Dagur - 09.07.1947, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1947, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 9. júlí 1Q47 Mbl. vill ekki bændur á þing Þórður Arnaldsson Aukakosning til Alþingis á að fara t'ram í Vestu r-Skaftaíel Is- sýslu næstkomandi sunnudag vegna brottfarar fyrrverandi þingmanns þess kjördæmis, Gísla Sveinssonar, til Noregs, þar sem hann er orðinn sendiherra. Baráttan urn þingsætið er á milli frambjóðanda Framsóknar- flokksins, Jóns Gíslasonar bónda í Norðurhjáleigu í Álftaveri, og frambjóðanda Sjálfstæðisflokks- ins, eða öllu heldur kaupmanna- valdsins í Reykjavík, Jóns Kjart- anssonar, ritstjóra Morgunblaðs- ins. Mbl., er út kom 2. þ. m., er í öngum sínum út af því, hvað Framsóknarflokkurinn hafi fáa bændur á þingi. Blaðið finnur liárt til þess, að í flokknum séu þrír forstjórar samvinnufélaga þingfulltrúar, og jafnvel gangi Framsóknarflokkurinn svo langt í óskammfeilninni, að gróður, húsaeigandi sé einn af þing- mönnum flokksins í stað þess, að þar ætti að vera bóndi í hverju sæti, þegar Framsóknarflokkúr- inn á hlut að máli. Þessi viðkvæmi áhugi Mbl. fyrir því, að bændum fjölgi á Alþingi, væri allrar virðingar verður, ef hugur fylgdi máli og af heilindum væri mælt. Jón Gíslason í Norðurhjáleigu er vel metinn bóndi, eindreginn samvinnumaður, prýðilega greindur og fylginn sér og mikill framkvæmdamaður. En þegar þessi bóndi býður sig fram í bændakjördæmi fyrir Framsókn- arflokkinn, bregður svo kynlega við, að Mbl. rnælir ákaft á móti lionum, og koma þar vel fram heilindi blaðsins í málfærslunni. Mbl. læst vera hlynnt fjölgun bænda á þingi, en þegar ágætur bóndi er í kjöri í V.-Skaftafells- sýslu, snýst blaðið öndvert gegn honum. Allt hefir blaðið á horn- um sér út af framboði hans, m. a. það, að fimm samvinnubænd- ur í héraðinu hafi rnælt með kosningu hans í Tímanum og kennir í brjósti um þá fyrir að leggja á sig slíkt „erfiði". Það ínundi þó ekki vera samvinnu- maðurinn Jón Gíslason, sem Mbl. er þyrnir í augum? Mbl. mælir eindregið með kosningu Jóns Kjartanssonar rit- stjóra síns. Ólafur Thors telur hann nær ómissandi á þingi, af því að hann sé , alveg einstaklega glöggur og dómbær á menn og málefni og það, hversu haga beri baráttunni". Þess vegna mundi hann verða til „gagns og gleði“ á Alþingi. Gott dæmi um glöggskyggni og dómgreind Jóns Kjartansson- ar er það, þegar'hann haustið 1944 var stuðningsmaður þess í trássi við Gísla SveinsSon, að Sjálfstæðisflokkurinn legði út í ævintýrið með kommúnistum, sem Gísli Sveinsson gaf nafnið „kollsteypan" og hafði þær af- leiðingar, að dýrtíð og verðbólga færðist svo í aukana, að nú þurfa íslendingar tvöfalt heimsmark- aðsverð fyrir afurðir sínar, ef þeir eiga að geta haldið fram- leiðslu sinni áfrani, eftir því sem Bjarni Benediktsson utanríkis- málaráðherra hefir vottað í út- varpsræðu fyrir nokkru. „Þetta er að kunna vel til vígs“, ntun Ólafur Thors segja. Þetta er að hafa glöggskyggni og dómgreind til að „haga barátt- unni“ á réttan hátt! Ef Mbl. segði hug sinn allan yrði það á þessa leið:. Enga Framsóknar- og sam- Nú eru 45 ár liðin, síðan gagn- ifræðaskólahúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal varð eldinum að bráð og skólahaldið á þeint stað þar með úr sögumni. Fyrir nokkru varð það að samkomulagi meðal nokkurra nemenda Möðrtivallaskóllan að stofna til Möðruvellingamóts á þessu vori. Var mótið síðan aug- lýst í maímánuði sl. í íjórum blöðum, Morgunblaðinu, Tím- anum, Degi og íslendingi, og skyldi það haldast á Akureyri og Möðrtivöllum 1. júlí þ. á. ' Þriðjudagurinn 1. júlí rann upp fagur, hlýr og bjartur, og hélzt svo allan þann dag. Kl. 10 f. h. voru nær 30 nemend- ur Möðruvallaskóla mættir í Menntaskólanum, er Sigurð- ur Guðmundsson skólameistari hafði góðfúslega gengist fyrir að lánaður yrði til samkomu þessarar. Ingimar Eydal setti þá mótið með ræðu, lýsti m. a. tildrögum, undirbúningi þess og tilhögun, gat þess að 226 nemendur hefðu lokið prófi við Möðruvallaskól- ann þau 22 ár, er hanm starfaði þar, en af þeirn væru nú á lífi hér á landi um 80. Auk þess jhefðu horfið frá skólanum á annað hundrað nemendur próf- lausir. Síðan hék Sigurður Guð- mundsson skólameistari ræðu ium Möðruvallaskóla og þýðingu hans fyrir þjóðlífið. Tveir heiðursgestir voru á mótinu, þeir Sigurður Guð- mundsson skólameistari og Val- týr Stefánsson ritstjóri. Eftir hádegi var haldið til Möðruvalla i bifreiðum. Var þar gengið í kirkju, og flutti séra Sigurðu rStefánsson snilldar- fallega ræðu úr prédikunarstóli og söngflokkur söng þrjá sálma. Eftir messu reikuðu Möðru- vellingiar um staðinn og rifjuðu upp gamlar og hugljúfar endur- minningar frá veru sinni þar. Síðan söfnuðust þeir aftur í kirkjuna, og flutti Einar Árna- son á Eyrarlandi ueðu þar, en Steingrímur Arason flutti kvæði, er hann hafði ort í tilefni dags- ins. Að þessu loknu buðu prests- hjónin á Möðruvöllum gestun- um til veglegrar kaffidrykkju, og rómuðu allir viðtökur þeirra. Síðan kvöddu menn Möðru- DAGUR vinnumenn á þing, heldur trúa þjóna kaupmannavaldsins í Reykjavík. Umhyggja Mbl. fyrir fjölgun bænda á þingi er aðeins látalæti. Þetta innræti blaðsins kemur skýrt í ljós í afstöðu þess til auka- kosningarinnar í Vestur-Skafta- fellssýslu. Ólíklegt.er, að bændur þar í kjördæminu geri það til „gagns og gleði“ fyrir f atipmannavaldið í Reykjavík að kjósa þjón þess, Jón Kjartansson. Þeir munu kjósa innanhéraðs- bóndann og samvinnumanninn Jón Gíslason. velli, surnir líkfega í síðasta sinn, og liéldu til Akureyrar. Var þá ifyrst fengist við myndatökur og rabbað saman. Ákveðið var að geifa Menntaskólanum allstóra mynd af mótinu, og Hallgrími Einarssyni inyndasmið falið að annast það verk. Sigurður skólameistari bauð öllum mótsgestum til kvöldverð- ar og auk þess nokkrum bæjar- búum. Var þar veitt af mikilli rausn og prýði. Voru menn glað- ir og kátir í kvöldboðinu, marg- ar ræður haldnar og nokkuð sungið. Sigurður Jónsson skáld á Amarvatni flutti þar nýort kvæði.. Hinir gömlu Möðruvellingar léku við hivern sinn fingur. Fjör- ið og gieðin skein út úr hverju andliti. Sá elzti þeirra var á ní- ræðisaldri, hinir yngstu um hálf- sjötugir. Skólameistari kallaði þá í ræðu „gömlu Möðruvellihgana ungu“. Hófi þessu var slitið laust eftir kl. 12. Kvöddust menn þá með miklum hlýleik og innilegu þakklæti til skólameistara og frú- ar hans, sem áttu sinn mikla þátt í að gera daginn ánægjulegan og eftirminnileg. Höfðu margir við orð að þessum degi gleymdu þeir ekki, það sem eftir væri ævinnar. Fyrsta Möðruvellingamót var háð á 20 ára afmæli Möðruvalla- skólans árið 1900. Annað á 50 ára afmæli skólans 1930. Þetta er því þriðja Möðruvellingamótið og að líkindum hið síðasta, því að nú tekur nemendafylkingin mjög að þynnast, og innan skanuns verða nemendur skólans alliir horfnir af sjónarsviði mann- lífsins. Þetta síðasta mót þeirra var því kveðjustund. Á fyrsta Möðruvellingamótinu var samþykkt með öllum atkvæð- um tillaga þess eínis, að fundar- menn hétu því að stuðla til þess af alefli, að skólinn yrði gerður svo fullkominn, sem frekast væri iföng á, námstíminn lengdur um eitt ár, konur látnar hafa jafnan aðgang að skólanum sem karlar, og skólinn settur í samband við lærða skólann. Nú er þessi draumur Möðru- velWnga frá síðustu aldamótum orðinn að veruleika í enn fyllra mæli, en þeir luigsuðu sér. Menntaskólinn á Akureyri cr sonur Möðruvallaskólans. Hann var einn af þeim, sent fórst í flugslysinu mikla í Hest- fjalli þann 29. maí s. 1. Fæddtir var hann í Hvammi í Arnarneshreppi Jrann 13. jan. 1924, sonur hjónanna Þórhildar Guðvarðardóttur og Arnalds Guttormssonar frá Ósi. Barn að aldri missti hann rnóður sína og fór þá til föðursystur sinnar Margrétar Guttormsdóttúr* frá Ósi og manns hennar, Axels Björnssonar á Ásláksstöðum, og ó!st upp hjá þeim til tvítugsald- urs. Fór hann þá í bændaskólann á Hvanneyri. Að loknu námi þar kcypti hann býlið Þrúðvang við Akureyri og byrjaði þar búskap með systrum sínum, seldi það þó aftur, en átti þar heima síðan. Þórður sál. var hinn mesti manndóms- og drengskaparmað- ur, ágætlega duglegur og hygg- inn. Gáfur hans, geðsmunir og öl 1 franrkoma voru á þann veg, að hann ávann sér álit og traust hvar senr liann fór. Þegar á barasaldri kom það glöggt í ljós hve einbeittur og ákveðinn hann var í Jm', sem ,'ann tók sér fyrir hendur. í barnaskólanum fékk hann tilsögn í bókbandi. Hélt hann því svo áfrarn ttm skeið í tómstundum sínum, án frekari tilsagnar, nreð ágætunr árangri, og varð kennari í þeirri grein í tvo ivetur við barnaskólann í sinni sveit. Rækti hann það starf með fölskvalausri trúmennsku og kostgæfni og náði góðum ár- angri. Hann var virtur og vel lið- inn af drengjunum, sem hann kenndi, þó sjálfur væri lrann næstum barn «ð aldri. Þórður sál. fór óvenjulega snemma að luigsa utn lrin al- mennu mál og nrynda sér um þau ákveðnar skoðanir. Var hann þegar á farmingaraldri bú- inn að taka ákveðna afstöðu til stjórnmála og ótrúlega fróður um þau, enda var hann gæddur glöggum skilningi og traustu minni. Skipaði hann sér þá þeg- ar í fylkingu Framsóknarmanna í sinni sveit. Eftir að lrann flutti til Akureyrar gerðist liann með- limur í Félagi ungra Framsókn- armanna hér í bænum og reynd- ist þar hinn áhugasamasti og öt- ulasti starfftnaður. Var hann á síðasta aðalfundi félagsins kos- inn varaformaður þess. Það verður ekki skrifað langt mál um störf og afrek tvítugs rnanns. En þau gefa samt sem áð- ur vonir um, hvers vænta má, ef heilsa og líf er framundan. Vér vitum að vísu aldrei með öruggri vissu hvernig ungir nienn muni skila lífshlutverki sínu. Þar bregzt stundum til beggja vona. En góðar gáfur, traust skapgerð, stilling og hófsemi, eru þó þær guðs gjafir, sem vér, skammsýnir menn, leyfum oss að tengja við glæsilegar og góðar vonir um dáðríkt og athafnasamt líf. Hin óskiljaniegu örlög hafa nú slitið þennan vonaþráð, fellt hinn glæsta hlyn, sem var að hefja greinar sínar i ijóma nýs dags, lokið lífi ungs og ötuls manns. Þetta er gömul saga, en þó alitaf iný. Saga, sem vér mennirnir skiljum aldrei til fulls og vitum ekki hvers vegna gerist. Hann er horfinn af sviði lífsins Jressi vaski, drengilegi sveinn aðeins 23 ára gamall. Það svíður í þeim sárum er svo sorgþrungnir at- burðir vaida. En lífið á sína læknisdóma eins og þatt bitru vopn er veita hin djúpu sár. Hver minning, sem um liann . geymist, er geisli í rökkri Jreirrar sorgar, er hið skyndilega fráfall olii öllum, er þekktu hann bezt. Þær eru líf- grösin, sem ástvinir og samferða- menn ieggja við undina rniklu, svalalind þeim sálargróðri, er,vér niennirnir ræktum aftur, sjálf- rátt og ósjálfrátt, á þeirri auðn, sem dauðinn skilur eftir á för sinni hér á jöfð. Með þær í huga og trú á það, að hið góða og drengilega sé ódauðlegt, mun takast að semja sættir við þau máttarvöld, sem svo skyndilega og óvænt heimtuðu lians unga og vonaríka líf. <9 Árna Björnsson. Þarna sjáið þið! Sigfús Sigurhjartarson komrn- únistaþingmaður flutti á þingi I vetur tillögu um það, að kaup- félögunum yrði tryggð réttiát hlutdeiid í innflutningnum, en þar hafa þau að undanförnu ver- ið misrétti beitt. Þarna sjáið þið, segir Þjóðviljinn, að við komm- únistar erum vinir kaupfélag- anna. En -þessa tillögti flutti Sigfús ekki fyrr en kommúnistar voru komnir úr ríkisstjórninni. AUan þann tíma, er þeir áttu fuiltrúa í henni, studdu Jreir að viðgangi og vexti heildsalanna á kostnað samvinnufélaganna. Þegar Sigfús flutti tillögu sína, vissi hannMíki, að búið var að semja milli stjóraarflokkanina um ákvæði í fjárhagsráðslögun- tim um þetta efni, sem tryggði samvinnufélögunum svipuð rétt- indi og fólust í tillögu hans. Hún var því ekkert annað en eitt af yfirboðum kommúnista, sem þeir hafa svo mjög tainið sér til þess að sýnast. Þjóðviljiinn ætti að fræða les- endur sína um það, hvernig veltuskatturinn þeirra sællar minningar lék Kron og önnur kaupfélög. Þá illræmdu tekju- öflunarleið eina voru kommún- istar fúsir til að tekin væri upp á síðasta þingi. Kommúnistabroddarnir mega (Framh. á 7. síðu). MÖÐRUVELLINGAMÓT „Gömlu Möðruvellingarnir ungua koma saman d Akureyri

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.