Dagur - 25.06.1947, Síða 4
4
D AGU R
Miðvikudagur 25. júní 1947
---Li i._™---- — . .... -
DAGUR
Rltstiórl: Haukur Snorrason
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstreeti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Bjömssonar
------------------------- ■■
Þeir vita hvað þeir gera
JkAÐ ER óþarfi að fyrirgefa ikommúnistum synd-
ir þeirra gegn þjóðfélaginu um þessar mund-
ir, með þeim gömfu og góðu forsendum, að þeir
viti ekki, livað þeir eru að gera. Engum er það-
betur ljóst en kommúnistaforsprökkunum í höf-
uðstaðnum, að þeir eru að leiða hrun og hörm-
ungar yfir þjóðina með því að breyta aðalbjarg-
ræðistímanum í stríðstíma og livetja sjómenn og
verkamenn til þess að halda að sér höndum, í
þann mund sem síldin er að koma á miðin, fyrstu
skipin ættu að vera að leggja úr höfn og reykinn
frá síldarbræðslunum að leggja til himins. JÞjóð-
viljinn er ekki myrkur í máli, þegar hann er að
lýsa áhrifum þeirrar eyðileggingarstarfsemi, sem
hinum pólitísku verkföflum er -;etlað að vinna.
Fyrir skemmstu birti blaðið {ressar upplýsingar
tim tjón þjóðfélagsins af völdum þeirra: (
„Á ytri höfninni í Reykjavík liggur heill
floti stórra flutningaskipa við festar. Eitt
þessara skipa er með kólafarm. Hver sólar-
hringur, sem díður, án þess að verkfallið
leysist, kostar þjóðina 10—12 þúsund krón-
ur, aðeins vegna þessa eina skips. Auk þess
er óvíst að þetta skip verði látið Hggja hér í
höfn von úr viti.... Olíubirgðir í landinu
eru á þrotuni. I útlöndum er verið að ferma
stórt olíuskip með olíubirgðir ti'l síldveiði-
flotans. Án þeirra er vafasamt, að nokkur
síldiað ráði verði veidd, hve mikil sem hún
kann að vaða við strendur landsins. Sú vitn-
eskja liggur fyrir, að verði hér áframhald-
andi verkfall, verður þessu skipi snúið við,
og síldveiðiflotinn kann að liggja bundinn
yfir síldveiðitímann vegna olíuskorts, þar
sem mjög erfitt er um leiguskip. . . .“
IjANNIG erlýsing Þjóðviljans, og er þó fátt, eitt
talið af þeim Itermdarverkum, sem nú er ver-
ið að vinna gegn þjóðfélaginu í heild. En þegar
blaðið h'efir þannig látið dailuna ganga um eyði-
leggingarstarfsemina, sem kommúnistar stjórna,
vendir það sínu kvæði í kross og upplýsir lands-
fólkið um það, að öll þessi ótíðindi séu ríkis-
stjórninni að.kenna. Með því að ganga strax að
öllurn þeim kröfum, sem kommúnistum þóknað-
ist að gera á hendur atvinnuvegunum og til aukn-
ingar dýrtíðinni í 'landinu, hefði mátt forða þessu
stríði. Þannig er siðfræðin í þeim herbúðum. Ef
stigamaður værður á vegi þínum, mundar þér
byssu og heimtar fé þitt, þá er það þér að kenna,
vegfarandi góður, en ekki honum, ef liann neyð-
ist til að skjóta, af því að þú tregðast við að fram-
selja aleigu þína í hendur honum. Þannig er hin
kommúnistíska rökvísi, sem nú er borin að eyrum
og augum landsmanna af legátum kommúnis'ta
og blöðum þeirra. Það er í þessari tóntegund, sem
kommúnistar hér á Akureyri tala nú til Krossa-
nesverksmiðjunnar. Hermdarverkin þar eru ekki
þeim að kenna, sem standa fyrir þeim, heldur hin-
um, sem vi'ldu snúast til varnar, Jregar Steingrím-
ur Aðalsteinsson og aðrir tréhestar kommúnista
tóku til við að grafa undan stoðum þeirrar bygg-
ingar, sem bærinn var að reisa.
F11N RÆÐIS B R ÖI ,T ábyrgðarlausra glæfra-
manna hlýtur stundum ýmsar nafngi’ftir, en
auðþekktur er þó oftast úlfurinn á hárunum.
Þessi blygðunarlausa stigamennskusiðfræði, að
Betur má, ef duga skal.
ÞÁ HEFIR bæjarstjórnin okkar
loksins, tekið rögg á sig og gert of-
urlitlar umbætur í umferðamálunum.
Er nú fyrirskipaður einstefnuakstur
suður Skipagötu, neðan Samkomu-
hússbrekkunnar og Strandgatan gerð
að aðalgötu. Hvort tveggja eru þetta
uarfar umbætur og ekki vonum fyrr
gerðar, en betur má, ef duga skal. Eg
sé ekki annað, en umferðamálin hér í
bænum þarfnist bráðra aðgerða, ef
sæmilega á að fara í hinni nýju bíla-
mergð og vaxandi ferðamanna-
straums.
Margir bílar — fáar reglur.
SANNLEIKURINN er sá, að um-
ferðin hér i miðbænum er orðin
ótrúlega mikil, miðað við stærð kaup-
staðarins og fólksfjöldann. Göturnar
eru hins vegar þröngar og ekki byggð-
ar fyrir allan þennan bílafjölda. Þar
við bætist, að bílaeigendur og fyrir-
tæki erd næsta tillitslaus með því að
leggja bílum til langframa við þessar
götur, svo að aðeins mjótt sund er
fært fyrir umferðina. Sýnist óhjá-
kvæmilegt, að setja strangar reglur
ur það, hvar skilja megi bíla eftir og
hvar ekki i miðbænum. Margir bílar,
sem standa þar daglega við gangstétt-
irnar, gætu eigendunum að óþæginda-
litlu verið annars staðar, en það
mundi leysa versta hnútinn að nokkru
leyti. Þetta er mál, sem þarf að taka
fyrir hið bráðasta.
Hesthús í vegi fyrir umbótum.
SÁ HÆNGUR er á skjótri og viðun-
anlegri lausn þessara mála, að því
sem næst engin bilastæði eru til i
miðbænum. Ur þessu þarf að bæta.
Það er hægt, i fyrsta lagi með því að
láta nú loksins verða af því að rífa
hesthúsið, sem trónar í miðborginni
til angurs og ama fyrir alla, að því er
bezt séð verður, og i öðru lagi með
þvi að taka garðinn í milli gömlu
prentsmiðjunnar og Gudmannsverzl-
unar fyrir bílastæði. Þessi garður var
eitt sinn fallegur og vel hirtur, en sú
tíð er nú liðin. Er raunar hörmulegt
að sjá hann, eins og hann er nú útlít-
andi og færi vissulega betur, að rífa
upp þær ógæfusömu plöntur, sem þar
eru eftir, og breyta þessu svæði í torg,
heldur en að viðhalda garðinum i nú-
verandi mynd eitt sumarið ennþá. Það
mun vera Dráttarbrautin, sem hefir
garðinn til umráða og notar hann lítt
eða ekkert, að því er séð„verður. Bær-
inn þarf að leggja þetta pláss undir
bilastæði, a. m. k. í-bráðina, og er það
næsta auðvelt, ef vilji er fyrir hendi.
Það þattf að hugsa um framtíðina
EN ÞÓTT báðar þessar tillögur yrðu
framkvæmdar, er ekki búið að j
koma málunum í viðunanlegt horf.
Bærinn þarf í tima, að ætla hinum
mikla bifreiðafjölda framtíðarinnar
einhvern samastað í bænum og haga
skipulagningu og byggingum í sam-
ræmi við það. Ella verður glímt við
þennan umferðahnút í það óendan-
lega.
kenna þeim um ófriðinn, sem
ekki vilja skilyrðislaust beygja
sig fyrir ofríkinu og 'leggja alla
veraldlega velferð sína og þjóð-
félagsins í hendur örfárra ofstæk-
ismanna, héldu menn í bjartsýni
fyrstu eftirstríðsáranna, að hefði
lotið í dúftið með falli hinna yf-
irlýstu einræðisríkja. En illgres-
ið er 'lífseigt. Rætúr þess hafa
víða skotið rótum. Einræðissinn-
ar beita svipuðum starfsaðferð-
um hvort heldur þeir kalla sig
fasista eða kommúnista. Það má
nú vera hverjum þjóðfélagsþegn
augljóst, að hér verður ekki
bvggt upp glæsilegt og réttlátt
íslenzkt þjóðfélag, ef slíkjr menn
eiga í framtíðinni að ráða at-
Imngt fyrir fótinn.
G SVO eru það tillögur umferða-
nefndarinnar, um að færa staura
og endurbæta hom hér og þar í bæn-
um. Þær tilfögur voru góðar og gagn-
legar flestar, en úrbótunum sam-
kvæmt þeim miðar lítt áfram. Það er '
til lítils að skipa nefnd og semja álit,'
ef þar við er látið sitja. Framkvæmd-
in er þó, þegar allt kemur til alls, að-
alatriðið. Og þar er það ,sem þyngst er
fyrir fótinn hjó ráðsmönnum bæjar-
ins, því miður.
^NÝJA BÍÓ=j
Sýnir í kvöld og næstu kvöld:
burðum í 'landinu í trássi við lög
og rétt. Ekkert frjálst þjóðfélag
hefir efni á stíku og allra sízt það
veikasta og vanmáttugasta. Aldr'-
ei hefir því fremur en nú verið
þörf á samstarfi frjálshúg'a þjóð-
félagsþegna til þess að stemma
stigu við þeirri sókn einræðisafl-
anna, sem stefnir að hruni þess
frjálsa þjóðskipúlags, sem við lni-
um við og hefir blessað okkur á
liðnum árum. Það er ekki síður
verkamannanna en annarra
þjóðfélagsstétta, að taka þátt í'
ví samstarfi. Þeir eiga alla fé-
lagsmálabyggingu sína í hættu,
ef kommúnistar eiga að hafa leið-
sögn verklýðsmálanna enn um
sinn. Andspyrna verk'lýðsfélag-
anna úti um landið gegn ofríki
kommúnista þarf að magnast að
því marki, að ofbeldi þeirra verði
nú brotið á bak aftur. Eftir það
ér hægt að taka til við þá þjóðfé-
lagslegu og atvinnulegu upp-
byggingu, sem hér stóð yfir,. er
hið kommúnistíska samsæri
hófst. Það er heill þjóðarinnar
og hagur verkamanna, að sú upp-
bygging hefjist sem fyrst aftur. ,
Veðreiðarnar miklu
(National Velvet)
Metro-Gokhvyn-Mayer-
stórmynd í eðlilegum litum.
í aðalh 1 utverk unum:
MICKY ROONEY
ELIZABET TA YLOR
DONALD CRISP
< • . ---------- i —,
Jeep-bifreið,
ný ,eða nýleg, óskast til
kaups nú þegar. — Tilboð,
merkt „Júlí“, leggist á af-
greiðslu Dags.
Eyrnalokkur
(hringur) ta'paðist 17. júní,
sennilega í nánd við Mennta-
skólann. Vinsamlegast, skilist
ef finnst, á afgreiðslu blaðsins,
gegn fundarlaunum.
Sumar-kvöldkjóll
4
Kjóll þessi er úr
baðmullarefni og
er bleikur og svart-
ur að lit.
Hann þykir sér-
lega fallegur til að
vera í á sumardans-
leikjum, ef ein-
hverjir eru, þar
sem síðni kjóla er
krafizt.
Kjóllinn er mjög
fleginn, blússan að-
skorin og reinmð
saman með snúru.
Pilsið er vítt og
rykkt allt um
kring.
• Farið í ferðalag
Ferðalög hvers konar, eru orðin meiri þáttur í
■lífi okkar, heldur en var í lífi forfeðra okkar og
mæðra.
Það þarf ekki að fara marga áratugi aftur í tím-
ann, til þéss að finna fólk, sem aldrei ferðaðist
neitt og.dvaldi alia ævi á sama blettinum.
Nú er þetta mjög á annan veg, sem betur fer,
segja sumir, en aðrir segja: Því miður.
Enginn dómur skal á það lagður hér og auðvit-
að eru á máli þessu margar hliðar bæði góðar og
lélegar,
Eg ætlaði alls ekki að fara að „fílósófera“ um
ferðalög almennt, heldur minnast örlítið á nokk-
ur atriði, sem óneitanlega snerta ferðalögin og
ferðalangana, en það er frágangur og með-
ferð farangursins.
Hin guilrjá regla ferðamannsins, sem flestum
gengur heldur erfiðlega að fara eftir, er: „Því
minni farangur, því þetra“.
Vandinn er að velja og hafna, taka með sér það
rétta, en skilja hitt eftir heima.
Nú eru ferðalög svo margvísleg og mismunandi
og allur farangur fer að sjálfsögðu eftir því, hvert
og hvenær er farið og hve lengi dvalið.
Þegar búið er að taka til það, sem á að hafa
meðferðis er gott að flokka varninginn í 'sundur
og pakka sérstaklega og saiúan hverja tegund.
EJtan um nærföt er mjög ákjósanlegt að saurna
poka (eins og umslög í sniði) og leggja þau í hann.
Með því er komið í veg fyrir að ein og ein flik sé
að flækjast frarn og aftur í töskunni. — Skófatn-
að er bezt að pakka inn í gamla silkisokka— stinga
einu pari í einn sokk og hnýta fyrír. — Snyrtivör-
ur er bezt að hafa í „pIastic“pokum eða úr vax-
dúk, en skartgripina í öskju. — Kjólarnir eru auð-
vitað lagðir efst í töskuna og brotnir vandlega
helzt ranghverfir.
Vökva, hvers konar, (blek, handáburð o. fl)
manstu auðvitað eftir að skilja eftir heima, því að
ódýrara er að kaupa sér þetta að nýju, þegar á
staðinn er komið, líeldur en hætta á að eyðileggja
fatnað sinn.
Gefðu þér góðan tíma ti! að pakka og raðaðu
hyggilega niður:
Þegar búið er að ganga vel frá efsta laginu,
breiða eitthvað rykverjandi yfir og spenna hefti-
böndin, er skellt í lás og haldið af stað.
Mundu eftir að merkjá farangur þinn vel og
vendilega.
Góða ferð!
Puella.