Dagur - 08.01.1947, Qupperneq 2
2
DAGUR
Miðvikudagur 8. janúar 1947
Síldarútvegsmenn og sjómenn eiga að
borga verðbólguævintýri Olafs Thors
Afleiðingin af verðbólgu-
stjórn Olafs Thors.
Þær staðreyndir urðu kunnar
þingmönnum fyrir allmörgum
vikurn síðan, að bátaútvegurinn
myndi ekki getað stundað þorsk-
veiðar í vetur, að öbreyttum að-
stæðum. Þetta var þingmönnum
gert kunnuo't með vfirlvisingu
frá Landssambandi ísl. útvegs-
manna, er síðar var birt í blöð-
um og útvarpi. Margir útvegs-
menn töldu, að fiskverðið þyrfti
að hækka um 50% — úr 50 aur-
um í 75 aura kg. — en nánari
athugun virtist leiða í ljós, að
30% hækkun — úr 50 aurum í
65 aura kg. — væri nægjanleg,
.þó því aðeins að miðað væri við
meðalaíia í beztu verstöðvunum.
Þessi staðreynd var næsta
þungur áfdlisdómur fyrir rík-
isstjórn Ólafs Tihors, sem farið
hafði með völdin tvö undanfar-
in ár. Ef dýrtíðin hefði verið
stöðvuð haustið 1944, eins og
Framsóknarmenn lögðu til og
gerðu að skilyrði fyrir þátttöku
sinni í ríkisstjórn, hefði út-
gerðinni getað nægt 50 aura
verð til að standa undir_rekstri
sínum, og sú verðhækkun, er þar
var umfram, hefði getað orðið
lireinn arður. I stað þess þurfti
hún nú 30% verðhækkun til að
geta staðið undir rekstrinum
vegna hinnar stórauknu dýrtíð-
ar í landinu tvö seinustu árin.
Þannig hafði stjórn Ólafs leik-
ið þennan undirstöðuatvinnuveg
þjóðarinnar.
Stórum glæsilegri hefði þó af-
koma útvegsins verið, ef farið
hefði verið að ráðum Framsókn-
armanna strax haustið 1941 og
dýrtíðin stöðvuð þá, eins og þeir
beyttu sér fyrir. Þá myndu út-
gerðarmenn geta átt hin nýju
skip sín skúldlaus að mestu eða
öllu. Þá liefðu hlutasjómennirn-
ir verið tekjuhæsta vinnustéttin,
eins og þeir eiga líka að vera,
þegar miðað er við áhættu starfs-
ins og erfiði.
-'Allar leiðir lokaðar, nema
uppbótaleiðin.
Það eitt var vitanlega heil-
brigð og riikrétt afleiðing af
stöðvun bátaútvegsins, að haf-
ist yrði handa um stöðvun og
niðurfærslu dýrtíðarinnar 4 og
honum þannig tryggður arð-
vænlegur grundvöllur til fram-
búðar. Það var líka ein helsta
krafa útvegsmanna, að dýrtíðin
yrði stöðvuð. Framsóknarflokk-
urinn var fyrir sitt leyti fús til
að taka á sig ábyrgðina af slík-
um ráðstöfunum, ef þær væru
gerðar með réttlátu tilliti til
annarra stétta, og þeir, sem
mesta hefðu getuna, tækju full- |
komlega sinn hluta af byrðun-
um.
Það kom hins vegar fljótt í ^
ljós í þinginu, að ekki myndi |
fyrir hendi manndómur og áræði (
hjáihinum flokkunum til að taka
þátt í slíkunr ráðstöfunum. Þegar
svo var komið, var ekki nema um
I stað raunhæfra ráðstafana, verð-
ur haldið áfram að velta byrðum
vaxandi dýrtíðar yfir á útgerðina
Hin nýju lög um ríkisábyrgð og tryggingarsjóð vegna
bátaútvegsins hafa verið mesta deilumálið, sem yfir-
standandi þing hefur fengið til afgreiðslu. Einkum
urðu deilurnar harðar um síldarskattinn, er lögin
fjalla um. Þar sem hér er um mál að ræða, sem snertir
útvegsmenn og sjómenn miklu máli — og raunar alla
þjóðina —, þykir hlýða að gefa yfirlit um aðalatriði þess
og meðferð þess á Alþingi.
tvennt að velja: Láta útgerðina
stöðvast eða halda áfram á þeirri
braut, sem byrjað var á í lyrra, að
láta ríkið ábyrgjast hækkun á
fiskverðinu, þótt það gæti valdið
því útgjöldum, svo að tugum
millj. kr. skipti.
Eins og ástatt var, töldu Fram-
sóknarmenn betra aif tvennu illu
að velja síðari kostinn. Með því
var komið í veg fyrir það tjón, er
leiddi af stöðvun útgerðarinnar.
Hins vegar var hér vitanlega ekki
um neina lausn að ræða, því að
það getur ekki vara'ð lengi, að at-
vinnuvegurinn, sem aflar rnestra
teknanna, geti lifað á uppbótum
úr ríkissjóði. Fyrr en síðar verður
ríkið með einum eða öðrum
hætti að sækja féð, sem fer í upp-
bæturnar, til hans aftur, og upp-
bæturnar verða þá ekki annað en
blekking. Uppbótaleiðin er því
fullkomnasta bráðabirgðaúrræði,
sem getur kannske lánast einu
sinni eða tvisvar, en ekki oftar.
Og því aðeins getur uppbótaleið-
in kcanið að bráðabirgðanotum,
að dýrtíðin sé ekki látin aukast á
sama tíma og éta up]r uppbæt-
urnar og meira til. Þá getur farið
svo fljótlega, að -65 aura verðið
reynist útgerðinni eins ónógt og
50 aura verðið nú.
Frumhlaup sósíalista.
Þegar ljóst var orðið í þinginu,
aðekki myndi verða samkomulag
um aðra leið en uppbótaleiðina,
hlupu sósíalistar til handa og fóta
og íluttu frv., sem gekk í þá átt.
Framsóknarflokkurinn vildi ekki
taka þátt í flutningi þess frv., því
aðhinir stjórnarflokkarnir höfðu
þá til athugunar tekjuöflun til að
mæta uppbótunum. Framsóknar-
flokkurinn vildi ekki koma í veg
fyrir, að þessir flokkar reyndu að
finna iheilbrigða lausn þess máls.
Niðurstaðan varð hins vegar sú,
að Fnamsóknarflokkurinn gat
ekki sætt sig við tekjupílun
þeirra, síldarskattinn, eins og síð-
ar verður rakið. Flokkurinn taldi
ieigi að síður rétt að vera með-
flytjandi frv. um ríkisábyrgðina
og tryggingarsjóðini|. en áskildi
sér óbundnar hendur um einstök
atriði frv.
Það er vitanlega eins rangt og
nokkuð getur verið, að áður-
nefnt frv. sósíalista haifi átt ein-
hvern þátt í því að hráða fram-
gangi þessa máls eða bæta íyrir
því. Sósíalistar skárust hér úr 'leik
til að reyna að auglýsa sig sem
| mestu vini útvegsins. Það mun
þeim ekki hafa tekizt. Hins vegar
hafa þeir auglýst það vel með
þessu ifrv. sínu, að næst Olafi
Thors bera þeir höfuðábyrgðina
á því, að högum útgerðarinnar er
svo kornið eftir tveggja ára sjávar-
útvegsmálastjórn þeirra, að hún
þarf 30% verðhækkun til að
mæta auknurn útgjöldum af
völdum verðbólgunnar.
\ '
Bardtta Framsóknarmanna
fyrir stöðvun dýrtíðarinnar.
Þó að Framsóknarflokkurinn
veitti uppbótarleiðinni stuðning
sinn í þetta skipti vegna þess, að
aðrar leiðir voru lokaðar, gerði
hann sér nypira en ljóst, að hér
var um fyllsta bráðabirgðaúrræði
að ræða og sem ekki myndi einu
sinni hafa bráðabirgðanot, ef
dýrtíðin yrð.i .ekki stöðvuð. Þess
vegna lagði hann til strax við 1.
umr. málsins í neðri deild, að sett
yrði framán við lrv. ný grein, er
hljóðaði á þessa leið:
„Fyrir 7. febrúar 1947 leggi
rikisstjórnin fyrir Alþingi til-
lögur um stöðvun dýrtiðarinn-
ar og pœr ráðstafanir, er nægja
til pess að framleiðslan geti
orðið arðvœnleg og tekjur
þeirra, er að henni slarfa, það
miklar í hlutfalli við tekjúr
annarra, að framleiðslustörfin
verði eftrisóknarverð."
Með þessari tillögu vildi Frain-
sóknarflokkurinn láta Alþingi
marka það sem aðalúrræð' sitt í
þessum máluny. að dýrtíðin yrði
stöðvuð, og stuðla jafnframt að
því, að það yrði aðalmálið í sam-
bandi við væntanlega stjórnar-
myndun. Hinir flokkarnir sner-
ust öndverðir gegn þessu, en sam-
þykktu í staðinn að ifela fjögurra
manna nefnd frá þingflokkunum
að gera tillögur um það fyrir 1.
lebr. 1947 „á hvern veg verði
komið í veg fyrir, að dýrtíðin í
landinu vaxi“. Samkvæmt þeirri
reynslu, sem fengin er af með-
ferðinni á hagfræðingaálitinu, er
þess ekki að vænta, að neinn ár-
angur náist af störfum nýrrar
nefndar. Með þessari nýju n.efnd-
arskipun eru stjórnarflokkarnir
raunverulega ekki að gera annað
en að leggja dýrtíðarmálið til
hliðar og það einmitt á þeim
tíma, þegar unnið er að nýrri
stjórnarmyndun, og það ætti að
vera aðalmálið í viðræðunum
um hana.
Þegar Ijóst var, að áðurnefnd
tillaga Framsóknarmanna myndi
ekki ná samþykki, lögðu Fram-
sóknarmenn til, að svo'h!jóðandi
ákvæði yrði bætt við þá grein
frv., sem fjallaði um nefndarskip-
unina:
„Á meðan tillögur nefndaf-
innar koma ekki til fram-
kværnda cða önnur ný úrræði
i dýrtiðarmálunum, skal rikis-
stjórnin nota heimildir þær,
sem hún hefir í löguml, til að
koma i veg fyrir hœkkun vísi-
tölunnar frá þvi, sem hún er
við gildislöku þessara laga.“
Þau lög, sém hér er einkum
átt við, eru verðlagslögin og lög
um heimildir til niðurgreiðslu.
Með því að beita þessum lögum
til hins ýtrasta, eiinkum þó verð-
lagslögunum, væri áreiðanlega
hægt að halda vísitölunni í skefj-
um um nokkurn tíma, án veru-
leg’s kostnaðar fyrir ríkissjóð. En
það spáir illu um, að stjórnar-
flokkarnir búist við miklum ár-
angri af störfum nefndarinmar,
að þeir felldu þessa tillögu. Verða
! því bersýnilega ekki á næstunni
reistar neinar frekari skorður
gegn vaxandi dýrtið og verð-
bólgu. Það sézt hins vegar á
framansögðu, að Framsóknar-
fíokkurinn hefir gert sitt ítrasta
til að, 'fá dý.rtíðina stöðvaða og
talið það höfuðatriði í sambandi
við meðferð útgerðarmálanna á
þinginu.
i Rétt er að geta þess, að Pétur
Ottesen lagði til, að ekki yrði
i greidd hærri dýrtíðaruppbót en
■ núM.,þar til öðruvísi verði ákveð-
(ið með lögum“. Framsóknar-
j menn sátu hjá við atkvæða-
| greiðsluna um þessa tillögu, þar
I sem þeir telja eigi fært að gera
slíka ráðstöfun einhliða, heldur
verði hún, ef til hennar væri
gripið, að vera liður í heildarráð-
stöfunum, sem ekki legðu byrð-
arnar einhliða á eina stétt, held-
ur hlutfallslega jafnt á alla eftir
tekjum og efnahag.
•
Barátta Framsóknarmanna
gegn sildarskattnum.
í hinum nýju lögtim um r.íkis-
ábyrgð og tryggingarsjóð vegna
bátaútvegsins, er annað aðalat-
riðið um uppbætur á fiskverðið,
en hitt aðalatriðið um sérstak-
an 'skatt á síldarafurðir, er nota
skal til að mæta fiskuppbótun-
um. Þótt Framsóknarflokkurinn
teldi ekki óeðlilegt að séð yrði
fyrir tekjum til að mæta upp-
bótunum, jaifnhliða og þær voru
samþykktar, beitti hann sér af
fyllstu orku gegn þessari skatta-
álagningu.
Ástæður hans fyrir því voru
m. a. þessar:
Undanfarin tvö ár hefir verið
rnikið síldarleysi, og er fjöldi út-
gerðarmanna stórskuldugur a£
þeim sökuin. Þeirha'faþví fyllstu
þörf fyrir að njóta alls síldai'-
verðsins næsta ár til greiðslu á
þessum skuldum sínum. Sama
gildir um þá sjómenn, er borið
hafa skarðan hlut frá borði vegna
tveggja undanfarinna vertíða.
Margir útgerðarmenn hafa
ráðist í dýr skipakaup að und-
tniförnu og gert það eftir hvatn-
ingu stjórnarvaldanna. Það kem-
ur því úr hörðustu átt, að stjórn-
arvöldin skuli með nýjum skatta-
álögum svijrta þá kannske eina
möguleikanum til að borga skip-
in niður áður en verðfallið kem-
ur til sögunnar.
Þessi nýi síldarskattur er mjög
ranglátutj, þar sem hann legst
þyngst á þá, er verst er.u staddir
og minnsta ihaifa getuna. Hann er
einnig ranglátur af þeirri ástæðu,
að hanri leggst tiltölulega þyngra
á þá útgerðarmennina, sem
byggja afkomu sína aðallega á
síldveiðum, og hafa því minni
not fiskuppbótanna, eins og t. d.
útgerðarmenn á Norðurlandi og
Vestfjörðum.
Það er í mesta máta kaldhæð-
ið, ef gera á ráðstafanir til hjálp-
ar útveginum, að taka það aftur
með annarri hendinni, sem gefið
er nreð hinni. -Verði -halli -af
ábyrgðinni á fiskverðinu, ber
því að afla tekna með öðrum
hætti en þeim að taka þær af út-
gerðinmi.
Hætt er við því, ef teknanna
er aflað á þennan liátt og það
nægir til að fleyta útgerðinni
í ár, verði engar frekari ráðstaf-
anir gerðar til úrbóta í dýrtíðar-
málunum. Síldarskatturinn verði
þá sá „svæfill, sem reynt verði að
sofa á gamla andvaraleysissvefn-
inn“, eins og Hennann Jónasson
orðaði það í efri deild.
Vegna þessara ástæðna,. beittu
Framsóknarmenn sér af alefli
gegn síldarskattinum í því formi,
sem hann var. Hitt tóku þeir
fr.am, að þeir gætu vel hugsað
sér róttækar ráðstafanir til að
koma í veg fyrir verðbólgu af
stór'hækkuðu síldarverði, en þá
yrði hún framkvæmd þannig,
að útgerðarmenn og sjómenn
fengju fullkomlega það, sem
þeim bæri, en hins vegar yrði
ákveðinn hluti teknanna festur
ufli nokkurt skeið, svo að pen-
ingaveltan ykist ekki.
í þessari baráttu fylgdu Fram-
sóknarflokknum að miálum Finn-
ur Jónsson, Pétur Ottesen, Sig-
urður E. H’líðar og Sósíalistar.
Af hálfu Sjálfstæðisflokksins og
AlþýðuflokksinS var hins vegar
beitt því ofurkappi undir for-
ustu þeina Ólafs Thors og Ás-
geirs Asgeirssonar, að slíks munu
fá dæmi. Tókst þeim að lokum
að koma síldarskattinum fram,
eftir að Ingólfur Jónsson hafði
(Framh. á 7. síðu).