Dagur - 07.05.1947, Page 5
Miðvikudagur 7. maí 1947
5
DAGUR
Gunnar Jónsson, sjúkrahússgjaldkeri:
Innflutningsverzlunin
fyrr og nú
Emokunin á 17. öld flutti vörur beint á 21 höfn í
öllum landsf jórðungum - heildsalarnir á 20. öldinni
flytja vörur til einnar hafnar
Þegar athuguð er verzlunarsaga okkar íslendinga, er því jaínan við
brugðið, hve verzlunaránauðin hafi þjakað landsinenn og þá sér-
staklega um miðja 17. öld Er því íróðlegt að bregða upp mynd al
innflutningsfyrirkomulaginu þá og bera saman við það, sem nú er.
Árið 1655 þegar Henrik
Bjelke var höfuðsmaður, galt
Verzlunarfélagið konungi gjöld
eftir verzlunina, 30 krónudali
i'yrir hvert skip og 24 krónudali
fyrir hverja höfn og auk þess
1200 krónudali fyrir Vestmanna-
eyjar, eða samtals 2344 krónudali
iyrir verzlunina á öllu landinu.
Var því greitt af 21 höfn og 21
skipi. Um þetta leyti, 1655, var
cinokunarverzlunin búin að
standa í 36 ár. Má því gera ráð
fyrir, að ástandið hafi ekki verið
gott. Myndin af dreifingu vör-
unnar, beint frá útlöndum á
bafnir landsins, var þessi:
V iðskiptaupphæö
í krónudölum
Vestmannaeyjar 1683
Berufjörður 4978
Vopnafjörður 552
Húsavík 14972
Eyjafjörður 13823
Hofsós 11740
Skagaströnd 9766
ísafjörður 9840
Dýrafjörður 6341
Bíldudalur 6206
Patreksfjörður 6289
Stykkishólmur 7497
Kumbaravogur 8681
Rif 12141
Stapi 11963
Hólmur, Rvík 13402
Hafnarfjörður 12645
Keflavík 9933
Bátsendi 11324
Eyrarbakki 22332
Reyðarfjörður 6907
eða samtals 218000 krónudalir.
Uppskipun
Hafnargjald
307.20
30.70
Þannig skiptist innflutningur-
inn beint á hafnir landsins í þá
daga.
Hvernig er nú umhorfs í inn-
flutningsmálunum á íslandi?
Nokkrir nýríkir lieildsalar, sem
allir sitja í Reykjavík, hafa nú
meirihlutann af innflutning
landsins í sínum höndum, með
aðstoð ríkisvalds og Viðskipta-
iáðs. Verzlunarágóðann af nær
öllum innflutningsvörum lands-
manna fær Reykjavík. Stórfelld-
ur skattur er lagður á alla lands-
menn utan Reykjavíkur, með
aukaflutningskostnaði. — Sem
dæmi vil eg nefna eftirfarandi:
Viðskiptaráð neitaði nýja
sjúkrahúsinu á Akureyri um öll
innflutningsleyfi, svo að nýbygg-
ingin neyddist til þess að kaupa
alltefni hjá heildsölum. Nú vant-
aði steypujárn og vaið að taka
það frá Reykjavík. Lítur sá
reikningur þannig út:
7.680 kg. járn ár. 1.15 8.832.00
Fragt 1.360.00
Vátrygging 97.60
tíðina. En í kjölfar þessara ofbeldisað-
gerða siglir meira: Komizt áætlun
kommúnistanna i framkvæmd, er
skapað það ástand, að lítill minnihluti
getur með ofbeldi stöðvar alla fram-
leiðslu og haft vilja meirihluta Alþing-
is og þjóðarinnar að engu. Hin komm-
únistiska áætlun er beint tilræði við
þingræði og lýðræði í landinu, auk
þess sem hún stuðlar að því að leiða
efnahagslegt hrun yfir þjóðina. Menn
spyrja: Hvar eru hinar marglofuðu
gáfur Islendinga, ef þeir sjá ekki hvert
hér er stefnt og spyrna fótum við í
tíma.
Samtals kr. 10.627.50
eða kr. 1795.50 kr. hærri upp-
hæð, en járnið kostaði í Reykja-
vík. Þetta gerir 20,3%. Jafnframt
greiðir nýbyggingin að auki upp-
skipun, hafnargjöld og heildsala-
álagningu til Reykjavíkur, af
þessu sama járni.
Þetta verzlunarfyrirkomulag er
óþolandi ölum landsmönnum ut-
an Reykjavíkur. Þótt einokunar-
verzlunin væri slæm árið 1655
var liún þó að því leytinu betri
en heildsalan í Reykjavík, að hún
fragtaði skip sín og flutti varning
sinn beint á 21 höfn á landinu og
hagaði verzluninni að þessu leyti,
að því er virðist, nokkuð eftir
fólksfjölda í hinum ýmsu lands-
hlutum. í dag hefir dreifbýlið
— 60% þjóðarinnar — innan við
5% af heildarinnflutningi lands-
ins. Reykjavík isitur yfir 95%. Nú
hafa kaupfélögin tekið að sér
verzlun dreifbýlisins að verulegu
leyti, en svo er þrengt að inn-
flutningsleyfaveitingum til
þeirra, að þau hafa orðið að
kaupa vörur frá heildsölunum í
Reykjavík á undanförnum árum
fyrir margar milljónir, og lands-
menn hafa mátt bera allan þann
óþarfakostnað, sem af þessu hefir
leitt.
Þetta sjúklega ástand, að verzl-
unarágóðinn í Reykjavík leggist
á alla landsmenn, verður að
læknast.
Gunnar Jónsson.
(Framhald af 4. síðu).
stjóra Nýbyggingarráðs og fela honum
daglega umsjá með gjaldeyrisinnstæð-
um landsmanna. Fyrir atbeina þeirra
manna, er hinir afdönkuðu kommún-
istaráðherrar saka nú um „heildsölu“,
var þessu vinarbragði við landslýðinn
afstýrt.
Man nú enginn Siglufjörð?
íy IÐSKILNAÐUR kommúnistanna
' í ríkisstjórninni er nú smátt og
smátt að koma fram í dagsljósið. Allt
þar minnir á reksturinn á kaupfélag-
inu í Siglufirði hér um árið, er komm-
únistar fóru þar með völd. Nú hefir
kaupfélagið þar rétt sig úr kútnum aft-
ur með ábyrgri stjórn. Hlutverk nýju
stjómarinnar er að vinna að endur-
reisn atvinnuveganna og fjárhagsaf-
komunnar eftir óstjórnartímabil
kommúnista og samferðamanna þeirra
úr öðrum flokkum. í Siglufirði ætluðu
kommúnistar að beita ofbeldi og
meina félagsmönnum að hafa áhrif á
gang málanna með því að reka þá úr
félaginu fyrir engar sakir. Á þjóðmála-
sviðinu hyggjast kommúnistar einnig
beita ofbeldi til þess að fyrirbyggja
endurreisnarstarf það, sem ríkisstjórn-
in vinnur að. Með ofbeldi ætla þeir
nú brjóta á bak aftur tilraunir þær,
sem gerðar eru til þess að stöðva dýr-
EGGERT STEFÁNSSON
kominn „til þess að þakka
fyi
44
rir sig
Eggert Stekánsson söngvari er
nýkominn í bæinn, ásamt hinni
ítölsku frú sinni. „Eg er hér til
less að þakka fyrir mig,“ sagði
Eggert, er blaðið ræddi við hann
í gær. „Eg á margar ágætar minn-
ingar héðan frá Akureyri, allt frá
því að eg söng hér fyrst 1922. Þá
kom maður ríðandi sunnan yfir
lieiðar og söng í kirkjum og sam-
komuhúsium á leiðinni. Það var
a-vintýralegt og úr þeirri för á eg
ógleymanlegar minningar. Eg
eignaðrst strax marga ágæta vini
hér á Akureyri og það er til þess
að þakka þeim — og Akureyring-
um — fyrir viðtökurnar fyrr og
síðar að eg er kominn hér.“ Eins
og kunnugt er hefir Eggert
ákveðið að hætta að halda opin-
bera ikonserta en helga sig rit-
störfum framvegis. Konsertar
þeir, sem hann liefir haldið í
Reykjavík — og nú hér — nefnir
hann kveðju til söngsins. Ákveð-
ið er að Eggert syngi í Nýja-Bíó
nasstk. föstudag.Á söngskránni
eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns
— bróðir söngvarans, hið kunna
nýliðna tónskáld — og ítölsk lög.
Þá mun Eggert einnig lesa ,upp
úr ritverkum sínum. Aðgöngu-
miðasala er hjá Þorst. Thorlaci-
u's. — Eggert mun aðeins hafa
skarnma viðdvöl hér að þessu
sinni. Eörinni er heitið héðan
suður og þaðan til Ítalíu, en þar
hyggjast þau hjónin dvelja fram
á haustið.
Leiðrétting
Eg liefi orðið var við allvíðtæk
an misskilning hjá bæjarbúum
hvað viðkemur atkvæðagreiðslu í
Bílstjórafélagi Akureyrar um
vinnustöðvun. Þessi misskilning-
ur er aðallega tvenns konar: í
fyrsta lagi, að deila þessi standi
um hækkun á ökutaxta bifreiða.
Og í öðru lagi, að hér sé um póli-
tískt verkfall að ræða. Vegna
þessa tel eg rétt, að taka fram eft-
irfarandi: Hér er ekki um að
tæða leigugjald bifreiða, heldur
kaup og kjör launþega í Bíl-
stjórafélagi Akureyrar. Hér er
eingöngu um faglegt mál að
ræða, sem sést meðal annars á
því, að kröfur þær, sem Bílstjóra-
félagið gerði, voru settar fram
áður en vitað var um þær tolla-
hækkanir sem nú eru orðnar að
Jögum.
Uppboð
Uppboð verður haldið að Krossastöðum miðvikudaginn
14. maí n. k„ kl. 1 e. h. Þar verður selt: rakstrarvél, kerra,
langgrind, skilvinda, mjólkurdunkar, girðingarefni (járn-
staurar), setuliðsbraggi og margt fleira.
Krossastöðum, 5. maí 1947.
Tryggvi Jóhannesson.. .
IIIMIMimillllllMIIMIIKIIIIIIUIIUMIMMIIIIMIIIMIIMm 1111111111IIIIIIIIIIIHIIIIIIIMIIIIKIIIIII11111IIIIIIIIIIIHIIMH
Þriðjudaginn 3. júní n. k. verður uppboð haldið í Mið-
gerði í Grýtubakkahreppi og þar selt, ef viðunandi boð
l'æst: Trjáviður, járn, kerra, aktygi, hnakkar, beizli, 6—7
kýir, 4 hestar og ýmsir búshlutir.
Uppboðið hefst kl. 12 á hádegi.
Miðgerði, 5. maí 1947.
Ad'albjörn Krisljdnsson.
iiiimii 1111111 iii ii 11111111111 ii
iiiini iiiiiiiiiiiiiii ii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
IIIIMMIIIIIIIIIIIIl
illtlttllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllldllfflllllHdlK^IKI^I^It^
Drengjaskátabuxur
n ý k o m n a r
Kaupfélag Eyfirðinga
V efnaðarvörudeild.
-ciiiitiiiitiitiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiciiiiiiiiiiiiiiiitiaiiiiiiiiiiiiiiiiittiiiiiiiKiiiKiiiiiiiiiiiiiitiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiimtiiiiiiiiitviT
*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiIiiiiiiiiiiIiiiiiii,iiiiii»
| Fermingargjafir:
| Kvenveski [
} U n d i r f ö t
! Náttkjólar {
V a s a k 1 ú t a r |
1 Silkisokkar |
Eyrnalokkar
H a n z k a r }
o. m. fl.
I Kaupfélag Eyfirðinga.
= Jl O * O :
= Vefnaðarvömdeild l
miiiiMiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
1111111111111111111111ii iiiiii11111111111111111
v
O
fi
o
o
ó
Hafsteinn Halldórsson.
Góður tau- og fataskápur
til sölu með tækifærisverði.
Upplýsingar í síma 574.
Vinnufatnaður:
Samfestingar
Ruxur, margar tegundir
Jakkar
Sloppar, brúnir
Drengjasamfestingar, á 4-16 ára
Kaupféiag Eyfirðinga
Vefnaðarvörudeild.