Dagur - 27.11.1946, Blaðsíða 2

Dagur - 27.11.1946, Blaðsíða 2
2 * D A G U R Miðvikudagur 27. nóvember 1946 Fjóshaugurinn fyrir kirkjudyrunum Eitt sinn, er Sæmundur fróði var að messa í kirkju sinni, gerði Kölski. honum þann hrekk að setja fjóshauginn fyrir kirkju- dyrnar og hugiðst á þann hátt að loka prest og söfnuðhansinni.En prestur hafði náð því valdi yfir ó- vininum, að hann var neyddur til að bera hauginn á brott og sleikja laut í helluna, sem vár fyrir dyr- um kirkjunnar. Þannig skýrir þjóðsagan frá. Stjórn auðmanna og verkalýðs á Islandi reisti nýsköpunarkirkju mikla og.bauð þjóðinni inn í hana. Meiri framkvæmdir áttn að ske á Islandi en nokkrn hafði dreymt um áður. Þetta var út af fyrir sig lofsverð hugmynd. En vegna fyrirhyggjuleysis og stríðs- gróðavímu stjórnarinnar og flokka hennar, safnaðist dýrtíðar- haugur fyrir dyrum nýsköpunar'- musterisins.og lokaði nýsköpun- ina jrar inni, svo að úr lrenni varð ekki| annað en boðun fagnaðar- erindisins, en engar raunveru- legar framfarir. Nýsköpunarfoikólfana skorti kunnáttu og vilja Sæmundar fróða til að koma haugnum frá kirkjudyrunum. Hann situr þar því enn til eyðileggingar allri ný- sköpun atvinnuveganna. —o— Framsóknarmenn hafa árum saman sýnt fram á það með gild- um rökum, að dýrtíðarstefna stjórnarflokkanna hlyti að véfða slagbrandur fyrir framkvæmd- um og leiða til ófarnaðar. Hvað eftir annað hafa þeir borið fram tillögur til stöðvunar og lækk- unar dýrtíðinni. Talmenn stjórn- arflokkanna gáfu þessari stefnu Framsóknarmanna nafnið ,,hrun- stefna" og kölluðu þá, er henni fylgdu „hrunstefnumenn". Þess- ar nafngiftir voru ekki annað en áróður fyrir dýrtíðarstefnu stjórn arinnar, en auk þess voru þær svo órökvísar sem mest mátti verða, enda hefir rökvísin sjaldan ver- ið margra fiska virði í umræð- stjórnarliða um dýrtíðarmálin. Framsóknarmenn vöruðu við hruni atvinnuveganna af völd- um dýrtíðar og verðbólgu og börðust á móti því af öllum mætti. Það er víst alveg nýtt fyr- irbrigði í stjórnmáladeilum hér á'landi að kenna menn til þeirr- ar stefnu, er þeir berjast á móti, en það hafa stjórnarflokkarnir látið sér sæma í þessu falli. Aftur á móti eru forráðamenn stjórnarflokkanna allir í samein- ingu réttnefndir dýrtíðarbanda- lag, því að í skjóli stefnu þeirra hefir dýrtíðin aukizt jafnt og þétt f jóshaugurinn fyrir kirkjudyrun- um orðið stærri og stærri. Lengi vel var dýrtíðarbanda- lagið á einu máli um, að það væri á réttri leið, en allar viðvaranir Framsóknarmanna væru villu- kenningar. Fyrr en alla varði — jafnvel Framsóknarmenn líka — hafa staðreyndirnar leitt í ljós, að Framsóknarmenn sáu rétt, dýrtlðin er að ríða atvinnuveg- unum á slig, hrunið, sem Fram- sóknannenn spáðu og sögðu fyrir ei þegar komið til sögunnar, og það svo greinilega að dýrtíðar- postularnir koma engri vörn við. Útgerðarmenn votta það ein- um rómi, að dýrtíðin sé að ganga af sjávarútveginum dauðum. Þeir færa skýr rök fyrir því, að á næstu vertíð verði 74 þús. kr. rekstrar-. halli á hverjum vélbát og 43 þús. kr. halli á hverri veiðiför togara, allt miðað við meðalafla og sölu fýrir hæsta Verð í Bretlandi. Þessi sannindi birta svo útgerðarrtienn í aðalmálgagni dýrtíðarbanda- lagsins, Morgunblaðinu. I annan stað m'á geta þess, að gestir frá Norðurlöndum á nýaf- stöðnu þingi Alþ^ðusambands- ins votta það, að leiðtogar verk- lýðsfélaga í löndum jreirra berj- ast ákaft gegn dýrtíðinni, því þeirn sé það fullkomlega ljóst, að hún komi þyngst niður á verka- mönnunum sjálfum. Þetta er sama kenningin, sem Framsókn- armenn hafa lengi haldið fram hér, að krónufjöldinn kæmi verkamönnum og öðrum laun- þegum ekki að neinu gagni, ef kaupmátturinn dvínar að sama skapi. Þetta hafa leiðtoggr verka- manna hér á landi ekki viljað heyra. En ef til vill taka þeir meira tillit til þess, sem stéttar- bræður þeirra frá öðrum lönd- um segja þeim af sinni reynzlu. Þess væri að minnsta kosti ósk- andi. —o— Þegar sýnt var að sjávarútveg- urinn, sem er aðalundirstaða út- flutningsverzlunar okkar, var að stöðvast sökum dýrtíðarstefnu stjórnarflokkanna, kom upp- dráttarsýki í ríkisstjórnina. Kommunistar lögðu fyrstir á flótta úr stjórninni og hugðust með því bjarga sínu skinni. Hin- ir tveir stjórnarflokkarnir höfðu verulegan meirihluta í Jringinu og gátu þess vegna setið áfram við völd. En þá brá svo við að Jreir treystust ekki til þess, þrátt fyrir allt skrum sitt um ást þjóðarinn- ar á nýsköpuninni, sem þeir Jrótt- ust vera að'frainkvæma. Þá urðu þeir málskrafsmiklir um að koma þyrfti á fót sterkri, víðtækri stjórn, sem yrði þess megnug að ráða fram úr dýrtíðarvandræð- unum. í þessum vandræðum hugkvæmdist Olafi Thors að rnynda yrði stjórn allra flokka, en til þess þurfti'að liafa konrm- únista góða og lrefja umræður við Framsóknarnrenn. Var það sannarlega hart aðgöngu fyrir dýrtíðarbandalagið, að þurfa að leita á náðir Framsóknarflokks- ins um þátttöku í ríkisstjórn, sem á að vinna bug á dýrtíðarvand- ræðum, sem fyrrverandi stjórn hefir stofnað til.. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað, hvort viðræður flokkanna leiða til nokkurs árangurs um stjórn allra flokka. En meðan á þeim samningaumleitunum hef- ir staðið, hefir hrtt og annað smá- skrítið komið í ljós. Sjálfstæðis- menn og Alþýðuflokksmenn kenna brotthlaupi kommúnista úr stjórninni um öll þau vand- ræði, sem nú steðj'a að. Þetta er brosleg og barnaleg ályktun. Öll- um kemur nú orðið saman um, að meginorsök vandræðanna sé dýrtíðin, sem er að leggja at- vinnuvegi þjóðarinnar í rústir. Allir vita líka, að þetta mein er miklu 'eldra en flótti kommun- ista úr stjórninni, svo að ekki getur hann verið orsök meinsins. Málgagn Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri hefir lengi játað ást sína á nýsköpun í landinu. Það kom því eins og Jrruma úr lreiðskíru lofti nýsköpunaráhug- ans, þegar „íslendignur" nýlega hóf upp raust sína og tók að álasa Sís fyrir nýsköpunarframkvæmd- ii og fjársöfnun til þeirra. Mæl- ist þetta frumhlaup ritstj. ísl. illa fyrir, Jrar á meðal í hans eig- in flokki. Afstaða Mbl. til vandamál- anna og nýrrar stjórnarmyndun- ar, ei* á þessa leið: Vandamálin og öngjrveiti Jrað, er sívaxandi dýrtíð hefir skapað, eiga að leys- ast með samvinnu og samstjórn þriggja fyrrv. stjórnarflokka, en Framsóknarflokkurinn má ekki koma þar nærri. í Jressu er nú nokkurt vit, það er dýrtíðarbandalag þriggja stjórnarflokkanna, sem öngþveit- inu veldur. Þeim er Jrví skýldast að gera hreint fyrir sínum dyr- um, afmá dýrtíðardrauginn og sleikja laut í helluna, ef þeir eru menn til. En það er bara hætt við að þjóðin treysti þeim ekki til þess. UM VÍÐA VERÖLD Þegar inntökubeiðnir íslands, Afgan- istan og Svíþjóðar voru ræddar í póli- tísku nefndinni á þingi Sameinuðu þjóðarma, varð eitt meiriháttar uppi- stand í nefndinni. Formaður hennar, Manuilsky frá Ukrainu, fékk þá eftir- farandi orð í eyra hjá ameríska þing- manninum Conneíly: ,Jierra formað- ur," sagði hinn stóri, góðlátlegi þing- 'maður ftá Texas og þuklaði á skraut- legri þverslaufunni sirmi með annarri hendinrú, en barði hinrti sex sinnum í borðið. „Herra formaður," endurtók hartn. „Þér eruð þjónn þessarar nefnd- ar. Þér eruð ekki einvaldur stjórnandi þessarar nefndar. Þetta er lýðræðisleg nefnd, herra formaður, og við óskum að kynna yður starfsaðferðir lýðræð- isins.“ Mikil fagnaðaríæti kváðu við um allan salinn og formaðurinn, herra Manuilsky frá Ukrainu, blóðrauður í framan, eihs og smádrengur, var fljót- ut að afturkalía fyrri ákvörðun sína um að nefndarfundur gæti ekki breytt reglu um starfsaðferð, er formaðurinn hafði sett. Aður en Connelly btandaði sér í málið hafði rimman staðið yfir í 90 mínútur! Bókbandsskinn 3 teg. svört og brún, ódýr, nýkomin Bókaverzlun Þorst. Thorlacius MINNING: Guttormur Brynjólfsson A s i Fæddur 3. desember 1903. Dáinn 8. nóvember 1946. Það var 9. nóvember siðastl., að eg hlustaði á kvöldfréttir út- varpsins. 1 þetta sinn birtist frá- saga af þeim hörmulegustu slys- förum, er gerzt hafa hér á landi um langt skeið. Guttormur bóndi á Ási í Fella- hreppi hafði þann 8. Jd. nr. farizt al völdum sprengju, ásamt tveim- ur dætrunr sínunr, Margréti Nönnu 8 ára og Droplaugu 7 ára, ennfrenrur bróðurdóttur sinni, Ragnheiði Bergsteinsdóttur, 8 ára að aldri. Við slík voðatíðindi drúpir öll íslenzka þjóðin lröfði og vottar aðstandendum sanrúð sína og hryggð. Manni verður það einn- ig á að spyrja: Hver sé tilgangur þess máttar, senr lætur fegurstu vonir mannlífsins rætast, en skil- ur á-næstu augnabliknru eftir auðn eina. Slík tilhögun væri næsta tor- skilin, ef þroski nrannanna ynni ekki stöðugt að Jrví, að lýsa upp nýjar og óþekktar brautir fram- þróunarinnar. Síðan mennirnir fóru að lrugsa unr framtíð sína, lrefir lrugmyndin um dauðann verið éitt ægilegasta hugtak þeirra; veruleiki, sem ekki verði umflúinn. Á síðari tímum lrafa menn litið þetta öðrum augum. Staðreyndir sanna okkur, að hið tímabundna jarðneska mannlíf, er aðeins stuttur áfangi á langri þroskabraut hverrar mannsálar. Þegar það er haft í huga, geta jafnvel þyngstu raunir orðið mildari, við þá hugsun, að máske sé styttra tíl endurfundanna við ástvinina, sem fluttir eru á und- an yfir á landið ókunna, en nokk- urn grunar. Heimilið á Ási, eitt mesta rausnarheimili Fellasveitar, hefir oft áður goldið Jrungar fórnir af völdum dauðans, þótt aldrei hafi verið um svo sárt að binda, sem nú. Menn og konur í blóma lífs- ins hafa fallið, fyrir hinum t^lynga sláttumanni, er slær allt hvað fyrir er.“ En þrátt fyrir allt, hefir þetta heimili jafnan átt þróttmikla og glaða æsku. Guttormur var fæddur að Ási 3. desember 1903. Foreldrar hans voru Brynjólfur Bergsson bóndi á Ási og Margrét Guttormsdótt- ir kona hans. Guttormur ólst upp í föðurhúsum, og vandist fjöl- þættu og stórbrotnu umbóta- starfi, sem hann síðar tileinkaði sér í eigin starfi. Skólaárin 1926-1928 dvaldi hann við nám við Eiðaskóla og lauk námi með góðum vitnis- burði kennara og vináttu skóla- systkina. Vorið 1935 keypti Gutt- ormur föðurleyft sína Ás og hóf þar búskap. Sama ár kvæntist hann Guðríði Ólafsdóttur, frá Skeggjastöðum, sem lifir mann sinn, ásamt tveim börnum þeirra, Guðlaugu og Brynjólfi. Starfs- saga Guttorms er lærdómsrík. Á fáum árum tókst honum, að hefja sig frá eignalitlum æskumanni, til bjargálna sjálfseignarbónda, enda var hann starfsmaður öðr- um meiri. Fáir voru Jreir erfið- leikar, er uxu honum 'í augum og starfsvilji hans svo mikill að fátítt mun. Með fráfalli Gutt- orms á Ási, hefir Fellasveit á bak að sjá dugmiklum bónda og góð- um dreng. Traustum manni, sem vildi sveit sinni vel og stóð glað- ur og reifur til síðustu stundar 1 þrotlausru starfi einyrkjabónd- ans. En stærst er tapið og óbætan- anlegast heiinili hans, er hann unni öllu framar og helgaði allt sitt star#f. Ég vil með þessum orðum minnast Guttorms á Ási, sem uppeldisbróðurs og samstarfs- rnanns um margra ára *skeið. Þakka honum' allar okkar sam- veru- og ánægjustundir. Þakka drengskap lians og manndóm í hvívetna. Ég vil ennfremur senda frænd- urn og vinum í Fellahreppi, að- standendum hinna sviplegu slys- fara, hugheila samúðarkveðju, og óska þeim til handa, að guð, sem öllu mannlífi ræður, megi á kom- andi tímum, breiða blæju mildi og miskunnar, yfir þeirra þungu raunir og sefa sáran harm. Staðartungu 17. nóv. 1946. Einar Sigfússon. ÁminniHG: Að gefnu tilefni vill undirrit- aður, mjög eindregið, áminna Jrá, sem ákvæði almannatrygg- ingalaganna um elli- og örorku- lifeyrir, barnalífeyrir, fjölskyldu- bætur og bætur til ekkna ná til og koma til framkvæmda um næstu áramót, að láta ekki drag- ast að sækja um hinar áskildu bætur og lífeyrir á skrifstofu sjúkrasamlagsins, því að hinn auglýsti umsóknarfrestur ér að- eins til næstu mánaðanróta. Er aðvörun þessari einkum beint til ekkna með börn á fram- færi, sérstaklega þó þeirra, sem nú taka meðlög með þeim úr bæjarsjóði, til öryrkja og ellilíf- eyrisþega, sem hafa böm á fram- færi, að gleyma ekki að sækja einnig um lífeyri fyrir börnin, til foreldra almennt, sem hafa fleiri en 3 börn á framfæri, að meðtöldum kjörbörnum, stjúp- börnum og fósturbörnum og loks tíl mæðra er hafa setuliðsbörn á framfæri. Farið tafárlaust á skrifstofu sjúkrasamlagsins. Þar fáið þér allar nauðsynlegar upplýsingar. Umsóknareyðublöð og umsóknir útfylltar ef þér óskið, en aðeins til næstu mánaðamóta. Látið þetta berast strax til vina og vandamanna, sem ætla má að blöðin fari fram hjá. Framfærslufulltrúinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.