Dagur - 15.01.1947, Qupperneq 4
4
Miðvikudagur 15. janúar 1947
DAGUR
Rltatjórl: Haukur SnorroBon
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstraeti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn koetar kr. 15.00
Gjalddagi er 1. júlí.
/ Prentverk Odds Bjömssonar
1—..... -.r, —
r
Ulfseyru einræðisins
J|KKI ER ÓSENNILEGT, að tvær ráðstafanir
ríkisvaldsis hafi þessar síðustu vikur va'kið
okkur Norðlendinga til sérstakrar umhugsunar
uni eðli og at'hafnir þjóðskipulags þess, sem við
'búum^við. Önnur er hin stórkostlega hækkun á
gjaldskrá landsímians. Hin er stórfellt skattlagn-
ing síldarútvegsins í þágu annarrar útgerðar, og
þá einkum þorskveiðanna við Faxaflóa.
jyjIKILL EÐLISMUNUR er að vísu á þessum
tveim ráðstöfunum, þótt báðar séu þær ger-
ræðisfullar og tilfinnanlegar. Hér er ekki átt rið
það, að í öðru tilfellinu er um smáupphæðir að
ræða í samanburði við fjárfúlgur þær, sem lögin
um „síldarkúfinn" gera ráð fyrir, að teknar verði
af „útskæklunum" og fluttar til höfuðstaðarins
og næstu verstöðvar. Ekki er hér heldur að því
vikið, að hin smærri upphæðin, hækkun land-
símagjaldanna, dreifist fyrst í stað á stórum fleiri
gjaldendur en hin stærri, iþví að báðar upphæð-
irnar hljóta þó — fyrr eða síðar — að m,æða á öll-
um almenningi með þunga sívaxandi dýrtíðar og
öngþveitis í fjárhagsmálum þjóðarinriar.
J7ÐLISMUNUR SÁ, sem fyrst og fremst gætir í
þessari tvenns konar skattlagningu ríkisvalds-
ins á borgurunum, kemur aðallega fram í því, að
lögin um „síldarkúfinn" eru þó, að vissumarki,
tilkomin á lýðræðislegan hátt, þ. e. þau eru ákveð-
in af „löglega" kosnu fulltrúaþingi þjóðarinnar,
þótt því verði hins vegar ekki neitað, að kosn-
ingalög þau, sem nú eru í gildi og þjóðin hefir
með refslegum hætti verið flekuð til að sam-
þykkja, eru fremur afkáraleg ólög en skynsamleg
og lýðræðisleg lög. En einstakir þingmenn og
þingflokkar verða þó enn að svara til saka, á per-
sónúlegan hátt að ofurlitlu leyti, gagnvart kjós-
endum og Jrjóðinni allri, þegar um að ræða
lagasetningu á borð við þessa, svo að gjörræði
slíkt sem þefta hefir 'þó á sér yfirskin lýðræðisins,
þótt veikt sé og vanburða.
JJÆKKUN gjaldskrár landsímans er hins vegar
ákveðin á næsta ópersónulegan og einræðis-
legan hátt. Þar kynnast menn ríkisrekstri, eins og
hann verður ávallt og alls staðar, þegar til lengd-
ar lætur. Segja má, að fjárpíning og yfirgangur
slíkra stofnana-verði ópersónulegur og ábyrgðar-
laus eins og óáran náttúruaflanna, eldgos, hafísar
og hvert annað hallæri. Slík ríkisstofnun getur
gert kröfur án þess að rökstyðja þær fyrir öllum
almenningi, fremur en henni sjálfri gott þykir
eða treystir sér til í hverju einstöku tilfelli.í þetta
sinn eru kröfurnar sagðar vera byggðar á reikn-
ingshalla landsímans síðastliðin ár, en reikningar
þessarar einokunarstofnunar eru öllum almenn-
ingi algerlega lokuð bók. Því hefir t. d. verið
haldið fram með fullurn líkidnum, ^ð þe ssi svo-
kallaði reikningshalli^sé að mestu leyti þanníg til-
kominn, að eignaaukning landsímans sé á hverj-
um tíma talin til árlegra rekstursgjalda stofnun-
arinnar, þannig, að símanotendur verði jafnóð-
um að borga upp endurbætur og viðauka síma-
kerfisins í landinu. Vitanlega nær slfk reiknings-
færsla engri átt, en ráðamenn Jressarar ríkisstofn-
unar verjast vandlega allra sagna um þetta og láta
'hvers konar gagnrýni sem vind um eyrun þjóta.
jyjEÐ NOKKRUM rétti má því líta á hina stór-
kostlegu skattlagningu aðalútvegs okkar
DAGUR %
„Bjartsýnir af þrælsótta“.
PUM MÁLGÖGN stjórnarflokkanna
hafa fundið að því, að formaður
Framsóknarflokksins hafi verið svart-
sýnn í áramótahugleiðingum sínum í
Tímanum nú á dögunum. Réttara
væri nú samt að orða það svo, að
hann hafi verið raunsýnn, í mótsetn-
ingu við hina tilbúnu og óraunhæfu
bjartsýni og svikagyllingu formanna
tveggja stjórnarflokkanna, er þeir létu
til sín heyra í tilefni áramótanna, og
fengu þeir þó illa dulið tómleikann og
kvíðann, sem inni fyrir bjó. — Cianö
greifi kemst á einum stað í dagbók
sinni svo að orði: „Niður með alla þá,
sem eru bjartsýnir af þrælsótta ein-
um saman! Þeir hafa steypt okkur í
glötun.“ Hann átti við það, að herfor-
ingjar og stjórnmálamenn hefðu þrá-
sinnis villt um fyrir einræðisherrun-
um með því að gefa þeim óhóflega
bjartsýnar og óraunhæfar skýrslur um
ástandið, af því að þeir þorðu ekki að
segja þeim sannleikann. Höfundar
„nýsköpunarinnar“ á íslandi þora
ekki framar að gefa þjóðinni réttar og
raunhæfar skýrslur um ástandið í
fjármálum og stjórnmálum þjóðarinn-
ar. Af þrælsótta einum saman þykjast
þeir bjartsýnir á hag og horfur, þptt
undir niðri skjálfi þeir á beinunum af
ótta við að eigin gerðir og ráðleysis-
fálm á liðna árinu.
QJUNNAR prófessor Thoroddsen
var í útvarpinu nú á dögunum og
talaði þar um daginn og veginn.
Mæltist honum víða vel, en hvergi
ágætlega. Kynlegast var, þegar
prófessorinn fjölyrti um galla lýðræð-
isins, sem bæta þyrfti um með nýrri
stjórnarskrá og kosningalögujn, er
Norðlendinga, síldarútgerðar-
innar, til hagsbóta fyrir þorsk-
veiðarnar — aðalútveg höfuð-
staðarbúa og nábýlinga þeirra —
sem rétta mynd af göllum lýð-
ræðisins, sem að vísu eru tilfinn-
anlegir, en standa þó til bóta og
leiðréttingar, ef almenningur er
vakandi á verðinum. fyrir hag
sínum og samskiptum við ríkis-
valdið. En á hinn bóginn eru at-
hafnir lögverndaðrar einokunar-
stofnunar á borð við landsímann
lítil, en þó fnrðu glögg spegil-
mynd af því, sem f yændum er,
er ríkishugsjón hins einræðislega
sósíalisma, kommúnisniinn,
skyldi ná hér undirtökunum:
Hvers konár gagnrýni ýmist
hundsuð eða bönnuð með öllu,
og almenningur verður ^ð taka
því, sem að honum er rétt, þegj-
andi og möglunarlapst. Hinn
eini lögleyfði og lögverndaði
flokkur og framkvæmdavald
hans, ríkið og einokunarstofnan-
ir þess, verða þá allsráðandi og
óvefengjanlegar og geta skammt-
að almenningi rétt og skylduf úr
hnefa að eigin geðjrtkta, án per-
sónulegrar ábyrgðar eða reikn-
ingsskila gagnvart öðrum en ein-
ráðum flokksforingjum og trún-
aðarmönnum Jreirra. — Þjóðin
ættí víssulega að athuga Jressi
dæmi vandlega og draga af þeim
lærdóma sína, áður en hún
gengur lengra en þegar er orðið,
eða nauðsynlegt og óhjákvæmi-
legt er, í því efni að afsala sér
lýðræðislegum réttindum í hend-
ur ríkisstofnana eða þjóðfélags-
legra einokunarverzlana á nú-
tíma vísu.
tryggðu þjóðinni jafnan styrka og lýð-
ræðislega stjórn. Hann gleymdi nefni-
lega algerlega að geta þess, þegar
hann talaði um, að ný stjórnarskrá
þyrfti að koma sem fyrst, að sjálfur
var hann sendur utan fyrir löngu síð-
an til þess að kynna sér fyrirkomulag
þessara mála hjá helztu lýðræðis-
þjóðum í álfunni. Síðan er mikið vatn
runnið til sjávar, en ekkert hefir þó
enn bólað á minnsta árangri þeirrar
utanfarar né nokkrum efndum stjórn-
arliðsins á þeim loforðum að setja
nýja og viðunandi stjórnarskró. Og
sjálfir hafa þessir herrar ruglað kosn-
ingalögin svo mjög, — og það á allra
síðustu tímum — að varla sést nú
örla þar á nokkru viti né hollustu við
lýðræðislegar venjur og stjórnarhætti,
heldur eru þessi Jög nú aðeins orðin
sorglegur vitnisburður um eiginhags-
munabaráttu stjórnarflokkanna og
pólitíska sérréttindastreitu höfuð-
staðarbúa á kostnað annarra lands-
hluta. Og svo koma þeir sömu legátar,
sem dyggilegast hafa að þessari
ófremd unnið, fram fyrir þjóðina við
hátíðleg tæikfæri, berja sér á brjóst,
tala fjálglega um galla og óstarfhæfni
lýðræðisskipulagsins, sem þeir sjálfir
hafa verið að kveða í kútinn að und-
anförnu og hrópa loks á breytingar og
úrræði, sem þeir sjáffir hafa lofað að
finna og koma í kring, en jafnan svik-
ið og dregið þrotlaust á langinn.
Samtök norskra
freðfiskframleiðenda
Nýlega hafa norskir útgerðar-
menn og frystihúsaeigendur
stofnað ineð sér félag, er nefnist
i „Andelslaget Norsk Frossenfisk".
Samkvæmt frásögn norskra blaða
verður hlutverk þessa félags að
afla markaða fyrir frosin fisk,
endurbæta vörudreifinguna, hafa
eftirlit með vörugæðum og vöru-
vöndun og hafa með höndum
upplýsingaþjónustu um norskan
freðfisk. Horfur eru á, að þátt-
takan verði mjög mikil og að nær
því allir frystihúsaeigendur
landsins taki*þátt í þessum sam-
tökum.
Á nýlegum stofnfundi félags
Jtessa í Oslo kom í ljós, að for-
vígismenn samtakanna telja
horfa mjpg vænlega með splu á
norskum frgðfiski á þessti ári:
Verkamannafélagið hefur
útgáfu mánaðarrits
Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar hefir byrjað útgáfu
máriaðarrits. Er fyrsta tbl. Jress
nýkomið út og nefnist „Félags-
mál“. Eins ogf nafnið bendir til,
° v
ei ritinu ætlað að ræða mál, er
varða Verkamannafélagið sér-
stak'leaa osr verkamenn almennt.
í þessu fyrsta blaði er grein frá
stjórninni, er nefnist „Fylgt úr
hlaði“, fróðleg grein um Krossa-
nesverksmiðjuna, eftir Árna Þor-
grímsson, Trúnaðarmenn á
vinnustöðum, eftir Björn Jóns-
son, þýdd saga, kvæði eftir Hösk-
uld Egilsson og Tryggva Emils-
son, fréttamolar o. fl. — Ritið er
prentað í Prentverki Odds
Björnssonar.
vösum, - (Vera Winston).
Það gengur á
ýmsu í heimi tízk-
unnar.
Hér sjáið þið
jakka,. sem' Hka
gæti heitið blússa,
úr dökkbrúnu
lláueli. — Jakki
þessi er ætlaður
ungum stúlkum
aðallega. Ermarn-
ar eru mjög víðar
og ekki fullrar
síddar. Hnappar í
hálsi og á belti
eru þaktir efninu
sjálfu. — Hægt er
að nota Jjunna
blússu undir
jakkanum, en
einnig án þess, að
sjálfsögðu. — Pils-
ið er ljósbrúnt
með ópressuðum
f e 11 i n gum að
framan og'hliðar’
*
*
Orð í tíma töluð
i
Eitt atriði er jrað, sem eg hefi lengi ætlað að
minnast a í dálki þessum, en einhvern veginn hef-
ir Jaað alltaf þokað fyrir öðru og orðið útundan
þangað til nú.
Það kann að vera , að einhverjpm ykkar np§-
líki við mig fyrir að ynipra á þessu, en það verður
að hafa það — eg get ekki lengur orða bundizt.
Hvaða ósköp er þér niðri fyrir, kona! — segið
þið sjálfsagt. — Ja, það er bezt að hafa formálann
ekki lengri. — þetta atriði er: Kvenhattarnir í
kvikmyndahústfnum.
Þegar við förum í b’íó þá förum við til þess að
sjá — heyra líka, að sjálfsögðu.
Við eigum ekki kost á að skipta um sæti, þótt
við höfum orðið svo ólánssamar að útfjaðraður,
uppmjór kvenhattur, eða borðumprýddur og
barðastór sé í næsta sæti fyrir framan og breiði úrt
lim sitt yfir meginhluta flatarins sem myndin
kemur fram á.
Finnst ykkur ekki ósanngjarnt að 4 þennan hátt
sé hægt að eyðileggja skemmtun fyrir bíógesti,
sem hefir kopiið með sanra liugarfar og við — sem
sé að sjá.
Eg ætla ekki^að fjölyrða um þetta. — Þið skiljið
allar við hvað eg á, og eflaust hafið þið einhvern
tíma haft ill orð um einhvern slíkan hatt og hugs-
að eigandanum þegjandi þörfina. — Það rétta í
málinu og hin sanngjarna krafa er að taka ávallt
•af sér liatt í kvikmyndahúsi, nema um litla
„kollu“ eða alpahúfu sé að ræða, eða setið sé í
aftasta bekk.
Þær, sem ekki vilj-a taka af sér hattana ættu æv-
inlega að velja sér öftustu bekki í húsinu.
Erlendis þykir það sjálfsögð kurteisi að taka af
sér hatt, Jregar í byrjun sýningar og sú, sem kann
að gleyma eða gæta ekki að sér, fær sjaldan að
sitja lengi án þess að vera ónáðuð af þeim, sem
situr að baki. Hann ber léttilega á öxl henni og
segir: „Vilduð þér gjöra svo vel að fjarlægja hatt-
inn.“ — Til þessa er hver bíógestur talinn hafa
fullan rétt og venjulega er það alls ekki'illa tekið
upp af þeim með hattinn,
Takmarkið og kjörorðið er því: Niður með
kvenhattana, — ekki að fullu og öllu né alls stað-
ar, aðeins í kvikmyndahúsum.
„Puella“.