Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 22.01.1947, Blaðsíða 8
Risaborgin í vestri Mytulin er frá Neio York, séö frá höfninni yfir á neðri hluta Manhattaneyju. Skýjakljúfarnir fremst á myndinni eru i viðskiptahverfinu i Wall Street og nágrenni. Stjórnarkreppan (Framhald af 1. síðu). 8 Úr bæ og byggð I. O. O. F. - 12812481/2 - 9 - I. Messað á Akureyri n.k. sunnu- dag kl. 5 e. h. Zíon. Sunnudaginn 26. þ. m. Sunnu- dagaskólinn kl. 10 30 f. h. Almenn samkoma kl. 3 30 e.h. Allir velkomnir. Barnastúkan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg nk. sunnudag, kl. 10 f. h. Fundarefni: Kosning embættismanna og innsetning. Upplestur. Söngur og leikrit. A-flokkur skemmtir. Hjálpræðisherinn. Æskulýðsleið- togar, major og frú Andresen frá Reykjavik, heimsækja Akureyri og stjórna eftirfarandi samkomum: Laug- ardag kl. 5 e. h. (barnasamkoma). Kl. 8.30 e. h. samkoma og sunnudaginn 26. jan. kl. 11 f. h. og 8.30 e. h. Sunnudagaskólinn kl. 2. Mánud. kl. 4 Heimilissambandsfundur. Kl. 8.30 e. h. æskulýðssamkoma. Munið Minningarspjöld Sjúkra- hússins og Elliheimilissjóðs Akureyr- ar. Fást í Bókaverzl. Þorst. Thorla- cius. Gangleri. Blaðinu hefir borizt 2. hefti Gangleri, tuttugasta árg. Heftið flytur margs konar dulspekifróðleik og athyglisverðar greinar eftir ritstjór- ann o. fl. Aheit á Strandarkirkju: Frá A. J. kr. 25.00. — Frá N. N. kr. 20.00. — Frá N. N. (gamalt áheit) kr. 35.00. Berklavörn á Akureyri heldur aðal- fund sinn að Hótel Norðland, þriðju- daginn 28. jan. næstk. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Lagabreytingar og venju- leg aðalfundarstörf. — Stjórnin. Stúkan Ísaiold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund næstkomandi mánudag, 27. janúar, kl. 8.30 e. h. í Skjaldborg. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf. — Inntaka nýrra félaga. — Kosning embættismanna. — Erindi. — Skemmtiatriði. — Nánar aulýst í götuauglýsingum. — Bindindissinnað- ir Akureyringar! Gangið í Regluna og styðjið þannig baráttu hennar móti áfengisspillingunni. Foreldrar! Komið með börnum yðar í Regluna! Bruninn á Þverá. (Framhald af 1. síðu). beztu aðhlynningu og dvelur þar ennþá. Ekki var ráðið við eldinn, sem ilæsti sig um allt húsið, og varð ekki bjargað neinum innan- stokksmunum, sem teljandi séu, aí neðri hæðinni heldur, en þar bjuggu Rósa Jónsdóttir og systir hennar Elín. Brann húsið allt til grunna ásamt öllu, er í því var, á skammri stundu. Læknar frá Akureyri komu á vettvang og gerðu að sárum Árna og Jóns og síðan voru þeir fluttir í sjúkrahúsið hér. Reyndust brunasár Árna mikil, en Jón hafði sloppið betur. Eru þeir báðir í sjúkrahúsinu ennþá og er líðan þeirra sæmileg. Húsið á Þverá var tvílyft stein- hús með timburinnréttingUí byggt 1925. Það var ein hin glæsilegasta íbúðarbyggingin í sveit hérlendis og heimilið allt prýðilega búið. í þessum elds- voða hafa týnzt margir verðmæt- ir gripir og munir, er gengið hafa mann fram af manni. Tjón heimilismanna á Þverá er því mjög mikið og óbætanlegt í við- bót við hörmuileg slys. NÝK0MIÐ! Reiðstígvél á kr. 148.00. SKÓBÚÐ KEA. inn í ríkisstjórina, sem þeir höfðu þá nýlega yiirgefið, og að á þessum tíma hafi ekki verið rætt við Framsóknarflokkinn um ábyrga stjórn lýðræðisflokkanna í landinu. Tilraun Alþýðuílokksins. Eftir að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafði opinberlega gef- ist upp við stjórnarmyndunina', eftir 90 daga umleitanir, var fyrst tekið að ræða af alvöru við Fram- sóknarmenn um þátttöku í stjórnannyndun lýðræðisflokk- anna, eða eftir að forsetinn fól formanni Alþýðuflokksinsstjórn- armyndun. Þessar umleitanir í milli lýðræðisflokkanna þriggja hafa nú staðið í nokkra hríð og úrslit þeirra eru ókunn ennþá og engin stjórn mynduð. Á meðan þessu fer fram, hefir vísitalan enn skotist upp um 4 stig og af- leiðingar eyðslu- og dýrtíðar- istefnunnar koma æ betur í Ijós á öllum sviðum þjóðlífsins. Horfur eru á því, að kreppa sú, sem kommúnistar töldu sig ætla að forða með þátttöku sinni í stjórn 'landsins, skelli yfir þegar minnst vonum varir, á meðan kommúnistar tveir sitja þó enn- þá á ráðherrastólum við hlið auðmannanna í Sjálfstæðis- flokknum. Hvers vegna fól forsetinn Al- þýðuflokknum forustuna? Ýmsa furðar á því, að forset- inn skyldi fela Alþýðuflokknum — minnsta þingflökknum — for- ustuna í stjórnarmynduninni, eftir fa'll Ólafs Thors. Skýring á því er sú, að forsetinn mun liafa talið að flokkum þeim, er stóðu að stjórnarmynduninni fyrri, sé skyldast að standa fyrir myndun stjórnar, m. a. vegna kosningaúrslitanna í vor. Að sumu leyti var það ekki óhag- kvæmt, að fela Alþýðuflokknum að reyna að bræða saman sjónar- mið lýðræðisflokkanna þriggja, þar sem vitað var, að hinnar óá- byrðu og ævintýrasinnuðu for- ustu Ólafs Thors á Sjálfstæðis- flokknum, mundi ekki gæta að sama marki og verið hefir í ríkis- stjórn, er þannig væri mynduð. Kunnugt var og að Framsóknar- menn treysta ekki loforðum þess manns og ýmsir gætnari Alþýðu- flokksmenn munu orðnir and- hverfir nánu, pólitísku samstarfi við hann, þótt þeir hafi til skamms tíma a. m. k. verið í minni hluta í flokknum. Að öllu samanlögðu mátti því ætla, að nokkrir möguleikar væru á því, að sameina á þennan hátt hin ábyrgu öfl í landinu til andspyrnu gegn vaxandi upp- lausn í þjóðfélaginu og að ábyrgu endurreisnarstarfi. Þessar vonir hafa ennþá ekki rætzt hvað sem verða kanna, en víst mun mega telja, að mikill meirihluti kjósenda þessara flokka þriggja ætlist til þess, að þeir taki hönd- um saman við það að stöðva dýr- j tíðarflóðið og koma atvinnuveg-' unum á arðbæran grundvöll, í stað þess að fleyta þeim frá mánuði til mánaðar með kák- kenndum bráðabirgðaráðstöfun- um og aukinni skattheimtu, svo sem gert hefir verið. Það er þó naumast vænlegt til árangurs um þetta björgunar- starf, að á sama tíma og þessar umleitanir standa yfir opinber- lega, skuli berast lausafregnir — sem líklegt er að hafi við mikil rök að styðjast — um áframhald- andi baktjaldamakk Ólafs Thors og kommúnistanna. Með þessum hætti verður hin óábyrga forusta Sjálfstæðisflokksins enn til þess, að torvelda möguleika á sam- starfi lýðræðisflokkanna, en jafn- framt er ennþá reynt á flokks- böndin í Sjálfstæðisflokknum og verður fróðlegt að sjá hversu sterk þau reynast, ef formaður- inn skyldi leggja út í annað dýr- tíðar- og eyðsluævintýri með kommúnistum. Þetta er ekki lýðræði. Óhugsandi er, að þjóðinni verði stjórnað með sama hætti um langan aldur og nú hef- it verið um sinn. Úrslit stjórnar- samninga lýðræðisflokkanna hljóta því að verða kunngerð bráðlega. En þessi síðasta stjóm- arkreppa hlýtur að vekja þjóðina til umhugsunar um það, hvernig stjórn landsins er yfirleitt komið og hvaða leiðir séu til þess að forða þjóðinni frá slíku stjórn- leysi í framtíðinni. Þegar kjör- dæmaskipuninni var breytt 1942, til þess að þjappa öllu valdi enn fastar en áður í þéttbýlinu, töldu forvígismenn þeirrar breyt- ingar, að hún mundi styrkja lýð- ræðið og þingræðið í landinu. — Reynslan hefir nú fellt sinn dóm um þá spádóma. Nú er það þjóð- arinnar, að líta svo raunsæjum og óflokkslegum augum á stjórn- skipun lýðveldisins, að snúið verði við á þeirri braut, sem gengin hefir verið í þessu efni á undanförnum árum, til stundar- framdráttar einstökum, pólitísk- um flokkunt, en til tjóns fyrir ríkishei'ldina. Hvert það skref, sem tekið hefir verið til þess að minnka vald byggðanna, hvort heldur það hefir verið gert með breyttri kjördæmaskipun, upp- bótarþingsætafarganinu eða á annan hátt, hefir reynst óheilla- spor og reynslan af stjórnarfar- inu síðustu árin er hrópandi sönnun um þetta. Það verður að taka lyrir það, að heill og ham- ingja landsins um næstu framtíð geti lialdið áfram að vera leik- soppur í höndum örfárra flokks- foringja í Reykjavík. Það er ekk- ert lýðræði. Jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar Jóhannesdóttur, fer fram frá Akureyrarkirkju laugardaginn 25. þ. m., og hefst kl. 12.30 e. h. (hálf eitt). Jarðsett verður áð Tjöm sama dag. f. h. aðstandenda. Snorri Sigfússon. *$XSX$X$x$«S«}XSX$«$X$X$X$«$«$X$XSx$X$X$«$X$«$x3>3xSX$K$>3>3>^<^^<$«$*^<^<£<^3>^X§X$>^3>3>^«$> ÖLLUM ÞEIM MÖllGU sem glöddu rnig með drnaðaróskum d átt- rœðisafmœlinu, sendi eg hugheilar kveðjur og þakkir. JÓN MARTEINSSON, Bjarnarstöðum. Árshátíð Framsóknarfélaganna á Akureyri verður haldin að Hótel KEA laugardaginn 1. febrúar nk., kl. 9 síðdegis> Nánari tilhögun og aðgöngumiðasala verður auglýst í næsta tbl. Dags. Framsóknarmenn! Munið, að laugardaginn 1. fe- brúar mætið þið allir að Hótel KEA. Framsóknarfélag Akureyrar. ÍHKHKHKHKHKHKHKJ^HKHl^HKHKHKHKHJBKHKHKHKHKHKHKHS^HKHKHKWH *MxSx$x$x$x$x$x$x$x$><$x$x$xSx$x$x$x$xSx$x$x$«$k$x$x$x$>3xSxSx£<$«$^3x$>$x^<$x»<»<$x^$^><^S>$>3> AuqlÝsið í rrDEGI"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.