Dagur - 15.10.1947, Blaðsíða 4
4
D A G U R
Miðvikudagur 15. október 1947
r
DAGUR
Ritatjóri: Haulcur Snorrason
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó H. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstrœti 87 — Sími 166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi
Árgangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi er 1. júlí.
Prentverk Odds Björnssonar
Fylkjaskipunin og raddirnar að sunnan
ITt af dagb’öðum höfuðstaðarins lét svo urn-
mælt fyrir nokkru, að andúð á Reyk javík færi
í vöxt á Akureyri og taldi blaðið þetta runnið
undan rifjum Dags, sem sífellt flytti óhróðurskrif
um höfuðstaðinn. Þessi blaðaskrif þar syðra eru
dæmi um það, hversu óþroskað og ósiðmennilegt
margt er ennþá í opinberum umræðum á íslandi
og mætti vitaskuld nefna fleiri dæmf um slíkan
málflutning. Væri þetta því raunar ekki umtals-
vert út af fyrir sig, ef það væri ekki jafnframt sýn-
ishorn af því, hverjar móttökur gagnrýni lands-
manna á hinni síauknu samfærzlu valds og fjár-
magns í höfuðstaðnum fær hjá valdamönnum þar
syðra. Það er öllum lesendum þessa blaðs kunn-
ugt, að Dagur hefir aldrei flutt óhróðurskrif um
höfuðstaðinn. Hins vegar hefir blaðið um margra
ára skeið bent á hættuna, sent þjóðfélaginu er
búin af síauknu valdi Reykjavíkur. Höfuðborgin,
sem hafði ekki nema rösklega 60% innflutnings-
verzlunarinnar í sínum höndum fyrir stríð, hefir
nú nær 100%. Fjármagn héraðanna hefir sogast
suður þangað. Mestöllum gjaldeyri þjóðarinnar
er ráðstafað þar. Ríkisvaldið tekur til sín æ meira
af því valdi, sem áður var í höndum einstaklinga,
héraða og bæja. Sýslunefndir og bæjarstjórnir eru
rúnar fjárráðum og aðstöðu á sífellt fleiri sviðum
og allt er fært suður í hendur nefnda- og skrif-
stofuvalds undir verndarvæng Alþingis og ríkis-
stjórnar. Það enr jþessi málefni, sem rædd hafa
verið hér í blaðinu ærið oft á undanförnum árum.
Sunnanblöðin hafa yfirleitt ekki tekið þátt í þess-
um umræðum. Þau hafa mörg hver lagst gegn öll-
um ráðstöfunum, sem miða að því, að gera að-
stöðuna til þess að lifa í landinu jafnari og rétt-
látari en hún nú er. Og eitt dagblaðanna‘hefir
tekið sig út úr og nefnt hina rökstuddu gagnrýni
á ofþennsluna í Reykjavík óhróður um höfuðstað-
inn.
■J|AÐ MÁ öllum landsmönnum vera ljóst, að leið-
- ir til úrbóta á því ófremdarástandi. sem orðið
er í þessum efnum, liggur ekki um dálka Reykja-
víkurblaðanna né heldur um hendur þeirra al-
þingismanna, sem reykvískar flokksstjórnir gera
út af örkinni til þingménnsku fyrir héruðin.
* Landsmenn þurfa að stemma á að ósi. Þeir þurfa
sjálfir að velja menn héraðanna til þingmennsku,
menn, sem skilja nauðsyn þess að endurheimta
sjálfsforræði og fjármagn, skapa aðstöðu til heil-
brigðra athafna og menningar* hvarvetna um
landið og koma á nauðsynlegu mótvægi gegn of-
þennslunni í Reykjavík. Ef landsmenn bæru
gæfu til þess að láta þessi sjónarmið ráða fulltrúa-
vali sínu á næsta Alþingi, er öruggt, að þessi mál-
efni fengju aðrar og betri móttökur í sölum
Alþingis en hingað til hefir orðið og að h efilegt
tillit til þessarar endurreisnar yrði tekið í hinni
nýju stjórnarskrá ríkisins. Norðlendingar og
Austfirðingar hafa stofnað sín fjórðungsþing,
hinn fyrsta vísi þess, sem koma skal. Þessi þing eru
ennþá aðeins frjáls samtök sýslu- og bæjarfélaga
og hafa það hlutverk að reisa þau úr kútnum, eft-
ir því sem efni standa til og vekja athygli þjóðar-
innar á þessu mikla hagsmunamáli hinna dreifðu
byggða og þjóðfélagsins í heild. Fjórðungsþingin
hafa unnið saman og þegar hafa þau verið vekj-
andi og hvetjandi.kraftur. Austfirðingar hafa nú
nýlokið fjórðungsþingi sínu og hafa birt þjóðinni
merkilegar tillögur og u'mabæra hugvekju. Norð-
Æfintýraborgin Akureyri. -
Helgi Valtýsson rithöfundur skritar
blaöinu eftirfarandi:
AKUREYRI var af forsjóninni
fyrirhuguð einn fegursti blettur-
ínn á landi hér, og er það að ýmsu
leyti enn, þrátt fyrir verk mannanna.
En þau eru margvísleg. Og öll misjafn-
lega illa fyrirhuguð .— Nóg er þó rætt
og „ráðslagað“, því að bæjarstjórnin
er skipuð úrvalaliði háttvirtra kjós-
enda og heldur langa fundi. Og þar er
ágætt samkomulag um það eitt að
verða ekki sammála um nokkum
skapaðan hlut, því að það er beinn
sálarháski öllum stjórnum. Enda eru
þær saman soðnar samkvæmt alls-
herjar kokkabó.k lýðfrjálsrar þjóðar,
þar sem fjórir eða helzt fleiri and-
stæðir stjórnmálaflokkar e;ga að vera
íhverri stjórn og hverri nefnd! Og það
er flokksræðisleg skylda allra flokka
að vera ekki sammála andstæðingum
um nokkum skapaðan hlut, því að
annars væri fjandann ekkert púður í
að vera flokkur!
Þess vegna er Akureyri — eins og
allar hinar akureyrarnar íslenzku —
borg ævintýranna fyrir austan sól og
sunnan mána, eða á öðram þoku-
kenndum breiddarstigum. — Um
lengd er þar ekki að ræða. . . . “
I.
HÉRNA um árið (1936—37)
skrifaði eg í „Dag“ allmarga
pistla um viðburði og fyrirbrigði hér á
Akureyri, — sérstaklega viðvíkjandi
verklegri menning og ómenning, eins
þau mál blöstu þá hversdagslega við
,.gestsauga“ mínu. Því að þá var ég hér
„útlendingur og gestur" og þorði ekki
að láta nafns míns getið og nefndi mig
því aðeins „Bystander"; en það er
eins konar Utanveltubesefi, sem ekki
er mark á takandi. Enda var það ekki
gert af æðri máttarvöldum bæjarins.
Þótti sumum „skítur til koma“. — En
vestan hafs, bæði í U. S. A. og Canada,
veittu Akureyringar og Eyfirðingar
pistlum mínum eftirtekt, og bárust
mér bréf þaðan að vestan....
En sleppum nú því. — Nú eru horfn-
ir margir þeir ágallar, sem eg þá benti
á, — en auðvitað komnir allmargir ný-
•x í staðinn, — og öllu verri en hinir
gömlu. Því að „framþróunin" verður
að halda áfram, jafnvel þótt hún gangi
aftur é bak! Og nú skrifa eg undir
nafni, svo að ekki þarf að ybbast upp
á aðra, mín vegna....
lendingar hafa áður gert sam-
þykktir í svipaða átt. Hvort sem
menn verða ásáttir um einstök
atriði þessara tillagna eða ekki,
er það víst, að þeim fer sífellt
fjölgandi, sem skilja nauðsyn og
réttmæti þessa endurreisnarstarfs
í höfuðdráttum, hvar sem þeir
annars standa í stjórnmálaflokki.
Mönnum er að verða það ljóst,
að það er á þessum vettvangi, sem
þjóðin þarfnast fyrst og fremst
nýs sáttmála og að margt af því,
sem verst hefir farið úr hendi í
þjóðlífinu að undanförnu, á rót
sína að rekja til óviðunandi
stjórnarskrár og óþolandi niður-
lægingar landshlutanna. Þess er
því að vænta, að Norðlendingar
og Austfirðingar standi fast sam-
an um fjórðungsþing sín og reyni
að efla þau að settu marki. Það
er sameiginleg nauðsyn allra
landsfjórðunganna að losa á taki
hins reykvíska skrifstofuvalds og
hinnar reykvísku skattheimtu. —
Það er hið stóra, pólitíska mál
byggðanna í náinni framtíð og
þær þurfa að gefa því gaum.
Bæjarstjórn Akureyrar hefír margt
á prjónunum — eins og allar aðrar
stjórnir. Og þá er engin sanngimi í að
ætlast til, að hún eigi að ljúka öllu
prjónlesinu í „flughasti". Þess vegna
situr hún róleg og athugar rás viðburð-
anna, þangað til þeir eru komnir svo
hæfilega langt fram hjá, að engin
hætta stafi af. — En þá er líka hafizt
handa af allri fyrirhyggju og forsjálni,
og sér þá fjárhagurinn venjulega um,
að ekki verði flanað að neinu í blindni
og kollhlaupið sig. — Nærtækt
dæmi er „Matthíasar-bókhlaða". En
það er „önnur saga“, sem ekki verður
sögð að sinni.
Síðan er rakið upp ýmislegt af eldra
prjónlesi, fitjað upp á ný og tekin upp
lykkjuföll. Því að þau gera auðvitað
vart við sig öðru hvoru, jafnvel hjá
Leztu prjónakonum. . . .
Hér skulu að sinni aðeins nefndir
þrír þeirra „duggarabandssokka“, sem
máttarvöld Akureyrar hafa fitjað upp
á svo myndarlega, að lykkjuföllin ein
verða nægileg áhyggjuefni og umhugs-
unar næstu áratugina. — Ætti því að
vera óþarft að „sernja" atvinnubóta-
vinnu út í bláinn — að kröfum komm-
únista eða annarra gatameistara —
meðan slysagöt þessi blasa við. Og
þessi þrjú munu vera einna augljós-
ust um þessar mundir:
Matthíasar-bókhlaða. — Hafnar-
gerðin . — Hitaveita Akureyrar.
En sökum þess að „Bókhlaðan"
hefir verið allmjög á prjónunum und-
anfarið, ætla eg að byrja á þeim end-
anum, sem fjarstur er, og nefna mætti:
Einu sinni var. .. . eða þá réttu
nafni:“
Bora þeir enn og bora!
¥\RAUM dreymdi mig: Borað var
í öllum áttum lands. Sums stað-
ar eftir heitu vatni. Annars staðar eft-
ir gufu: Suður í Krýsuvík, í Hvera-
gerði og Reykjakoti og víðar sunnan-
lands, á Laugalandi við Akureyri, Ól-
afsfirði og enn víðar. Og mér leið illa
í svpfninum. Því að allir boramir
stefndu í sömu áttina og mættust að
lokum undir iljum Akureyrar. Og
Bæjarstjómin hrökk upp með andf^el-
um og hljóp svo hátt í loft upp, að sá
bæði sól og mána gegnum klyftim-
ar.. . .
Vonandi er þetta aðeins „ljótur
draumur fyrir litlu efni“, eins og kall-
inn sagði, er kellingu hans dreymdi,
að Guð hefði tekið hana til sín! Og
vonandi fer ekki borholuhvinurinn
syðra né vatnsgosin að raska ró Akur-
eyrar undir svartasta skammdegið!
„Enda mun bæjarstjórn Akureyrar
telja sig hafa „borað af sér allan
grun“ fyrir langa löngu!....
Mun eg í næsta kafla segja stuttlega
sögu þessa, eins og mér er hún bezt
kunn, eftir þeim heimildum, sem eg
hefi aflað mér og verið sjálfur sjónar-
vottur að. En um þetta mál hefi eg
lengi hugsað, og jafnvel hrokkið við
það upp úr svefni, engu síður en Bæj-
arstjórn Akureyrar.
Helgi Valtýsson."
TAPAÐ
Ég tapaði honum Grána mín-
um í vor, og hef ekki séð hann í
allt sumar. Gráni er fremur lítill
hestur, loðinn og lubbalegur, lík-
lega járnalaus, 17 vetra gamall.
Markaður með tveimur biturn
fr. á öðru eyra, en alheilt hitt. —
Ef einhver hefur séð hann, bið
ég hann að gera mér aðvart.
Vinsamlegast
Sigfús Hallgrimsson,
Ytra-Hóli, Kaupangssveit.
Hvað lesa börnin?
í síðasta hefti tímaritsins Heimili og skóli (sem
er hollt og gott rit fyrir alla foreldra) er mjög at-
hyglisverð grein eftir Hanne.s J. Magnússon,
skólastjóra, og nefnist hún: Hvað lesa börnin?
Það er merkilgt íhugunarefni, hvaða bækur eru
helzt lesnar af yngri kynslóðinni nú. Og niður-
stöður Hannesar eru umhugsunarefni fyrir alla
foreldra. Þær eru því miður ekki glæsilegar.
Hann segir m. a. svo:
„Mig hefir oft langað til að fá einhverja hug-
mynd um bókaval barna, og það er alveg sérstök
ástæða til að fylgjast með því nú, þegar bókafjöld-
inn er orðinn svo mikill, að óhjákvæmilegt el að
velja þar og hafna....
Síðastliðinn vetur efndi eg því til eins konar
skoðanakönnunar um þssi mál, er fram fór meðal
allra 10, 11, 12 og 13 ára barna í Barnaskóla Ak-
uieyrar Hverju barni var fengið blað með þess-
um fyrirmælum: Nefndu 3 beztu bækurnar, sem
þú hefir lesið. — Börnin áttu ekki að skrifa nöfn
sín á blöðin, þegar þau skiluðu þeim, og gátu því
skrifað hvað sem þeim sýndist, án þess að eiga á
hættu að verða fyrir nokkurri gagnrýni fyrir val
sitt. Enda munu þau hafa gert það. Annars fengu
þau engar nánari skýringar á þessu.
363 börn tóku þátt í þessari atkvæðagreiðslu
og komu þarna fram urn 300 bækur samtals, sem
atkvæði fengu. — Fjöldi bóka fékk aðeins eitt at- •
kvæði, og aðrar eitthvað milli 1 og 10, og er þeirra
ekki getið hér. En bækur þær, sem fengu 10 at-
kvæði og fleiri, eru þessar:
Polyanna 82 atkv. — Beverly Gray 43. — Skát-
arnir á Róbisonseyju 38. — Dic Sand 32. — Benna-
bækurnar 30. — Hilda á Hóli 31. — Ungfrú Ærsla-
belgur 30. — Flemming í heimavistarskóla 26. —
Órabelgur 22. — Tarzan 21. — Anna í Grænuhlíð
21. — Blómakarfan 10. — Sandhóla-Pétur 18. —
Smiðjudrengurinn 17. — Flökkusveinninn 15. —
Sögurnar hans pabba 15. — Lífið kallar 15. —
Jessika 14. — Sniðug stelpa 12. — Hrói höttur 11.
— Adda 10. — í vopnagný 10. — Á eyðiey 10. —
Um þessar bækur er. ekki mikið að segja, Eg
hefi fæstar þeirra lesið, en býst við, að þetta séu
annað hvort góðar bækur eða þá meinlausar.
Sumar eru góðar. En eitt er sameiginlegt með
þeim flestum. Þær eru nálegar allar af .erlendum
toga spunnar. Eg hefi áður vakið athygli á því, að
nálega allar bækur, sem nú á tímum væru gefnar
út fyrir börn, væru þýddar úr erlendum málum,
og eg hef varað við þessari þróun. Þegar Jjjóðlegu
bókmenntirnar hverfa, þá er nú í fyrsta lagi eitt-
hvað bogið við andlegt líf þjóðarinnar, og í, öðru
lagi er hin þjóðlega menning þá í hættu. Af þess-
um 300 bókum, sem atkvæði- fengu, voru aðeins
30 íslenzkar, eftir íslenzka höfunda, eða tíunda
hver bók. Óneitanlega fátækleg útkoma í þessu
mikla bókmenntalandi. Og flestar þessar íslenzku
bækur fengu 1—5 atkvæði. .. .
Við athugun á áðurgreindri atkvæðagreiðslu
kemur það því miður í ljós, að börnin hafa ótrú-
lega mikinn kunngleika á ýmsum lélegum reyf-
urum, sem ekki eru ætlaðir börnum. Þess vegna
getur það komið fyrir, að þegar þau eru beðin að
nefna beztu bækurnar, sem þau .bafi lesið, komi
bækur eins og þessar: Leyndardómur svarta turns-
ins — Maðurinn með stálhnefann — Varúlfurinn
— í dulgargerfi — Magt myrkranna — Höfuðglæp-
urinn — Með dauðann á hælunum — Eineygði
óvætturinn o. s. frv. — svo að nefnd séu nokkur
dæmi. Ekki hefi eg 'lesið þessar ágætu bækur, en
einhvein veginn virðist mér sem hér sé ekki um
neinar bókmenntaperlur að ræða, og sízt fyrir
börn....
Ekki virðast íslendingasögurnar eiga upp á
pallborðið hjá börnunum. Njálssaga fékk t. d. 1
atkvæði, Grettissaga aftur 5. Nokkrar aðrar fengu
eitt og tvö atkvæði. Sama má segja um Passíusálm-
ana, er fengu eitt atkvæði, sömuleiðis Heims-
kringla. Kapítóla fékk þó 2 atkvæði. Biblían fékk
(Framhald á 6. síðu).