Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 4
4 DAGUR Miðvikudagur 22. janúar 1947 DAGUR Ritstjórl: Haukur SnorroBon Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Marínó H. Pétursson Skrifstofa í Hafnarstraeti 87 — Sími 166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Bjömssonar riauo riKisreKsir ■ylLVERAN virðist stundum vera harla einföld og strikbein í augum hinna einlægu og hrekklausu réttrúnaðarmanna og bókstafsþræla — hvort sem réttrúnaður þeirra eða bókstafsþjón- usta fremur í einhæfum, þröngsýnum og kreddu- bundnum skýringum og vangaveltum yfir ritn- ingum hinna ýmsu trúarbragða mannkynsins — í venjulegri og þröngri merkingu þess orðs á gamla landsvísu — eða í pólitískri ofsatrú og „línu- dansi“ ýrnissa nútíðarmanna, er mæla alla hluta á eitt og hið sama alinmál, sem hinir vísu lærifeður stjórnmálastefnu þeirrar, er þeir aðhyllast, hafa nú einu sinni lagt lærisveinum sínum og áhang- endum upp í hendurnar í eitt skipti fyrir öll. Okkur hinum, sem ekki þykjumst hafa höndlað neinn slíkan algerlega óskeikulan og algildan mælikvarða á öll fyrirbæri mannlífsins og tilver- unnar, veitist oft stórum erfiðara að átta okkur á hlutunum og sætta okkur við þá en þessum sælu samborgurum okkar, sem jafnan þykjást sjá heil- agan anda, niður í hvaða forarpolli, sem þeim er stungið til skírnar og afbötunar ^pRÚMÁLARIT það, er Kommúnistaflokkur- inn gefur út hér á Akureyri, tók hinni stór- felldu hækkun á gjaldskrá Landsímans fremur óstinnt í upphafi og hafði þá orð á því, að ekki væri nú framar öðrum fært en efnamönnum ein- um að hafa talsímatæki til þæginda á heimilum sínum. Hér í blaðinu var skömmu síðar bent á þá augljósu staðreynd, að rekstur Landsímans væri allglöggt dæmi um ríkisrekstur almennt, og hefði þó mátt nefna fleiri ríkisstofnanir og viðskipti þeirra við þegnana í því sambandi, svo sem Áfengisverzlunina, tóbakseinkasöluna o. s. frv. Kommúnistablaðið mun hafa fallizt á þessar rök- semdir, enda naumast hugsanlegt, að sú staðreynd gæti farið öllu lengra fram hjá ritstjóra þess, að hér er auðvitað um hreinan ríkisrekstur að ræða og annað ekki. En þar með þokaðist málið í heild sinni vitanlega út af vettvangi heilbrigðrar skyn- semi Rósbergs — að svo miklu leyti sem þar kann að vera um einhvern slíkan vettvang að ræða -- og inn í dularheima rétttrúnaðarins og hins póli- tíska ofstækis. Ritstjórinn tekur nú að verja með oddi og egg þá sömu ráðstöfun, sem hann áður hafði fordæmt svo kröfuglega. — „Að tala um ein- okun í sambandi við ríkisstofnanir eins og land- síminn er, er hin mesta vitleysa,“ segir í forystu- grein „Verkamannsins" í síðustu viku, og um- mæli „Dags“ um þetta efni kallar ritstjórinn „ís- landsmet í asnalegum blaðaskrifum og rökvill- um.“ jþAÐ ER GOTT, að Dagur hefir orðið til þess að þvo Landsímann hreinan af öllum syndum í augum kommúnista, með því einu að dýfa hon- um ofan í skírnarlaug ríkisrekstrarins á elleftu stundu. Hitt má raunar stórfurðulegt kallast, að „Verkamanninum" skuli ekki hafa verið það ljóst fyrr en þetta, að þessi mæta stofnun er fædd í þessari blessaðri laug og hefir aldrei upp af henni stígið, svo að „Dagur“ á raunar engan þátt í skírninni annan en þann að nefna hlutina sínu rétta nafni! En skylt er að geta þess hér, að það er auðvitað helber misskilningur, ef ekki annað verra þegar „Verkamaðurinn" fullyrðir í þessari sömu grein, að „Dagur“ sé þeirrar skoðunar, „að ríkisrekstur á *símanum sé stórhættulegur og Setið meðan sætt er. J*NN ER ALLT í fullri óvissu um nýja stjómarmyndun, þegar þetta er ritað, en þó fullvíst talið, að tilraun Stefáns Jóhanns sé algerlega farin út um þúfur. Kunnugir menn í höfuð- staðnum tala um fund í miðstjóm og þingflokki kommúnista, þar sem kom- ið hafi til snarpra átaka, en ráðherrar flokksins, þeir Brynjólfur og Aki, hafi þó að lokum hamrað þá „línu“ í gegn með mjög litlum meirihluta atkvæða, að bjóða Ólafi Thors og íhaldinu upp í nýja stjórnarrekkju — í kristilegu einkvæni í þetta sinn, þannig, að íhaldsmenn og byltingaskrafarar verði nú einir um hituna, en Alþýðuflokkur- inn komi þar hvergi nærri hvílubrögð- unum að þessu sinni. þEIM BRYNJÓLFI OG ÁKA mun ganga það helzt til að bjarga ráð- herrastólum sínum, í lengstu lög, og er það ekki nema mannlegt, þótt vissu- lega myndi ýmsum öðrum venjuleg- um mönnum þykja það full beizkur biti og ólystugur að kingja nú enn á ný þegjandi öllum stóryrðunum og skömmunum um íhaldið og stjórnar- formanninn. — Á hinn bóginn mun ýmsum leiðtogum Sjálfstæðisflokks- ins þykja harla gott að geta bjargað heildsalagróðanum, skattsvikurunum, stórgróðalýðnum og sérréttindamönn- unum enn um stund með svo hægu móti. „Heildsalarnir munu lifa góðu lífi áfram.“ gOMMÚNISTABLAÐIÐ hér í bæn- um var svo seinheppið að taka flugufregnirnar um stjómarsamstarf Alþýðuflokksins, Framsóknar og Sjálf- stæðisins sem góða og gilda vöru, og lagði blaðið út af þeim pistli með miklum hávaða og fullyrðingum í síð- ustu viku. Var þar talið, að „Sjálf- stæðisflokkurinn haldi dauðahaldi í stefna beri að því að afnema hann.“ Það er ekkert leyndarmál, að við Framsóknarmenn getum \el verið fylgjandi ríkisrekstri, þegaf sérstaklega stendur á og bersýn þörf krefur, þótt við hins vegar teljum hann sízt nokkurt alisherjar-úrræði í atvinnumál- um né óbrigðult meðal gegn öll- um meinum þjóðlífsins. J^ANDSÍMINN er vissulega í lrópi þeirra stofnana, sem vandséðast er að reknar verði með öðru hagfelldara móti en með ríkisrekstrarsniði. En þrátt fyrir það vill „Dagur“ fúslega endurtaka og undirstrika þau ummæli sín í grein þeirri, sem orðið hefir „Verkamanninum" liörðust hneykslunarhella í þessu ■sambandi — „heimskulegur rit- háttur og bjálfalegar rökvillur", eins og blaðið kemst að orði af venjulegri hógvæifð sinni og prúðmennsku —: að nauðsynlegt er, „að almenningur sé vakandi á verðinum fyrir hag sínum og samskiptum við ríkisvaldið“ og ennfremur, eins og komizt var að orði í nefndri grein „Dags“: „Þjóðin ætti vissulega að athuga þessi dæmi vandlega og draga af þeim rétta lærdóma, áður en hún gengur lengra en þegar er orðið, eða nauðsynlegt og óhjákvæmi- legt er, í því efni að afsala sér lýð- ræðislegum réttindum sínum í hendur ríkisstofnana eða þjóðfé- lagslegra einokunarverzlana á nútímavísu.“ gjaldeyrismálin, og af því sýnt, að heildsalarnir munu lifa góðu lífi áfram“, eins og blaðið kemst að orði. Viðbúið er, að blaðið muni telja sér nauðsynlegt að tala varlegar en áður um gengi þessarar stéttar, ef af því skyldi verða, sem líklegast er, að það verði einmitt kommúnistar, sem taki að sér að vaka yfir heilsu og lífi heild- salanna í félagi við íhaldið og sjálfan líflækni allra fjárplógs- og stríðs- gróðamanna í landinu, Ólaf Thors. lorsætisráðherrann og rússneska fordæmið. þÁ FULLYRÐIR blaðið, að nefndur Ólafur hafi í nýjársræðu sinni til landslýðsins boðað nauðsyn þess, að „banna verkalýðsfélögunum að semja um kaup meðlima sinna með frjálsum samningum við atvinnurekendur.11 Er svo að heyra sem Rósberg telji slíkt bann enga sérstaka fyrirmynd. Þó er vitað, að í sjálfu Rússlandi — „föður- landi kommúnismans“, sem búið hefir um langt skeið við hið blessaða „al- ræði öreiganna" — hefir slíkur réttur fyrir löngu verið algerlega af verka- lýðnum tekinn og fenginn ríkisvaldinu einu í hendur með þeim frægu afleið- ingum, að hvergi í heiminum mun sem stendur meiri munur á launum hinna ýmsu atvinnustétta og einstakra borg- ara en einmitt í Sovétríkjunum. Hinn „heilagi“ verkfallsréttur er þar strang- lega afnuminn með lögum, er leggja hinar þyngstu refsingar við hvers kon- ar gagnrýni á kaupskömmtun ríkis- valdsins. Á hinn bóginn er verkalýður- inn þar í landi knúinn til sívaxandi af- kasta og erfiðis m:ð endema ströngu ákvæðisvinnu-fyrirkomulagi, sem hlot- ið hefir hið virðulega nafn „Stackhan- ov-hreyfingin“ og hafið er til skýjanna 'í fádæma harðvítugum og ósvífnum áróðri og skrumauglýsigum stjórnar- valdanna. — Kannske hin nýja stjórn þeirra Ólafs og Brynjólfs, sem talað er nú um, hyggist höggva á hinn ram- flókna hnút atvinnulífsins og „nýsköp- unarinnar" með einhverjum svipuðum aðgerðum, um leið og kommúnistar láta hinn fagra Jónsmessudraum for- Sætisráðherrans um lögheftingu verka- lýðsins rætast fyrir atbeina Alþýðu- sambandsins sjálfs og við hallelúja- söng „Verkamannsins", og annarra trúmálarita Stalínstrúarsafnaðarins á Islandi. — NÝJA BÍÓ Miðvikud. og fimmtud. kl. 9: Frumskógakonan Acquanetta — J. Carrol Nash Bönnuð börrium innan 16 ára Föstudagskvöld kl. 9: Valsakóngurinn Laugardag kl. 6: Valsakóngurinn Laugardagskvöld kl. 9: 30 sekúndur yfir Tokyo í síðasta sinn Börn innan 12 ára fá ekki aðgang. Sunnudag kl. 2.30: Demantsskeifan Sunnudag kl. 5: Valsakóngurinn Sunnudagskvöld kl. 9: Frumskógakonan Bönnuð börnum innan 16 ára. Vic Móðurminning .... Þú varst Hknin, móöir mín og mildin þín stnddi mig fyrsta fetið. Ö. A. Hvi skyldi cg yrkja um önnur fljóð en ekkert um þig, ó, móðir góð? Upp, þii minn hjartans óður! Því hvað er cístar og hróðrar dis, og hvað er engill úr Paradís, hjú góðri og göfugri móður? M. J. .... Plýði ég til þin, móðir mín. Þvi mildin þín — grút og gieði skildi. Ö. A. Mitt crsku athvarf, dst fullorðins, rúðaneyti og huggun í raunum öllum; bezta min móðir mér sem cetíð fast að hjarta hékk sem henni ég sjdlfur! Bj. Th. .... Sþurði ég þig, móðir min og mildin þin allar gdtur greiddi. Ö. A. Man ég afl andans i yfirbragði og dstina björtu, er úr augum skein. Var hún mér ce sem d vorum ali grös i grcenu guðfögur sól. J.H. .... Þú varst skjólið, móðir mín, þvi mildin þin vermdi þann veika gróður. Ö. A. .... Brann þér i brjósti, bjó þér i anda, dst d cettjörðu, dst d sannleika .... J. H. — Ég hefi þekkt marga hda sdl ég hefi lcert bdkur og tungumdl og setið við lista lindir; en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. M. J. .... Hvarf ég frd þér, móðir min en mildin þin fylgdi mér alla cevi. Ö. A. Heyri ég himinblce heiti þitt anda dstarrómi. Fjallabuna þylur hið fagra nafn glöð i grcenum rinda. JH. Eg kveð þig, móðir, i Kristi trú, sem kvaddir forðum mig sjdlfan þú d þessu þrautanna landi. Þú, fagra Ijós, i Ijósinu býrð, nú launar þér guð i sinni dýrð nú gleðsl um eilífð þinn andi. M. J. — Ef syrtir af nótt, til scengur er mdl að ganga — scet mun hvildin eftir vegferð stranga — þd vildi ég, móðir min, að mildin þín svcefði mig sefninum langa. Ö. A. .... Krjúþtu að fótum friðarboðans, og fljúðu d vcengjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. J. H.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.