Dagur


Dagur - 08.01.1947, Qupperneq 7

Dagur - 08.01.1947, Qupperneq 7
Miðvikudagur 8. janúar 1947 D A G U R 7 — Síldarskatturinn (Framhald af 2. síðu). verið sóttur austur að Hellu að næturlagi, því að engu mátti muna um úrslitin, en málið var afgreitt á næturfundi. Barátta Framsóknarf 1 okksins bar þó þann árangur, að ákvæði frv. um síldarskattinn voru veru- Jega bætt. í upp'haflega frv. var svo ákveðið, að yrði afgangur af síldarskattinum,, þegar búið væri að greiða uppbæturnar, skyldi því fé ráðstafað „til tryggingar síldveiðunum eftir þeirn reglum, sem ríkisstjórnin setur“. Með þessu ákvæði var einum ráðherra falið að ráðstafa fé isíldarútvegsmánna og síld- veiðimanna, er skipt gat tugum milj. kr. Þessu ákvæði var bræytt á þann veg, að afgangurinn, ef einihver verður, skal endurgreið- ast útvegsmönnum og sjómönn- uim í tiitölu við síldarafla hvers skips. Þá fékkst tekið upp ákvæði um tryggingarsvæði, er ættu að bæta aðstöðu þeirra landsh'luta, sem einkum byggja á síldveiðun- um, ,t. d. Norðurlands og Vest- fjarða. Samkvæmt lögunum tekur síldarskatturinn allt það af síld- ar verðinu, sem er umfrain 40 kr. á mál, en líklegt þykir,_ að verðið verði um 60 kr. á mál. Framsóknanmenn lögðu til, að skatturinn skyldi aðeins ná til þess hluta síldarverðsins, sem væri umfram 50 kr„ en það var fellt. Uppbœtur á útfluttar landbunaðarafurðir. Við meðferð frv. í neðri deild, •fékkst samþykkt svohljóðandi ákvæði, er Skúli Guðmundsson hafði flutt: Ríkisstjórnin greiðir verðupp- bætur á útfluttar landbúnaðar- afurðir á tímabilinu 11. sept. 1946 til 15. sept. 1947 eftir því sem með þarf til þess, að fram- leiðendur fái það verð fyrir þær, sem reiknað er með í landbún- aðarvísitölu 1946. Ef vörur, sem framleiddar eru á framangreindu tímabili, eru eigi fluttar út á því ári, enda þótt þær séu ti'lbúnar til útflutnings, skulu þær verð- bættar, þegar út eru fluttar, eins og gert mundi hafa veráð á því áiri, er þær voru framleiddar. Verðuppbæturnar greiðast lit- flytjendum um leið og kaupend- ur borga vörurnar. Ákvæði greinar þessarar koma því aðeins til framkvæmda, að greiða þurfi fé úr ríkissjóði vegna ábyrgðar samkvæmt 2.-4. gr. Til skýringar skal þess getið, að 2.-4. gr. fjalla um ábyrgðir á fiskverðinu. Sést á þessu, að það er með ö'llu rangt, sem hald- iðjhefir Verið fram, að Fram- sóknarmenn ihafi beitt sér fyrir því,. að landbúnaðaruppbæturn- ar yrðu greiddar af síldarskatt- inum. Þær áttu því aðeins að koma til greina, að fiskuppbæt- urnar væru greiddar úr ríkis- sjóði. Þessir atvinnuvegir áttu þannig að sitja við sama borð og njóta sama réttar. Þótt und- arlegt megi virðast, fékkst efri deild ekki til að tryggja land- búnaðinum þetta jafnræði, og þegar frv. kom til n'eðri deildar aftur, hafði nókkrum þingmönn- um snúist .hugur og greiddu þeir atkvæði móti því, sem þeir höfðu verið með fyrir fáum klst. Þeirra á meðal var forsætisráðherann. Ótrúlegt er, að stjórnarsinn- um takist að nota þetta jafn- réttismál bænda til að spilla á milli þeirra annars vegar og útvegsmanna og sjómanna hins vegar. Þessar stéttir, sem allar vinna að framleiðslúnni, verða að skilja, að þær .eiga samleið, en á því verða erfiðleikar, ef þær viðurkenna ekki sanngirnismál hvor annarrar. Útvegsmenn og sjómenn eiga að borga brúsann. í því yfirliti,. sem rakið hefir verið hér á undan, ber mest á þessum staðreyndum: Dýrtíðarstefnan, sem hefir ver- ið fylgt af ríkisstjórn Ólafs Thors og stuðningsflokkum hennar tvö undanfarin ár, ihefir aukið rekst- urskostnað útgerðarinnar svo stórkostlega,. að fiskverðið verð- ur að hækka um 30%. Þessi mikla aukning rekstrarkostnað- arins hefir verið útgerðinni þungur baggi á undanförnum árum og veldur því, að hún stendur nú íhöllum ;fæti í stað þess, að hagur hennar hefði get- að staðið með blóma. Byrðunum af dýrtíðarstefnu stjórnarinnar ihefir fyrst og fremst verið velt yfir á útgerðina og orsakað versn- andi hag hennar og óeðlilega skuldasöfnun. í stað þess að breyta nú um stefnu, þegar hin erfiða afkoma útvegsins gat ekki lengur dulizt neinum, og ihefjast handa um raunhæfa lausn dýrtíðarmáls- inis, halda stjórnarflokkarnir — og þá fyrst og fremst Sjálfstæðis- iflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn — áfram á sömu brautinni, að vejta byrðunum af dýrtíðar- stefnu sinni yfir á útveginn. Allt er nú sett inn á það að ná síldargróðanum, sem útgerðin 'hafði von um næsta sumar, og varpa honum í hina sívaxandi dýrtíðarhít stjórnarflokkanna. í J trausti þess, að þetta lánist, er ætlunin að svæfa dýrtíðarmálið í nefnd, meðan Ólafur Thors er að undirbúa næsta dýrtíðarævin- týrið, sem síldarútvegsmenn og 1 síldveiðimenn eiga að borga. | Það er gegn þessari stefnu, sem að Framsóknarflokkurinn hefir barizt og berst. Hefði verið farið að ráðum hans, myndi af- jkoma útvegsins nú glæsileg og hlutur hlutasjómanna betri en ' flestra annarra stétta. Þau úr- ræði, sem ihann berst fyrir nú, eru 'líka einu úrræðin, sem geta bjargað útgerðinni, en þau eru stöðvun og niðurfærsla dýrtíð- arinnar, svo að þorskveiðarnar geti orðið arðvænlegar og útveg- urinn geti notið alls síldargróð- 1 ans til að greiða skuldir sínar og andvirði hinna nýju skipa. Þetta er sú eina raunhæfa, ábyrga stefna í málum útvegsins og hlutasjómannanna. En þessi stefna virðist enn ■eiinu sinni ætla að bera lægri hluta fyrir dýrtíðarstefnu brask- aranna, sem borin er upþi af Ó'lafi Thors og félögum hans í Alþýðuflokknum og Sósíalista- flokknum. Samtök braskaranna, sem vilja viðlialda dýrtíðinni, ieru sterkari en samtök útvegs- manna og hlutasjómanna. Sild- arútgerðarmenn og sildveiði- menn eiga raunverulega engin samtök, er raunverulega bera hag peirra fyrir brjósti. Þess vegna fá þeir nú að borga brús- ann. Þess vegna treystir rneiri- hluti ATþingis sér til að leggja á þá byrðarnar, sem hljótast rnunu af þeirri dýrtíðarstjórn, sem Ólafur Thors og félagar hans eru nú að undirbúa. Það .munu ekki verða seinustu byrð- arnar, ef útvegsmenn og hluta- sjómenn halda ekki öðruvísi og betur á málum sínum en hingað til. Alls konar húsgögn tek eg framvegis til málning- ar á málaraverkstæði mitt í Brekkugötu 3 (vestarj bygg- ingin, efri hæð). Er þar til viðta'ls frá 5—7 s. d. Guðm. Halldórsson, málari. Reglusamur maður óskar eftir herbergi með eða án húsgagna. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags, merkt ,,Regfusemi“. Stúlka óskast í vist hálfan eða allan daginn. Halldór Halldórsson, Brekkugötu 1. Þú, sem tókst í misgripum bláan frakka á áramótadansleik Gefjunar, gjöri svo vel og skili honum strax á afgreiðslu Gefjunar. Lítill rennibekkur til sölu. Mjög ódýr. Upplýs- ingar í síma 47, Húsavík. Pakki með bókum tapaðist hér í bænum fyrir jólin. Góðfúslega skilist á af- greiðslu Dags. Sá, sem fann ,,selskabs“-veski fyrir utan Hótel Norðurland á nýárs- nótt vinsamlegast skili því á afgreiðslu Dags gegn fund- arlaunum. Þakka innilega lieimsóknir og gjafir á fimmtugsafmœli tnínu, og alla vinsemd, bœði fyrr og siðar. Kœr kveðja til ykkar allra. Teigi, 30. desember 1946. BRYNJÓLFUR PÁLMASON. Tapað. Hjartans pakklœti til sveitunga minna og annara vina, sem * I glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára % afmœli minu. Guð blessi ykkur öll. ANNA JÓNSDÓTTIR, Hreiðarsstöðum. TILKYNNIIVG Viðskiptaráð hefir ákveðið, að frá 1. janúar 1947 skuli há- marksverð á eggjum vera sem ‘hér segir: í heildsölu .........kr. 12.50 í smásölu ........... — 15.00 Verð þetta er miðað við að eggin séu óskennnd I. flokks vara og stimpluð sem s'lík af eggjasamlagi eða hænsnabúi, sem viðurkennt er af verðlagseftirlitinu, enda taki samlagið eða búið ábyrgð á gæðum eggjanna. Á öðrum eggjuin má ekki vera hærra verð en hér segir: í heildsölu ..........kr. 10.50 í smásölu ............ — 13.00 * Reykjavík, 30. desember 1946. Verðlagsstjórinn. 'Ó<H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><B><H><H><H><H><H><H><H><^^ l NotiS Flóru og Gula bandið! Á sunnudaginn tapaðist perlufesti frá Gránufélags- götu 31 að Oddeyrargötu 34. Skilist gegn fundar- launum á afgreiðslu Dags. OÍH5mKH5<H><H)<H51>l><B><H5<H5<H3<H5<H><H5<H5<HCH5tW»<H!H5<HjHCKH5H5H><HCHCHCH!H0 Framtíðar-bújörð til sölu Jörðin Hlíðarendi í Glæsibæjarhreppi, um 3 krn. frá Akur- eyri, er til sölu og'laus til ábúðar á vori komandi. Á jörðinni er: Vandað, steinsteypt íbúðarhús, rúmgott, með flestum nútíma þægindum, svo sem rafmagni til ljósa, suðu og Jiitunar og ágætri vatnsleiðslu. Fjós ifyrir 8 gripi. Hús fyrir 9 hross og 60 kindur. H'laða fyrir 250—300 hesta. , Tún í góðri rækt og véltækt að mestu. Töðufall um 300 í fiestar í rneðal grasári. Ræktunarskilyrði mikil og góð. N ánari upplýsingar gefur undirritaður, eigandi og ábúandi jarðarinnar, og tekur á móti tilboðum í jörðina til febrúar- loka n. k. Áskilin réttur til að taka tilboðum og hafna. Hlíðarenda, 6. janúar 1947. Gunnar S. Hafdal. 'Ú<H><H><B><H><H><B><H><H><H><H><B><B><B><B><B><B><H>^^ <H><B><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H><H> IÐUNNAR HANZKAR, kvenna og karla r LUFFUR, kvenna og barna Fást hjá kaupfélögunum og víðar Skinnaverksmiðjan Iðunn <h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><h><^^

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.