Dagur - 15.01.1947, Page 2
2
D AG U R
Miðvikudagur 15. janúar 1947
Alþingiskýtursérundan lausn
vandamálanna og treystir á
UM VIÐA VEROLD
heppnina eina
Dýrtíðarstefna ríkisstj órnarinn-
ar og flokka hennar var raun-
verulega búin að leggja sjávarút-
veginn í rústir, svo að útvegs-
menn treystust ekki til að gera út
á komandi ver.tíð vegna fyrirsjá-
anlegs hallareksturs. Þeir kröfð-
ust því að gerðar yrðu ráðstafanir
til að fiskverðið hækkaði um
30%, annars legðu þeir árar í
bát.
Til þess að fyrirbyggja að vél-
bátaútvegurinn legðist niður,
voru tvær leiðir fyrir hendi. Önn-
ur sú að gera útveginn arðvæn-
legan með því að lækka fram-
leiðslukostnaðinn, en því varð
aðeins náð með stöðvun og lækk-
un dýrtíðarinnar. Þetta hefði
verið raunveruleg og varanleg
lausn málsins. Hin leiðin var í
því fólgin að gera ráðstafanir til
bráðabirgða, sem miðuðu að, að
íryggja útveginn fyrir halla-
rekstri á næstu vertíð.
Meirihluti Alþingis valdi síð-
afi leiðina.
Síðasta verk þingsins, áður en
setu þess var slitið fyrir jólin, var
að samþykkja annars vegar verð-
jöfnun á fiskafurðum og síldar-
afurðum, en hins vegar ábyrgð
ríkissjóðs á ákveðnu lágmarks-
verði fyrir fiskinn.
Verðjöfnunin átti að draga úr
áhættu ríkissjóðs.
Úrræði þingn^eirihlutans eru
því á þessa leið:
Hinum fjárhagslega sökkvandi
vélbátaútvegi er gefin ávísun á
síldina í sjónum á næsta sumri,
en dugi sú ávísun ekki, greiðir
ríkissjóður uppbætur á fiskverð-
ið.
Þess ber að gæta, að síldarút-
vegurinn er í raun og veru
nú sem stendur gjaldþrota at-
vinnuvegur, eftir tvö aflaleysis-
sumur, því að hann hefir þurft
hjálpar við á þeim tíma. Það þarf
því brjóstheilindi til að leggja
þá skyldu á stórskulduga síldar-
útvegsmenn, að þeir haldi uppi
vélbátaútveginum í næstu fram-
tíð, því að ekki mun þeim veita
af sínu. Að vísu er nú búizt við
háu verði fyrir síldarafurðir,
einkum síldarlýsi, vegna mikill-
ar eftirspurnar, en allar líkur eru
til, að hér sé aðeins um stundar-
fyrirbrigði að ræða, og svo veit
enginn, hvernig síldveiðin geng-
ur næsta sumar. Vænlegar sölu-
horfur nú í svipinn geta brugðist
jafn skyndilega, og þær hafa
giæðst, og er hér því byggt á veru-
lega ótraustum grundvelli.
Að sjálfsögðu er fyllsta þörf á
að tryggja vélbátaútveginn eins
og hvern annan atvinnuveg, en
hann fæst ekki tryggður með
verðjöfnun og ekki með ríkisá-
byrgð, nema þá f hæsta lagi rétt
í svip.- Það er sívaxandi dýrtíð,
sem öll.u bölinu veldur, og það
er stöðvun hennar og síðan lækk-
un, sem er eina lækningin, er að
lialdi kemur fyrir atvinnuvegina.
Þetta játa nú orðið allir stjórn-
málaflokkarnir í orði kveðnu, en
þó forðast hinir ráðandi flokkar
að fara þessa viðurkenndu lækn-
ingaleið. Ekki er annað sjáanlegt
en að þeir ætlist til, að dýrtíð og
verðbólga fái enn um sinn að
leika lausum hala, og gera aðeins
kákráðstafanir fyrir svo að segja
næsta dag, sem þó er óvíst að
komi að nokkru haldi.
Það gefur að skilja, að verði
uppbótaleiðin farin til björgun-
ar útveginum, kemur hún að alls
engu gagni, ef dýrfiíðin nær að
vaxa á sama tíma, því að þá étur
hún upp allar fórnir ríkissjóðs,
en útvegurinn verður jafn slypp-
ur og snauður eftir sem áður.
Verkamenn í landi hafa vottað,
að allar kauphækkanir til þeirra
hafi aukin dýrtíð gleypt og því
ekki komið þeim að notum. Al-
veg hið sama verður ofan á, er
útgerðarmenn og sjómenn eiga
hlut að miáli.
Um þessi mál urðu hörð átök
í þeim svifum, er þingi var frest-
að fyrir jólin. Framsóknarmenn
börðust fyrir því, að öflugar ráð-
stafanir til lækkunar dýrtíðinni
yrði aðalatriði málsins, og þær
ráðstafanir yrðu gerðar í sam-
bandi við væntanlega stjórnar-
myndun.
En allt 'kom fyrir ekki. Sjálf-
stæðisfl. og Alþýðufl. drifu málið
í gegn með ofurkappi á nætur-
fundi. Það gefur nokkra bend-
ingu um, að eitthvað meira en
lítið bogið sé við þessa flausturs-
afgreiðslu, að báðir fyrrgreindir
flokkar klofnuðu við atkvæða-
greiðslu,þó að í smáum stíl væri.
Finnur Jónsson frá Alþýðufl. og
Pétur Ottesen og Sigurður Hlíð-
ar frá Sjálfstæðisfl. snerust til
fylgis með Framsóknarmönnum.
Sósíalistar fylgdu þeim og að mál-
um.
Allt ofurkappið snerist um það
snjallræði að bjarga útveginum
með því að leggja nýjan skatt á
útveginn. Hins vegarvildiólafur
Thors og samherjar hans fresta
öllum raunhæfum aðgerðum í
dýrtíðarmálunum, og ekki var
nærri því komandi að leggja þau
til grundvallar við stjómarmynd-
un. Á hinn bóginn þótti Ól. Th.
og fylgifiskum hans það óvenju-
lega gáfulegt snjallræði að varpa
drápsklyfjum dýrtíðarinnar á
gjaldþrota síldarútveg og bláfá-
tæka hlutasjómenn.
Ólafi Thors og Mbl. þykir það
lýsa frámunalegri skammsýni
meðal Framsóknarmanna að
leggja aðaláherzlu á myndun
stjórnar með lausn dýrtíðarmáls-
ins fyrir augum. Þetta hefði getað
komið illa við heildsalaokrið,
húsabraskið og alla fjárplógs-
starfsemi alls konar milliliða,
sem allt sálufélag Ólafs Thors
sér skylt að vernda. Þessvegna
þarf að skjóta lausn dýrtíðarmáls-
ins á frest og svæfa það í nefnd,
en kasta byrðunum á sligaðan
síldarútveg og tekjulægstu fram-
leiðslustéttina, sjómennina.
Út á þessa braut hefir flokkur
allra stétta teygt fulltrúa verka-
lýðsins í Alþýðuflokknum, og á
þessa leið eru efndirnar á plötu-
slættinum frá 1944, þar sem lof-
að var að leggja skattana á
„breiðu bökin“ og sækja fé til
framkvæmda og til hjálpar bjarg-
þrota atvinnuvegum inní„rottu-
holur“ þeirra ríku.
Þegar Ól. Th. var að berjast
fyrir gerðardómslögunum 1942,
hét sá maður, sem ekki vildi
stöðva dýrtíðina, „böðull alþjóð-
ar“. Þegar svo tekin var upp þver-
öfug stefna, var fólkinu sagt, að
þetta væri gert vegna hinna fá-
tæku; dýrtíðin var mögnuð
þeirra vegna, af því að hún var
svo tilvalið tæki til þess að
„dreifa stríðsgróðanum".
Það er ekkert vit í því, sögðu
auðvaldsblöðin, að alfur stríðs-
gróðinn lendi hjá fáum einstakl-
ingum. Allur almenningur á að
njóta góðs af honurn, og að því
er verið að vinna með dýrtíðar-
stefnunni.
Verkalýðurinn lagði trúnað á
þessar kenningar lengi vel. Hann
blekktist af krónufjöldanum, er
hann fék'k í hendur. En þegar
fram í sótti, fóru verkamenn að
taka eftir þvf, að hinn útþynnti
krónufjöldi hvarf í ginnungagap
verðbólgunnar. Dýrtíðin dreifði
ekki stríðsgróðanum. Hún gerði
þvert á móti „þá ríku ríkari og
þá fátæku fátækari", eins og einn
greindasti maður Alþýðuflokks-
ins orðaði það éitt sinn.
„Dýrtíðin er verkalýðnum
verst að lokum“, sögðu fulltrúar
verkalýðsins á Norðurlöndum, er
hingað komu nýlega.
Þrátt fyrir þetta fylgja fulltrú-
ar Alþýðuflok'ksins á Alþingi
auðmannaflokknum, sem kallar
sig „flokk allra stétta", að því að
koma allri framleiðslu þjóðarinn-
ar á vonarvöl vegna síaukinnar
dýrtíðar, og ekki útlit fyrir ann-
að, en að þessum leik eigi að
halda áfram enn um sinn, þar til
boginn brestur að fullu og öllu.
Norðmenn lögðu 700 millj.
kr. í skipakaup og skipa-
viðgerðir á s.l. ári
Samkvæmt yfirliti, sem norska
hagstofan hefir gefið út, hafa
Norðmenn varið 2272 millj. kr.
á sl, ári til endurreisnarinnar. —
Stærsta upphæðin hefir farið til
þess að endurnýja skipastólinn,
eða 695 millj. króna, en næst
stærsta upphæðin til iðnaðarins,
520 millj. kr. Til húsabygginga
var varið 410 millj. kr., til land-
búnaðarins 125 millj. kr. og til
fiskveiðanna, fyrir utan skipa- og
bátasmíðar, 57 millj. kr.
Bandaiíkjamenn hafa nú ekki leng-
ut not fyrir öíl þau kaupskip, er þeir
smíðuðu á stríðsárunum, og sala á
þeim gengur treglega. Samkvæmt því,
er amerísk blöð skýra frá, liggja nú
1717 af þessum skipum ónotuð t
amerískum höfnum.
*
Dönsk blöð skýra frá því, að danska
stjórnin hafi keypt langferðaflugvél,
til þess að halda uppi ílugsamgöngum
í milli Danmerkur og Grænlands og
að í ráði sé, að kaupa þrjár til viðbót-
ar, til sömu nota og til þess að virma
við landmælingar og innanlandsflug í
Grænlandi.
*
Frá Washington kemur fregn um
það, að Bandaríkjamenn hafi endur-
bætt V—2 flugsprengju Þjóðverja
allverulega, og að þeim hafi tekizt að
skjóta slíku flugskeyti í 180 km. hæð
og að það hafi náð 5800 km. hraða á
klukkustund.
*
Samkvæmt frásögn btezkra blaða,
hyggst ameríska olíufélagið Standard
Oil að endurbæta og stækka mjög ol-
íuhreinsunarstöðvar sínar í Englandi
nú á næstunni og verja til þess allt að
millj. sterlingspunda. Ætlunin er, að
hreinsunarstöðvar þessar, sem eru í
nágrenni Southampton, geti framvegis
hreinsað 3 millj. smálesta af hráolíu á
ári. Víða annars staðar í Evrópu er
unnið að endurbótum á olíuhreinsun-
arstöðvum. Frakkar eru að auka af-
köst sinna verksmiðja úr 7 millj.
smálesta í 18 millj., og Hollendingar
hafa nýlokið við að endurbyggja olíu-
hreinsunarstöðvar í Rotterdam, sem
eyðilögðust á stríðsánmum. ítalir
byggja 4 nýjar hreinsunarstöðvar.
*
Spitzbergen er veitt mikil athygli
um þessar mundir í heimsblöðunum,
vegna fregnanna um ósk Rússa um að
setja þar á stofn herstöðvar. Þýðing
eyjanna fyrir Norðmetm er augljós af
fregnum norskra blaða fyrir
skemmstu, en þau bentu á, að félagið
Store Norske Spitzbergen Kulkomp-
ani, sem vinntir kol úr jörðu á eyjun-
um geri ráð fyrír að losa 500,000 smá-
lestir kola þar á yfirstandandi ári.
Samkvæmt frásögn danskra blaða,
kom það í ljós, er danska stjómin lét
allsherjar eignauppgjör fara fram á sl.
ári, að í landinu voru 220,000 skatt-
svikarar, þar af 150,000 sem Danir
kalla „smásvikara“, en 70,000 höfðu
svikið skatt í stórum stíl. Social-
Demokraten telur, að það muni taka
1—2 ár, að ljúka málum allra hinna
meiriháttar skattsvikara. Til þess að
sýna þei.ii enga undanlátssemi, hefir
fjármálaráðherrann lagt til að 4%
vextir af skattinum verði reiknaðir
frá 1. apr'ú í ár. — Þessi frásögn
dönsku blaðarma minrtir á skrif Morg-
unblaðsins hér um það fyrír
skemmstu, að hér í landi séu 100
millj. skattsvikirma króna í umferð.
En Mbl. hefir annað bjargráð fram að
bera en danski fjáimálaráðherrann.
Það leggur til að ríkið verðlauni
skattsvikarana með því að leyfa þeim
að kaupa stofnlánadeildarbréf fyrír
skattsvikna féð með ágætum kjörum
og felli niður sektir!
Tilkynning
Viðskiptaráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á
smjörlíki:
'í iheildsölu............kr. 6.15 pr. kg.
í smásölu................ — 7.00 — —
Ofangreint verð er miðað við framleiðslustað. Annars staðar
mega smásöluverzlanir bæta við hámarksverðið sannanlegum
sendingarkostnaði til sölustaðar og auk þess 18 aurum á hvert
kg. vegna umbúða.
Ákvæði tilkynningar þessarar koma til framkvæmda að því
er snertir smjörlíki, sem afhent er frá verksmiðjum frá og með
4. janúar 1947.
Reykjavík, 3. janúar 1947.
Verðlagsstjórinn.
ROTOTILLER jarðyrkjuvélar
(fjölyrkja) getum við útvegað frá Ameríku.
Við vélar þessar má setja margs konar jarð-
yrkjuáhöld, einnig snjóplóga og jafnvel vatns-
dælur, steinsteypuhrærivélar, fóðurblöndun-
arvélar .o. fl. o. fl. Vélar þessar eru framleidd-
ar í sömu verksmiðju og hinar glæsilegu
Kaiser-Frazer fólksbifreiðar. Ein vél til sýnis
í verzlun okkar.
BRYNJÓLFUR SVEINSSON H.F.
Sími 580 — Akureyri