Dagur - 18.12.1946, Blaðsíða 9

Dagur - 18.12.1946, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. desember 1946. DAGUk 9 Hugsið strax fyrir jólaborðinuí Strax í dag getið þér keypt: Hangikjöt Jarðepli Gulrófur Gulrætur Smjörlíki — Tólg Grænmeti, niðursoðið Grænar baunir Súpur Á Þorláksdag sendum vér yður heim, eftir pöntun: Svínakótelettur Svínasteik Svínakarbonade Lambasteik Lambakótelettur Lambakarbonade Rjúpur, hreinsaðar Kjúklinga og ýmislegt fleira Á aðfangadag kaupið þér: Áskurö og Salöt alls konar og margt fleira hnossgæti Húsmæður! Léttið af yður nokkrum hluta jólaannanna, með því að fela oss að sjá um jólamatinn. Hringið í síma! Hringið í tíma! Vér sendum yður heim. Kjötbúð Eru húsgögn ydar bruna- tryggð Tilkynning Ef svo er ekki, vátryggið strax; á morgun getur | I það orðið of seint. — Hvergi lægri iðgjöld. Sjóvátryggingafélag Islands h.f. Umboð á Akureyri: Axel Kristjánsson h.f. Símar: 146 — 246 Viðskiptaráð hefur ákveðið hámarksálagningu á eftir- greindum vörutegundum, svo sem hér segir: 1. Silfurmunir hvers konar: I hei'ldsölu ................................. 16% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heiWsölubirgð- um ........................................ 38% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum..... 50% 2. íþróttaáhöld og tæki alls konar: 1 heildsölu .................................. 16% í smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgð- um ........................................ 38% b. Þegar keypt er beint frá útlöndum...... 50% 3. Ennfremur hefur Viðskiptaráð ákveðið, að hvers konar. kústar og burstar, sem ekki eru taldir annars staðar, skuli teljast undir 5. lið búsáhaldaákvæðanna í tilkynningu Við- skiptaráðs Nr. 2, 6. febrúar 1946. Akvæði tilkynningar þessarar koma nú þegar til framkvæmda. Reykjavík, 8. desember 1946. Verðlagsstjórinn. NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR Frá i. S. 1. Fyrsti allsherj#rfundur Al- þjóða-Ólypíunefndarinnar (C. I. OO eftir stríðið var haldinn í Lausanne í Sviss dagana 2.-7. september. Sátu hann 17 eldri meðlimir nefndarinnar og 9 meðlimir, sem nýlega hafa ver- ið kjörnir, meðal þeirra Bene- dikt G. Waage, sem kjörinn Tiafði verið fyrir ísland. En aðrir 4 meðlimir nýkjörnir voru fjar- verandi sókum forfalla. Eundurinn var settur með við- höfn í hátíðasal háskólans í I.ausanna, en fundar.höld fóru ,fram í höllinni Mon Repos, þar sem nefndin hefir skrifstofur. Sænski fulltrúinn, J. Sigfred Edström, var í einu hljóði kjör- inn iforseti nefndarinnar, og Bandaríkja - maðurinn Avery Brundage kjörinn varaförseti. Fulltrúar Breta gáfu skýislu um, hvað gert hefði verið til undirbúnings Ólympíu-leikjun- um. Vetrar-Ólympíuleikarnir verða 'haldnir á vegurn alþjóða- skíðasambandsins í St. Moritz, í febrúar 1948, og hefur alþjóða- skíðasambandið fallizt á það sjónarmið Ólypíunefndar, að útiloka beri alla nema áhuga- menn frá keppni. Verður því sleppt kappgöngu Tverliðsflokka, en aftur á móti keppt í nýrri teg- und af fimmtarkeppni vetrar- íþrótta. Borist hafa tilboð frá ýmsum borgum um að halda Ólympíu- leikana 1952, meðal þeirra De- troit, Minnesota, Los Angeles, Aþenu, Helsingfors, Stokkhólmi og Lausanne. Bíður ákvörðun í þessu efni næsta fundar nefndar- innar, sem verður í Stokkhólmi. Ákveðið var að gefa út tíma- ritið „Revue Olympios“, og verð- ur ritstjóri þess Álbert Mayer, skrifstofustjóri nefndarinnar. Þá var og Dr. F. Messerl falið að rita sögu Ólympíusamtakanna, en hann var náinn samverka- maður stofnandans, Pierre de Coubertin. Ólympíubikarar síðustu 6 ára voru úthlutaðir þessum aðilum: 1941: Ólympíunefnd Finnlands, fyrir undirbúning leikanna í Helsingfors, sem féllu niður af ófriðar völdum. 1942: W. W. Garland ofursta í tilefni af 10 ára afmælis Ólympiuleikanna í Los Angelés, semr hann undirbjó nreð mikilli prýði. 1943: Ólymp- íunefnd Argentínu fyrir undir- búning að íþróttaþingi og alls- herjarmóti Ameríku, sem fórst fyrir vegna stríðsins. 1944: Bæjar- stjórn Lausanne, fyrir hátíða- höldin 1944 í tilefni af afmæli Ólympíuleikanna. 1945: íþrótta- sambandi Noregs fyrir ágætan undirbúning Evrópumeistara- mótsins í Osló. 1946: Kólombíu fyrir undirbúning íþróttamóts Mið-Ameríku, sem fram fer i desember í ár. Þá var haldinn fundur með fulltrúum 22 alþjóðasambanda í ýmsurn íþróttagreinum og end- urnýjuð sú ályktun Ólympíu- samtakanna að útiloka öll póli- tísk og viðskiptaleg áhrifogheyja leikina í anda áhugamanna- íþrótta. Er Óylmpíunefnd hvers lands um sig falið að fullvissa sig um að allir þátttakendur hafi Ólympíuhugsjónirnar í heiðri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.