Dagur - 16.04.1947, Blaðsíða 4
4
DAGUR
Miðvikudagur 16. apríl 1947
IVIikil yfirbygging - léleg kjölfesta
ITTVARPIÐ skýrði frá því sama daginn og það
greindi frá samþykkt nýju tollahækkananna,
að ekkert hefði enn verið selt af þessa árs fiskfram-
leiðslu. Flest frystihús landsins hefðu svo miklar
birgðir að til vandræða horfði og saltfiskmagn í
landinu væri nú um 14 þúsund lestum meira en í
fyrra — allt á ríkisábyrgð. — Þessi fréttalestur
kann að hafa rifjað það upp fyrir mönnum, að
sendinefndir ríkisvaldsins voru gerðar á fund
stórþjóðanna til þess að afla markaða fyrir fram-
leiðslu landsmanna og gjaldeyris til innkaupa.
Það var eitt af fyrstu verkum hinnar nýju ríkis-
stjórnar að útbúa þessar sendinefndir með nesti
og nýjaskó og voru opinberar tilkynningar lesnar
um það á sínum tíma. Síðan hefir verið hlé á
fréttasendingum af því tagi. Það er vitað að sendi-
menn ríkisins hafa leitað hófanna í Bretlandi og
Rússlandi um sölu á afurðum landsins, en þá
þrýtur heimildir um frekari störf þeirra eða
árangur. Það er eðlilegt að almenningi öllum
þyki lítil tíðindi af sendimönnum ríkisvaldsins,
en mikil tíðindi útvarpsins um óselda framleiðslu.
Sérstaklega mun þeim hafa orðið hverft við, er
hlýddu á boðskap þann, er helztu ráðamenn fyrr-
verandi ríkisstjórnar létu út ganga við stjórnar-
skiptin. Þá höfðu þeir Ólafur Thors og Einar Ol-
geirsson það eitt ,til málanna að leggja, að óvenju-
lega bjart væri nú íramundan fyrir íslenzkt at-
vinnulíf og von um hátt verð á allri íslenzkri
framleiðslu. Ekkert bólar á því ennþá, að þessir
spádómar ætli fram að ganga, en þá er líka að
minnast þess, að þessir forvígismenn höfðu áður
spáð þjóð sinni miklum auði og efnalegri upp-
lyftingu með lítilli fyrirhöfn, fyrir tilverknað
„nýrrar tækni“ og „nýsköpunar". Munu flestir
vera farnir að sjá Jsað nú, livers kyns spámenn þar
voru að verki.
A LLT fram á síðustu daga hafa ýmis sólarmerki
verið á lofti, er bentu til þess, að helztu valds-
mönnum ríkisins þætti ekki ýkja bjart framundan
í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar. Má
þar til nefna þá staðreynd, að nú um nokkurra
vikna skeið hefir ekki verið hægt að fá ávísanir
ríkisvaldsins á erlendan gjaldeyri innleystar í
bönkunum. Hafa erlendir menn jafnt sem inn-
lendir, er hingað hafa sent vörur í góðri trú, mátt
þola þetta og er óséð hvern hnekki verzlun lands-
manna kann að bíða af sMkum ráðstöfunum. Þá
var það trú manna, að Alþingi mundi nú sýna
nokkuð rneiri varkárni í útgjaldasamri lagasetn-
ingu, en tízkan hefir verið nú unt nokkur missiri,
og að þingið mundi telja það skyldu sína, að sjá
fjárhag ríkisins sómasamlega borgið á þessu ári,
án þess að seilast enn í pyngju borgaranna eftir
hærri sköttum og meiri útlátum. Þessar vonir
hafa orðið sér til skammar nú þessa síðustu daga.
Engin stefnubreyting hefir orðið á Alþingi í þá
áttina að draga úr útgjöldum og hlífast við að
ganga enn í pyngjur borgaranna. Engin viðleitni
til þess að draga úr útgjöldum eða fresta fram-
kvæmd fjárfrekustu lagabálkanna, sem sett hafa
verið á liðnum missirum og ríkið getur nú ekki
staðið undir nema með stóraukinni skattheimtu
af öllum almenningi. Og bjartsýnin, sem ein-
kenndi Ólaf Thors og Einar Olgeirsson alveg sér-
staklega við stjórnarskiptin virðist meira að segja
hafa smitað alþingismennina sjálfa drjúgum
Enn um „vtiniibæinn“.
Sveinn Bjarman skriíar bladinu:
BRÉF frá Norræna félaginu í
Reykjavik, dags. 20. febrúar sl.,
sem mér var sent, afhenti eg ritstjóm
blaðsins þegar eftir móttöku þess,
með bón um að það yrði birt í blað-
inu, eða það úr því, sem ritstjómin
teldi máli skipta, og rúm blaðsins
leyfði. Enn hefir ekki orðið af þessu,
þrátt fyrir ítrekun af minni hálfu. Að
gefnu sérstöku tilefni í 14. tölublaði
Dags, sem út kom í dag, leyfi ég mér
að vænta þess að bréfið verði birt í
næsta blaði ásamt þessari greinargerö
minni.
Þess skal getið, að deild úr N. F.
hefir ekki starfað hér undanfarandi ár.
Norræna félagið mun þó eiga all-
marga meðlimi í bænum og sýslunni.
Eg var ritari deildarinnar hér á meðan
hún starfaði, og því var bréfinu beint
til mín.“
liréí Norræna félagsins.
Bréí það irá Norræna íélaginu í Rvík,
sem Sv. Bjarman neínir, er á þessa
leið:
OÍÐAN stríðinu lauk hefir hafizt
nýr þáttur í starfi Norrænu fé-
laganna á Norðurlöndum. Grundvöll-
urinn að þessari starfsemi var lagður
á stríðsárunum með matargjafasend-
ingum, sem skipulagðar vom milli
„frændfólks“ í Svíþjóð annars vegar
og Finnlands, Danmerkur og Noregs
hins vegar. Þessi nýja starfsemi mætti
kallast „Vinabæjasambönd“ á ís-
lenzku, og er hún á þá leið, að tveir
bæir koma sér saman um að verða
„vinabæir". Þeir íbúar þeirra, sem
þess óska, geta gefið sig fram ok kom-
izt í bréfasamband við íbúa hins bæj-
arins og geta þá valið um hvers konar
fólk þeir vilja hafa sambönd við og
nefnt aldur, stétt, skóla eða annað. Þá
væri hægt að stofna áhugahópa til að
kynna sér sem bezt vinabæinn með
lestri bóka, útvegun kvikmynda eða
myndabóka o. s. frv. Þá er gert ráð
fyrir að efnt verði til gagnkvæmra
hópheimsókna milli bæjanna, og má
þá gera ráð fyrir að þeir, sem hafa
haft bréfasambönd, greiði hver fyrir
öðrum í slíkum heimsóknum.
Nú hefir Álasund í Noregi óskað
eftir að fá Akureyri sem „vinabæ“, og
nú væntum vér að Norræna félags-
deildin á Akureyri geri það, sem hún
telur heppilegast til þess að koma
þessu sambandi á. Vér teljum það
mjög æskilegt, að úr þessu gæti orðið,
nteira en allan þorra þjóðarinn-
ar. Þeir virða fyrir sér útlitið í
dag, gjaldeyrisástandið, markaðs-
horfurnar, hag atvinnuveganna
og þeir komast að þeirri niður-
s'öðu, að ekki sé ástæða til að
c.raga úr útgjöldum ríkisins eða
ráðast af alvöru gegn dýrtíðinni.
Bjargráðið er aðeins eitt: Auknir
skattar og meiri tekjur í ríkissjóð-
inn til þess að geta haldið áfram
á sömu brautinni og hingað til.
IjAÐ ER reynsla sjófarenda, að
* skip þoli yfirbyggingu aðeins
að vissu marki. Eftir að komið er
upp fyrir það mark, er hætt við
að farkosturinn kollsigli sig.
Fiestum borgurum finnst nú eft-
ir síðustu ráðstafanir ríkisvalds-
ins, að kúfurinn sé orðinn nokk-
uð hár og siglingin öll varasöm.
L jargráðið er og hefir alltaf verið
augljóst: Samtök um að lækka
kúfinn, færa niður verðbólguna.
Menn gerazt vondaufir um það
nú, að þingið ætli að bera gæfu
til að hafa forustuna í þvií þjóð-
nauðsynlega björgunarsurfi. —
og mundi þá bezt að einhver bréf yrðu
send til Álasunds, og þá send til For-
eningen Nordens lokalavdeling, Ála-
sundi.
Með beztu kveðju og ósk um góðan
árangur.
F. h. Norræna félagsins.
Guðlaugur Rósinkranz."
Orðið er laust.
ÞANNIG hljóðar pistllinn úr Reykja-
vík og er ekki mikið á honum að
græða umfram það, sem áður var birt
í blöðum þar, eftir heimildum Norr-
æna félagsins.
Nú er spurningin þessi: Er nægilega
mikill áhugi hér fyrir þessum tilmæl-
um til þess að hægt sé að endurvekja
Norræna félagið hér? Að vísu á ýmsi
félagsskapur erfitt uppdráttar á þess-
um síðustu tímum. En þama er verk-
efni að vinna að, sem virðist vera
skemmtilegt og getur orðið gagnlegt
og fróðlegt fyrir félagsskapinn og bæj-
arbúa almennt. Það væri miður farið,
ef þessum vinsamlegu norsku tilmæl-
um yrði ekki sinnt. Kannske eitthvert
annað félag í bænum vilji taka málið
upp á arma sína? Er nokkuð á móti
því? Orðið er laust hér í þessum dálk-
um, ef menn vilja ræða það frekar.
Um
víða veröid
Blaðið Norges Handels o£ Sjöfarts-
tidende heiir snúið sér til norska sjó-
mannasambandsins og spurzt iyrir um
það, hvort líkindi séu til að norskir
hvalveiðimenn verði ráðnir til hins
nýja hvalveiðiíélags á íslandi. Sjó-
mannasmabandið hefir svarað því til,
að ekki komi til mála, að fleiri norskir
hvalveiðimenn taki þátt í hvalveiðum
annarra þjóða en er, þar sem norski
hvelveiðaflotinn þarfnist allra þeirra
fagmanna, sem Norðmenn eiga völ á.
Svenska Dagbladet flytur íregn
þess efnis, að 9 amerísk-kanadískar
veðurathugunarstöðvar verði á næst-
unni settar á stofn á norðurheim-
skautssvæðinu. Nyrzta stöðin verður
á Ellesmereeyju, 1000 km frá pólnum.
Þegar i sumar verður athugunarstöð-
in á Melvilleeyju tekin til starfa.
Geodetisk lnstitut í Kaupmanna-
höfn gerir í sumar út landmælinga-
leiðangur til Grænlands. Er ætlunin
i.ð halda áfram landmælingum og
kortagerð af Norður-Grænlandi. — I
leiðangrinum verða 35 Danir og 60
Grænlendingar.
Formaður Maritime Commission i
Bandarikjunum, en nefnd sú hefir eft-
irlit með skipasmíðum þar, hefir til-
kynnt, að hann muni leggja til við
þjóðþingið, að Bandaríkin byggi risa-
farþegaskip, sem verði stærri og full-
komnari en Queen Elizabet og miklu
hraðgengara.
Eftirtalin tölublöð ,Dags4
viljum við kaupa háum verði:
4. árg., 1.-2. tbl.
14. árg., 1., 2., 5., 10., 11., 13.
og 38. tbl.
26. árg., 9. tbl.
Vikublaðið „DAGUR“.
Pósthólf 58, Akureyri.
ódirkona-eyjC.
Húðsnyrting.
Það er ekki óal-
gengt að unglingar
fá bólur á andlit,
og það valdi jreim
oft á tíðum mikl-
um áhyggjum og
jafnvel sálarkvöl-
iim.
Unglingsstúlkur
geta af þessum sök-
um orðið íeimnar
og vandræðalegar,
ag framkomaþeirra
öll gegnsýrð af
þeirri tilfinningu
og hugsun, að útlit-
ið sé svo hörmu-
legt, að bezt sé að
sitja heima og láta
jengan sjá sig.
■ Það er mikils
vert, að móðirin sé skilningsgóð, og liafi samúð
til handa dóttur sinni, á þessum viðkvæma aldri.
— Aldrei þarfnast börnin eins skilnings og samúð-
ar eins og á þessum „erfiða aldri", sem kallaður
hefir verið gelgjuskeið. Dóttir, sem kemur til
móður sinnar með áhyggjur sínar vegna bólótts
hörunds, og fær þau svöi, að allar telpur á liennar
aldri fái bólur og ljóta húð, og að hún muni vaxa
upp úr þessu, mun verða fyrir sárum vonbrigð-
um.
Hin skynsama og skilningsgóða móðir tekur
málið til atliugunar, og ef tök eru á lækni eða
húðsjúkdómafræðingi, fer hún með dóttur sína
til hans og fær góð ráð.
Ein heimsókn til læknis getur gert mikið gagn,
þv'í að oft standa bólurnar í einhverju sambandi
við meltingu eða mataræði.
Læknirinn mun ráðleggja telpunni að varast
fitu og feitmeti í mat — smjör, rjóma, súkkulaði
o. s. frv. og allan steiktan mat. Gufuböð mun
hann ráðleggja, því að þau eru afar hreinsandi
fyrir húðina.
Á hverju kvöldi á að þvo hörundið með mildri
sápu, sem núið er með fingrunum, þar til andlitið
er löðrandi í sápufroðu.
Andlitið er síðan skolað með volgu vatni. Þá er
þvottaklútur undinn upp úr sjóðheitu vatni, og
hann settur á andlitið og látinn vera um stund.
Þessa hitabakstra er gott að endurtaka sex eða sjö
sinnum.
Húðsjúkdómafræðingurinn mun láta í té með-
al, sem borið er á andlitið, en ef þú hefir ekki leit-
að læknis, er gott að nota upplausn af gerdufti.
Ein teskeið af geri (bökunar-) er leyst upp í ein-
um bolla af heitu vatni. Hörundið er þvegið upp
úr upplausn þessari með baðmullarhnoðra og
látið þorna. Þetta á að gera að kvöldi, en morgun-
inn eftir er hörundið þvegið úr köldu vatni.
Stundum er gott að bursta húðina með grófum
bursta, en bezt er að fara varlega í þær sakir.
Þegar um varandi bólur eða húðsjúkdóm er að
ræða mun læknir ráðleggja ljósböð.
Þú skalt ekki halda að dóttir þín hlýði ekki sett-
um reglum og ráðu mlæknisins. Hún mun taka
þeim iegins hendi.
★
ÞAKKIR TIL ÖKUMANNA.
Öllum ökumönnum, hvort heldur eru: iæknar
í lúxusbílum, stöðvarbílstjórar, sendlar eða hin-
ir svonefndu jeppa-eigendur, sem sýna okkur þá
nærgætni, að hægja á ferðinni, þegar farið er yfir
forarpolla; taka á sig sveig eða jafnvel nema stað-
ar til þess að sletta ekki á okkur aur og leðju,
þakkar kvenþjóðin kærlega hugulsemina.