Dagur - 27.11.1946, Side 3

Dagur - 27.11.1946, Side 3
Miðvikudagur 20. nóvember 1946 D A G U R 3 Leikfélag Akureyrar í bresku blað'i var nýlega frá því skýrt, lögreglan í París ætti í höggi við hóp „listamanna“ sem hefði það fyrir atvinnu, að framleiða málverk „eftir“ gamla meistara og pranga þeim í saln- endur og söfn. Það virðist því sem þessi atvinnugrein íé ennþá söguleg í hinni frönsku höfuð- borg og að þessu leyti gæti efni franska gamanleiksins, sem Leikfélag Akureyrar sýnir þessa daganna, verið sótt í líf samtið- arinnar, en þá er líka það helzta upptalið. Því að öðru leyti fjallar leikur þessi um skringilegt heim- ilislíf í hinni frönsku „provins,“ á liðinni öld að því er bezt verð- ur séð, hjúahald millistéttanna þar og útgengilegheit heimasæt- anna, og er frásögnin krydduð með hæfilegum skammti af ást; annað þeirra ævintýra tilheyrir líka löngu liðinni tíð, því að af því sér áhorfandinn ekki nema eftirstöðvarnar — tregatár og klökkva — en hitt skeður annað veifið á sviðinu og þó nógu oft, með tilheyrandi ástarjátningum og faðmlögum, en án nokkurs nýs tæknislegs innleggs. Getur sá kafli því verið gamall eða nýr eft- ir ástæðum. Leikur þessi hefur raunar eng- an boðskap að flytja og ekkert annað erindi — hingað a. m. k. — en hafa ofan af fyrir áhorfandan- um og gera honum glatt í geði og er það að vísu nógu góður og gagnlegur tilgangur. En að þessu sinni fer árangurinn af þeirri við- leitni eftir því hvaða augum er litið á franska gamansemi, er einkum birtist í gegnum löng samtöl og mikinn orðaflaum, sem stendur í litlu samræmi við atburðahraðann í leiknum. Virð- ist því ekki ósennilegt að leikur- inn mundi falla betur í geð hér, ef horfið væri að því ráði, að stytta einstök atriði og samtöl og freista þess þannig að segja þá sögu, er segja þarf á styttri tíma en nú er raunin og auka hrað- ann í atburðarásinni. Um frammistöðu leikendanna er óþarfi að fjölyrða að þessu sinni; flestir þeirra þrautreyndir hér á sviðinu og hafa þar marga hildi háð, sem meiri raun hefir verið en þetta. Jón Norðfjörð og Sigurjóna Jakobsdóttir fára með hlutverk læknisins og læknisfrúarinnar og eru það höfuðhlutverkin. Flest björtu augnablikin, sem áhorf- andinn upplifir eru þeim að þakka. Frk. Freyja Antonsdóttir lék þriðja aðalhlutverkið, Úrsúlu, vinnukonu og fyrrverandi ást- mey. Frk. Freyja er ævinlega blátt áfram og eðlileg á sviðinu, en í þetta sinn var framsögnin sturidum í fulllágum rómi og spillti það leik hennar, sem að öðru leyti var góður. Frú Sigríður Schiöth og frú ,Anna Tryggvadóttir leika heima- sætur í veiðihug, að sumu leyti hálfgerð vandræða hlutverk, en sómasamlega af hendi leyst. Guðmundur Gunnársson, Hólmgeir Pálmason og Júlíus Odsson fara með hlutverk sTuingilegra gesta frá París. Gerf- in eru góð og leikurinn vel af hendi leystur. Guðmundur Gunnarsson er auk þess leik- stjóri. Baldur Hólmgeirsson lék hlutverk elskhugans, í forföllum Skjaldar Hlíðar og gerði það sem gera þurfti í ástarsenunum, en heldur ekki meira. Að öllu samanlögðu getur leik- sýningin ekki talizt merkisvið- burður í leikhúslífi bæjarins. — Leikurinn sjálfur er veigalítill og of langdreginn. Frumsýningin var auk þess hreinasta lífsraun fyrir áhorfendu'r, vegna kuldans í húsinu. Úr því er nauðsyn að bæta. Starf leikfélagsins er mikið og virðingarvert, en eftirsjá er að þeim kröftum, sem farið hafa í uppfærzlu þessa leiks, því að úr svo mörgum öðrum verkefnum er að velja. Sigurgeif Hinn 25. þ .m. varð Sigurgeir Jðnsson söngkennari áttræður. — Hann er Þingéyingur, fæddur að Stóruvöllum í Bárðardal 25. nóv. 1866, bjó þar um nokkur ár en fluttist til Akureyrar haustið 1904 og hefir dvalið hér síðan. Hefir hann einkum stundað söngkennslu og söngstjórn og verið organisti við Akureyrar- kirkju um 30 ára skeið. Öhætt mun mega telja Sigur- geir Jónsson í hópi hinna ágæt- ustu íslendinga, sæmdarmann í orðsins fyllstu merkingu. Hann ei mótaður í þeim skóla, er þjóðin hefir beztan átt, ágætu sveitarheimili, þar sem starf og siðfágtm héldust í hendur, en skyldurækni og trúrækni var grunntónninn og aflgjafinn. Og svo góður var málmurinn í þess- um Bárðdælingi og svo heilsteypt mótunin, að tildrinu og tízkunni hefir enn ekki tekizt „að setja Jónsson hann út af laginu". Hann er allra manna fastastur á kostum, orð- prúður svo að af ber, bindindis- maður á vín og tóbak af lífi og sál, mjög andlega sinnaður og fé- lagslega menntur og jafnan fús til að ljá hverju góðu málefni lið. — Það er þess vegna bjart um- hverfis þenn^n ágæta öldung nú á áttræðisafmælinu, sem gæti eins verið sextugsafmæli eftir út- liti hans að dæma, enda mun margur hafa hugsað hlýtt til hans og sýnt það í verki með kveðjum og árnaðaróskum, er hann hlaut í ríkum mæli. Sigurgeir Jónsson er kvæntur ágætri konu, Fríðriku Tómas- dóttur, og eiga þau 8 mannvæn- leg börn, sem eru óvenju fast mótuð af heimili sínu og uppeld- isvenjum þar, og sýna hverju góð heimili fá áorkað. Vinur. Stórmerk bók eftir Sigurð Guðmundsson, skólameistara, sem lengi hefur verið beðið eftir, er nú komin í bóka- verzlanir. Bókin er safn ritgerða eftir þenna gagnmerka mann um ýmsa þjóðkunna menn lífs og liðna. ÞETTA VERÐUR JÓLABÓKIN. Tónlistarfélag Akureyrar Sá, sem tók sparksleðann fyrir utan dyr • Mjólkursam- lagsins kl. 4 s. 1. laugardag, er beðinn að skila honum heim til mín eða í Barna- skólann. Hannes J. Magnússon. Skíðasleði óskast keyptur. Ásgeir Halldórsson, KEA. Smokingföt til sölu. Ásgeir Halldórsson, KEA. >f^$>^<^$>^>^$>^>^$>^$^$^$y$>$>$>^$^$>^><$>^$>^$><$>^>^$^<$^^^>$i KARLAKÓRINN „GEYSIR": SÖNGSKEMMTUN í Nýja Bíó fimmtudaginn 28. nóvember 1946, kl. 8.30 e. h. Söngstjóri: Gösta Myrgart, söngkennari. Við hljóðfærið: |> Þórg. Ingimundardóttir, Gösta Myrgart, Árni Ingimundarson. Einsöngur: Gösta Myrgart, Henning Kondrup, Hermann Stefánsson • og Jóhann Ögmundsson | Aðgöngumiðar fást hjá Þ. Thorlacius og við innganginn. Verð kr. 15.00. 'í><$><$><$*$*$x$,<$><$><$x$*$'<$><$><$,<$,<$,<$><$><$><$><$'<$'<$><$*<$><$x$>$><$,<$x$><$><$><$><$><$><$x$><i>f$><$><$><$><&$y$^&§>^*§y§i<§i Óskilatryppi. Mósótt hryssa, ca. 2 vetra, dökk-steingrá hryssa, vetur- gömul, afrökuð. HREPPSTJÓRI ÁRSKÓGSHR. Gott herbergi til leigu gegn húshjálp. Svafa Friðriksdóttir, Bjarmastíg 9.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.