þá?“ „Mér finnst gaman að græningjum.“ „Heyrðu nú, Davíð,“ sagði Claudía, alvarleg á svip. „Hingað til hefi eg látið mér í léttu rúmi liggja, þótt þú talaðir svona, en héðan af skaltu vita það, að eg móðgast stórlega við þig, ef þú heldur áfram að gera grín að gáfum mínum.“ „Þú ert svo sem nógu vel gefin, elskan, en dálítið einföld stund- um, en eg elska þig nú samt..Meira að segja miklu meira, en ef þú værir eitthvert skilningsséní." Hann tók utan um hana og kyssti hana beint á munninn, þarna á gangstéttinni. Gömul kona, sem gekk fram hjá, sneri sér við á götunni og sagði: „Uss, uss, svei attan.“ „Hún heldur líklega að eg sé laus á kostunum," sagði Claudía, og var heldur en ekki upp með sér. Roger Killian var staddur í Redbury og hann tók á móti þelm á járnbrautarstöðinni og ók þeim til Eastbrook, sem er lítill bær um það bil fimmtán mílur inn í landi. Killian var lítill maður vexti og gráhærður og hann minnti Claudíu ævinlega á saumakonu, en þó var raunar engin ástæða til þess. En Davíð þóttist santt skilja ltvers vegna henni hafði flogið sú samlíking í hug. Killian var skrækróma og þegar liann sagði „skínandi fallegt“ fanst henni að ómögulegt væri, að þessi maður ætti þrjá uppkomna syni og væri einn af fræg- ustu húsameisturum þjóðarinnar. Hún var forsjóninni þakklát fyrir að Davíð hafði djúpa og karl- mannlega rödd, og að hann hafði eitt sinn — á eftirminnilegu augnabliki — lagt hana yfir kné sér og flengt hana. Hann var sterk- ur eins og naut, og þótt hún sparkaði og Iiljóðaði, þá hafði það ekki minnstu áhrif á hann. Henni hafði sviðið það í bili, að ástæðan var í hæsta máta ómerkileg. Hún hafði ekkert annað gert af sér, en að fara niður í bæ á útsölu, og kaupa nokkra potta og pönnur. En út af þessu rauk hann upp og sagði að hún væri heimskingi og ein- feldningur, sérstaklega þegar lnin væri á útsölum og uppboðum, því að hver meðal manneskja skildi, að þegar haldnar væru útsölur eða uppboð, væri ástæðan einfaldlega sú, að enginn vildi eiga varn- inginn, enda væri hann venjulega eintómt rusl. „En þetta eru pottar, og pottar eru alltaf pottar,“ mótmælti hún. Hann breytti í skyndi um sóknaraðferð. „Jæja,“ sagði hann. „Hvað er afslátturinn mikill?“ „Þrjátíu prósent." „Einmitt það. Og það þýðir, að þú hefir sett heilsu þína í hættu fyrir fjörutíu sent.“ (Framhald). Enginn bókamaður á Islandi má láta hina nýju útgáfu ÍSLENDINGASAGNA vanta í bókaskáp sinn. Gerizt því áskrifendur Jregar í dag. Aðal umboðsmaður á Norðurlandi: Arni Bjarnarson Bókaverzlunin Edda. Akureyri — Sími 334. HERRABINDI í fjölbreyttu úrvali Einnig kjólslauf u r Ítí 12 og 20 smálestir, hefi ef til sölu með tækifærisverði Bátunum fylgir mikið fylgi t'é. Jón Guðmundsson, Sími 146. nr Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild og HILLUR fyrirliggjandi. HÚSGAGN AVINNUSTOFA ÓLAFS ÁGÚSTSSONAR. Barnarúm með dýnu, til sölu. Afgr. vísar á. Umboðsmenn Tryggingaslofnunar ríkisins U M D Æ M I : Reykjavík ......................... Hafnarfjörður ..................... Gullbringu- og Kjósarsýsla ........ Akranes............................ Borgarfjarðar- og Mýrasýsla........ Snæfellsness- og Hnappadalssýsla . . Dalasýsla . ....................... Austur- og Vestur-Barðastranda- sýsla . ........................ Vestur- og Norður-ísafjarðarsýsla og Isafjörður .................. Strandasýsla ...................... Vestur- og Austur-Húnavatnssýsla Skagafjarðarsýsla . ............... Siglufjörður ...................... Ólafsfjörður ...................... Eyjafjarðarsýsla .................. Akureyri .......................... Norður- og Suður-Þingeyjarsýsla . . Norður-Múlasýsla og Seyðisfjörður Suður-Múlasýsla.................... ; | N eskaupstaður.................. Austur- og Vestur-Skaftafellssýsla . . |! Rangárvallasýsla ................ Árnessýs'la ....................... Vestmannaeyjar..................... i UMBOÐSMENN: Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. Guðmundur í. Guðmundsson, bæjarfógeti, Hafnarfirði. Sjúkrasamlag Akraness. Jón Steingrímsson, sýslumaður, Borgarnesi. Kristján Steingií.msson, sýslumaður, Stykkishólmi. Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður, Búðardal. Jóhann Skaptason, sýslumaður, Patreksfirði. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, ísafirði. Jóh. Salberg Guðmundsson, sýslumaður, Hólmavík. Guðbrandur ísberg, sýslumaður, Blönduósi. Sigurður Sigurðsson, sýslumaður, Sauðárkróki. Sjúkrasamlag Siglufjarðar. Sj ú krasam 1 ag 01 a I sfj arðaf. Friðjón Skarphéðinsson, bæjarfógeti, Akureyri. Sjúkrasamlag Akureyrar. Júlíus Havsteen, sýslumaður, Húsavík. Hjálmar Vilhjálmsson, bæjarfógeti, Seyðisfirði. Kristinn Júlíusson, sýslumaður, Eskifirði. Sjúkrasamlag Neskaupstaðar. Gísli Sveinsson, sýslumaður, Vík, Mýrdal. Björn Björnsson, sýslumaður, Hvolsvelli. Páll Hallgrímsson, sýslumaður, Selfossi. Sjúkrasamlag Vestmannaeyja. Reykjavík, 14. október 1946.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.