Dagur - 23.07.1947, Qupperneq 2
2
DAGUR
Miðvikudagur 23. júlí 1947
rr
Einn ai
Njósnir kommúnista í Kanada: , ' .
okkar mönnum er nú á Sambandsþinginu
rr
Þannig hljóðaði símskeyti rússneska sendiráðsins í
Ottawa til Moskvu, þegar Fred Rose, frambjóðandi
kommúnistaflokksins, hafði verið kjörinn
Rose varð uppvís að því, að hafa gefið Rússum skýrslur
um leynifundi í kanadiska þinginu og að hafa þegið
fé frá Moskvu til starfsemi sinnar
(Úr bók Richards Hirsch, „The Soviet Spies“)
FJÓRÐA GREIN
Haustið 1945 miðaði allvel að
því marki, að bera kennsl á
helztu agenta njósnarhringsins.
Á meðal skjalanna, sem Gou-
zenko hafði á brott með sér, var
listi yifir allt það, sem Zabotin
ofursti, hennálafulltrúi sendi-
ráðsins í Ottawa, hafði sent til
Moskvu hinn 5. janúar 1945.
I.eopold lögregluforingi áleit, að
jtarna væri að finna lykilinn að
öllu kerfinu, því að þar var ekki
aðeins tilgreint, hvers konar upp-
lýsingar hefðu verið sendar, held-
ur einnig skýrt frá því, hverjir
hefðu látið upplýsingarnar í té.
Vildi „hjálpa Rússum“!
Númer 175 á listanum .voru
upplýsingar, sem sagt var að
fengist hefðu frá „Nora“, þar á
meðal',,10 símskeyti, 3 spurn-
ingaform og 11 ljósmyndir".
Gouzenko mundi eftir því, að
liann hafði snúið símskeytunum
á dulmál sendiráðsins. Honum
hafði verið sagt að brenna frum-
ritin, en í stað þess hafði hann
lagt þau í skjalaliirzluna og síðan
haft þau á brott með sér til lög-
reglunnar. Þau voru nú í vörzlu
kanadískra yfirvalda. Nótur þess-
ar voru afrit af leynilegum sím-
skeytum, sem.farið höfðu í milli
Bretastjórnar og Kanadastjórn-
ar. Enn í dag er innihald j>eirra
svo mikilvægt, að ekki er hægt
að skýra opinberlega frá því. Það
snertir mál, sem Kanadastjórn
hafði verið trúað fyrir af öðrum
ríkisstjórnum. Auðséð var, að ef
ekki væri hægt að setja undir
þennan leka í innsta hring
kanadískra stjórnardeilda, gat
það haft þær afleiðingar, að
skapa tortryggúi í milli Kanada
og vinveittra landa. Það var því
bin mesta nauðsyn, að hafa upp
á agentinum ,,Nora“. Það reynd-
ist ekki erfitt verk, því að Gou-
zenko mundi nafn agentsins.
Þetta var kona og hét Emma
Woikin, sagði hann. í yfirheyrsl-
unni um Jretta féllu orð á þessa
leið:
Gouzenko: Eg veit ekkert um
hana annað en það, að hún
komst í kynni við Sokolov ofursta
og hann lagði til við Zabotin, að
hún yrði prófuð sem agent.
Lögreglan: Voruð þér við-
staddur Jressar viðræður?
Gouzenko: Eg var í sama her-
bergi. Sokolov stakk upp á því,
að hún yrði ráðin frá október
1944. En svo fór, að hún var far-
in að starfa miklu fyrr. Hún hélt,
að hún gæti fengið stöðu sem vél-
ritunarstúlka í verzlunarráðu-
neytinu. Hún sagði, að hún væri
með Rússum og vildi hjálpa
þeim.
Við eftirgrennslanir kom í
ljós, að kvenmaður að nafni
EmmaWoikin var á starfsmanna-
skrá utanríkisráðuneytisins. Hún
hafði starfað við dulmáladeild
ráðuneytisins frá því í febrúar
1944. Hún hafði kynnt sig sem
dugandi og samvizkusöm starfs-
stúlka. Hún hafði komið til utan-
ríkisráðuneytisins úr verzlunar-
ráðuneytinu og hafði verið sett í
vegabréfadeildina vegna mála-
kunnáttu sinnar. Síðar var hún
færð í dulmálsdeildina .Þar sá
hún flést leýniskeyti og er kunn-
ug dulmálslyklum ráðuneytisins.
Þegar Emma Weikin kom til
starfs síns daginn eftir að þessi
tíðindi urðu lögreglunni kunn,
var henni sagt, að hún hefði á ný
verið færð yfir í vegabréfadeild-
ina. „Hvers vegna?“ spurði hún.
„Hefur ekki líkað við mig hér?“
„Jú, jú, alveg ágætlega, en þá
vantar fólk í vegabréfadeildinni,
sérstaklega reynt og trúverðugt
fólk ens og yður.“ Með þessum
hætti var farið að því, að forðast
að grunur agentanna væri vakinn
um að upp hefði komizt um
starfssemi þeirra jafnframt því,
sem tilfærslan gerði þessum £g-
enti ómögulegt að sénda rússn-
eska sendiráðinu nokkrar frekari
upplýsingar, sem að gagni mættu
verða. Ennþá var ekki hægt að
„slá málinu upp“, því að allt of
margir agentar voru enn ófundn-
ir. Uppljóstrun nú, mundi hafa
varað þá alla við.
Á meðan „Nora“ var þannig
gerð óskaðleg í bráðina vann
Leopold lögregluforingi að því,
að finna þá nðra agenta, sem
skráðir voru á lista Zabotins. Þar
var meðal annarra einn, sem
nefndur var „Elli". Með svipuð-
um aðferðum var komizt að því,
að þar var á ferðinni önnur kona,
sem Wilsher hét. Hún fannst
brátt í starfsliði brezka lands-
stjórans, Malcolm MacDonalds,
sama aðferðin var höfð við hana
og Emmu Woikin. Starfi hennar
var breytt hljóðlátlega svo að
hún varð óskaðleg. Þessi agent
hafði látið Sovétsendiráðið fá af-
rit af öllum leyniskeytum, sem
fóru í milli landsstjórans og
brezku stjómarinnar.
Voru á launum hjá Rússum.
Næst á listanum var fólk, sem
Zabotin nefndi dulnefnunum
„Back“, „Bagley“ og „Badeau“.
Þessir agentar allir höfðu látið
Rússum í té upplýsingar frá
Rannsóknarráði ríkisins, er hafði
yfirumsjón með kjarnorkutil-
raununum. Það var því liin
mesta nauðsyn, að hafa upp á
þeim. Til allrar hamingju hafði
(Gouzenko liaft með sér skjal
nokkurt, sem á hafði verið ritað,
„Þetta skal brennt, eftir að efni
þess hefur verið athugað.“ í stað
jress, að gera það hafði Gouzenko
fengið það kanadískum yfirvöld-
um. Á þessu paggi voru meðal
annars ritaðar jressar upplýsing-
ar:
Jan (Rogov)
Back — (>. Lunan
Badeau — Dornfortli — Smith
Bagley — Ned Mazerall
Leopold lögregluforingi þurfti
ekki einu sinni að fletta upp í
símskránni í Ottawa til þess að
komast að raun uin, að G. Lunan
var til þar í borg. í skrá einni,
sem Gouzenko hafði haft með
sér, var^getið um heimilisfang
,hans og starf. Hann var blaða-
maður við tímaritið Gayiadian
Affairs, sem fjallaði aðallega um
hernaðarmál. Þess var einnig
getið í skrá þessari, að Lunan
hefði verið „í þjónustunni síðan
í marz 1945“. Ekki var talin á-
stæða til þess, að taka fram fyrir
hendurnar á Lunan í bráðina,
þar sem hann gat naumast haft
aðgang að leynilegum upplýs-
ingum, sem blaðamaður, og var
hann látinn óáreittur um sinn,
en nánar gætur hafðar á starf-
semi hans. Næstur var Dornforth
Smith. Maður með þessu nafni
var eðlisfræðingur frá McGill
háskóla og hafði um fimm ára
skeið verið starfandi hjá Rann-
sóknarráðinu. Hann hafði ekki
heldur tækifæri til þess að afla
neinna leyniupplýsinga, og var
einnig látinn óáreittur um sinn.
Mazarell reyndist vera rafmagns-
verkhæðingur og hafði starfað á
vegum Rannsóknarráðsins við
radartilraunir. Það kom í ljós af
skjölum sendiráðsins rússneska,
að Mazarell hafði fengið bein-
liarða peninga frá Rússum fyrir
þjónustu sína, en upphæðirnar
voru svo smáar, að naumast gat
verið að maðurinn hefði ráðist
rússneskur agent af þeim ástæð-
um. Eitthvað annað hlaut að liúa
á bak við, t. d. kommúnistatrúin
og eiðurinn.
Þingmaður kommúnista _
liöfuðpaurinn.
Skrá Zabotins geymdi lykilinn
að jyví hver væri einn af aðal-
mönnum þessa samsæris á bak
við tjöldin. Þar gat að líta eftir-
farandi bókun, sem virtist álitleg
til uppljóstana:
108—Deliouz—nótur—ákvarð-
anir leynifundar í þinginu 1. bls.
Lokaður fundur hafði verið
haldinn í kanadíska þinginu
hinn 25. nóv. 1944 og þar rætt
um fíutninga kanadíska. hersins
og skiptingu hans eftir væntan-
legan ósigur Þýzkalands.
Til þess að hafa skipulag á
þeim upplýsingum, sem var að
fá í skjölum Gouzenkos, lét Leo-
pold lögregluforingi búa til
spjaldskrá um öll dulnefni ag-
entanna, jiatinig, að hvert það
skjal, sem rekja mátti til einhvers
jteirra var afritað og látið í
möppu, er nefnd var nafni a-
gentsins. Möppurnar urðu inarg-
ar. Sumar voru þunnar og veiga-
litlar, en aðrar jjykkar, svo að
við sjálft lá, að bandið héldi ekki
skjalabunkanum. í þessum flokki
var agentinn „Debouz“. Á meðal
jteirra pappíra,er þar voru geymd
ir, virtist pLagg. er bar jjessa á-
letnfn, einna álitlegast:
Til forstjórans (Moskvu)
Debouz var endurkjörinn í
annað sinn til Sambandsþingsins.
Þannig er einn af okkar mönn-
um á þingi.
Annað álitlegt upplýsingaskjal
var rissblað með hendi Rogovs
offursta, er hljóðaði þannig:
Fred Debouz ræddi ástandið
almennt —
Hið þriðja var úr minnisbók
Zabotins offursta, sem Gouzenko
hafði átt að brenna, en stungið
undan, þar stóð þetta:
Fred. Yfirmaður deildarinnar.
Heill sé ykkur, góðu grannar!
glöð við sækjum ykkar fund.
Hress í ríki hárrar' annar
hér þið unduð langa stund.
Hver, sem ykkar óðal kannar
undrast kjark og trausta mund.
Ytra bæði og innra sannar
ykkar þrek og manndómslund.
Grýttum mel í gróna teiga
gætnar hendur íengu breytt.
Flugsand lausan, flagið seiga
fengu þær til hlýðni leitt.
Trausta bygging eins þær eifja,
oft var þar aí risnu veitt.
Hér hefur vakað vonin fleyga,
vængjatök í blænum þreytt.
Lengi í málum sýslu og sveitar
sigursnjall þú reyndist, Jón,
við þié bundust vonir heitar,
— var þó stundum skipt um tón. —
Frjáls í stormi frama leitar
fast þú knúðir hófaljón.
Æskusýnir átt þú teitar
enn, þótt minnki þrek o£ sjón.
Vann áður hjá nágrönnunum,—
Fjórða tilvitnunin var J>essi:
Hafa samband við Debouz í
Washington. Ganga frá atriðum
í sambandi við fundinn. Láta
hann liafa 600 dollara.
Hvað merktu svo þessar und-
arlegu innfærslur sovétembættis-
mannanna? Auðséð var, að De-
bouz var líka kiinnur undir nafn-
inu „Fred“. Það var einnig ljóst,
að Fred hafði áður starfað fyrir
leynilögregluna N.K.V.D. eða
„Nágrannana", eins og það var
orðað. Þá var augljóst, að Fred
hafði verið fengið starf að vinna
í Washington og átti að liafa sam-
band við agenta Jiar, og áð rússn-
eska sendisveitin hafði greitt
honum fé. Ef.tír Jressar upplýs-
ingar, svo og þær, að maðurinn
ætti sæti á Sambandsþingi, hafði
•hvaða borgari, sem var, getað
leyst J>á þraut, hver Fred Debouz
raunverulega var. Það var aðeins
einn kommúnisti á þingi i Kan-
ada og hann hét Fred Rose frá
Montreal.
(í næstu grein verður sagi nánar frá
Fred Rose, þingmanni Kommúnista-
flokksins, scm uppvís varð að rússnesk-
um njósnum þegar starfsemi njósna-
tiringsms var opinberuð. Menn hafa síðan
spurt: Skyldi starfsferill þessa þingmanns
vera sýnishorn af vinnubrögðum komm-
únista í öðrum löndum?)
Húsfrú Vigdís, hér þú leiddir
hópinn þinn við nám ofj önn.
Móðurhlýja birtu breiddir,
bezt þér létu störfin sönn.
Djörfum bónda fjötu greiddir,
éeyst þótt risi Iífsins hrönn.
Sterk við ykkar samhué seiddir
sól í rann, er blés af förtn.
Daéar fæðast, daéar renna,
dökkva slær á maréan eld.
Maréur fær á kulda að kenna,
kvöl eru hjörtu ofurseld.
Ykkar éaefueldar brenna
enn, þótt líði senn á kveld.
Gróðurdísir éóðar spenna
éeislabönd um vorsins feld.
Sitjið heil við éaefu oé gengi
élöð, þótt Ijúki önn og styr.
Brosi sumarsunna lenéi.
Synéi fuél við opnar dyr.
Leiki blærinn létt á strenéi.
Loéi kvöldsins óskahyr.
Vekið, öríið víf oé drenéi
vorsins þeénar, líkt oé fyrr.
Kári Tryéévason.
Kvæði, flutt í gullbrúðkaupi Jóns Marteinssonar
og Vigdísar Jónsdóttur á Bjarnarstöðum,
18. júní 1947