Dagur


Dagur - 27.11.1946, Qupperneq 1

Dagur - 27.11.1946, Qupperneq 1
4 Færeyingar semja við * Breta um fisksölu 500 smálestir á viku Fiskurinn veiddur af gömlum ísl. togurum Brezka blaðið Fishing News greinir frá því nýlega, að Fær- eyingar hafi samið um sölu á;; 500 smálestum fiskjar á viku ! til Bretlands. Brezka matvæla ráðuneytið hefur haft milli göngu um samninga þessa Segir blaðið, að færeyskir tog arar muni flytja þetta fisk magn til Bretlands, og standi togarafloti eyjarskeggja betur að vígi en áður, þar sem hann hafi verið aukinn mjög með kaupum skipa frá íslandi. Blaðið segir enn fremur: „Fjarvistir flestra íslenzku togaranna frá Fleetwood hafa orðið þess valdandi, að heildar ;; fiskmagnið á brezkum mark- aði hefir minnkað verulega og atvinnuleysi hefir orðið hjá hafnarstarfsmönnum í Fleet- wood. Ástæður hafa stórlega batnað vegna þessa nýja samn- ings við Færeyinga." Templarar heiðra Sigurgeir Jónsson Skjaldborgarbíó sýnir Chopin- myndina frægu, Unaðsóma, til heiðurs og ágóða fyrir Sigurgeir Jónsson organleikara, í tilefni af áttræðis-afmæli hans, sem var 25. þessa mánaðar. Sýningin verður næstkomandi sunnudag, 1. desember, kl. 5 e. h. og hefst með því að Sigurgeirs Jónssonar verður minnzt með nokkrum orðum, en þau hjónin eru boðin á sýningu þessa. Að- göngumiðar verða seldir með sér- verði (kr. 5.00) og fer sala þeirra fram í Verzl. Ásbyrgi á föstudag- inn, en verði eitthvað óselt þá við innganginn á sunnudaginn. Er þess vænzt að templarar fjölmenni á heiðurssýningu þessa, svo og aðrir vinir hans, eldri og yngri nemendurTog unn- endur hljómlistar yfirleitt. Blekkingum Odds Guðjónssonar hnekkt Tíminn hefir birt ýtarlega greinargerð, þar sem hraktar eru fullyrðingar dr. Odds Guðjóns- sonar um gjaldeyriseyðsluna í tíð ríkisstjórnarinnar. Er þar sannað með óhrekjanlegum tölum, að það, sem Framsóknarblöðin hafa sagt um gjaldeyriseyðsluna, 1200 millj., er rétt. Vegna þrengsla í blaðinu í dag, verður nánari frá- sögn um þessa athyglisverðu greinargerð að bíða næsta blaðs. Gefst þá tækifæri til^þess að svara stóryrðum síðasta íslend- ings um afstöðu Framsóknar- blaðanna til þessa máls. Fertugur er í dag Jóhann Frímann skólastjóri. Sextu&saímæli átti sl. mánudag, 25. nóv., frú Þórhalla Jón?dóttir, Gránu- félagsgötu 57, hér í bæ. Útgerðarmenn lýsa yfir stöðvun fiskiflotans Kaupfélag Þingeyinga lagði vafaféð í tryggingarsjóð til hags fyrir útgerðina “ . , I vetur verður engin Glæsilegir hljóm- útgerð að óbreyttum leikar „Geysis46 aðstæðum Skrif Verkamannsins um málareksturinn gegn K. Þ. eru illgjörn og villandi — Verkamaðurinn hér flutti lang- lokugrein sl. laugardag í tilefni þess, að fallinn er dómur í Hæstarétti í máli, er sjómaður í Húsavík höfðaði gegn kaupfélag- inu þar, til greiðslu á arði af fisk- verzlun. Hafði félagið keypt fisk- inn föstu verði, samkvæmt fisk- verðlagi því, er þá ríkti í landinu að tilhlutan Fiskimálanefndar. Með hækkandi verði í stríðsbyrj- un varð rösklega 40 þúsund króna hagnaður af fiskkaupum félagsins af sjómönnum í Húsa- vík, og kröfðust þeir þá arð- gréiðslu. Félagið taldi hins vegar, að verðið hefði verið fyrirfram umsamið og vildi ekki greiða arð- inn, en tók til greina varákröfu sjómanna að féð yrði lagt í trygg- ingasjóð til þess að mæta halla er kynni að verða í framtíðinni á síldarsölureikningi félagsins og á rekstri hraðfrystihússins. Einn sjómannanna höfðaði eigi að síð- >ur mál og fékk sér dæmdar 7500 krónur sem arð á fiskkaupum'fé- lagsins af honum. Dómur þessi hlýtur að byggjast á því, að ekki hafi verið talið sannað, að maður þess'i vissi að um fast verð væri að ræða, en ekki á því, að kaupfé- Ritgerðasafn Sigurðar skólameistara komið út lögum, sem öðrum verzlunarfyr- irtækjum, sé ekki heimilt að gera samninga um kaup fyrir fast \ierð. Eru því útskýringar yerka- mannsins út í hött. Vitaskuld get- ur það komið fyrir, og kemur oft fyrir, að félagsmenn óska heldur áð félagið-taki á sig áhættuna af verzlun með ýmsar vörutegundir og óski að fá greitt fast verð. Kemur tæpast til mála, að ekki sé hægt að gera slíka samninga, enda eru dæmi þess, að félags- menn séu ófúsir að láta af hendi vörur, ef hætta er á að þeir fái bakreikninga vegna halla af söl- unni. Er og hætt við, að enginn málarekstur hefði verið rekinn gegn félaginu, ef sú hefði orðið raunin á í þetta sinn, að halli hefði orðið á sölunni, sem vel gat komið fyrir, því að verðlag allt var óvíst er salan fór fram. Þótt þessi dæmi séu til um starfrækslu kaupfélaganna er hitt þó vitaskuld algengara, að félög- in hafa vörur félagsmannasinnaí umboðssölu og er það vísvitandi blekking rithöfunda Verka- mannsins, er þeir gefa í skyn, að svo sé ekki. Situr illa á þeim herrum, er vörðu hneykslin í Siglufirði um árið, að gera mik- ið veður út af þessu atriði, sem þrátt fyrir þennan dóm, hlýtur alla tíð að vera mikið vafamál að skilningi flestra réttsýnna manna. Gösta Myrgart. Karlakórinn Geysir hafði hljómleika í Nýja-Bíó sl. sunnu- dag, undir stjórn Gösta Myrgart söngkennara. Húsfyllir var á hljómleikunum og söngmönnun- um ákaft fagnað. Bárust söng- stjóranum blóm. Á efnisskránni voru lög eftir innlend og erlend tónskáld. Einsöngvarar voru Hreinn Pálsson, Guðmundur Guonarsson, Jóhann Guðmunds- son, Skjöldur Hlíðar og Gösta Myrgart. Kórinn söng sænskár þjóðvísur, Pílagrímskórið úr Tannhauser og íslands lag eftir Björgvin Guðmundsson. —t Var söngurinn mjög fágaður, hreinn og glæsilegur. Einsöngvurunum var ágætlega fagnað, enda var frammistaða þeirra með ágætum. Geysir syngur aftur annað kvöld í Nýja-Bíó. Nýlega er komið út ritgerðar- safn eftir Sig. Guðmundsson, skólameistara. Nefnir hann bók- ina „Heiðnar hugvekjur og mannaminni". Tónlistarfélag Akureyrar gefur út. Bókarinnar verður nánar getið hér í blaðinu síðar. Bæjarstjórn hefir kosið stjórn fyrir Krossanes- verksmiðjuna Síðasti bæjarstjórnarfundur kaus nefnd til þess að hafa með höndum stjórn Krossanesverk- smiðjunnar og gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag hennar. í nefndina voru kosnir þessir menn: Guðmundur Guðlaugs- son, Jón G. Sóines, Jón M. Árna- son, Steingrimur Aðalsteinsson og Steinn Steinsen. Nefndin hef- ir skipt með sér verkum og er Guðmundur Guðlaugsson for- maður hennar en Jón G. Sólnes ritari. r ■ Iþróttamenn vilja fá yfirbyggða sundlaug Aðalfundur íþróttafélagsins „Þórs“ sendir bæjarstjóm erindi um sundlaugarmálin og varar við ástandinu í áfengismálum þjóðarinnar Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs var haldinn í íþróttahúsinu hér sl. föstudag. — Fundurinn gerði tvær markverðar ályktanir, aðra um sundlaugaimál bæjarins en hina um áfengismálin. f er- indi til bæjarstjórnar Akureyrar, sem samþykkt var á fundinum, segir: „Aðalfhndur Iþróttafélagsins Þórs 1946, bendir á þá staðreynd, að sundlaug bæjarins er æ minna sótt og er af mörgum talin svo köld mikinn hluta ársins, áð varla sé hæf til sundnáms börn- um og óhörðnuðu fólki. Jafn- framt bendir fundurinn á, að á þessu ári hefir verið ákveðið að verja úr bæjarsjóði allríflegri fjárupphæð til að koma hér upp yfirbyggðri sundlaug. Samkvæmt þessu skorar fundurinn fastlega á háttvirta bæjarstjórn Akureyrar, að taka sem fyrst til athugunar möguleika á að koma upp yfir- byggðri laug í gilinu norðan við íþróttahúsið, þegar á næsta sumri og gera ráðstafanir til tryggingar á vinnukrafti og byggingarefni þegar til framkvæmda kemur.“ Fundurinn gerði eftirfarandi ályktun um áfengismál: „Aðalfundur Iþróttafélagsins Þórs, beinir þeiná spurningu til háttvirtrar ríkisstjórnar, hvort hún telji heppilega þjóð og ríki þá stefnd; er nú ræður í áfengis- málum hér á landi og hvort hún telji að ekki sé hægt að stjórna landinu án þeirra varasömu tekna, sem fást af áfengissölu, eins og nú er.“ Fréttamenn blaða og útvarps voru sl. fimmtudag kvaddir á fund formanns og framkvæmda- stjóra Landssambands ísl. útvegs- manna, þar sem þeim var skýrt frá því, að mikill meirihluti út- vegsmanna í landinu hefði lýst yfir því, að þeir treystu sér ekki til að gera skip sín út, nema út- gerðinni væri tryggður stórum hagkvæmari starfsgrundvöllur. Fer hér á eftir yfirlýsing um þetta efni, sem umræddir forráða menn L.Í.Ú. afhentu blöðunum: Eins og kunnugt er, hefir full- trúaráðsfundur Landssambands ísl. útvegsmanna setið að störfum undanfarna daga. Útgerðarmenn hafa gert forráðamönnum þjóð- arinnar kunnugt um, hve alvar- lega horfi um rekstur fram- leiðslutækjanna til sjávarins, fef ekki fást verulegar breytingar á þeim aðstæðum, sem nú eru fyrir hendi um rekstur þessa atvinnu- vegar með þjóðinni. Fulltrúaráðs fundurinn hefir bent á það, að raunverulega væri komin stöðv- un á fiskiskiptaflotann og mundi verða alger stöðvun og engin vetrarvertíð, ef ekki tækist að leysa þau vandamál, er nú steðja að útgerðinni. Þetta álit fulltrúa- ráðsfundarins hefir ekki verið vé- fengt, en til frekari staðfestingar á því, að svo væri komið, sendi stjórn Landssambandsins öllum deildum sambandsins skeyti þess efnis, að spurzt var fyrir um það, hvort útgerðarmenn mundu treysta sér til þess að halda áfram útgerð að óbreyttum aðstæðum. Þetta var ákveðið á kvöldfundi fulltrúaráðsfundarins hinn 15. þ. m., en síðar varð fundinum frest- að til þriðjudagsins 19. þ. m., og voru þá komin svör frá flestum deildum sambandsins, sem voru öll á einn'veg, — það er að segja, að stöðvun fiskiskipaflotans ís- lenzka væri raunverulega skollin á, og að þeir mundu ekki treysta sér til útgerðar, eða hefja útgerð, eins og nú væri málum komið fyrir útgerðinni í landinu. Hér er um svo alvarlegt mál að ræða, að stjórn Landssambandsins tel- ur rétt og sjálfsagt að gera blöð- unum og ríkisútvarpinu aðvart um þetta, og þess vegna var for- manni Landssambandsins, fram- kvæmdastjóra þess og fundar- stjóra á fulltrúaráðsfundinum, falið að kalla þessa menn á fund sinn og skýra þeim frá þessu og afhenda þeim svör deildanna. Að sjálfsögðu var fulltrúaráðs- fundinum á þriðjudaginn skýrt frá svörum deildanna og voru (Framhald á 8. síðu).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.