Dagur - 07.05.1947, Side 3

Dagur - 07.05.1947, Side 3
Miðvikudagur 7. maí 1947 DAGUR 3 I ÞROTTASIÐAN RITSTJORI: JONAS JONSSON FIMLEIKASYNINGAR Síðasta vetrardag hafði Gagn- fræðaskóli Akureyrar skemmti- kvöld í Samokmuhúsi bæjarins. \7ar það fjölbreytt skemmtun og húsið þéttskipað áhorfendum. — Meðal 'skemmtiatriða voru fim- leikasýningar kvenna og karla. sýndu þar 24 nemendur skólans, !2 í hvorum flokki. Kvennafl. stjómaði ungfrú Þórhalla Þor- steinsdóttir, en karlafl. Haraldur > Sigurðsson. Ef dæma má eftir þessum sýningum hefir náðst góður árangur af vetrarstarfinu, og þær gáfu meðal annars til kynna, að hér er fyrir hendi fjöld- inn allur af ungu fólki, sem getur náð mikilli leikni og listfengi í líkamsæfingum, ef það helgar þeim eitthvað af hug sínum og tómstundum. — Kvennaflokkur- inn bar af að stílfegurð og skipu- lagningu og æfingar á slá voru yfirleitt vel gerðar. Bolfettur í staðæfingum liefðu mátt vera betri. Piltarnir stóðu ekki eins skipulega í röðum og bar meira á mistökum hjá þeim, en margar æfingar gerðu þeir vel og sá ár- angur, sem þeir hafa náð í stökk- um sýnir, að þeir geta orðið prýðilegir fimleikamenn með áframhaldandi þjálfun. Laugard. 26. apríl hafði Iþróttafél. Þór fimleikasýningu í Samkomuhúsinu. Sýndi þar 10 manna karlaflokkur undir stjórn Tryggva Þorstéinssonar. — Að þessu sinni vor,u undantekning- aTlítið nýliðar í sýningarfl. Þórs, og með tilliti til þess má segja, að sýningin hafi vel tekist. Þeir sýndu áberandi falleg höfuðstökk og straumstökkin voru flest all- vel ferð, einnig flugstökk. Aftur á móti höfðu þeir ekki góðan stíl í kraftstökki og ekki fullt vald yf- ir hásveiflur, eða handstöðu á hesti. En þeir virðast hafa bæði vilja og getu til að sýna enn betri anir árangur síðar. Laugard. 3. þ. m. hafði Knatt- spyrnufélag Akureyrar fimleika- sýningu kvenna, einnig í Sam- komuhúsi bæjarins. Stjórnandi tlokksins ungfrú Þórhalla Þor- steinsdóttir. Heildansvipur þeirr- ar sýningar var mjög líkur og hjá kvennafl. Gagnfræðaskólans. Þó var meiri fjölbreytni í henni, en öryggi í sláæfingum ekki eins jafngott. Yfirleitt var æfingakerf- ið stílhreint og vel útfært. Þátttakendur allra þessara sýn- inga, skólinn, kennarar og íþróttafélögin, sem að þeim stóðu eiga þakkir skilið fyrir það starf, sem á bak við þær liggur. Fim- ieikasveitir, eins og söngsveitir og hljómsveitir, hafa æfinlega eitt- livað af listrænni fegurð að flytja, auk þess, sem æfingarnar veita al- hliða líkamsþjálfun og þroska. ------ Á. D. Það verður að viðurkenna, að áliugi fyrir fimleikum er ennþá af skornum skaminti hér á Akur- eyri. Að vísu er fimleikahúsið ekki búið að vera lengi starfandi og salur Menntaskólans á Akur- eyri einnig nýlega tekinn í notk- un á ný, en samt ætti aðsóknin og starfið að vera meira nú þegar, en raun ber vitni. Þessar sýningar, sem um er get- ið hér að framan, voru að vísu góðar — og í vissum greinum ágætar, þegar miðað er við alla aðstöðu, — en þær eru allt of fá- mennar. Reyndar er varla fært að sýna fleiri í senn á leiksviði Samkomuhússins en 12, en hér virðist varla um stærri sýningar- flokka að ræða, a. m. k. ekki frá íþróttafélögunum. Skólarnir ættu að geta komið fram með miklu stærri flokka og þeirra er ldutverkið — öðrum fremur — að auka fimleikunum fylgi ,einmitt með stórum hópsýndngum. En til þess vantar enn salarkynni, en vorið oftast of kalt til að sýna úti — fyrr en skólafólk er allt tvístr- að. Menntaskólinn á Akureyri hefir stundum haft allfjölmenn- ar fimleikasýningar, enga ennþá á þessu vori, — en vonandi er það bara eftir. Reyndar hefir heyrzt, að próf í fimleikum falli niður í vor í sumum eða jafnvel mörg- um bekkjum Menntaskólans. — Sýnist Jrað næsta óeðlileg ráða- breytni, þar sem ekkert virðist skorta á góða aðstöðu til fim- leikaiðkana — og sennilega holl námsgrein menntaskólafólki sem öðru námsfólki. — Og námi þessu fylgir oftast próf, þótt um nyt- semi Jress geti verið skiptar skoð- Sé í þessu efni um mis- hermi eða misskilning að ræða, skal hér með þökkum tekin leið- rétting. I fimleikahúsinu hefir starfið — í mörgum greinum — gengið vel. En fimleikatímar voru oft fá sóttir. — Saumakonuklúbburinn virðist eiga þar heiðurssætið hvað snertir sókn og áhuga. Sennilega býður hópur sá ekki upp á sýn- ingu, en fátt mundi nú líklegra til að auka mikilsverðan áhuga fyrir þessari fögru undirstöðu grein heilbrigðs lífs og svo ann- arra íþróttagreina. En kvenfólkið, saumakonum ar, búðarstúlkurnar, húsmæðurn- ar EIGA líka að iðka leikfimi — vitanlega hver við sitt hæfi. í síð- asta hefti Samvinnunnar er grein er nefnist: „Frúin er í leikfimi". Ungfrú Elly Löfstrand segir þar: „Húsmæðraleiklimin — en svo köll- um við starfsemi okkar — varð til 1942," sagði ungfrúin. „Þá var mikið talað um heilsuvernd í Svíþjóð. Við sluppum við liörmungar annarra Ev- rópuþjóða, og áhugi var uppi fyrir því, að láta menningarlega framför ekki staðna á þeim erfiðu árum. Samvinnu- menn ræddu um, hvaða skerf þeir gætu lagt til þeirrar uppbyggingar. Eg starf- aði J>á hjá Konsum-kaupjélaginu í Stokkhólmi. Eg gerði j>að þá að tillögu minni, að félagið byði húsmæðrunum i Stokkhólmi í leikfimisstund á einu helzta íþróttasvæði borgarinnar. Til- lögunni var vel tekið, og mér var falið að framkvæma hana. Þetta var ákaflega einfalt .Við létum boð út ganga, að konum félagsmanna væri boðið í leik- íimisstund sér til upplyftingar og hress- ingar. Þátttökugjald var ákaflega lágt. Og það, sem meira var um vert: Við til- kynntum, að húsmæðurnar gætu tekið börn sín með sér. Félagið sá um gæzlu þeirra og umönnun — ókeypis — á með- an mæðurnar voru við æfingarnar. — Þetta þóttu óvenjuleg og einkennileg skilaboð. Svona húsmæðraleikfimi var gjörsamlega óþekktur lilutur hér — já, og alls staðar annars staðar. Sænsku húsmæðurnar eru víst þær einu í Ev- rópu, sem hafa tekið upp svona starf- semi enn þann dag í dag. — Þátttakan var því heldur dauf til að byrja með. Þær voru 17, sem mættu í fyrsta tíman- um — en áhorfendurnir voru margirl Þetta þótti nefnilega skrítið fyrirtæki. Etl þessar 17 létu ekki á sig fá, þótt horft væri á þær, og brátt vaknaði áhugi fleiri kvenna, en liægt gekk til að byrja með. Eftir þrjár vikur vorum við orðnar 70 talsins. Ekki há tala í stórri borg. En máttur auglýsinganna er mik- ill. Það þóttu fréttir í Stokkhólmi árið 1942, að liúsmæður yfirgæfu heimili sín til þess að stunda líkamsæfingar á íþróttasvæði í öðrum enda borgarinn- ar. Starfsemin varð umtalsefni blað- anna, og þar með var athygli þúsund- anna vakin. Eftir það hefir þetta verið ein sífelld sigurganga. Nú höfum við 100 hópa í Stokkhólmsborg einni sam- an, og í hverjum hópi eru 75 til 100 húsmæður. Kaupfélögin úti um landið liafa tekið þessa starfsmi upp, og okkur telst til, að í dag séu a. m. k. 30.000 húsmæður, víðs vegar um landið, J>átt- takendur í þessu starfi, fyrir forgöngu kaupfélaganna. Innan tveggja ára — á 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinn- ar — gátum við auk heldur tekið mynd- arlegan [>átt í hátíðahöldunum. Þá sýndu 1000 húsmæður á Stadion í Stokkliólmi, og vakti J>essi þáttur mikla athygli, já, og mikla gleði i hjörtum þátttakendanna sjálfra." Hr. Mikson hefir verið í lands- !iði Eistlendinga lengi, keppt í J)\’í 19 sinnum og alltaf sem markvörður. Hann er nú á fer- tugsaldri, en áhugasamur og kraftmikill til starfa, — enda lief- ir hann æft knattspyrnu í 25 ár — auk fimleika og ýmissa frjálsra íjarótta, m. a. verið í landsliði Eistlendinga í „ishocky“. Komið getur til mála að hann kenni hér einnig frjálsar íþróttir að ein- hverju leyti. Við bjóðum lir. Mikson hjart- anlega velkominn og óskum þess i starfið megi verða honum ánægjulegt og sem flestum ung- um — og eldri — bæjarbúum til heilla. Vellirnir eru að þorna og lagast. Meira þarf þó við. En fyrr en varir verður farið að hrópa liér: „Allir út á völl í kvöld!“ í. B. A. hefir ráðið til sín knatt- spyrnukennara og starfar hann næstu mánuði — um óákveðinn tíma — hjá K. A. og Þór. Kennarinn, Evald Mikson, sem et Eistlendingur, kom hingað sl. sunnudag og er þegar byrjaður að þjálfa knattspyrnumennina. — N'ámss'keiðið er ekki til fulls skipulagt enn, en til að byrja með mæta félagar frá K. A. annað kvöldið og Þór hitt. Er vonandi að ungir menn og drengir noti nú tækifærið — eftir því sem mögulegt er — að æfa sig og fá leiðbeiningu góðs kennara. Útiíjiróttamótin byrjuðu hér eiginlega sl. sunnudag og nú með nýju, skemmtilegu boðhlaupi. Filaupið var eftir aðalgötum Oddeyrinnar, alls 1600 m. og var endamark við Nýja-Bíó. Sveitirn- ar voru fjórar, frá: í. M. A., í. G. Á., K. A. og Þór, en í hverri sveit 10 keppendur. Sprettir voru 6x 100 m., 3x200 m. og 1x400 m. í. M .A. tók þegar forustuna — og þar á eftir kom Þór. Hélzt svo hálfa leið. En á 400 m. spretti breyttist röðin svo að K. A. komst næst í. M. A., þá í. G. A. og Þór síðast og breyttist ekki sú röð í mark. Skiptingin gekk víða vel og jafnvel ágætlega — og þarf þó meiri æfingu sá liður hlaupsins. Fími í. M. A. var 3 mín. 25 sek. Tímd K. A. var 3 mín. 40.8 sek. Tími I. G. A. var 4 mín. 2. 1 sek Tími Þórs var 4 mín. 10.8 sek. Veðrið var yndislegt og áhorf endur þúsundatal. Nefnd, ‘skip- uð mönnum úr öllum félögu um, sem kej)j)t.u, sá um mótið. — Var margt vel undirbúið — en brestur á í öðrum atriðum. T. d hefði þurft fleiri og röskari um- 'S'ónarmenn, til að halda í ein- hverjum skefjum mannfjöldan um. — En — hlaupið var skemmtilegt og gott að hlauparar okkar eru komnir af stað — eða a. m. k. hafa séð aðra komast a1: stað, þetta er hvatning. Komið fleiri í hópinn! í sveit í. G. A. hljóp 400 metra sprettinn Jiekktur hlaupari utan úr Svarfaðardal. Ekki er hann nemandi skólans, en þó sagður meðlimur í íjrróttafélagi skólans Skilja ekki nema sumir hvernig Jiað má vera samkv. gildandi regl um um skólafélÖg. Að þessu sinni getur þetta ekki taiist koma að sök nerna sem for dæmi, en áframhald á þeirri leið hlyta að skoðast athugavert. 10—11. maí. Hraðkeppni í knattspyrniu; í. M. A. sér um. 14. maí. Knattspyrna, 3. fl.; K. A. sér um. 15. maí. Hraðkepjani í hand- knattleik; I. M. A. sér um. 17. —18. maí. Frjálsíþróttamót — í. M. A. og Akureyrarbær; — í. M. A .sér um. 18. maí. Sundmót — boðsund; K. A. sér um. 26. maí. Hvítasunnuhlaupið; 1. B. A. sér um. 26. maí. Knattsjryrna, 1. fl.; Þór sér um. 4. júní. Knattspyrna. meistara- flokkur; Þór sér um. 6.—10. júní. Afmælismót Þórs; Þór sér um. 9.-26. júní. Knattspyrnumeist- aramót íslands, Reykjavík. 14. júní. Knattspyrna, 2. fl.; K. V. sér um. 15. júní. Handknattleiksmót Akureyrar, konur og karlar; Þór sér um. 17. júní. Hátíðahöld; í. B. A. sér um. 1. —9. júlí. íslandsmót í knatt- sjtyrnu, 1. fl.; I. B. A. sérum. L—10. júlí. Handknattleiks- mót Islands. 19. —20. júlí. Frjálsíþróttamót drengja; K. A. sér um. 2. -3. ágúst. Handknattleiks- rnót Norðurlands á Húsavík. 30.—31. ágúst. Sundmót Akur- eyrar; Sundráð sér um. 13. sept. Knattspyrna, 2. fl.; ! Jór sér ium. 14. sept. Knattspyrna, meist- araflokkur; K. A. sér um. 21. sept. Knattspyrna, 1. fl.; K. A. sér um. 24. sept. Knattspyrna, 3. fl.; Þór sér um. 27. -28. sept. Rnattspymumót Norðurlands á Akureyri; Þór sér um. í desember. Handknattleiks- mót, innanhúss; K. A. sér um. Febr.—Marz. Skautamót Akur- tyrar; Skautafél. sér um. í marz. Stórhríðarmótið; Skíðaráð sér um. í marz. Handknattleiksmót Akureyrar, innanhúss. Marz-apríl. Skíðamót Akureyr- ?r; Skíðaráð sér um. Marz-apríl. Flokkur á Skíða- mót íslands. Marz-apríl. Fimleikamót. Frjálsíþróttamót Akureyrar er áætlað seint á sumri, en mun hafa lallið niður á þessari skrá. Tek að mér að kenna á bíl. Haratdur Kjartansson, Oddeyrargötu 4. Mótaskrá 1947—48. 4. maí. Boðhlaup; nefnd frá öllum fél. sér um mótið. Stúlka, helzt vön strauningu, getur fengið atvinnu á Jivottaluis- inu, strax. U]>pl. á staðnum (ekki í síma). H.F. ÞVOTTUR Til sölu Borðstofuhúsgögn, úr eik, tauskápur, barnarúm (enda- dregið), borð, nokkri stólar, rafeldavél, rafofn, 3 kw. — Munirnir eru til sýnis í Strandgötu 35, austurdyr.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.