Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 3

Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 3
M'iðvikiiitlagiur 22. janáar 194-7 D A G U R Bréf úr Flatey Flatey á Skjálfianda er stað- jskily-rðiiS til þess að þar geti byrj- ur, sem sjaldan er minnst á í að og blómgast fjörugt athaínalíf. Strax og bryggjan er búin, er áLveðið> að reisa nýtízku hrað- frystihús. Standa Flateyingar sjálfir að því stórmáli ásamt Kaupfélagi Þingeyinga. Hefir mál þetta lengi verið rætt á- milíi þessara aðila, og undirbúningur hafinn. I Flatey er útibú frá Kaup- félagi Þingeyinga. Hefir það verið ómetanleg h jálp fyrm fólkið sem þar býr, því samgöngurnar við land eru æfinlega vondar og strjálar og þó sérstaklega um vetrartímann. Hefir Guðmundur Jónasson veitt því forstöðu frá byrjun og. reynst þar eins og á öðrum svið- um hinn mætasti maður. Fyrir nokkru hófu Flateying- ar fastar bátsferðir tvisvar í mán- uði til Húsavíkur. Síðastliðið ár höfðu þeir jress- ar ferðir, hinir ötulu Krosshúsa- bræður Emil og Arnþór. bölðum eða útvarpi. Mættiut ókunnugir ætda að'það væri eyðiey langt úti í hafi, svo fágætt er að liennar sé getið, eða þeirra minnst, sem þar búa. En frá ómunatíð, eins og sag- an greinir hefir Flatey verið byggð, og ennþá lifa og starfa í eyjunni um 130 manns, hefir sú tala litlum breytingum tekið undanfarin ár. Sú var þó tíðin að margir töl- uðu um Flatey og hugsuðu þang- að, því oft var þar gott til fanga. Á þeim tímum þegar sulturinn barði að dyrum næstum á hverju heimili og um það eitt var hugs- að, að hafa eitthvað að borða, þá var Flatey nokkurs konar forða- búr, sem menn úr nærliggjandi sveitum sóttu matbjörg í. Sagan af bóndanum sem sótti 8 fjórðunga af hákarli og fiski út í Flatey og bar þá á bakinu frá Múlaöldu og langt fram í sveit Frá ómunaríð hefir sauðfé ver- ið í Elatey og gefið þar góða raun haust v'ar því slátrað vegna mæðiveiki, en í staðinn. keypt 50 lömh af Vestfjörðum. í vor sem leið keypti Þórarinn Jónsson kennari ,,Farmall“-vél og vann með henni í sumar, bæði við jarðiækt og heyskap. Er mikið verkefni fyrir eina sll'ka vél í eyjunni, þar sem hún er öll óslétt frá náttúrunnar liendi. Fjárhagsástæður Flatey- inga munu vera góðar. Enda eru þar afburða duglegir sjómenn og fóikið liarðgert og vinnugefið. Það er trú margra að Flatey eigi glæsilega framtíð. Enda eru þar ótæmandi möguleikar. Mjög skammt á hin beztu fiski- nrið, þar veður hin ný-skattlagða norðlenska síld upp í fjörusteina 'og í eyjúnni er hægt að framleiða mjólk handa mörg liundruð rnanns. Margt fleira væri liægt að segja um þennan stað, en hér verður staðar numið að sinni. 15. jan. 1947. og óð Laxá á milli skara á laug- ardaginn fyrir Páska, hún ein sýnir okkur að oft hefir mikið verið á sig lagt að hafa samband við Flatey. Hún sýnir okkur líka annað. Hún sýnir okkur gleðina sem ríkt hefir um þessa hátíð í litla moldarbænum matarlausa. Margar ferðir munu hafa verið farnar úr vestur hluta Þingeyjar- sýslu út á Flateyjardal í sömu er- indum. En saga þeirra er óskráð og verður því miður aldrei skráð, sem báru á bakinu björg í bú inn yfir Flateyjardalsheiði. Allar þessar hetjur eru nú horfnar, fennt yfir sporin, allt hulið grárri gleymsku. Á Flateyjardal fækkar nú óð- um þeim býlum, sem tóku ámóti lúnum og svöngum vegfarend- um og veittu þeim hús og hress- ingu til forna. Fyrir rúmum 20 árum voru 5 jarðir byggðar á dalnum og 45-50 manns búsett þar, en um þessi áramót er að- eins ein jörðin byggð, Brettings- staðir. Verður sennilega skammt að bíða þess að sjófarendur sem sigla um Flateyjítrsund á dimm- um vetrarkvöldum sjái ekkert ljós á Flateyjardal. En fari svo, að líf og 1 ífskjör Flateyinga yrðu betri og bjart- ari í framtíðinni, um leið og al.lt líf hverfur af dalnum, þá er vel. I surnar var minni útgerð í Flatey en verið hefir í mörg ár. Nokkrir ,,trililu“-bátar reru og fiskuðu sæmilega og sumir ágæt- lega. Á einn þennan bát fiskuð- ust 90-100 skippund og var eig- andi bátsins, Karl Pálsson, æleinn í allt sumar, en Kad er þekktur fyrir það að vera harðvítugur sjá- sóknari. í Flatey standa nú fyrir dyr- um miklar og dýrar framkvæmd- ir. í sumar var hafin þar bryggju- gerð. Er fyrirhugað að byggja 40 metra langa bryggju; voru 10 metrar fullgerðir í sumar og eitt steinkar tilbúið í landi. til að setjast niður næsta vor. Er talið að hægt verði að ljúkia verkinu næsta sumar ef peningar verða fáanlegir til þess. En> fullkomin bátabryggja í Flatey er fyrsta FRÁ BÓKAMARKAÐINUM Fornir danSar, Ólafur Briem sá anda þessara fornu Ijóða. Það sér um útgáfuna. Jóhann Briem á, að frumkenndir mannssálar teiknaði myndirnar. — Þorsteinn • innar, ástin og. hatrið, gleðin og Jósefsson: I djörfum leik. Frá- sagnir af íþróttasigrum. Hlað- búð, Reykjavík 1946. Bókin Fornir dansar er ný og aukin útgáfa af safni, er þeir Sven Grundtvig og Jón Sigurðs- son forseti gáfu út á sínum tíma og nefndu íslenzk fornkvæði. Sú bók er nú löngu uppgengin og ófáanleg orðin. Þar var alls stað- ar gerð rækileg grein fyrir íis- mun handrita, og sum kvæðin voru prentuð í ýmsum gerðurn, jsvo að þar var raunar fyrst og fremst um fræðilega útgáfu danskvæðanna að ræða. í hinni nýju útgáfu Ólafs Briem er aftur á móti hvergi prentuð nerna ein gerð af hverju kvæði og hvergi O sem etið um mismun handrita. Þar um margar gerðir er að ræða, er „textinn soðinn upp úr þeim öllurn, og það tekið úr hverri, sem skáldlegast þótti“, eins og útg. kemst að orði í greinargerð sinni fyrir útgáf- unni. Með jiessu móti verður bókin stórum aðgengilegri og skemmtilegri en ella fyrir allan ahnenning, og ekki spillir það, að mörgum danskvæðum er hér bætt við úr öðrum safnritum, einkum kvæðasöfnum Ólafs Da- víðssonar og Danmarks gamle Folkeviser. Loks er Eyvindar- ríma, eina kvæðið, sem hvergi hefir birzt á prenti áður. Fornir dansar er frá útgefand- ans hendi forkunnar falleg og eiguleg bók, mikil að vöxtum, 390 bls. í allstóru broti, prentuð 'með miklum ágætum á vandað- an pappír. Teikningar Jóhanns Briern varpa auknu lífi og Jjóma á bókina, enda eru þær prýðilega gerðar, í sterkum og listrænum 'sríl, sem fellur vel að efni og sorgin, eru eins á öllum tímum og hið einfalda og. alþýðlega Ijóðaform, sem bezt fær túlkað þessar kenndir, er einnig furðu lega ótímabundið og sígilt. Sum þessara fornkvæða gætu þannig vel verið ort af höfuðskáldum vorra tíma. Ekki sízt eru niörg viðlögin hreinar perlur, innileg og látlaus list, er túlkar mann legar tilfinningar, sem hvorki eru hundnar við stað né stundu heldur eru sameign allra þjóða og alh’a tíma: Fagurt syngur svanurinn um sumarlanga tíð. Þá mun lyst að leika sér, I mín liljan fríð. Fagurt syngur svanurinn. I'hort mundi þetta ort vera á 12. eða 20. öldinni? Jóni biskupi helga þýddi ekki að hamast gegn dansinum og danskvæðunum þótt hann léti þann leik „aflaka og bannaði sterklega", sem og önnur „blautleg kvæði og regi leg“. „Mannsöngsvísur vildi hann eigi heyra né kveða láta, en þó fékk hann því eigi afkomið með öllu’," að því, er segir í sögu hans, og mun það sannast orða — Hafi útgefendur kæra þök fyrir þessa skemmtilegu og glæsi legu bók. • Þorsteini Jósefssyni, blaða manni og rithöfundi, hefir tekizt að gera frásagnir sínar af íþrótta mönnum og íþróttaafrekum sér lega skemmtilegt og „spennandi lestrarefni. „í djörfum leik“ er fjörlega rituð og hressileg bók og hollur andi íþróttanna svífur þar yfir vötnunum. Þótt víðast sé hér um eins konar endursagnir að ræða, hefir Þorsteini tekizt að Guðrún I Jóhannesdóttir Hún lézt á Sjúkraliúsi Akur- eyrar hinn 17. þ. m., eftir langa og. þunga legu. Hún var fædd að Þönglabakka Þorgeirsfirði 24. október 1885j ein hihna kunnu Þönglabakka- systra, dóttir Jóhannesar bónda Jónssonar þar og á Kussungsstöð- oun, prests Reykjalín, og konu ians, Guðrúnar Hallgrimsdóttur i'rá Hléskógum. Hún ólst upp í föðurgarði og hjá mági sínum, Sæmundi skipstjóra Sæmunds- sy.ni í Stærra-Árskógi, nam ung við' kvennaskólann á Blönduósi, og giftist eftirlifandi manni sín- um, Snorra Sigfússyni, skólá- stjóra, árið 1911. Ári síðar fluttu >au hjónin vestur til Flateyrar og áttu þar heima til 1930, er t>au fluttu hingað til Akureyrar. og hér dvaldi Guðrún til> ævi- ioka og stýrði hinu stóra heimili sínu á meðan kraftar entust. Hún var alla ævi heilsugóð, unz Iiún kenndi sér meins þess, miðju sl. sumri, er dró hana ti’l dauða. Frú Guðrún Var talin ein hin allra glæsilegasta kona hér um slóðir á morgni þessarar aldár, eftirsótt og dáð, gáfuð og söngv- in, hreinlíf og hjartahrein, sveik aldrei neinn eða neitt. Nú er hún lögst til hvíldar, rúmlega sextug, eftir mikið dagsverk Hún var frábær húsmóðir, sem lagði allt í sölur fyrir heimili sitt. ástrík eiginkona N og móðir. Minning hennar mun lifa hjörtum þeirra, er þekktu hana. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju nk. laugardag; og jarðsett að Tjöm í; Svarfaðar- dal. „færa þær í þann búning, sem viðfangsefni." þeim má bezt fara fyrir íslenzka lesendur," eins og Þorsteinn Ein arsson íþróttafulltrúi kemst að orði í formála sínum fyrir bók Jiessari. „Mér hefir við lestur þeirra fundizt sem eg væri ýmist kominn á áhorfendabekk stórs leikvangs, gripinn af æsingu keppninnar, eða í spor keppand ans, sem með beitingu hugsun ar, vil ja og hæfni vöðva, berst við snjalla keppendur til þess að ná sem lengst, hæst og hraðast, Grunntónn allra frásagnanna er þrautseigjan, drengskapurinn og göfugmennskan." — Höfundur inn hefir séð og kynnzt ýmsu þv er hann segir hér frá, af eigin raun, en fer annars eftir heimilc um sjónarvotta, er fylgzt hal'a með ýmsum merkustu og sér stæðustu íþróttaviðburðum síð ustu ár, á Ólympíuleikunum- og annars staðar, og kynnzt skemmtilegustu og drengilegustu íþróttagörpunum. í djörfum leik er fyrsta ritið bókaflokki, er „Hlaðbúð“ hefir jtindirbúið og hyggst gefa út og tileinka hinni nýju kynslóð landinu. Nefnist bókaf.lokkur |>essi Væringjar, og. munu þar birtast bækur um „útþrá og æf intýri, lönd, þjóðir og borgir, tækni og dirfsku og sigra fyrri kynslóða í baráttunni við örðu; Kreppa í Rússlandi Ritstjórnargrein í Manchester Guardian. Rússnesku blöðin og útvarpið liafa ennþá ekki náð í skottið á samvinnulipurðinni, sem ein- kenndi síðustu daga Molotoffs í New York. Gagnrýni og útúr- snúningar eru ennþá helztu ein- kenni allra umræðna um veröld- ina utan landamerkja Sovét- Rússlands. Mikið af þessu er aug- sýnilega til orðið vegna erfiðs á- stands heima fyrir. „Izvestia" heS- ir kvartað undan því, að sam- vinnufélögin „sýni ekki nægan craft og einbeitni“ í því starfi, að framkvæma tilskipunima frá 9. september um vörudreifingu í bæjum og borgum. Þetta mun einkum eiga við ástandið í Moskvu, þar sem opnaðar hafa verið aðeins tvær nýjar sölubúðir og fimmtán vöruskálar. „Izves- tia“ segir ennfremur, að „úrval sé mjög takmarkað, búðirnar lé- lega útbúnar og naumast hæfar fyrir vetrarverzlun", verðið sé einnig of liátt. Þessi gagnrýni á samvinnufélögin, röskum þrem- ur mánuðum eftir að þeim hafði verið leyft að opna búðir á ný í þéttbýlinu, er augljóslega til- raun til þess að komia ábyrgðinni af skortinum á almennum neyzlu vörum af ríkisvaldinu og yfir á annan aðilá. Sama óróans verður vart í blaðinu „Rauða stjarnan", þar sem veitzt er að meðlimum hers og flota; ásamt með hershöfð- ing-jum- og aðVmrálúm, fyrir að taka of lítinn )>átt í hinni „póli- tísku áróðursbaráttu". Bláðið segir, að ræðumenn megi ekki sneiða hjá vandræðum, „sem stafa frá styrjöldinni eða hafa ‘aukizt vegna lélegrar uppskeru í ýinsum héruðúm" en> þeir verða að gera. áheyrendum það Ijóst, að þessi vandræði séu aðeins „stund- ar fyrirbrigði“. Blaðið segir: „Áróðursmennirnir verða að draga fram í dagsljósið mismun- inn á bráðabirgðavandræðum okkar nú sem stendur og erfið- leikum hins kapítalíska heims, sem eru afleiðing innvortis mein- semda skipulagsin s, kreppu, at- vinnuleysis og síaukinnar fátækt- ar verkalýðsins." Þetta er einstaklega lærdóms- ríkt. Það varpar Ijósi á það, hvers vegna rússnesk stjórnarvöld leggja svo mikla áherzlu á að kynna umheiminn fyrir þegnurn sírrum' sem veröld kreppu og öngþveitis og heimkynni hungr- aðra tilfa, sem bíða þess eins, að geta gleypt hin einföldu og ráð- vöndu Ráðstjórnarríki. (Lauslega þýtt.) „í djörfum leik“ er myndum prýdd og snoturlega gefin út. Hleypir bókaflokkur J>essi þann- ig.vel og myndarlega úr garði, X- Fr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.