Dagur - 03.07.1947, Page 2
2
DAGUR
Fimmtudagur 3. júli 1947
Broddum kommúnistaflokks-
ins er sýnilega full alvará með að
neyna að naga æruna af héraðs-
sáttasemjara Þorsteini M. Jóns-
syni. En það er óhætt að segja
þeim það nú þegar í eitt skipti
fyrir öll, að þessi nagdýrsiðja
þeirra e’r unnin fyrir gíg og verð-
ur aðeins til álitshnekkis og ar-
mæðu fyrir þá sjálfa. Þ. M. ). er
svo vel þekktur og vel kynntur
maður að vammlausri hegðun,
drenglyndi og skýrleika, að. ó-
gterkilegir rógberar geta ekki
linekkt því irausti, er hann nýtur
nteðal þeirra, sem kynn.i hafa af
honum, og þeir ern ærið margir.
Kommúnistarógurinn um hann,
sem nú gengur fjöllunum hærra,
fellur því máttlaus og marklaus
til jarðar og snertir hann ekki
hið minnsta.
Það bætir og ekki úr skák fyr-
ir rógberunum, að í svívirðing-
um þeirra um Þ. M. J. er rök-
færslan svo bágborin og
heimskuleg, að hún þolir enga
gagnrýni heilbrigðrar skynsemi.
Þeir ásaka hann um „ósvífna á-
rás á sjálfsákvörðunarrétt verk-
iýðsfélaganna um fyrirkomulag
kjaras'amninga sinna og hættu-
legt tilræði við - félagsfrelsið í
landinu". (Sbr. ályktun, sem
kommúnistar hafa fengið verka-
mannafélag sitt á Akureyri til að
gera fyrir skömmu). Þessi ásökun
er fram borin út af sáttatilraun-
um Þ. M. J. í kaupdeilunni á
Sigiufirði.
I hverju er hún þá innifalin
þessi „ósvífna árás“ sáttasemjar
ans og hið „hættulega tilræði"
hans við sjálfsákvörðunarréttinn
og félagafrelsið, sem kommúnist
ar segja, að hann hafi gert sig
sekan um?
Takiið nú eftir: „Árásin“ og
,,tilræðið“ er fólgið í því, að
sáttasemjarinn fyrirskipaði og
lét framkvæma lögum sam-
kvæmt allsherjaratkvæðagreiðslu
í einu stærsta verklýðsfélagi
landsins, Þrótti á Siglufirði,
sem kommúnistar höfðu lofað að
láta fara fram, en sviku samkv.
fyrirskipun kommúnista í stjórn
Alþýðusambandsins.
Fyrr má nú rota en-dauðrota.
Kommúnsitar staðhæfa, að
það sé árás og tilræði gagnvart
sjálfsákvörðunarrétti og félaga-
frelsi að veita wrkamönnum
leyfi til að birta skoðanir sínar
með atkvæðagreiðslu. En þeir,
sem neita þeim um að nota
þenna sjálfsagða lagalega og sið-
ferðilega rétt sinn, eru að dómi
kommúnista hinir einu og sönnu
verndarar þessa réttar verka-
manna.
Vafalaust hafa kommúnistar
sett hér met í öfugmælum.
Það er torskilið og alvarlegt
umhugsunarefni hvernig komm-
únistabroddarnir hafa getað
flekað eitthvað af sæmilega
greindum verkamönnum til þess
að fallast á þessa hugsanavillu
með sér. Það lítur út fyrir, að
þeir tapi ráði og rænu, þegar
þeir standa augliti til auglitis við
kommúnista.
Ein mikilsverð sanmindi er þó
hægt að fá út úr þessari hugsana-
flækju konnnúnista: Þeir eru
gallharðir skoðanakúgarar. —
Verkamenn eru ekki frjálsir að
því að láta í ljós vilja sinn, el
liann fellur ekki í kommúnista-
kramið. Þetta vissu menn að vísu
áður, en mú hefir fengizt hald-
góð, óvéfengjanleg staðfesting á
því.
En betra hiutskiptis liefðu
flestir unnað verkamönnum en
þess, að beygja sig í auðmýkt fyr-
ir kúgurum sínum, sem eru að
vinna þeiin skaða, eins og ýmsir
verkamemn hafa nú gert m. a.
hér í höfuðstað Norðurlands og
nágrenni hans.
En hverfum aftur að nagdýrs-
hætti kommúnista gagnvart Þor-
steini M. Jónssyni, Maður nokk-
ur, að nafni Þorsteinn Jónatans-
son, hefir skrifað svæsna svívirð-
ingargrein'um Þ. M. ). og fengið
hana birta í Þjóðviljanum, lík-
lega af því að sjálfan „Verka-
manninn" hérna hefir væmt við
að gleypa slíka vofu (sbr. vísu
Bólu-Hjálmars: Því sjálft helv. .
væmdi við ivofu slíka að gleypa)
og mun honum þó ekki klígju-
gjarnt. Ef til vill hef'ir Vm. haft
greind til að sjá, að þessi rudda-
lega og tuddalega skammagrein
mundi á engaji hátt gera Þ. M. J.
mein, en væri á hinn bóginn til-
vaiin til að vinna málstað komm-
únista stórtjón, eins og hún á-
reiðanlega gerir.
1 grein þessari *egir höfundur
hennar m. a„ að ekki korni til
mála að Þ. M. J. haldi lengur
stöðu sinni sem skólastjóri Gagn-
fræðaskóla Akureyrar; svo illa sé
hann orðinn þokkaður, að Ak-
ureyrarbúar þoli hann ekki leng-
ur í þeirri stöðu.
Tii merkis um sannleiksgildi
þessa fréttaburðar skal þess get-
ið, að formaður skólanefndap
Gagnfræðaskóla Akureyrar, sem
er flokksbróðir Þorsteins Jóna-
tanssonar, ien þrátt fyrir það gáf-
aður og sanngjarn maður, sagði
í heyranda hljóði í skólanum á
síðasta vetri, að Þorsteinn M.
Jónsson væri einn merkasti
skólamaður fandsins að fornu og
nýju.
Geta svo þeir, sem ekki til
þekkja, gert sér í bugarlund,
hvort meira mark sé takaindi á
vitnisburði Áskels Snorrasonar,
formanns skólanefndar, sem ber
að því leyti ábyrgð á skóianum,
eða ábyrgðarlausum fleiprara
með nagdýrseðli. Hinir, sem til
þekkja, vita fullvel sannindi
þessa máls. Þeir vita, að Þor-
steinn M. Jónsson er prýðilega
þokkaðúr og vei metinn sem
skólastjóri og kennari, og að
sæmd hans sem skólamanns verð-
ur ekki af honum nídd með
Þjóðviijalygum .
Prúðmannlegur
rithöfundur
Einin af upprennandi lær-
dómsmönnum og rithöfundum
Sameiningarflokks alþýðu — Sós-
íalistaflokksins, Þorsteinn Jóna
tansson að nafni, hefir ritað
grein í Þjóðviljann, er út kom
21. júní sl. undir yfirskriftinni
„Sáttasemjarinn frá Siglufirði".
Greinarhöfundur þessi hefur
mál sitt á því að kynna Þorstein
M. Jónsson fyrir lesendum Þjóð-
viljans með því að telja upp
margvíslegar og mikilvægar
trúnaðarstöður, er liann liafi
verið settur til að gegna, bæði af
samflokksmönnum lians í póli-
tíkinni og ekki síður andstæð-
ingum. Er þetta skýr bending
um, að Þ. M. J. sé mikilhæfur
maður og njóti mikils trausts
meðal samborgara sinna, enda
tekur greinarhöf. Jrað fram, að
hann hafi ekki brugðizt umbjóð-
endum sínurn. En þetta telur
höf. ljótan ljóð á ráði Þorstieins!
Elefði Þorsteini Þessum Jóna-
tanssyni sýnilega þótt betj.tr fara
á því, að nafni hans hefði svikið
þá, sem treyst háfa honum til
nýtilegra starfa, gerzt liðhlaupi
frá réttum málstað og gengið á
hönd eyðingar- og spillingaröfl-
unum í þjóðfélaginu. Skal hér
engin tilraun gerð til þess að
hrekja hann frá þeim skoðunar-
liætti, enda mun vel hæfa hvort
öðru, maðurinn og máistaður-
inn, eftir þessari ritframleiðslu
ltans að dærna, því að hún er ein
sú ógeðslegasta gojrkúla, sem vax-
ið hefir í akri ísienzkrar blaða-
mennsku. Skulu hér tilfærð
•nokkur sýnishorn hennar:
„Aidrei befir þó innræti Þor-
steins M. Jónssonar og lítil-
mennska komið berlegar fram
en í Siglufjarðarför hans nú fyr-
ir skemmstu, enda frægt orðið að
endemum. Þar þóttist hann
koma fram sem sáttasemjari í
deilu verkalýðsfélaganna norðan
lands við síidarverksmiðjurnar,
en var í neyndinni aðeins verk-
færi í höndum Stefáns Jóhanns
Sveins Ben. og Finns Jónssonar,
tók við fyrirskipunum frá þeim
og framkvæmdi eftir beztu getu,
en þverbraut flestar þær reglur,
er sáttasemjara ber að fyfgja..
En iverkamienn munu ekki
gleyma hinni svívirðilegu fram-
komu hans og ofbeldisverkum.
Skönnn hans mun lengi uppi“.
„Nú seno'iir Þorsteinn M.
óttasleginn um göturnar á Ak-
ureyri og finntir anda að sér
köldum gusti fyrirlitningarinn-
ar“.
Það er nú kunnugt orðið, að
hin „svívirðilega framkoma" og
„ofbeldisverk“ voru í því inni-
Falin, að sáttasemjarinn leyfir
verkamönnum á Siglufirði að
öreiða atkvæði um deilumálið
þar, en sú atkvæðagreiðsla fór á
annan veg en kommúnistum
geðjaðist að. Þar iiggur hundur-
inn grafinn. Þess vegna andar
Þorsteinn Jónatansson frá sér
köldum gusti.
A öðrum stað í greininni segir
Þ.J.:
„Það hefir verið og er draum-
ur Þorsteins M. að kvelja verka-
rnenn svo, að hann gæti keypt at-
kvæði þeirra á kjördegi fyrir
nokkrar soðningar af söituðu
kjöti eða fáéinar fúnar fjalir."
„Hver skilur heimskuþvætt-
ing þinn?“ má hér um segja.
Þ. J. hefir hér með verið gerð-
ur sá grikkur að sýna mönnum
hér um slóðir hinn prúðmann-
FIMMTUGUR:
Jón J. Þorsfeinsson
kennari.
Eg veit ekki, lesari góður,
hvort þú þekkir Jón Júlíus Þor-
steinsson ikennara, en ef þú mæt-
ir manni, bjarthærðum og bjart-
leiturn, drengilegum og góð-
mannliegum á svip, er brosir við
kveðju þinni, er þetta líklega
Jón. Og ef- hann léiðir lítinn pilt
og litla stúlku, eða hjálpar litlu
barni til að komast yfir götuna,
þá er þetta áreiðanlega Jón Þor-
steinsson, því að svona er hann.
Hann er alúðin sjálf og giaðlynd-
ið og barnavinur mikill. Enda
hefur hann gert barnakennslu
að ævistarfi sínu.
Fimmtudaginn 3. júlí næstk.
verður Jón fimmtugur. Hann er
Olafsfirðingur • að ætt og upp-
runa. Þar byrjaði hann snennna
á kennslustörfum, og hefir haft
þau á hendi síðan. Hann fór þó
ekki í Kennaraskólann fyrr en
lrann var kominn undir þrítugt.
En Jón er einn af þeim mönnum,
sem aldrei þykist viera nægilega
vel búinn .undir starf sitt, og er
því alltaf að læra. Nú síðast fyrir
2—3 árurn stundaði hann hljóð-
fræðinám við Háskóla íslands
heiian vetur, og er nú með lærð-
ustu ikennurum hér á Jandi í
þeirri grein. Hljóðfræðina
stundaði Jón til að byggja lestr-
arkennslu sína á, en hann hefir
einkum lagt fyrir sig smábarna-
kiennslu, og hefir verið að byggja
þar upp kerfi, sem hefir reynzt
ágætt.
Jón Þorsteinsson vekur ekki á
sér mikla athygli, hvorki með
hávaða né öðrum mannalátum.
En inni í kennslustofu, frammi
fyrir liópi lítilla barna, er hann
hinn rnesti snillingur. Þar er rétt-
ur maður á réttum stað. Þótt
hann fái börn með hinum ólík-
ustu skapsmunum, frá liinum
ólíkustu lieimilum og á allan
hátt hin óiíkustu að uppeldi og
skapgerð, siem myndu fjúka út úr
höndunum á einhverjum öðrum,
er allt komið í röð og reglu hjá
Jóni eftir nokkra daga. Þessir
ólíku einstaklingar eru orðnir að
einni samfeJldri heild. Með lagni
og lipurð, en þó föstum og ör-
uggum tökum, hafa allir þessir
óiíku þræðir verið sameinaðir í
eitt í lófa kennarans. Með ein-
beittni og ástúð hefir þetta litla
samfélag komizt í jafnvægi á ör-
stuttum tíma, og er þá fyrst orðið
hæft til starfa og náms. Það bvílir
meiri ábyrgð á herðum smá-
barnakennara en nokkurra ann-
arra, er við ikennslu fást. Það er
því jafnan ánægjuliegt að fá Jóni
Þorsteinssyni slíka hópa til
fræðslu og uppeldis, og gaman er
að koma inn í kennslustund til
hans, þegar allt er í fullum
gangi. Þar hefir allt verið undir-
búið, ekkert óhugsað, allir í
starfi og ailir glaðir.
lega(I) rithátt hans. Af þessu sýn-
ishornum geta menn dæmt um,
lrversu honum hefir tekist sú
prófraun að leysa af hendi Þjóð-
viljaribsmíð sína. Sá dómur verð-
ur á þessa leið:
Farðu heim, lagsi, og lærðu
betur.
En þó að Jóh sinni erfiðu og
undirbúningsfreku starfi, -hefir
hann þó ailtaf tírna til að heim-
sækja nemiendur sína og foreldra
þeirra, spjalla við þau um vanda-
mál dagsins og gefa góð ráð.
Hann hefir líka tíma til að sinna
margþættum félagsstörfum. —
Hann er söngelskur maður og
ver rniklu af frístundum sínum í
þágu söngmálanna. Bindindis-
maður er hann bæði á áfengi og
tóbak, eins og sæmir góðum
kennara, og hefir lengi starfað í
Góðtemplararegiunni og verið
þar góður liðsmaður. Hann ler í
stuttu máli sagt einn af þessuni
þegnskaparmönnum, sem alltaf
er leitað til, þegar á liggurt sér-
staklega þó, þegar einhver þarf
að æfa lag eða lítinn kór. Þá er
lekki betra til annarra að leita.
Eg þakka Jóni Þorsteinssyni
ágætt samstarf á liðnum árum og
árna honum alira heilla á þess-
urn tímamótum ævinnar. Mér
þætti ekki ólíklegt, að margir
foreldrar hér í bæ og í Ólafsfirði
ivildu gjarnan taka hlýtt í liönd
hans þennan dag, og þó á hann
sennilega mest ítökin í huga og
hjörtum litlu barnanna, sem
liann hefir verið að fræða og
móta, og reyndar eru nú ekki
liengur lítil börn. Það er gott
veganesti yfir á sextugsaldurinn.
Hannes J. Magnússon.
Fréttatilkynning
Fimmtudaginn 19. júní undir-
rituðu Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra og Claes König,
sendifuiltrúi Svía, samkomulag
um viðskipti nrilli íslands og Sví-
þjóðar, sem byggt er á viðræðum
milli Menzkrar og sænskrar
nefndar í Reykjavík, dagana 30.
apríl til 21. maí. Samkomulag
þetta gildir frá undirskriftardegi
og til 31. marz 1948.
í erindum, sem fylgja við-
skiptasamkomulaginu, eru
ákveðnir útflutningskvótar frá
Svíþjóð fyrir símastaurum og
staurum til rafveitu, girðinga-
staurum, söguðu og hefluðu
timbri og síldartuonum. Hins
vegar skuldbinda íslenzk stjórn-
arvöld sig til að veita útflutn-
ingsleyfi til Svíþjóðar fyrir
ákveðnu magni af saltsíld og
dilka- og ærkjöti.
Tilmælum Svía um sérstök
hlunnindi fyrir sænsk síldveiði-
skip hér við land var svarað á þá
leið að íslendingar gætu ekki
veitt neio réttindi, sém væru
ósamræmanieg fiskiveiðalöggjöf-
inni.
Utanríkisráðuneytið,
Reýkjavík, 21. júní 1947.
Strigaskór
nr. 39—44
fyrirliggjandi
Skóbúð <0