Dagur - 13.08.1947, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1947, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 13. ágúst 1947 Er kollhúfutímabilið liðið? Jj^JÁRHAGSRÁÐ er setzt á lággirnar í hötuð- staðnum og fær í hendur mikil völd og íhlut- unarrétt — ekki aðeins um rekstur þjóðarbúsins í heild, heldur einnig beinlínis að kalla um starf og tilveru hvers einstaks þjóðfélagsþegns. Með til- komu hins nýja fjárhagsráðs eru ýmis önnur og eldri ráð og nefndir, sem mikil umsvif og völd hafa haft á síðustu tímum í þessu litla þjóðféiagi, úr sögunni og hverfa af sjónarsviðinu. Gjaldeyris- nefnd, viðskiptaráð, nýbyggingarráð og hvað þær heita nú allar þessar nefndir og öll þessi ráð, sem ráðið hafa öllu ráðleysinu, er ríkt liefir í atvinnu- og viðskiptamálum þjóðarinnar undanfarin ár — auðvitað þó undir yfirstjórn og umsjá sjálfrar ný- sköpunarstjórnarinnar saélu. Vissulega mun allur almenningur gráta þurrum tárum yfir móldum allrar þeirrar ráðsmennsku ráðleysisins, er ein- kennt hefir þetta liðna tímabii. þAR MEÐ er þó engan veginn sagt, að tilkomu hinna nýju ráðsmanna, fjárhagsráðsins, sé fagnað með sérstökum innileik. Elaft er eftir gáf- uðum. og mikilsmetnum kaupsýslumanni, sem jafnframt er iðnaðarmaður — hér í bænum, að hann hafi sagt eitthvað á þessa leið, þegar hann var spurður í vetur, hvort honum líkuðu ekki vel ráðstafanir þær, sem þá voru á döl inni á Alþingi, að leggja niður hinar mörgu nefndir og ráð og láta fjárbagsráð eitt koma í staðinn: — Ætli það verði ekki eitthvað líkt með þetta eins og strarnn- rofana nýju, sem farið er að nota í minni iðn- grein: — Þegar einum hnappnum er þrýst niður, sprettur annar upp í staðinnl Þessi hnyttiyrði rifj- ast óneitanlega óþægilega upp lyrir mönnum, þegar það fregnast, að ein fyrsta ráðstöfun hins nýja fjárhagsráðs hafi verið sú að stofna til sér- stakrar, allfjölmennrar undirnefndar, er fara skal með gjaldeyris- og innflutningsmálin í umboði og undir yfirstjórn fjárhagsráðs sjálfs. Sú ráðstöf- un kánn að vera nauðsynleg, en ekki er hún skemmtileg byrjunarathöfn, né líkl^g ráðning hinna fegurstu drauma um einfalt og sterkt stjórnarfar, er stingi greinilega í stúf við koll- húfutímabilið, — en þannig mætti með réttu ein- kenna stjórnarhætti síðustu ára, þar sem ein koll- húfan var upp af annari, og hægri höndin vissi aldrei, hvað sú vinstri gerði — og jafnan voru lagðar kollhúúfur við hverjum vandal Á UÐVITAÐ VELTUR hér - cins og ætíð áð- ur — mest á framkvæmdinni sjálfri, einstakl- ingunúm, mönnunum, sem falin er framkvæmd hinna nýjuráðstafana. Vissulegahafavelviijaðirog mikilhæfir menn veriðvaldir til hinnar þýðingar- miklu ráðsmennsku. Til sumra þeirra ber þjóðin áreiðanlega mikið trayrst, þótt það inuni hins veg- ar mál manna, að söfnurinn sé nokkuð misleitur, eins og gengur. En hvað sem því líður, skal það sagt hér í fyllstu alvöru, að fjárhagsráð má ekki bregðast ýtrustu og ströngustu kröfum, sem til þess eru gerðar. Segja má með fýllsta rétti, að líf og tilvera okkar íslendinga sem fjárhagslega full- veðja og stjórnarfarslega frjálsrar þjóðar sé undir því komin að vel og réttlátlega sé farið með það geysilega vald yfir athafnalífi, verzlun og fjármál- um, sem þessari einu stofnun hefir verið fengið í hendur. Öll þau hvimleiðu, sýktu ogspilltu sjón- armið, er alltof oft virðast hal'a ráðið gerðum fyr- irrennaranna í þessum greinum, verða að hverfa úr sögunni. Flokksleg eða persónuleg h'lutdrægni, DAGUR Og hlæja berjablá.“ LÁBERIN eru að verða fullsprott- in, og fyrstu hóparnir leggja leið- ir sínar út úr bænum til berjatínslu. Glöð og hress barnsandlit, með eftir- vaentingu í augum. skima út um blik- andi bílrúður, og sprækir fætur taka á sprett út um lyngmóa, hálsa og heiðadrög. Allavega skræpóttar og lit- skreyttar berjafötur eru með í förinni. Mörgu hýru og heiðríku auga, sem aldrei hefir illt séð, er rennt til kynja- myndanna ævintýralegu, sem skreyta belgina. Og fimar og ákafar hendur, sem aldrei hafa saur sópað, lesa ávext- ina fögru og gómsætu, sem sólin og hásumarið bera á nægtaborð sitt — jafnvel hér norður við heimsskauts- bauginn kalda. Fjöldi unglinga og full- orðins fólks er með í hópnum, og ein- staka hærukollar lúta á stöku stað niður að berjunum og lynginu. Æsku- roði hleypur þá á ný á hrukkótta vanga, hjörtun taka að slá örara um sinn, og gamlar minningar byrja að hvísla hugljúft þagnarmál. SJÁLFSAGT er berjasöfnunin ekki aðalatriði eða höfuðtilgangur slikra leiðangra út í náttúruna — ekki nú orðið að minnsta kosti. Hin knappa sykurskömmtun hefir séð fyr- ir því, að fólk þykist naumast geta hagnýtt sér berjaforðann eða geymt hann með eðlilegum hætti. En útiver- an sjálf er jafn holl og unaðsleg fyrir því, einkum þó þeim, sem snúast ann- ars hversdagslega um sjálfa sig í götu- rykinu, eða lúta innifölir yfir pennum og ritvélum, eldavélum og matarílát- um og alls konar öðrum kopum og kirnum inniverka og stofustarfa. Slíku fólki er útiveran sannkölluð náðar- stund og guðsgjöf. Og þrátt fyrir allt sólskinsskapið og sumarhlýjurta, sem berjabláminn blæs okkur í brjóst, minnir hann okkur í hina röndina á þá staðreynd, að sumri er þegar tekið að halla og haustið bíður okkar.á næstu grösum, svo að bráðum eru síð- ustu forvöð fyrir bæjarfólkið að viðra sig úti um heiðar og haga og gerast börn í annað sinn með berjafötu í hönd og eftirvæntingu gróandans og langdegisins í hjarta. Vísarnir, sem verða skógur. RJÁPLÖNTUENAR í girðingunni, sem Skógræktarfélag Eyfirðinga hefir komið sér upp hérna handan við Pollinn, láta fæstar mikið yfir sér, enda lítt vaxnar úr grasi enn sem komið er. Alllangt er nú síðan eg heyrði fyrst um það getið, að félagið hefði afgirt þarna talsvert stórt land- svæði, breitt belti með fram Pollin- um endilöngum að austanverðu, og hyggðist gróðursetja þar nokkrar þús- undir trjáplantna árlega. Mig hefir lengi langað til þess að skoða þennan gróðrarreit, en það var þó fyrst nú á laugardaginn var, að eg kom því í verk að skreppa þangað. Landið er miklu fjölbreytilegra og fegurra en eg hafði áður gert mér í hugarlund, skjól- góð gil og hvammar, grundir, hjallar og hlíðar. Mannaverkin þarna leyna enn mjög á sér, en sé gengið um reit- inn, kemur berlega í ljós, að mikið og gott starf hefir þegar verið unnið á þessum stað, — sáning, sem vissulega mun bera fagran og mikilsverðan ávöxt í skauti framtíðarinnar. Auðvelt er að gera sér í hugarlund, hvílík bæj- arprýði, yndisauki og menningarbót það muni verða, þegar fagurt skógar- belti vex þarna upp og girðir alla höfnina okkar að austanverðu. Allir góðir bæjarbúar þyrftu að leggjast á eitt með forráðamönnum skógræktar- félagsins að friða, prýða og rækta þennan reit og koma hugsjón þeirri, sem fyrir brautryðjendunum vakir, í framkvæmd sem allra fyrst. Skólamir ættu að hvetja æskulýðinn til þess að taka mikinn og góðan þátt í þessu starfi. Ymis félög og stofnanir í bæn- um ættu að leggja þar hönd á plóginn, og loks ættu allir einstaklingar bæjar- félagsins að leggja sinn skerf af mörk- um til þessarar landgræðslu. Framtíð- in mun vissulega kunna þeim miklar þakkir, sem hófust þarna handa, og eins hinum, sem veita þar góðu mál- efni liðveizlu í tæka tíð. „Arnsúgur í ílugnum“ — um fiágnættið! G SVO VAR það flugvélin — eða flugvélamar — sem ýmsir bæjar- búar hafa verið að kvarta yfir að rask- aði stundum nætursvefni manna með — að því er virðist — tilefnislausu hringsóli rétt yfir húsþökunum svo tímunum skiptir um og eftir miðnætt- ið. Sumir segja, að þessir loftfarar hafi verið ljóslausir, og víst er um það, að þeir flugu stundum óþarflega lágt — með öllum þeim mikla gný og hávaða, sem fylgir þessum uppáhaldsfuglum nútímans. Blaðið sér ekki ástæðu til (Framhald á 5. síðu). klíkuskapur, spákaupmennska, hreppapólitík eða eiginhags- munastreita verður í hvívetna að víkja fyrir hagsmunum og þörf heildarinnar, ef vel á að fara, að svo miklu leyti sem hægt er að forðast þessa mannlegu stórgalla í opinberu lífi og þjóðfélagsleg- um ráðstöfunum. CANNARLEGA er illt og öm- ^ urlegt til þess að vita, að þeg- ar á þriðja ári lýðveldisins ís- lenzka skuli okkar málum komið á þann veg, að jafnvel þeir stjórn- málaflokkar, er annars telja sig aðhyllast sem víðtækast lýðfrelsi, athafnarétt einstaklinganna, frjálsa verzlun o. s. frv., skuli telja sig til þess neydda, vegna yfirvofandi fjárhagshruns — eða að minsta kosti að tak- marka og skerða aillt slíkt frelsi einstaklinga og félaga í landinu meira en nokkur dæmi eru til áð- ur í sögu þjóðarinnar, nema ef vera skyldi á mesta blómaskeiði einokunarverzlunarinnar ogkon- ungsvaldsins. Þjóðin verður að mega treysta því, að hér sé aðeins um bráðabirgðaráðstafanir að ræða — eins konar hernaðará- stand, nauðvörn, sem einungis verði beitt, meðan verið sé að bjarga því, sem bjargað verður úr þrotabúi þeirrar stjórnar- stefnu, sem ráðið hefir lögum og lofum í landinu undanfarin ár í krafti bróðurlegrar samvinnu íhaldsmanna og kommúnista. Meðan þjóðin telur sig geta treyst því, að unnið sé af fullri einlægni, ráðdeikl og fyrir- hyggju að því björgunarstarfi, mun hún reyna að sætta sig við þá annars óhæfilegu nauðung, að sækja þurfi um leyfi reykvískra ráðamanna til þess að byggja kamar á Norðurlandi, kaupa og gera út nýja fleytu, — að aðrir en opinberir erindrekar fái ekki að ferðast til útlanda, gjaldeyrir til námsmanna erlendis verði nið- urfelldur o. s. frv., svo að fáein dæmi séu nefnd. Slíkir stjórnar- hættir — ef til frambúðar ættu að vera — mínna alltof frek'lega á al- ræði ríkisvaldsins í Rússlandi t. d., til þess að frjálsbornir menn geti sætt sig við þá til langframa. HEIMATILBÚINN KULDI. Það er erfitt að eignast ísskáp nú á dögum, en enginn ætti þó að deyja ráðalaus af þeim sökurn, ef hann þarf t. d. að veita gestum sínum kalda drykki eða annað þess háttar, sem frystiskápurinn er annars notaður til. Fáið yður saltpétursúrt ammoniak eða öðru nafni ammoniumnitrat. Það fæst í lyfjabúðum og víðar. Með þessu efni er auð- velt að búa til sterka og nothæfa kuldablöndu. Blandið síðan þetta efni til helminga með vatni (100 gr. ammoniaknitrat í hvern desilítraaf vatni). Þegar efnið leysist upp í vatninú lækkar hitinn svo mjög, að á 20 mínútum mun myndast hér um bil 15 gráðu frost í upplausninni, eða meira, ef vatnið hefir verið sérlega kalt í upphafi. Aðferð þessi kostar dálítið fé upphaflega, en er góð, þegar mikið liggur við. Og svo má vel láta vatnið gufa upp úr blöndunni með því að láta hana standa í víðri og grunnri skál og þá verður duftið eftir, og er hægt að nota það aftur og aftur — og með því móti verður þetta raunar sérlega ódýr kæliaðferð. POTTURINN BORINN Á BORÐ. Eldlasta glerið svokallaða, sem fæst öðru hvoru í verzlunum, er mesta þarfaþing, þótt sumar hús- mæður liafi iitla trú á því, af því að þær hafa ver- ið svo óheppnar að sprengja fyrstu pottana og skálarnar, sem þær hafa eignazt úr þessu efni. Auðvitað getur eldfast gler sprungið. Einkum skyldu menn gæta þess vel að setja ílát úr því aldr- ei á kalda hluti, meðan þau eru heit, eða hella köldu vatni í þau, þegar þau eru nýtekin út úr glóðheitum ofni t. d. — En ef hús móðirin gætir nauðsynlegrar varfærni að þessu 'leyti, mun hún hafa mikið gagn og ánægju af eld- fasta glertauinu sínu. Og ákaflega þægilegt er það, að geta borið matinn fram í sama pottinum, sem liann er búinn til í. Það er líka þægilegt og auðvelt að baka í eld- föstum skálium og formum, því að þá getur hús- móðirin fylgzt . nákvæmlega með því, hvernig baksturinn gengur á hverjum tíma og séð, hvort ^kakan verður hæfilega og fallega brún að neðan. Nokkuð svipað er að segja um mat, sem á að baka eða steikja í ofninum. En aldrei má þó setja forrna, skálar eða önnur ílát yfir opinn eld, því þá geta þau sprungið. Og gætið þess að þynna ekki sósuna með því að hella kölduvatniíheitaskálina! Sé húsmóðirin samt rög við að elda matinn beinlínis í eldföstum glerílátum, getur hún látið sér nægja að framreiða hann aðeins í slíkum ílát- um. Þaðer skynsamlegtað eignast heilt matarstell úr þessu ágæta efni, ef þess er nokkur kostur. — Þessar glervörur eru ekki dýrari en leir eða postu- lín — oft jafnvel ódýrari — og þær eru mjög sterk- ar, þola ta'lsverð högg án þess að brot na. DUGLEG KONA. Lengi hefir það verið svo — og er enn — að karlmenn hafa verið afkastameiri um öll ritstörí en konur, en þó eru á því undantekningar. Hefir íslenzk kvenþjóð veitt því eftirtekt, að einn hinn afkastamesti íslenzki rithöfundur um þessar mundir er kona, Elinborg Lárusdóttir? Þessu til sönnunai- kemur hér liisti yfir útkomin ritverk frú Elinborgar. Sögur 1935. — Anna frá Heiöarkoti 1936. — Gróður 1937. — Förumenn: Dimmuborgir 1939, Efra-Ás-ættin 1940, Sólon Sókrates 1940. — Frá liðnum árum 1941. — Stramdarkirkja 1943. — Hvíta höllin 1944. — Úr dagbók miðilsins 1944. — Símon í Norðurhlíð 1945. — M'iðillinn Haf- steinn Björnsson 1946. — Gömul blöð 1947. Þetta eru mikil afköst, en það sem betra er, bækurnar eru skemmtillegar aflestrar, boðskapur þeirra er jákvæður, þær hafa fengið góða dóma, og nú skipar frú Elinborg sess með helztu rithöf- undum þjóðarinnar. Þær íslenzkar konur, sem ekki hafa lesið bækur frú Elinborgar, ættu að gera það hið fyrsta, og þær munu verða stoltar af kynsystur slinni, hús- móðurinni, sem þrátt fyrir ótal anmir, er komin framar mörgum þeim, er gefa sig að ritstörfum eingöngu. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.