Dagur - 14.05.1947, Side 3

Dagur - 14.05.1947, Side 3
Miðvikudagur 14. maí 1947 DAGUR 3 Þingeyskir samvinnumenn ráðgera slór- felldar framkvæmdir Frá 66. aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga 29. apríl sl. var 66. aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga settur og lialdinn í samkomuhúsinu í Ilúsavík. Stóð fundurinn til há- degis 1. maí. Fundinum stjórnaði félagsstjórnarformaður Björn Sigtryggsson bóndi á Brún. Fund- inn sátu 72 fulltrúar auk félags- stjórnar og endurskoðenda. Framkvæmdar stjóri Þórhallur Sigtryggsson flutti sína venju- legu ylirlksskýrslu yfir rekstur og hág félagsins á árinu og var hún þökkuð með almennu lófataki. Félagsmenn voru í ársbyrjun í>74, en í árslok 1034 og hafði þeim fjölgað um 60 á árinu. Vörusala félagsins var kr. b. 143.321.60 og hafði aukist á ár- inu um kr. 978.702.00. Innstæður félagsmanna í við- skiptareikningum voru í árslok kr. 2.723.284.75 og höfðu hækk- að um kr. 172.310.00Ó Stofnsjóð- ur félagsmanna er nú kr. 339.890.00 og hafði hann vaxið á árinu um kr. 51.085.00. Voru sjóðeignir allt um áramót kr. 1.278.931.15. Samþykkt var að greiða 6% í arð til félagsmanna af ágóða- skyldri úttekt þeirra og nemur sú upphæð kr. 83.320.80. Væri í þessu sambandi bæði gaman og ifróðlegt að heyra þá upphæð nefnda sem samvinnufélögin greiða í tekjuafgang til félags- manna sinna árlega. Virðist fara vel á því ef „Samvinnan" vildi taka upp þann hátt að draga sam- an tölur um arðsúthlutun kaup- félaganna og birta þær. Fundurinn samþykkti að veita stjórninni heimild til að hefja byggingu á stóru verzlunarhúsi, þar sem koma á meðal annars kjöt- og mjólkurbúð. Sömuleiðis var samþykkt heimild fyrir stjórnina, að kaupa 3/4 hluta brauðgerðarhúss Sigtryggs Pét- urssonar bakarameistara, sem hann er að reisá, og hefja þar brauðgerð í stórum stíl. 1 þriðja lagi var stjórninni heimilað að leggja frarn allt að 200 þúsund króna hlutafé í fyrir- hugaða hraðfrystihússbyggingu hér í Húsavík. Upplýstist það á fundinum að kaupfélagið yrði að koma þarna til hjálpar, ef bjarga ætti þessu máli í höfn. Fundurinn heimilaði stjórn- inni að leggja fram 10 þúsund krónur til styrktar þeim konum á félagssvæðinu, sem farið gætu á Landbúnaðarsýninguna í Rvík í vor og leggur kaupfélagið til far- arstjórn þeim að kostnaðarlausu. Og enn var stjórninni heimilað að taka inn í sína fyrirhuguðu stórbyggingu Bókasafn Þingey- inga, sem nú er mjög illa statt íneð húsnæði. Samþykkt var reglugjörð fyrir mjólkursamlag Kaupfélags Þing- eyinga, sem tekur til starfa á þessu sumri. Fulltrúar á sambandsfund voru kosnir þeir Þórh. Sigtryggsson, framkvæmdarstjóri, Björn Sig- tryggsson, bóndi á Brún, og Karl Kristjánsson, oddviti, Húsavík. Fundardagana var sameiginleg kaffidrykkja, þar sem mæ.ttir voru allir fundarmenn og fjöldi gesta. Fóru þar fram ræðuhöld, söngur og upplestur. Talaði Bjartmar Guðmundsson á Sandi, Hélagsstjórnarmaður, fyrir minni Þórhalls Sigtryggssonar í tilefni af því, að hann hefir verið nú 10 ár framkvæmdarstjóri. Fyrra fundarkvöldið var skemmtisamkoma í samkomuhús- inu, stóðu að henni starfsmenn kaupfélagsins. Höfðu þeir æft samfelda dagskrá, þar sem frarn lór upplestur og söngur. Lásu einir 10 starfsmenn ýmsa kafla úr ræðum og ritum elztu frumherj- anpa, sem stóðu að stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Dag- skrárstjóri var Þórir Friðgeirsson gjaldkeri og flutti hann að lokum ágætt erindi um samvinnumál. Seinna kvöldið söng karlakór- inn „Þrymur“ undir stjórn séra Iriðri'ks A. Friðrikssonar pró- fasts og Pétur Jónsson bóndi í Reynihlíð flutti frásöguþátt um ferð sína yl’ir Mývatnsheiði með tvo lækna í blindhríð og nátt- myrkri. Að fundinum loknum bauð skólastjóri barnaskólans öllum íundarmönnum að skoða sýningu barnanna, sem opnuð var þann dag. Fannst öllum mikið til um þáð hvað mikið hefði þarna verið v.nnið og margt prýðilega af hendi leyst. Frú Ása Stefánsdóttir, Hótel Húsavík sá um allar veitingar með miklum myndarbrag. 640 börn í Barnaskólanum í vetur Skólanum var slitið 10. þessa mánaðar Barnaskóla Akureyrar var slit- iÖ 10. maí. 1 vetur starfaði skól- inn i 24 deildum með 640 börn- um. Fullnaðarprófi luku aðeins 28 börn 13 ára, en rúmlega 60 börn á þeim aldri fóru i ungl- ingadeild gagnfrœðaskólans á sl. hausti. 32 börn 12 ára, af rúmlega 100, fengu þá lágmarkseinkunn, sem áður þurfti til þes sað ljúka fulln- aðarprófi á þeim aldri, og mun hugsað að hún gildi til inngöngu í bóknámsdeild unglingaskólans e nu. Ársprófi luku 592 börn. 70 stúlkur úr 6. og 7. bekk nutu matreiðslukennslu. í vetur voru lraldnir 6 fræðslu- og samtalsfundir með foreldrunr tveggja yngstu árganganna og mættu þar um 190 manns alls. í vetur neyttu börnin 420 lítra lýsis og 600 kg. gulrófna. Heilsu- lar telur læknir að lrafi verið með lakara nróti, vegna inflúenzu og lönrunarveikifaraldurs, er gekk í bænum, en eftirköst furðanlega lítil. Tannlækningar fóru fram í skólanum unr 3ja mánaða skeið síðari hluta vetrar. Tann- skemmdir eru nrjög nriklar. Sýning á lrandiðju, teikning- um og skrift barnanna, svo og vinnúbókum þeirra, var 4. maí, og sótti lrana fjöldi manns. Ársskemmtun barnanna var lraldin eins og venjulega, og var hún nrjög vel sótt. Hafin er nú viðbygging við skólann og eykur lrún húsrúmið verulega, enda er þess mikil þörf. Verður í lrinni nýju byggingu m. u. ljóslækningastofa, alm. stofa fyrir skólabækur og tannlækn- ingastofa. Auk þess verður þar allrúmgóður salur til kvikmynda- sýninga, og hefir skólinn rrú eign- ast góða kvikmyndavél. Við skólaslit flutti skólastjóri skýrslu um stönf skólans, ávarp- aði foreldra og gesti og kvaddi börnin nreð ræðu. Ennfremur talaði sr. Friðrik Friðriksson, sem þar var staddur, nokkur orð til barnanna. I vorskólanunr, sem lýkur 31. maí, eru rúmlega 300 börn. Attræður Aðaldælingur Á pálnrasunnudag sl. var Gísli Sigurbjörnsson, fyrrunr bóndi í Presthvammi, áttræður. Gísli var ungur bóndi í Presthvammi alda- mótaárið og er nú einn á lífi af þeim bændum í Aðaldal, sem bjuggu austan Laxár það ár. Þrátt fyrir langa æfi og strang- an vinnudag, hefir Elli gömlu ekki tekist ennþá að marka á Gísla sínar djúpu rúnir né beygja liann í baki. Fáir mundu trúa því, sem ekki þekkja þar til að hann sé þetta gamall orðinn, svo léttur er lrann ennþá í spori og sívinnandi. Gísli liefir unnið hörðum höndum alla æfi. Kom upp stórum og mannvæn- legum barnahóp og bætti ábýlis- jörð sína rneira en margur annar á þeim tímum. í mörg ár hefir Gísli haft á hendi póstferð frá Einarsstöðum í Reykjadal og norður í Reykja- hverfi. Kemur Gísli víða við í þessum ferðum sínum, enda alls staðar kærkominn gestur, því að hann er glaðlyndur vel, hress í anda og létt um að segja frá. Ekki er hægt að segja að lífið hafi æfinlega farið mjúkum höndum um Gísla, og þess vegna st hann ennþá svona ungur í anda, beinn í baki og léttur í spori, nei, síður en svo. Það hefir rétt honum bæði stór og þung liögg. Tveiiíiur fulltíða sonum sínum hefir hann fylgt til grafar með fárra ára millibili. Giftur er Gísli ágætri konu, Helgu Helgadóttur. Hafa þau verið lffsförunautar í rúma hálfa öld. Allmargir nágrannar heim- sóttu hann á afmælisdaginn. En stærri hefði sá hópur orðið ef veg- ir hefðu verið bílfærir. En þess vegna urðu margir hans frændur og góðktmningjar að sitja heima. En sá hópur, sem sendir hon- um ósk sína um það, að hlýir \orvindar megi ennþá lengi leika um áttræða afmæ],isbarnið í geislaflóði kvöldsólarinnar. Frœndi. Strengíeikar Björgvins Guðmundssonar Akureyrarkirkja var þéttskip- uð áheyrendum er óratóríóverk Björgvins Guðmundssonar, „Strengleikar", var flutt í fyrsta sinn fyrra þriðjudagskvöld. Há- tíðlegur og virðulegur blær var yfir Jiessu kvöldi öllu. Hjálpað- ist þar allt að, hrífandi fögur lög og ljóð og ágætur flutningur kórs og einsöngvara. „Strengleikar" eru ástarharm- leikur í þremur þáttum. Yfir verkinu ljómar heillandi og heið- ríkur íslenzkur blær. Skáldið lýs- ir ástum ungra elskenda í íslenzk- um dal og fléttar fögrum náttúru- lýsingum inn í mansöngvana. Þár unnast þau ,,í djúpum friði við íossa nið“. En hamingjan er skammvinn og sorginni lýstur niður í þetta friðsama umhverfi. Þá sefur unnustan í rökkurró „með rós að hjartastað". Harmi þrungið slær skáldið gígjuna til þess að minnast hennar. Þessi látlausa saga er túlkuð á áhriifaríkan hátt í lögum og ljóð- um í „Strengleikum“. Hvert lag- ið er þar öðru fallegra. Má t. d. nefna „Syngið strengir, svellið titrið“, ,ySiglum hægar, siglum hraðar“, „Syng þú mér ljúflings- lag“, „Engin ský yfir rós“, og svo perlur, sem alkunnar eru, eins og „Sko, háa fossinn hvíta“ og „í rökkurró", Sums staðar slær tón- skáldið angurværa og tregaþunga strengi, sem minna á blæ fegurstu íslenzku þjóðlaganna eins og t. d. í síðasta laginu í öðrum þætti „Sofðu rótt, er rósaflos á rúðun- um frostið ve-fur“. Kantötukór Akureyrar og söngvarar úr Karlakór Akureyrar fluttu verkið. Tókst flutningur- inn yfirleitt ágætlega. Einsöngv- arar voru Helga Jónsdóttir, Sig- rður Schiöth, Björg Baldivnsdótt- ir, Margrét Oddgeirsdóttir, Hr-einn Pálsson, Jóhann Kon- ráðsson, Hermann Stefánsson og Guðmundur Gunnarsson. Skil- uðu þeir yfirleitt hlutverkum sín- um með mestu prýði. Undirleik á píanó önnuðust frti Elsa Blöndal og frú Lena Otterstedt. Uppfærsla verksins liefir kost- að ntikið starf fyrir tónskáldið, söngvarana og stjórn Kantötu- kórsins. Það er skaði, að ekki sktdi gefast tækifæri til þess að flytja það fyrir fjölmennari hóp, en Akureyringar eru. Þarna hel'ir útvarpið efni, sem er þess virði að kosta nokkru til að fá það flutt. Það væri hægt, með því að taka nokkra kafla úr því á hljóm- plötur og flytja síðan fyrir alla þjóðina. En líklega er það ofmik- il bjartsýni; að ætlast til þess að forráðamenn þeirrar stofnunar komi auga á þetta og lrrindi því í framkvæmd. Stjarnsjáin mikla á Palomarfjalli (Kalifomía). Eitt nýjasui undur veraldar er Palomar-stjarnsjáin talin. Þús- undir manna leggja leið sína upp á fjallið á mánuði hverjum til að skoða þetta furðuverk. Talið er að hún verði fullgerð árið 1948. Svo mikil nákvæmni er viðhöfð við smíði spegilsins, sem er 200 þuml. í þvermál, að slíks eru eng- in dærni um neina smíði; á ekki að geta munað einum milljónasta úr þuml. að hol spegilsins sé ná- kvæmt h'volif. Er öldulengd ljóss- ins notuð sem mælikvarði, eu hún er 1/50000 úr þuml. Margs er að gæta við slípunina; t.'d. þurfa þeir, sem að henni vinna, að klæðast sérstökum búningi og hitinn í vinnusalnum verður stöðugt að vera hinn sami. Eng- um óviðkomandi er hleypt þar irm, en gegnum glerrúðu fá ,menn að sjá það, sem gerist. Speg- illinn er gerður í Pasadena, 125 mílna vegalengd frá Palomar- fjalli. Stjarnsjáin á að ná eina billjón ljósára út í geiminn, en eitt ljósár er um það bil 9,6 trill- jón km. (Ljóshraðinn nál. 300 þús. km. á sek.). í fyrsta sinn í heimssögunni munu nú stjarnfræðingar fá stjarnsjá svo langdræga og full- komna, að sumar stjörnur, sem ekki eru nú beint á næstu grös- um, svo sem Betalgeuse og Antar- es gætu orðið séðar sem ljósskíf- ur í stað örsmárra depla, ef loft- hjúpur jarðar dreifði ekki geisl- unum. Það er haldið, að innan sjónvíddar þessarar nýju stjarn- sjár verði um 10 billjón stjarn- kerfa, hvert á stærð við okkar eig- in vetrarbraut, þar sem hvert um sig telur sennilega nokkrar milljónir stjarna eins stórar og mörgum sinnum stærri en okkar eJgin sól. (Úr amerísku tímariti). Harmoníkuhljómleikar í Nýja Bíó 4. maí Lýður Sigtryggsson, harmon- ikumeistari Norðurlanda, hélt harmonikuhljómleika í Nýja-Bíó sunnud. 4. maí, ásamt nemanda s.num, Guðna Friðrikssyni frá Sveinungavík í Þistilfirði. Léku þeir 12 lög af skrá og 3 aukalög við framúrskarandi und- irtektir áheyrenda. Næstum helmingur laganna var cftir P. Frosini og virtust þau vekja mesta hrifningu I. a. The folly Caballero og CarnevalíVen- edig leikin af Lýð og Accordio- mania og Thoughness of Love, ieikin af Guðna. Listfengi og leikni Lýðs Sig- tryggssonar mun ekki hafa komið áheyrendum neitt á óvart eftir .’ iðtökur þær og viðkynningu, sem liann hefir hlotið hér og er- h ndis. Hinn prýðilegi leikur Guðna Fj iðrikssonar mun fremur hafa \erið þeim óvæntur, enda mun þetta vera í fyrsta sinn er liann spilar opinberlega. Eiga þeir báð- ir skilið beztu þakkir fyrir góða skemmtún. E. K. i

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.