Dagur - 15.01.1947, Page 6

Dagur - 15.01.1947, Page 6
6 DAGUR Miðvikudagur 15. janúar 1947 CLAUDÍA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN 1.....— ......28. dagur - - = - = =i (Framhald). gjöf! Það er ekki nema ofurlítið brot af því, sem eg fæ fyrir fyrstu mjyndina mína í Hollywood!" „Ö, ó,“ hugsaði Claudía. ,,Því sagði eg ekki fimmtíu þúsund!“ Beritza var orðin alvarleg og ákveðin á svipinn. „Nei, kaupin eru gerð. Þú samþykkir þau og eg skal borga út í hönd. Þrjátíu þúsund dali og ekki sent þar fram yfir.“ Claudíu'fannst hún ómögulega geta hætt við hlutverk sitt á þessu stigi inálsins, því að það vissi hún af reynslu sinni í leikskólanum, að gamanleikur getur orðið hreinasta kvöl, ef endirinn stendur ekki byrjuninni á sporði. „Eignín er seld!“ sagði hún, ofurlítið þreytulega. „Sjáðu til, Júlía,“ hrópaði Beritza, stórhrifin. Júlía leit á Claudíu og gaf henni merki um að hún vildi tala við hana. „Eg þyrfti að laga mig til áður en við leggjum af stað,“ sagði hún og skundaði til baðherbergisins. Claudía kom á eftiy. „Heyrðu, Claudía, þú ert að gera að gamni þínu, er það ekki?“ spurði Júlía, þegar þær voru komnar inn fyrir. Claudía hló. „Jú, auðvitað, eg hélt að þú sæir Jrað undir eins!“ „Jæja, en eg veit ekki hvort þér er eins ljóst, að Beritzu er fúlasta alvara." „Alvara!" Claudía trúði ekki sínum eigin eyrum. „Henni er alvara, hundrað prósent alvara.“ „En það getur ekki verið, Júb'a. Hvernig í-ósköpunum getur hún haldið að mér sé alvara að heimta þrjátíu þúsund dali? Davíð var einmitt að reikna það út núna á dögunum, að allt úthaldið kost- aði innan við fimmtá'n þúsund! Hún lilýtur að vera eitthvað skrflT- in í kollinum." Júlía fór að hlæja. „Það er hún nefnilega alls ekki. Hún er ein- mitt mjög útsjónarsöm í penigamálum og Jætur venjulega ekki gabba sig. En ef þú hefir leikið á hana, — Jrá sannar það bara það, að þú ert meiri fjármálamaður en hún! Það er ekki svo illa af sér vikið, að taka hundrað prósent gróða á eigninni á ekki lengri tíma!“ Claudía settist á baðkerið. Þótt hú nværi eiginlega engan veginn búinn að átta sig á því, sem Júlía var að segja henni, fannst henni samt, að Júlía hlyti að álíta hana nriklu meiri manneskju en hún í rauninni var. Hún taldi mínúturnar þangað til Davíð kom heim. Hann var hinn ánægðasti og hafði orð á því, að hún væri sérstaklega lagleg í kvöld og virtist ekki vitund þreytt' eftir erfiði dagsins. „Jæja,“ sagði hann, þegar hann var kominn úr frakkanum, „ætli ekki sé bezt að líta út í fjós.“ Hún greip í hann og stöðvaði hann, áður en hann komst út úr dyrunum.-„Nei, nei, ékki núna,“ sagði hún. „Eg Jrarf að segja þér dálítið." „Má það ekki bíða? Eg þarf endilega að 1 íta eftir kúnni." „Það gengur ekkert að kúnni.“ „Hefir þú kannske litið til hennar í dag?“ „Nei“ (henni hafði satt að segja ekki dottið sá möguleiki í hug). „Hvernig veiztu það þá?“ „Af því að það er allt í lagi með hana,“ svaraði hún, og var orðin óþolinmóð. „Hlustaðu nú á mig!“ Hún gat ^tlls ekki þagað lengur. „Eg er búin að selja búgarðinn og allt saman fyrir þrjátíu þúsund dáli. Það er að segja,“ bætti hún við, á lægri nótunum, „ef að Joú samþykkir." ,yÞað er ljómandi,“ sagði hann og ætlaðí að fara. Hann trúði henni ekki! Trúði ekki einu einasta orði, jafnvel iþegar hún sagði honum alla sólarsöguna. Hann hlustaði á hana til enda, en var ókyrr og virtist ekki leggja mikið upp úr frásögninni. „Hún hefir bara verið að leika á þig, góða mín,“ sagði hann loks- ins og ætlaði enn út. „Davíð, bíddu! Hún var ekki að leika á neinn. Henni var blá- köld alvára. Veiztú það ekki maður, að Jrað þykir fínt að eiga bú- garð í Connecticut. Margir leikarar eiga hér sumarbústaði. Það er farið að þykja ákafilega fínt núna, að eiga kýr, svín og geitur.“ „Áttu við að þú bafir selt henni skepnurnar líkaí“ hrópaði hann. „Allar nema S'hakespeare,“ svaraði Claudfa. „Við getum haft Shakespeare með okkur til New York, en eg gat ómöguíega séð hvernið við ættuð að fara að því, að hafa kýr og kindur á Manhatt- an, eða hundana tvo-“ „Vildi hún ekki fá Bobby í kaupbætir?“ spurði hann. Það var far- ið að síga í hann. „Nei, hún minntist ekki á það. Ætlar líklega að taka barn. Það er Líka fínt.“ Davíð stjakaði henni gætilega, en ákveðið frá sér, og stóð á fæt- (Framhald). soournar hans pahba Með þessari fyrirsögn hefir Hannes J. Magnússon yfirkenn- ari samið nokkrar sögur, 13 alls, en forlag Æskunnar gefið út. Þessar sögur éru ekki sarndar og sagðar út í loí’tJð, aðeins til að segja eitthvað. Þær hafa ákveð- inn tilgang, mjög skýrt markað- an. Þær koma til barnanna með ákveðinn boðskap, sem er fluttur á aðlaðandi og skemmtilegan hátt, og er því líklegt að börn hafi gaman af að lesa sögurnar. Og þessi boðskapur er börnun- um hollur, því hann er í senn fræðandi og þó um framt allt fallegur og siðlegur. Og þess vegna er óhætt að mæla með þessari bók. Raunar er höfund- urinn orðinn kunnur að því, að geta skrifað fyrir börn, því eins og kunnugt er liefir hann í meir en tug ára gefið út vinsælt barnablað, -Vorið, sem fullyrða má að sé hollt lesefni fyrir börn. Og margir hinna fullorðnu munu kannast við fjölda ágætra greina eftir hann í tímaritinu Heimili og skóli. Og fleira, bæði Jrýtt og frumsamið, hefir komið út eftir Hannes, t. d. Leskaflar um bindindismál, o. fl„ svo að hann er enginn viðvaningur með pennann. Allt, sem hann leggur huga að og snertir á verður í höndum þessa síhugs- andi áhugamanns að siðlegum, vekjandi íhugunarefnum. — „Sögurnar hans pabba“ eru ein- mitt þessu marki brenndar, og ’Jress vegna hinn hollasti lestur. Eg þykist Jrví mega vænta þess, ■að foreldrar stuðli að því að börn þeirra lesi bókina og að um margt í henni sé rætt við börnin. Það mundi glæða siðrænt vit þeirra og' þroska þau. Hafi höf. beztu þökk fyrir bók- ina. Sn. S. ATV.INNA! e Nokkrar stúlkur og unglingspiltar geta fengið framtíðarat- vinnu nú þegar á Klæðaverksmiðjunni Gefjun Húshjálp Sá, sem getur útvegað 2ja— 3ja herbergja íbúð fyrir 1. okt. n. k. getur fengið ágæta húshjálp. Tilboð, auðkennd „Þrennt í heimili", leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir 1. febrúar næstk. Jörðin As í Glæsibæjarlireppi er til sölu og laus til ábúðar í far- dögum 1947. Semja ber við eiganda jarðarinnar fyrir 15. febrúar 1947. / Ási, 13. janúar 1947. Rósant Sigvaldason »bj<bj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<bj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<hj<bj<hj<hj<h><bj<hjo<i Kerrupokar hálf- og algæru Kaupjélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. Vinnufatnaður Samfestingar Buxur, margar tegundir Jakkar Skyrtur Leistar Húfur, á kr. 7.90 Kaupfélag Eyfiröinga I Vef naðarvörude ild. ><HJ<Hj<Hj<HJ<HJ<HJ<HJ<BJ<Hj<Hj<Hj<HJ<Hj<ttJ<Hj<HJ<ttJ<HJ<HJ<Bj<Bj<HKHJ<BJ<HJ<HJ FIÐUR Mjög gott enskt fiður, lientugt í púða og kodda, nýkomið Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. H*HJ<Hj<HJ<HKHKHJ<HJ<KyJ<HJ<HKHKHKHJ<BKHKHJ<HKHKHJ<HJ<HKHj<HKHJ<HJff) ■<HJ<HJ<í<HJ<HJ<HJ<BJ<HKHJ<HKHJ<HJ<HKHJ<BJ<HJ<BKHKHJ<BKHKHJíKHJ<HKHKHJ G ólfteppi GUDMAN'NS VERZLUN Otto Schiöth miBjíJ<HJ<HJ<Hj<HJ<HKHj<HJ<HJ<HJ<KHJ<HJ<HJ<HJ<HKHj<HJ<HJ<HJ<HKHJ<HKHJ<HJ^ KHJ<HJ<BJ<HJ<HJ<HKHJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<BJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ<HJ TILKYNNING \ Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að frá 11. janúar 1947 skuli hámarksverð á eggjum vera sem hér segir: , » I heildsölu..........kr. 14.50 pr. kg. í smásölu............. — 17.00 — — Verð þetta er miðað við, að eggin séu óskemmd 1. fl. vara og stimpluð sem slík af eggjasamlagi. eða hænsnabúi, sem viðurkennt er af verðlagseftirlitinu, enda taki samlagið eða búið ábyrgð á gæðum eggjanna. Á öðrum eggjum má ekki vera hærra verð en hér segir: í heildsölu..........kr. 12.50 pr. kg. í smásölu............. — 15.00 — — Reykjavík, 11. janúar 1947. Verðlgsstjórinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.