Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 6

Dagur - 25.06.1947, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 25. júní 1947 CLAUDIA SAGA HJÓNABANDS EFTIR ROSE FRANKEN v.— ■ ■ 49 tiagUr J (Framhald). Claudía uppgötvaði fljótlega, að það var dálítið aiíhað að fást við annað barnið heldur en það fyrsta. Til að byrja með voru það föt- in. Bobby hafði fertgið allt sem þurfti spánnýtt, en nú varð Matt- hew að'láta sér nægja að erfa bróður sinn. Það vantaði þó ekki, að gjafir bærust. Sumir sendu dýran silkifatnað handa barninu og Glaudía vafði honunr vendilega saman og pakkaði hann niður í skúffu, því að hún var á móti því, að vefja hvítvoðunginn í dýra reifa. Skársta og gagnlegasta gjöfin kom frá Roger, sem sendi postu- línsfígúrur. Glaudía stillti þeim upp á arinhilluna og þótti að þeim mesta prýði. Júlía og Hartfley sendu 100 dali og Davíð notaði þá óð- ara í sambandi við endurbætur á svínastofninum, sem hann var þá að gera. Júlía komst að þessu, og sagði, að hana hefði að vísu alltaf grunað að blessað barnið fengi ekki að njóta peninganna, svo að hún stakk 5 dölum til viðbótar að Claudíu og fyrir þá keypti hún nokkur glös af fyrsta flokks meðala'lýsi, sem hún gaf barninu. Læknirinn hafði sagt, að það væri sérlega heilsusamlegt fyrir ung- viði, sérstaklega þar sem hún gæti ekki haft barnið á brjósti. Ciaudía hafði annars þungar áhyggjur út af getuleysi sínu að þessu leyti. Það lá við að hún hefði minnimáttarkennd út af því, að geta eLki sjálf nært drenginn, jrótt læknirinn fullvissaði hana um, að þetta væri ekki nerna eðlilegt, þar sem hún hefði fengið tauga- áfall, og meinti með jrví, að henni hefði orðið svo mikið um að heyra hversu ástatt var með móður hennar. Alian tímann, sem hún Já á spítalanum til Jress að ala bai nið, höfðu aflir þar verið sérstak- lega góðir og nærgætnir við hana. Það var eins.og allir jrar vissu, að móðir hennar mundi eiga skammt eftir og þeir kenndu í brjósti um hana. i Þegar Matthew var viku gamall og hún lá ennþá á spítalanum, fékk Bobby leyfi til þess að koma í heimsókn og sjá bróður sinn. Berta kom með hann. Hún hafði jrvegið lionum og greitt og fært hann í sitt fínasta púss. En Bobby var nú raunar of iítiil og skiln- ingssljór til þess að átta sig á því, sem gerzt hafði, þótt honum Jitist ijómandi vel á hvítvoðunginn. Berta hafði skipt hárinu á Bobby ákaflega nákvæmlega og með þesstim hætti virtist hann eldri og reyndari en hann var. Claudía var fljót að hræra í fínu greiðslunni, svo aði'ubbinn varð aftur eins og venja var. „Bobby vill ekki,“ sagði hann og reyndi að forða sér, en það var um seinan. ,,Er amrrta hér?“ spurði hann. Berta sagði: „Uss, Bobby, þú ert kominn til þess að heimsækja mömmu." ,,Já, en þú sagðir að amma hefði farið í ókunnugt hús.“ „Já, hún gerði það,“ sagði Ciaudía, ,,og hún sendi þér rnarga kossa og vonar áð þú verðir alltaf góður drengur og farir að hátta á réttum tíma.“ Þar kom, að Claudíu fannst hún ómögulega geta verið lengur á spítalanum og lagði fast að iæknunum að'lofa sér að fara heim. „Da- víð, eg vil fara heim,“ sagði iiún. „Eg þarf þess með.“ Hann hlýtur að hafa skilið hversu henni var innanbrjósts, því að hann beygði sig yfir hana og kyssti hanæ „Eins og þú vilt,“ sagði hann. „Eg er bú- inn að tala við læknana." Þetta var í lok þriðju vikunnar, svo að í rauninni var kominn tími til þes> fyrir hana, að hálda héinr. Davíð hafði látið sefja miðstöð í bílinn áður en hann kom að sækja þau. Claudía þakkaði honum innilega fyrir umhyggjusem- ina, en stríddi honum á því, að hann hefði gert þetta fyrir hana, en ekki fyrir soninn. „Aiveg rétt,“ sagði hann. „Það er bezt að byrja snemma á því að gera mann úr honum. Láta hann venja sig við vosbúðina.“ „Já, við gætum svo sem flutt hann í töskugeymslunni,“ sagði Claudía. „Er hann ekki yndislegur?“ sagði hún, þar sem hún stóð með barnið í fanginu, og finndu ilminn af honum. Það er svo undur- samJega góður ilmur af smábörnum." „Já, við skulum vona að hann haldist Jrangað til við erum komin heim,“ sagði Davíð. , Hún horfir með nokkru stolti á son sinn, þar sem hann svaf við brjóst hennar. Síðustu tíu dagana hafði orðið svo dásamleg breyting á honum. Húðin hafði fengið sinn eðlilega blæ og lit og hendurnar hans voru svo fallega'lagaðar. „Hann hefir hendureins og þú, ekta arkítektahendur. Hann verður sjálfsagt húsameistari." „Nei, hann verður læknir, þetta eru læknishendur." „Kannske ekkert verði úr honum?" sagði Claudía. „Það gæti komið fyrir.“ „Mundir þú ekki verða Jeiður?" (Framhald). DAGUR Slgurrðs steiðnsdðllir Fædd 8. janúar 1898. Dáin 29. maí 1947. KVEÐJA Ifrá móður og systkinum. Örlagáfjöll en óbilgjörn. Stundum þau leiðum loka. Ókleift reynist og engum fært til hliðar þeim að þoka. Hijóðlát vakir í hugaspurn, ásamt angri og trega: Frændkona góð, hví fórstu brott, isvo skelfing skyndilega? Veraldarkona varstu ei, — heilög kona ei heldur. En í hjarta Jrér h 1 jóðlegia brann falinn arineldur. Dreymdi jrig víst í dagsins ö*n drauma um iíf og liti, en gazt ei fylgt þinni fleygu þrá, — bundin af starfi og striti. Geði í lífi gædd þú varst barnslegu, bljúgu og hreinu. Og víst er um jrað, að vamm þitt ei vildirðu vita í neinu. Huggar oss það, <að við Héðinsfjörð hafir þú oki hrundið, og á Heljar hjarninu þar sigurrós séð og fundið. Þótt örlagafjöli séu óbilgjöm og tímanlegt takmarki sviðið, eru þau stundum að andans leið dulræna, himneska hliðið. — Hafðu svo þakkir og haltu för áfram um undraheima. Týnast má allt, sem var tál og hjóm. — Aðeins guilið skal geyma! Gretar Fells. ORÐSENDING (Framhald af 3. síðu). undirrita viðurkenningu um, að eitrun hafi verið framkvæmd og skal kvittun Jressi afhent við næstu umferð. Miklar vonir eru jró um, að víða fari svo, að ekki komi til þpssa, heidur dugi fyrsta eða a. m. k. annað stig eitrunar- innar til að eyða rottunum að fuliu. Gefur þá húsráðandi við- urkenningu um, að svo sé. Venk sem þetta krefst mikillar nákvæmni og alúðar, og er þess fastlega vænzt, að bæjarbúar bregðist vel við, hafi sem bezta samvinnu við hina erlerídu sér- fræðinga og greiði götu þeirra í þéssu menningarstarfi. Alveg sér- stakiega er bráðnauðsynlegt, að skýrslurnar um, hvetnig eyðing- in hafi tekizt séu svo sannar og réttar sem frekast er kostur á. Skýrslur hafa verið gerðar um JL i Hjartanlegar Jjakkir fyrir auðsýnda hlluttekningu við and- lát og jarðarför konu miinnar, ÓLAFÍU BJARNADÓTTUR HJALTALÍN. Fyrir mína hönd og annarra vandanranna. Kristján Asgeirsson. Þökkum innilega öllum nær og fjær, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför JÓNÍNU GÍSLADÓTTUR, Reykjum, og heiðruðu minningu hennar. Vandamenn. ÖlHumJreim, sem veittu LEONHARÐI SIGURGEIRSSYNI frá Vöglum hjálp í hans þungbæru veikindum og auðsýndu samúð og Vináttu við andlát og jarðarför hans, vottum við hjartans Jrakkir. Aðstandendur. Þökkurn innilega auðsýnda samúð við hið sviplega Iráftdl dóttur minnar og systur okkar. BRYNDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR. Sigurður Einarsson og systkinin, Reykjahlíð. / GÆR átti eg sjötugsafmeeli. Var mér pá sýndur sónii ug hlýhugúr meö heimsóknum, árnaðaróskum og veglegum gjöfum. Áttu par hlut að málir vinir minir og vandamenn. Nefni eg sérstaklcga stjórn verksmiðja S. í. S. og forstjóra peirra, og siðast en ekki sizt starfsfólk GEFJUNAR og IÐUNNAR. — Ollum pessum aöilum fteri eg hjartanlegar pakkir, og óska peim árs og friðar. Akureyri, 18. juni 1947. Ó.ME TH ÚSALEMSSON. Við þökkum ástsantlegasl öllum þeim, sem með lilýjum kveðjum, heimsóknum og á annun hátt auðsýndu okkur sœrnd og ástúð á hálfrar aldar hjúskaparafmccli okkar, hinn 18. júni síðastliðinn. Bjarnarstöðum i Bárðardal, 22. jiíní 1947. Vigdis Jónsdóttir. Jón Marteinsson. H.f. Eimskipafélag íslands: Arður fyrir árií 1946 Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 7. þ. m. samþykkti að greiða hluthöfum 4% — fjóra af hundraði — í arð fyrir árið 1946. Arðurinn verður greiddur á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum þess um land allt gegn framvísun arðmiða. Ennþá eiga alhnargir hluthafar eftir að sœkja nýjar arðmyJa- arkir fyrir árið 1943—1961. Eru það vinsamleg tilmæli félags- ins að hluthafar sæki arðmiðaarkimar hið fyrsta, en þær eru afhentar gegn framvísun arðmiðastofnsins, sem fylgir hluta- bréfum félagsins, á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, stofn- unum er ennfremur veitt viðtaka hjá afgreiðslumönnum þess um land allt. Þá skal á það minnst, að arðmiði er ógildur, ef ekki hefir verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjald- daga han*. H.f. Eimskipafélag íslands. ástandið í hverri húseign í bæn- um, og má telja öruggt um, að komið verði til eitrunar í öll hús, þar sem tilkynnt hefir verið um rottur. Sama máli gildir og um hús, sem reist hafa verið síðan skýrslugerð þessi fór fram. En fari svo, að eftirlitsmennirnir hafi ekki komið í eitthvert hús 12. júlí, á að beina umkvörtun- um um það til heilbrigðisfull- trúa, í !síma 196, og verður þá séð um, að eitrunin sé framkvæmd reglulega.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.