Dagur - 11.12.1946, Blaðsíða 1
Jólablað Dags 1946
Dagur gefur á næstunni út
stórt og fjölbreytt jólablað,
rösklega 50 bls. að stærð, prýtt
mörgum ágætum myndum. —
Forsíðumyndin er forkunnar
fögur teikning eftir Örlyg Sig-
urðsson, listmálara. Margar
skemmtilegar sögur og grein-
ar eru í heftinu eftir ýmsa
kunna menn. Meðal höfund-
anna eru: Gunnar Gunnars-
son, skáld, séra Sigtryggur
Guðlaugsson á Núpi,' Ingimar
Eydal, Ólafur Ólafsson o. m.
fl. — Áskrifendur Dags fá
jólablaðið í kaupbætir. Þeir,
sem gerast áskrifendur að
næsta árgangi blaðsins, fá
þetta vandaða jólablað ókeyp-
is. Einnig myndasöguna „Syst-
urnar í Höfrungastræti“, frá
byrjun. Nú er því sérstaklega
;; hagkvæmt að gerast kaupandi
að Degi. Gerið aðvart í af-
greiðslunni, Hafnarstræti 87,
sími 166, hið fyrsta.
Jólabækurnar:
Fyrir fullorðna:
Saga Vestmánnaeyja, I—II
Jónas Hallgrímsson, I—II
Svalt og bjart, I—II
Heiðnar hugvekjur og manna
minni (Sig. Guðmundsson)
Gömul kynni (Ingunn Jónsd.)
Fomir dansar (vikivakar)
Fagra veröld, ljóð Tóm. G.
Grettissaga, skrautb. (Helgaf.)
Sigurboginn, Remarque
Með austanblænum, eftir
Pearl S. Buck.
o. m. m. fl.
Fyrir börnin:
Polly
Tarzansögur (nýjar)
Hugrakkur drengur
Tumi þumall
Stígvélakisi
Kolskör
Ríkarður enski
o. m, m. fl.
Bókaverzlunin EDDA
JÓLA-kort
— -pappír
— -bögglaspjöld
— -bindigarn
— -borðdreglar *
— -serviettur
Sjálfblekungar í úrvali
Myndabækur
handa börnum, margar teg
Bókabúð Rikku
Kaupið
jólabækurnar
hjá okkur. Höfum eitt
hvað við allra hæfi.
L
AGUR
XXIX. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 11. desember 1946
56. tbl.
Framsóknarflokkurinn vill leysa þjóð-
félagsmálin á grundvelli samvinnunnar
Stjórnmálayfirlýsing
samþykkt á 8. flokksþingi
F ramsóknarmanna
HvassafeH" flutti 620 standarda
af finnsku timbri til landsins
Koma skipsins skapar atvinnu og athafnir í bæjum
þorpum Norður- og Austurlandsins
Skip S'ambands ísl. samvinnufélaga, „Hvassafell“, kom til Reyð-
arfjarðar mánudaginn 2. þ. m., beint frá Kotka ií Finnlandi og los-
aði þar timbur, en liingað kom skipið sl. þriðjudag og losar hér
þessa dagana um 300 standarda af timbri. Alls var farmurinn um
620 standardar af alls konar timbri og nokkur þúsund girðingar-
staurar, allt til Sambands ísl. samvinnufélaga.
Merkisatburður
í sögu Mennta-
skólans
Skipið fór frá Siglufirði 19.
október til Gautaborgar og
Stokkhólms, með fullfermi af
síld. Var nokkur hluti farmsins
á vegum Kooperativa Förbundet
og fór í land á síldarupplags-
plássi sænska sambandsins í
Kvarnholmen við Stokkhólm. —
Frá Stokkhólmi var sig.lt til
Kaskö við Botniaflóann, sem er
smábær, og þar lestað nokkuð af
timbrinu, en afgangurinn var
tekinn í Kotka, langt fyrir aust-
an Helsinki, en það er mikil
timburútflutningshöfn. — Þurfti
skipið að sigla yfir rússneskt um-
ráðasvæði á leiðinni frá Kastö til
Kotka, en Rússar hafa,semkunn-
Karlakór Akureyrar
syngur á sunnudag
Hátíðar St. Lucíu minnzt
Karlakór Akureyrar efnir til
samsöngs í Nýja-Bíó kl. 2 næstk.
sunnudag undir stjórn þjálfara
kórsins, Gösta Myrgart, og söng-
stjórans, Áskels Jónssonar. Ein-
söngvarar verða: Gösta Myrgart
og Jóhann Konráðsson. Kórnum
hafa bætzt söngkraftar á þessu
hausti í stórum stíl, og hefir
hann nú hlotið tilsögn ágæts
söngkennara, svo að góðs má
vænta.
Jafnframt skal þarna — að
sænskum sið — minnst Sankti
Luciu. Verður þjóðsiður þessi og
helgisagan lítillega skýrð, og síð
an birtist Sankti Lucia syngj-
andi, ásamt 10 fylgdarmeyjum. —
Dagur Sankti Luciu er 13. des.
og mjög vinsæll í Svíþjóð með
sínum föstu siðum og sérkenni-
legu. í Reykjavík er Sankti
Luciu árlega minnst nú orðið, en
hér á Akureyri ekki fyrr. Mun
siðnum vissulega vel fagnað af
bæjarbúum þeim, er viðstaddir
verða í Nýja-Bíó 15. des.
ugt er, setulið á Porkkalaskagan-
um og hafa eftirlit með sigling-
um við ströndina. Þarf .leyfi
þeirra til þess að sigla þar og al-
gjörlega er bannað að sigla þá
leið að nóttu til.
Ástandið í Finnlandi.
Skipsmenn segja ástandið í
Finnlandi heldur bágborið; við-
urværi af mjög skomum
skammti og afköst verkamanna
við höfnina léleg. Daglegt fæði
verkamannanna var súpa, sem
verklýðsfélagið á staðnum sá um
(Framhald á 5. síðu).
Myndin er frá hinni hátíðlegu athöfn,
er hornsteinn hins nýja heimavistarhúss
Mcnntaskólans hér var lagður. hinn 14.
nóvember s. 1. Sigurður Guðmundsson,
skólameistari, lagði homsteininn, og er
hann að festa steininn, á myndinni, cn
Stefán Reykjalín, byggingameistari, horf-
ir á. Hornstcinninn, ásamt blýhólki, er
geymir sögu málsins, var lagður í suð-
austurhorn suðurálmu hinnar miklu
bvggingar.
Almreyri fær 1 milj. kr. lán til stækkunar
og endurbóta á Krossanesverksmiðjunni
Tilboð fengið í nýjar vélar til verksmiðjunnar
Guðmundur Guðlaugsson, formaður verksmiðjustjórnar Krossa-
nessverksmiðjunnar, er nýkominn heim frá Reykjavík, en þar vann
hann að þvi, asamt Steingrimi Aðalsteinssyni, að útvega bænum
lánstilboð ifrá Landsbankanum til starfrækslu, stækkunar og end-
urbóta á verksmiðjunni. Er þegar fengið loforð bankans fyrir 1
milljón króna láni, með eftirfarandi skilyrðum:
Lánið sé veitt til 10 ára, gegn Tilboð í nýjar vélar.
1. veðrétti í eigninni, bæjar-j Formaður verksmiðjustjórnar
stjórnin leggi fram a. m. k. 25% liafði meðferðis að sunnan tilboð
(Framhald á 8. síðu).
Fræðslu- og skeminti-
fundur í Akureyrardeild
KEA annað kvöld
Akureyrardeild KEA gengst
fyrir fræðslu- og skemmtifundi
fyrir félagsmenn og konur þeirra
í Nýja-Bíó, annað kvöld kl. 9 síð-
ar sl. fimmtudag, var samþykkt j degis. Þar tala Jakob Frímanns-
að ganga að þessurn skilyrðum. son, framkvæmdastj. KEA og
Tveir fulltrúar Sjálfstæðismanna Baldvin Þ. Kristjánsson, erind-
greiddu atkvæði gegn málinu, en 'reki Sís. Fræðandi og skemmti-
aðrir bæjarfulltrúar með því. j legar kvikmyndir verða og sýnd-
í fyrradag samþykkti bankinn ar. Aðgangur er ókeypis fyrir fé-
lánveitinguna endanlega. 1 lagsmenn og konur þeirra.
stolnkostnaður verksmiðjunnar
(kaupverð og endurbætur), bær-
inn greiði upp .eftir 6 mánaða
framlengingu, 530 þús. króna
kaupverðsvíxil hjá Landsbanka-
útibúinu hér og bærinn mæti, án
frekari aðstoðar Landsbankans,
f járþörf, sem verða kynni, vegna
þess að umbætur færu fram úr
áætlun.
Á aukafundi bæjarstjórnarinn-
I.
Framsóknarflokkurinn er frjáls-
lyndur umbótaflokkur, sem vill
fyrst og fremst leysa þjóðfélags-
málin á grundvelli samvinnu-
stefnunnar. Flokkurinn vill, að
sem Elestir landsmenn séu beinir
þátttakendur í framleiðslunni og
því fólki, sem að henni vinnur,
sé tryggt sannvirði vinnu sinnar
og a. m. k. jafngóð kjör og öðr-
um landsmönnum. Framsóknar-
flokkurinn er því flokkur þeirra
manna, sem vinna að framleiðsl- •
unni, og annarra umbótamanna,
sem vilja auka samvinnuna og
hvers konar framfarir í menn-
ingu og lífskjörum þjóðarinnar.
II.
Framsóknarflokkurinn vill
vinna að jafnrétti einstakling-
anna til athafna og lífsafkomu.
Flokkurinn vill vinna að því,
að allir þegnar þjóðfélagsins séu
efnalega sjálfstæðir, en skiptist
ékki í auðmenn og öreiga, þar
sem hann telur slíka skiptingu
háskalega dyrir menningu og
stjórnarhætti þjóðarinnar.
Flokkurinn er því fylgjandi,
að stór atvinnufyrirtæki séu rek-
in af samvinnufólögum eða opin-
berum aðilum, þar sem sam-
vinnurekstri verður ekki komið
við.
Takmark flokksins er að koma
verzlun landsmanna í hendur
samvinnufélaga. Þó telur hann
ríkisverzlun Bgeta komið til
greina samhliða, ef sérstakar
ástæður eru fyrir hendi.
III.
Framsóknarflokkurinn vill
vinna að endurbótum og nýbygg-
ingu atvinnuveganna eftir heild-
aráætlun á heilbrigðum fjár-
málagrundvelli og taka í þeirra
þágu fullkomnustu tækni og vís-
indi og tryggja þannig, að auð-
lindir og framleiðslumöguleikar
landsins notist sem bezt, til að
bæta lífskjör þjóðarinnar. Um
þetta vill flokkurinn hafa sam-
starf við samtök vinnandi fram-
leiðenda og verkamanna og
hverja þá aðra, sem leysa vilja
málin á þessum grundvelli.
Flokkurinn telur að haga beri
fjármálastefnu ríkisins og bank-
anna í samræmi við þessa stefnu
í atvinnumálum. Samkvæmt
þessu vill flokkurinn leggja
sérstaka áherzlu á, að það er ekki
(Framhald á 5. síðu).