Dagur - 27.11.1946, Síða 4

Dagur - 27.11.1946, Síða 4
4 D A G U R DAGUR Ritstjórl: Hcrukur Snorrason Aígreiðsla, auglýsingór, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 15.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar „.Svo fer öll heimsins dýrð!“ 0 JJKKI GETUR hjá því farið, að hugsandi menn hefir sett hljóða, þegar þeir tvo daga í röð í síðustu *nku lásu aðrar eins aðalfyrirsagnir og þessar í sjálfu höfuðmálgagni stjórnarflokkanna, Morgunblaðinu: „Hvers vegna liggur mótorbáta- flotinn í höfn, og hvers vegna eru hraðfrystihúsin ekki starfrækt?“ Og daginn eftir gat þar að líta á fyrstu síðu fyrirsögn á borð við þessa: „Útgerðar- menn telja ófært að gera út á komandi vertíð“. í þetta sinn .var ekki neinum illum og ómaklegum hrakspám stjórnarandstöðunnar til að dreifa, hér var hvorki um „TímabarlónT né „DagsvæT að ræða, eins og allar aðvaranir og gagnrýni á fjár- hagsástand i og atvinnuhorfum hafgi hingað til heitið á máli Morgunblaðsins og annarra stjórn- arblaða. JT'ULLTRÚAFUNDUR Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna, er setið helir á rökstól- um í höfuðstaðnum undanfarnar vikur, lét í fundarlok þau boð út ganga, „að raunverulega sé fiskiskipaflotinn þegar stöðvaður, og myndi eng- in vetrarvertíð verða, ef ekki tækist að leysa vandamál þau, sem útgerðin á við að stríða. Tutt- ugu útgerðarmannafélög víðs vegar á landinu hafa þegar tilkynnt, að þau sjái sér ekki fært að gera skip sín út á komandi veytíð að óbreyttum aðstæðum.“ Útvegsmenn bentu rækilega á, ,,að skapa verði starfsgrundvöll fyrir framleiðslutæk- in til sjávarins, og þar sem þetta hefir ekki verið véfengt af neinum aðila, er það mikið ábyrgðar- leysi og vonbrigði, að stjórnmálamenn landsins skuli ekki nota nótt sem nýtan dag til þess að leysa mál þessi nú þegar, þar sem aðeins er rúm- ur mánuður þar til vetrarvertíð á að hefjast, ef að eðlilegum hætti lætur, og hver dagurinn af öðr- um líður, án þess að lausn fáist á málunum, og getur það að sjálfsögðu bakað þjóðinni miljóna tap og fært hana nær algéru öngþveiti.“ 1 pjÉR ER VISSULEGA skýrt og skilmerkilega að orði komizt. Framsóknarmenn létu það á sínum tfma varða þátttöku sinni til „nýsköpunar- innar“ frá öndverðu, að dýrtíðin yrði stöðvuð og sæmilega traustur fjárhagsgrundvöllur yrði þann- ig lagður í upphafi fyrir eðlilega framþróun, vöxt og viðgang alls atvinnulífs í landinu. Ráðandi þingmeirihluti skaut skollaeyrum við þessum varnaðarorðum og meiri hluti kjósenda landsins lét leiða sig í blindni og ráðleysi út á þessa þáska- legu slysaslóð. Því er nú komið sem komið er, og vafasamt, hvort finnast muni nokkur fær leið út úr ógöngunum, a. m. k. meðan núverandi þing- f meirihluti fer enn með völdin. Nú eru fulltrúar atvinnuveganna teknir að hrópa hástöfum á „við- unandi grundvöll fyrir framleiðslutækin" — þann fjárhagsgrundvöll, sem sjálfsagt og nauðsynlegt var að leggja'þegar í upphafi. Sannarlega verða menn að vona í lengstu lög, að þetta neyðarkall komi ekki of seint. JJINN ÞRAUTREYNDI og ötuli útvegsmaður Haraldur Böðvarsson á Akranesi, er ekki í neinum vafa um það framar, hvernig^ komið er fjárhagslegum og andlegum högum þjóðarinnar undir forustu þeirrar stjórnar, sem var svo ófeilin og sjálfRælin að kenna sig við „nýsköpun", og það áður en hún hafði setið eina viku í ráðherrastól- unum. Haraldur kemst svo að orði í vel rök- Miðvikudagur 27. nóvember 1946 Götunöfn á Akureyri. Konráð Vilhjálmsson ritar blaðinu. p*INHVERS staðar varð eg þess var í Akureyrar-blaði, að götunöfn Akureyrarbæjar væru nú að einhverju leyti á dagskrá hjá einhverjum for- ráðamönnum bæjarins. Vildi ég, með- an svo vel ber í veiði, að þessu atriði er, venju fremur, einhver gaumur gef- inn, mega leggja örfá orð til þessa máls. ^JÖTUNÖFN hér í bænum eru að minni hyggju allflest góð og vel valin, eftir því sem gerist í öðrum kaupstöðum landsins. En á hinu hefur meiri misbrestur orðið, að upp væru fest nauðsynleg götuskildi á öllum götuhornum, og einstök númeraspjöld á hvert einstakt hús. — í>ó er það leiðinlegast í þessu sambandi, að þess hef. eg orðið var, að götunöfn á ein- hverju af þeim götuskildum, sem upp eru fest, eru ekki rétt stafsett. Fyrir þeim neyðarlegu mistökum hafa tvær götur orðið í nágrenni mínu: Gránu- félagsgata, (rituð Granufélagsgata, a fyrir á), og Sjávargata, (rituð Sjáfar- gata, f fyrir v). — Slíkt er mjög óvið- felldið og illa sæmandi hvort sem er í augum gesta eða heimamanna, — og hlýtur slík vangá að geta horft til leið- réttingar. p*N ÞÓ að eg telji, að allflest götu- nöfn hér séu góð og vel valin, verður ,þó að benda á tvö, er virðast brjóta mjög í bága við þann vitnis- burð, og hafa einhverjir getið þess áð- ur í ræðu eða riti án þess að bót hafi verið á ráðin. — A eg hér við götu- nöfnin „Helga magra stræti“ og „Páls Briems gata“. — Þessi götunöfn bæði ganga alveg á snið við eðli íslenzkrar tungu, og skal eg nú gera þess nokkra grein frá alþýðlegu sjónarmiði. gEZT hefur þótt fara á því, að ís- lenzk staðanöfn og örnefni séu aðeins eitt orð, þótt út af því kunni að bregða, (eins og t. d. Heiðin há). En þessi götunöfn eru hvort um sig þrjú orð, sem ekki verða samsett í eitt eftir e§li tungunnar. Enda er hinn mesti glundroði á rithætti þessara götunafna í Akureyrarblöðunum og víðar. Og er það að vonum. Þegar íslendingar hinir fornu, sem betra skyn virðast hafa borið á nafn- giftir en við nútíðarmenn, nefna stað eða hlut með samsetningu tveggja nafnorða, setja þeir þar aldrei lýsing- arorð né kenningarnafn inh á milli. Staðarnafn eins. og Helga magra stræti hefði þeim þótt andhæli. En hefðu þeir kennt einhverja götu eða tuddri grein, er liann ritar í dorgunblaðið sl. miðvikuda O* „Allir frískir menn verða að 2tja metnað sinn í það að bjarga mdinu og þjóðinni úr því öng- veiti, sem það nú er komið í yrir sinnuleysi og ómennsku- ærð, sem hefir lamað um stund eilbrigt fr'amtak og athafnalíf.“ - Það hlýtur að vera fremur súrt pli að bíta í fyrir Morgunblaðið ð birtaT sínum eigin dálkum íkf lýsingu á hinni marglofuðu ýrð „nýsköpunarinnar" frægu! .jórni velmegunar, stríðsgi'óða, ramtaks og atorku, sem lofað ar, hefir breytzt furðu fljótt í runga og myrkur, — „öngþveiti, innuleysi og ómennskuværð". — Þannig hverfur dýrð heimsins", igðu Rómverjar hinir fornu á inu máli, og tók það þá þó mgri tírna en tæp tvö ár að reyta sinni gullöld í steinöld iðurlægingar og vandræða. stræti við Helga magra, þá hefðu þeir um þrjá kosti valið: 1. Sleppt kenningarnafninu og kallað götuna aðeins Helgastræti. 2. Sett stofn kenningarorðsins fram- an við mannsnafnið og kallað göt- una Magur-Helga-stræti. (Svo er Helgi magri sums staðar nefndur). 3. Haft kenningarorð Helga aftari við aðal-götunafnið og kallað göt- una (í þremur orðum) Helga- stræti hins magra. Allar þessar myndunaraðferðir eru að vísu réttar. En okkur mundu þykja síðari heitin tvö of löng og stirfin og hafa ekki nógu mikla yfirburði yfir náfn-háðungina „Helga magra stræti“. Enda er Helgastræti eitt fullnóg til að minnast með því þessa fræga land- námsmanns vors. — Nafnið Þórunn- arstræti fer næsta vel, og mun það kennt við konu Magur-Helga. Hef eg engan heyrt að því finna, að þar hefur verið sleppt kenningarnafni Þórunnar hymu. En „Þórunnar hyrnu gata“ hefði verið í fyllsta samræmi við „Helga magra stræti“. Það ætti og að vera nóg að kenna götu á Akureyri við annaðhvort nafn Páls Briem. Nöfnin Pálsgata og Briemsgata mundu bæði fara vel, þó að eg kysi heldur, að gat- an væri kennd við mannsnafnið en ættarnafnið. ^^ÖTUNÖFN í Reykjavík hafa heppnast betur en hér. Þar er Ingólfsstræti, kennt við Ingólf Arnar- son, og ýmis önnur stræti og götur kennd við aðra, fræga menn. Ekki hefur þar þótt þurfa að láta föðurnöfn þeirra né kenningarnöfn fylgja með í þeim götuheitum. Þar eru engin götu- nöfn mynduð eins og þessi misheppn- uðu götunöfn hér. „Ollum getur yfir sézt“. Það mega hafa verið ágætir menn að öðru leyti, er mynduðu þessi hvimleiðu götunöfn okkar. En ekki verður hjá því komizt að álíta, að þau séu sköpuð að dönsk- um hætti. Eftir eðli danskrar tungu geta staðizt slík götunöfn sem — „Christian den niendes Stræde“ — eða „Holger den danskes *feade“. — En íslenzk götunöfn eiga að vera á ís- lenzku, bæði að orðum og orðaskipun. * J^NNARS hefur mér oft dottið í hug, að ekki væri nauðsynlegt, heldur jafnvel helzt til einhæft, að hafa alltaf orðmyndirnar gata, stræti eða stígur í öllum þess háttar nöfnum. — Þegar kennt er við fræga bæi eða sögustaði, þætti mér vel fara á því að nefna göt- una aðeins slíku nafni óbreyttu: Möðruvallastræti hefði mátt heita Möðruvellir, og Munkaþverárstræti Munkaþverá, — (Möðruvellir 1, Munkaþverá 5 o. s .frv), — enda þótt eg játi, að þessi núgildandi nöfn séu óaðfinnanleg og óski þar ekki neinna breytinga. — En ef kennt verður t. d. við Espihól og Laufás, þá ættu þau bæjarnöfn að mega vera óbreytt. ■ýR ÞVÍ að minnst er á kenniheiti hér í bænum, langar mig til að geta um Laugaskarð. Ég kann illa við að nefna svo ofurlítinn stúf af litlu gili inni í miðjum bænum. Fyrst og fremst eru engar laugar í þessu gili, aðrar en Sundlaugin, og ætti þá nafn- ið að vera Laugarskarð. Og þar, sem orðmyndin skarð kemur fyrir í örnefn- um hér á landi, mun helzt átt við djúpar lægðir eða hlið í fjöllum, (Gúnguskarð, Ljósavatnsskarð, Geita- skarð). — En ef þessi gilstúfur á að kennast við frægan stað í sögu Forn- Grikkja, þykir mér óþarflega langt seilzt. — Andagil eða Laugargií væru eins falleg — og auk þess heimafeng- in nöfn. Eg lengi ekki meira þetta mál, en vil mælast til þess af þeim, er vald hafa til breytinga á götunöfnum hér í bæ, að þeir hagræði til leiðréttingar þeim tveimur götunöfnum, sem hér er einkum fundið að, — eftir eðli og kröfum íslenzkrar tungu. er Hausttískan Tilbreytni mikil í hatta- og skó-hausttízku. Hatturinn hér á myndinni er ekkert nýtt fyrir- brigði, en er mjög vinsæll og þá puntaður með einhverju nýju í hvert skipti, sem hann kemu fram á sjónarsviðið. — Þessi er úr grá- um flóka með breiðu, brúnu rifsbandi. Götuskórinn er dökkbrúnn, úr rúskinni og er slaufan saumuð með grænu til prýðis. Sólahái skór- ___________________ inn er aðeins notaður sem spariskór og er hann úr svörtu rú- skinni, en sólaraðirnar satínklæddar. (Vera Winston). * VETRARKLÆÐNAÐUR BARNA. Nú, þegar veturinn er genginn í garð og snjó- kornan orðin mikil og kuldarnir, fara mæðurnar að liafa áhyggjur út af vetrarklæðnaði barna sinna. Er ekki nema eðlilegt, að um þetta atriði sé mikið hugsað og er e. t. v. alls ekki nóg gert af slíku, þó að mikið sé. Svo mikill munur er á veðr- áttu sumars og vetrar, að gera þarf þess mun í klæðaburði. Er þá mikils um vert, að barnið sé rétt klætt, bæði nógu klætt og þó ekki svo stárð- lega, að það geti varla rótað sér, en samt ekki of dúðað, sem oft vill verða, og er slíkt engin heilsu- bót eða gott til að gera barnið hraust. Með því að klæða barnið rétt, meina eg einnig, að hugsað sé um að hver flík sé til einhvers sér- staks. Ullarpeysan verður að vera innan undir stormtreyjunni o. s. frv. í snjókomu eða vinda- sömu veðri er ein ullarpeysa, þó að stór sé hlý, ekki nóg og alls ekki það rétta að klæða barnið í. Er betra að hafa peysuna minni en gleyma ekki stormjakkanum, sem að mínu áliti er s^rlega vel fallinn til klæðnaðar hér. Er hann bæðí lipur og, það sem meira er um vert, það næðir ekki í gegn- um hann. Ennfremur er hann vanalega þægilegur fyrir barnið, sem er í skóla. Er gott og fljótlegt að komast úr honum og í. Er slíkt líka mjög þýðing- armikið. í raka er hann líka það allra bezta, sem völ er á. Ekki er hann heldur dýr, og gæti hver móðir saumað hann sjálf með lítilli fyrirhöfn. Fótabúnaðurinn er kannske sá allra vanda- meáti, ekki sízt þar sem lítið fæst af hentugum barnaskófatnaði hér. Það algengasta virðist vera gúmmískórinn, sem að mínu áliti er heldur Ijót- ui^' og óhentugur, en verður þó oft að gera sér hann að góðu vegna skorts á öðru ‘hentara. Auð- vitað eru ullarsokkarnir sjálfsagðir, bæði á stúlk- ur og-drengi, og ef skórinn er vel stór, svo að vera má í leista líka, þó ætti slíkt alltaf að vera nóg, í hvaða kulda ■sem er, ef skóhlíf er höfð utan yfir. Verður hér líka að hugsa um, hvað sé fljótlegt að komast úr og í fyrir skólabarnið og er skóhlífin og skórinn hér miklu skemmtilegri og hlýrri klæðn- aður en gúmmískórinn og sokkurinn. Vanalegt virðist mér að sjá börn í vaðstígvélum í stjónum, en hér held eg að flestar mæður yrðu mér sammála í því, að gamli snjósokkurinn mundi reynast hlýrri og liprari. Auðvitað kemur hann ekki til greina í skólann, en til leikja úti í hríðinni er hann mjög vel fallinn. (Framhald á 6. síðu). / /

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.