Dagur - 11.12.1946, Blaðsíða 6
6
DAGUR
Miðvikudagur 11. desember 1946
CLAUDÍA
SAGA HJÓNABANDS
EFTIR
ROSEFRANKEN
27. dagur ==
(Framhald).
„Eg sagði að hún væri farin,“ andmælti Claudía og brýndi raust-
ina. „Hún kom, sagði að sér litist ekki á sig og nú er hún farin. Þú
hefðir heldur átt að giftast einhverri, sem gæti haldið þjónustu-
fólkinu í vistinni, stjórnað heimilinu og ekið bílnum þínum.“
Hann tók utan um hana og kyssti hana og rétti henni síðan vasa-
klútinn sinn.
,,Davíð,“ sagði hún. ,,Hér sjá allir til okkar.“
„Eg held þeir megi það,“ svaraði hann. „En nú skulum við ekki
taka þetta svona nærri okkur. Hún hefir líklega ekki verið upp á
marga fiska."
„Einn,“ svaraði Claudía og brosti. „Hún leit út eins og fiskur.“
„Jæja, það er búið sem búið er,“ sagði liann hughreystandi og
Jmrrkai(fi tárin af vanga hennar með vasaklútnum sínum. „Úr því
að hún er svona innrætt, held eg að ekki sé mikill skaði skeður.“
Hann ætlaði að reynast henni mikil hjálparhella, það sem eftir
var dagsins og hún blessaði hann fyrir það í huga sínurn til að byrja
með. En svo bað hún hann að opna dós fyrir sig og Jrá uppgötvaði
hann, að það vantaði skrúfu í sjálfvirka dósahnífinn.
„Mikill dæmalaus trassi geturðu verið,“ sagði hann og rauk upp
á nef sér, „að nota dósahnífinn fyrir hamar.“
„Eg hefi ekki notað hann fyrir hamar, stilltu þig bara góði minn,
og eg bíð eftir því að þú opnir dósina.“
Hann hreytti einhverju út úr sér, sem átti að merkja, að kven-
fólk kynni ekki að umgangast hlutina, en opnaði samt dósina. Þar
næst brá hann sér á fjórar fætur og byrjaði að leita að skrúfunni á
eldhúsgólfinu.
„Heyrðu nú,“ sagði Claudía og var svolítill stríðnistónn í rödd-
inni, „ætíi að það væri ekki tafaminnst, að þú færir úr eldhúsinu?
Þú gætir í staðinn fært Bobby kvöldmatinn upp á loft og gefið hon-
um að borða.“
Hún hefði átt að vita betur. Bobby var einmitt á því rekinu, að
ef honum líkaði ekki maturinn, þá var ekkert spaug að koma hon-
um ofan í hann. Enda leið ekki á löngu þangað til Davíð kom þjót-
andi niður stigann, allur útataður í injólk og graut og talaði hástöf-
um um, að sumt fólk hefði ekkert lag á því að ala börn manneskju-
iega upp.
„Blessaður láttu ekki svona,“ sagði Claudía, „og í herrans nafni,
ef þú hefir verið með einhverjar hugleiðingar urn að hjálpa mér
við uppþvottinn, þá hættu við það.“
Hann var alls ekkert móðgaður út af þessu. „Allt í lagi,“ sagði
hann, mun rólegri. „Eg get farið út í fjós og litið eftir kúnni, ef þú
ert viss um að þú þurfir mín ekki með hér.“
„Já, eg hefi aldrei verið eins viss um nokkurn skapaðan hlut.“
Hundamir, sem hún hafði rekið út úr eldhusinu, tóku á móti
ltonum á tröppunum. Hún heyrði rödd hans yfirgnæfa geltið í
þeim, þegar hann ávarpaði þá: „Jæja, vildi hún ekki hleypa ykkur
'mn, óhræsið, dálagleg húsmóðir sem þið eigið, greyin. Komdu
Bluster, komdu Bluffy!“ Skyldi hann ekki gera sér grein fyrir því,
að þetta tal við hundana hljómaði hálfvitalega - líktist meira stálp-
uðum strák en fullvöxnum manni? En hún elskaði hann samt alveg
sérstaklega mikið þegar hann lét svona.
Hún sá að Ijósi var brugðið upp í fjósinu, um leið og hún raðaði
diskúnum á eldhúsborðið. Ljósrákina lagði út í húsagarðinn, og
ljómaði eins og geisli í vetrarmyrkrinu. Einhver ónotaleg saknaðar-
tilfinning greip hana, einstæðingsskapur þeirra þarna úti í mörk-
inni, langt frá gjaumi og gleði, rann henni til rifja; ljósrákin
minnti hana á skerandi eimhljóð járnbrautarlestar, sem rýfur næt-
urkyrrðina. Nú langaði hana allt í einu til þes sað Davíð kæmi inn
aftur sem allra fyrst. Hún hljóp upp á loft og leit á drenginn, þar
sem hann svaf; það róaði henni í sinni ofurlitla stund, næst langaði
hana til þess að hringja til móður sinnar í New York, bara til þess
að tala við einhvern, sem maður þekkti og hrinda einverutilfinn-
ingunni. Kannske kunni hún ekki við sig úti í sveit, eftir allt
saman?
Þessi hugsun gerði hana alveg undrandi. Það skyldi þó aldrei
vera þannig, að hún væri að þessu leyti ekkert betri en Anna og
Soffía eða jafnvel Emma. Engin þeirra hafði getað afltorið einver-
una og hinar miklu fjarlægðir.
Þegar Davíð loksins kom inn aftur, voru taugar hennar orðnar
óstyrkar út af þessu öllu. Það var gustur af honum, þegar hann kom
inn, og ilmur af hundurn og fjósi.
„Allt í lagi með ktina," sagði hann. „Það er ekki meira en svo
nógu heitt hér,“ hélt hann áfram. „Kannske eg líti í miðstöðina."
Hann hraðaði sér niður kjallarastigann, blístrandi og sýnilega í
bezta skapi.
(Framhald).
Innilegt þakklætii til allra Jreirra, er auðsýndu samúð og
vináttu við andlát og jarðarför móður okkar
GUÐRÚNAR HELGADÓTTUR
frá Hallanda.
Helgi Guðmundsson. Haraldur Guðmundsson.
A
Jólatré og
jólagreni
Væntanlegt með fyrstu
ferð. — Tekið á móti
pöntunum í
Iíaupfélag Eyfirðinga
Byggingarvörudeild.
KHJOOOOmmö<HSU<HSO<HSOO<KHKHSttíH>0)S<H>0<HKHS<HSOO<HKHKHKHK«HJ
TILKYNNING
Viðskiptaráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á brauðum:
Rúgbrauð, óseydd 1500 gr............... kr. 2.35
Rúgbrauð, seydd 1500 gr................... — 2.45
Normalbraijð 1250 gr.................... — 2.35
Franskbrauð 500 gr........................ — 1.40
Heilhveitibrauð 500 gr.................... — 1.40
Súrbrauð 500 gr......-.................. — 1.10
Wienarbrauð pr. stk...................... — 0.40
Kringlur pr. kg......................... — 3.20
Tvíbökur pr. kg........................... — 7.60
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan grein-
ir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð.
A þeim stöðum, þar sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má
bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið.
Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda frá og
með 25. nóvember 1946.
Reykjavík, 25. nóvember 1946.
V erðlagss t j órinn.
WKBKHKHKBKHKHKBKHKBKBKBKBKHKH>tKBKHKHKBKHKBKHKHKBKHKH
B>tKBKH>t>tKB>t>tKHKBKH>tKBKBKHKHKKHKBKBKB>t>t>t>t>t>t>t>tKHK^^
Ferðamenn! Veiðimenn!
Höfum nú fengið aftur hinar alþektu
Li-Lo vindsængur
Ómissandi í öll ferðalög. Kostar aðeins
kr. 125.00,— Sendum gegn póstkröfu um
land alLt.
BRYNIÓLFUR SVEINSSON H.F.
Skipagötu 1, Akureyri. Sími 580. Símnefni: „Binni“.
Frá flokksþinginu (Frh. af 3. s.).
Ræktunarsjóð, sem borið er fram
af fulltrúum allra flokka.
Telur flokksþingið þau mála-
lok viðunandi um sinn, enda eru
endurbætur þessar í aðalatriðum
í samræmi við frumvörp Fram-
sóknarmanna á síðasta Aljsingi.
Felur flokksþingið þingmönn-
um sínu mað fylgja vel eftir sam-
þykkt Ræktunarsjóðsfrumvarps-
ins á yfirstandandi Alþingi.
IX. Búvísindi og búnaðarfræðsla
Kostað verði kapps um að
hafa jalnan á að skipa nægilega
mörgum búvísindamönnum til
að standa fyrir tilraunum og
rannsóknum í öllum greinum
búnaðar og búvísinda, er veiti
bændum fræðslu og upplýsingar
um niðurstö.ðu vísinda og nýj-
ungar.
Búnaðarfélag íslands, þar með
talin búnaðarsambönd landsins,
sé jafnan veittur nægilegur
stuðningur frá ríkinu til að geta
haldið uppi leðibeiningastarfi
meðal bændastéttarinnar á öll-
um sviðum landbúnaðarins.
Bændaskólarnir og húsmæðra-
skólarnir séu efldir og fræðsla í
þeim jafnan sniðin eftir þörfum
og viðhorfi búskaparins á hverj-
um tíma, og verði stórum aukið
verknám og kennsla í meðferð
véla og vinnutækja.
X. Fiskirækt og veiði í vötnum
og ám.
Flokksþingið áréttar enn, fyrri
ályktanir flokksins um það, að
veiði í ám og vötnum, eigi að
vera eign og hlunnindi þeirra er
aðliggjandi lönd eiga og nytja,
og fylgja landbúnaðinum sem
eign og arður. Telur það nauð-
synlegt að yfir þessu stefnumáli
sé vakað, með viðeigandi löggjöf
og framkvæmd henanr. Leggur
Jrað mikla áherzlu á, að stutt sé
að því á allan hátt með nauðsyn-
legri friðun og fiskirækt að þessi
mikla auðlegð landbúnaðarins
verði vernduð og aukin fyrir
alda og óborna.
XI. Sauðfjársjúkdómarnir.
Flokksþing’Framsóknarmanna
lítur svo á að mæðiveiki og
garnaveiki í sauðfé sé orðin svo
rnikil plága, að hún muni leiða
til þess að allmargar sveitir fari
í eyði og geri bændum og þjóð-
arheildinni ómetanlegt tjón.
Þess vegna beinir flokksþingið
þeirri eindregnu áskorun til Al-
þingis og ríkisstjórnar að vinna
með einbeittni að útrýmingu
þessara fjárpesta úr landinu og
lætur um leið þá skoðun í ljós,
að það telur ennu leiðina, eftir
Jdví sem málum er komið, að
fram verði látin fara á næstu ár-
um vel skipulögð fjárskipti á
þeim svæðum, sem sýkt eru, og
að þau héruð, sem grunuð eru
sem sýkt af garnaveiki, verði
höfð fjárlaus að minnsta kosti
eitt ár. Ennfremur er flokks-
stjórninni falið að láta rita um
þessi mál og hvetja sauðfjáreig-
endur til að sýna fullan þegn-
skap í þeim málum, þar sem það
er frumskilyrgði fyrir því að
framkvæmd þeirra takist giftu-
samlega, að framkvæmdanefndir
sýni einbeittni og árvekni og
sauðfjáreigendur virði og hlýði
I þeim reglum, sem settar kunna
að verða.