Dagur - 11.12.1946, Blaðsíða 4

Dagur - 11.12.1946, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 11. desembei: 1946 ,Dýrtíðin er verkalýðnum verst’ J^ÝLEGA héldu sjómenn og verkamenn á ísa- 'firði almennan fund til þess að ræða at- vinnumál kaupstaðarins. Lýsing sú, sem gefin var á ástandinu þar, í nýlegri útvarpsfrétt, var ekki fögur og fæstir mundu hafa trúað því að óreyndu, að þess konar fréttir bærust utan af landsbyggð- inni innan tveggja ára frá því, að mynduð var rík- isstjórn, sem taldi það höfuðviðfangsefni sitt og meginhlutverk, að „tryggja öllum atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur“. En reynslan er óljúgfróðust og tjáir ekki um hana að deila. At- vinnuleysisdraugurinn gengur nú ljósum logum vestur á ísafirði. Útvegurinn, höfuðbjargvættur Vestfjarðakjálkans, er lamaður af dýrtíð og öng- þveiti, sem þróast hefir í skjóli stjórnarstefnunn- ar, og hið óheillavænlega orð „atvinnubóta- vinna" skýtur aftur upp kollinum ,eftir að hafa verið gert útlægt í veímegunarstandi stríðsár- anna. Og á meðan þessu fer fram, er ekkert raun- verulegt lífsmark með stjórnarmeirihlutanum á Alþingi og engin viðleitni þar til þess að skapa at- vinnuvegunum viðunandi fjárhagsgrundvöll. Allt er látið reka á reiðanunr. gAGAN frá ísafirði er lærdómsrík fyrir fleira en það, að þaðan l^emur hin fyrsta aðvörun um alnrennt atvinnuleysi og vandræðaástand. Það er mörgunr kunnugt.^að atvinnulíf Vestfjarðanna á við fleiri örðugleika að etja en þá, sem getið var um í þessari útvarpsfrétt. Á síðustu árurn, og einkum þó nú upp á síðkastið, hefir verið stöðug- ur straumur fólks burtu frá hinum ágætu og feng- sælu verstöðvum, til bæjanna og þorpanna við Faxaflóa, og einkum þó til Reykjavíkur. Kveður svo ramt að þessu, að þrátt fyrir nrikla fólksflutn- inga frá sveitunum við ísafjarðardjúp til kaup- staðarins og nærliggjandi þorpa, fækkar fólkinu samt í kaupstaðnum, vegna straumþungans suð- ur. Margir Isfirðingar óttast, að beztu sjómenn- Jrnir þeirra falli fyrir freistingum tilboða að sunnan og sláist í för þeirra, sem leita gulls á holt- um og hraunbreiðum Reykjanesskagans. Slík blóðtaka yrði meiri, en bær með einhæft atvinnu- líf mundi þola. En ennþá sjást þess engin merki, að ríkisvaldið vilji grípa inn í rás viðburðanna og sízt þar, sem meinsemdin er falin, í hag og af- komu atvinnulífsins og aðstöðunni til þess að lifa í landinu. Það er vissulega arðvænlegra nú, eftir tveggja ára samstjórn íhalds og kommúnista, að komast á laun hjá rikinu og stofnunum þess í Reykjavík, stunda verzlunar- og húsabrask þar eða aðra milliliðastarfsemi, heldur en sækja sjó á stormasöm rnið undan Vestfjörðum. Og hver viH ]á mönnum þótt þeir vilji orna sér við þann eld. sem glaðast brennur í þessu þjóðfélagi? TjANNIG hafa dýrtíðin og Reykjavíkurstefnan “ leikið atvinnulíf vestfirzku útvegshafnanna. Þær verða fyrstar fyrir barðinu á afleiðingum stjórnarstefnunnar, svo að um munar, og það eru verkamennirnir og sjómennirnir, sem harðast verða úti. Menn mega nú minnast orða þeirra, er fulltrúar Norðurlandaþjóðanna mæltu á síðasta Alþýðusambandsþingi, eins og til aðvörunar stéttarbræðrum sínum hér: „Dýrtíðin er verka- lýðnum verst.“ Skyldu þessi orð ekki vera mælt af meiri vinarhug í garð alþýðusamtakanna, en málróf Morgunblaðsins og burgeisanna í stjórnarflokkunum um „hinar björtu hliðar dýr- tíðarinnar?" Það ættu verkamenn að íhuga og Okkur þykir lofið gott. J7LESTIR erum við íslendingar með því marki brenndir, að okkur þyk- ir gaman að tesa lof útlendinga um land og þjóð og við tökum okkur nærri, ef á okkur er hallað í erlend- um frásögnum. Líklega getum við þó viðurkennt það, svona með sjálfum okkur, að við séum óþarflega við- kvæmir í þessu efni og útskýrt það með því, að eftirtekt erlendra þjóða á okkur sé svo mikil nýlunda, að ekki sé nema vonlegt að okkur verði mikið um. Það er raunar einkenni þessara erlendu skrifa flestra, að þau ýmist ofmeta eða vanmeta eiginleika okk- ar, gæði landsins og menningu þjóðar- innar. Yfirleitt kemur það sjaldan fyr- ir að við sjáum grein í erlendru blaði um okkar hagi, sem við erum full- ánægðir með og ekki flytur meira og minna ónákvæmar fregnir héðan. Það er eins og hinum útlendu gestum finnast svo mikið til um það að upp- götva hér „nýtt“ land, að þeir eigi bágt með að gæta hófs í frásögn- um sínum og hætti til að ýkja, hvort heldur er til lofs eða lasts. Merkileg landkynning. gÚ LANDKYNNING, sem rekin er um Island, er mestmegnis með þessum hætti, að útlendir gestir og ferðamenn rita bækur og greinar um land og þjóð og kennir þar margra grasa. Hitt er sjaldgæfara, að íslend- ingar sjálfir komi fram í erlendum blöðum og ritum og beri landi sínu og þjóð þar vitni, og eru þó vitaskuld margar undantekningar á þessu. Það er því á margan hátt ánægjulegt, að blaða í úrklippum fjölmargra amerískra blaða, sem þó hafa ekki orð á sér fyrir nákvæmni og áreiðanleik í fréttaflutningi — og lesa þar stuttar og stundum smellnar ís- landslýsingar, í tilefni af söngför Karlakórs Reykjavíkur um Bandarík- in. Mönnum verður þá ljósara en áð- ur, að söngför þessi er hin bezfa land- kynning; hún vekur athygli á menn- ingu þjóðarinnar og gefur tilefni til íhugana um dug, þor og hæfileika smáþjóðar, sem ekki telur nálægt því eins marga einstaklinga og flestar þær borgir, sem karlakórinn hefir heim- sótt. Flest blöðin benda á, að það sé merkilegt, að ísland hafi ekki aðeins á að skipa söngmönnum, sem séu framúrskarandi, heldur ótrúlegum fjölda ágætra tónskálda og í landinu þroskist merkileg, þjóðleg tónlist. — Karlakórinn hefir þvi uppskorið meira en hrós fyrir söng sinn og flutn- ing laganna — en þeir dómar eru allir á eina lund — hann hefir einnig kynnt þúsundum manna íslenzka tón- list, innan þeirra takmarka, sem karla- kór er slíkt kleyft, og borið menningu þjóðarinnar vitni. Yfir þessu er ástæða til að gleðjast, þvi að það er ekki einskis nýtt. Norðlenzkur fulltrúi á meginlandsreisu. p-G HEYRÐI þá sögu i Reykjavík á dögunum, úr bréfum kórfélaga að vestan, að fyrrverandi setuliðs- menn gerðu sér tíðförult á hljómleik- ana og væru yfirleitt hinir vinsamleg- ustu og hjálpfúsustu í garð kórsins. Það mun hafa borið við, að spurt væri um það, hvort í kórnum væri nokkur frá Akureyri. Nú ber svo vel í veiði, að við Akureyringar eigum ágætan fulltrúa í kórnum, Kristinn Þorsteins- son, deildarstjóra, og hefir hann tekið þeir þurfa ekki-til þess neinar leiðbeiningar frá hinum sjálf- skipuðu „foringjum", sem setið liafa um tveggja ára skeið við hlið auðmannanna og braskar- anna við kjötkatlana í Reykja- vík . á móti kveðjum og góðum óskum frá hinum mislita hópi setuliðsmanna, sem hér dvaldi langvistum á stríðsár- unum. Yfirleitt eru þessir menn ákaf- lega vingjarnlegir í okkar garð og bera bænum og fólkinu vel söguna. Er gott og gaman til þess að vita. Jólin nálgast TTM SÍÐASTLIÐNA helgi byrjaði bærinn að íklæðast jólaskrúðan- um og riðu verzlanirnar á vaðið, eins og venjulega. Fjöldi barna og fullorð- inna var á ferli allan sunnudaginn að skoða jólaútstillingarnar í búðar- gluggunum. Yfirleitt mun fullorðna fólkinu hafa fundist, að ekki væri um auðugan garð að gresja, er leita skyldi jólagjafa, en börnin voru augsýnilega harla ánægð með dýrðina og auðvelt að komast í jólaskap bara með því að horfa á þau. Augljóst er, að verulega er farið að bera á vöruskorti á landi hér og sumar nauðsynlegar vörur eru til þurrðar gengnar. Sagt er að landið sé orðið sápulaust, og eru það ekki skemmtileg tíðindi, svona rétt fyrir jólin. Það er undarlegt andvaraleysi hjá valdhöfum þessa lands að láta slíkan nauðsynjavaming ganga upp á skömmum tíma — með gjafasending- um til útlanda auk heldur — án þess að gripa til skömmtunarráðstafana og tryggja þannig, svo sem verða mátti, að allir fengju eitthvað. Mætti e. t. v. af þessu ráða, að þeir sem stjórna inn- flutningsverzluninni hafi harla litla yfirsýn um vörubirgðir í landinu og þar eins og víðar sé handahófið drýgst. Tilraunahús á dýrum grunni. J7G SKOÐAÐI núna um helgina nokkurs konar tilraunahús, sem verið er að byggja hér ofan við bæ- inn. Hús þetta er byggt fyrir reikning bæjarins; var húsnæðisnefnd falið á sl. sumri að byggja tvær íbúðir, til reynslu, og er byggingin vel á veg komin. Hús þetta er svokallað asbest- hús, en asbest mun vera ódýrasta byggingarefni, sem nú er völ á, og hafa margir trú á því, að þessi tegund húsa muni reynast vel. Var það því vel þess virði, áð gera þessa tilraun, sérstaklega þar sem allt bendir til þess, að í húsi þessu verði tvær ágæt- ar íbúðir og kostnaðurinn verði mjög hófsamlegur. Misráðið virðist mér það hins vegar, að reisa hús þetta, eða fleiri slík, á þeim stað, er til þess var valinn, á túnunum hér ofan við bæinn .Þar eru grunnar dýrir vegna þess að mikið þarf að grafa. Hlýtur grunnur þessa húss að verða tiltölu- lega mjög dýr. Flestum mun sýnast, að slík hús hefði átt að byggja út á Oddeyri, þar sem harðvelli er og til- tölulega miklu ódýrara að ganga frá undirstöðum en þarna efra. Fari svo, að hagkvæmt þyki að reisa mörg as- besthús til þess að bæta úr húsnæðis- þörfinni, sýnist veigamikið atriði, að óhpefilegum kostnaði við útgröft lóð- anna, verði létt af þeim, er í bygging- arnar ráðast. Hálkan á götunum. gÍÐAN hlána tók á dögunum, hefir færið hér í bænum verið erfitt, svo að maður ekki segi hættulegt. Glerhálka á flestum götum, svo að til vandræða horfir fyrir þá, sem á ferli þurfa að vera, sérstaklega eldra fólk. Eitthvað af sandi hefir verið sett á götur og gangstéttir ,en hvergi nærri nóg. Ymsum virðist, að ekki hafi ver- ið gengið nógu rösklega fram í þvi, að moka gangstéttirnar í snjóunum um daginn ,og hefði þá mátt forða því, að svellbunkar væru í hverju fótmáli nú. Það er að vísu útgjaldasamt fyrir bæ- inn, að hafa fjölda manns við snjó- mokstur, en þá er að líta á hitt, hvað það kostar heilsu borgaranna, að búa við hálkuna. ‘ í z k a n Röndótt dragt er afar klæðileg, og er þessi ætluð hinni meðalháu stúlku. Rend- urnar grenna, svo að hin feit- lagna rriun hagn- ast á að nota slík efni. Jakkinn er hnepptur upp í háls og kraginn er venjulegur flibbakragi. Lit- ur þessarar dragtar er nokk- uð óven julegur, ]rar sem grunp- liturinn er brúnn og rend- urnar Ijósbláar. JÓLIN NÁLGAST. Eins og oft áður er desembermánuður býsna fljótur í förum — dagarnir eru stuttir og líða fljótt. Við hrökkvum upp við það, að kominn er miður mánuður og við eigum eftir að velja allar jólagjafirnar, baka og búa undir hátíðina að flestu ef ekki öllu leyti. — Þegar svo er komið þarf skipulagsgáfan að koma til hjálpar. Bezt er að gera sér eins konar stundaskrá, eða og „planleggja“ eins ná- kvæmlega og hægt er síðustu vikurnar. — Ætla sér einn dag til þessa, tvo til hins o. s. frv. Þeirri stund, sem þú verð til þess að gera þér slíka dagskrá, er vel varið. Afköstin verða meiri þegar þannig er unnið, því að þá fer minni tími í það að velta fyrir sér, hvað gera eigi næst o s frv. F.ins er ráð að gera skrá yfir allar jólagjafir og jólapóst. Atliuga þarf í tíma þær gjafir og bréf, sem senda á burtu og helzt að vera heldur í fyrra lagi með slíkt. Tíminn, sem nú fer í hönd er reglulegur anna- tími fyrir flest fólk og þá ekki sízt húsmóðurina. — Það er því um að gera að skipuleggja starfið svo vel, að öllu verði lokið á tilsettum tíma, og sem minnst verði um vökur síðustu dagana fyrir jólin. * VEIZTU? Að það eru (50.000—75.000 hár á höfði konunn- ar — að þú ættir að bursta hár þitt á degi hverj- um helzt 15 mín. daglega, — að mjög heilnæmt fyrir hár og hársvörð er, að bursta hárið undir beru lofti, sérstaklega í sólskini? ELDHÚSIÐ. Úr gömlu franskbrauði má gera ágætan eftir- rétt. • Franskbrauð. — Möndlur. — Smjör. — Sykur. — Mjólk. — Egg. — Sítróna. Skorpan er tekin af brauðinu og það sneitt nið- ur í fingurþykkar sneiðar. Þær eru smurðar vel og lagður í smurt mót með smurðu hliðina niður. Fínt söxuðum möndlum er stráð á milli sneið- anna, sítróna kreist og börkurir^n rifinn niður. Egg, sykur og mjólk er hrært saman og hellt yfir brauðið. Látið standa um stund, eða þar til brauðið hefir drukkið í sig vökvann. Bakað í ofni. — Borðað með rauðri ávaxtasósu. dagskrá öllu heldur,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.