Dagur - 15.10.1947, Blaðsíða 5

Dagur - 15.10.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 15. október 1947 DAGUR 5 Stjórnmálaástandið í Evrópu: Loforö oo slagorð eru baráttutæki ítalskra UVARVETNA á meginlandi Evrópu hefir vöxtur komm- júnistaflokkanna komið í kjölfar hinnar síauknu valdaaðstöðu Sovét-Rússlands. Kommúnistar hafa náð undir sig allri Austur- F.vrópu. í Vestur-Evrópu eru jreir víða stærsti stjórnmálaflokk- urinn og þeir hafa setið í stjórn- um, þótt ekki hafi þeir náð að hrifsa til sín öll völd. Hver er þá styrkleikur flokksins, hversu er skipulagi hans háttað og hver er stefna hans? Samanburður á aðstöðu komm- únista í Ítalíu og Frakklandi varpar nokkru ljósi á svarið við þessum spurningum. í útilegð. ' ítalski kommúnistaflokkurinn hóf ferð sína upp valdastigann, eftir styrjöldina, við allgott orð og andfasíska sögu. Of margir jafnaðarmenn fylgdu Mussolini á einræðisbraut hans, en innsti hringur kommúnistaflokksins var miklu staðfastari, hélt tryggð við hugsjónir sínar og harðnaði við hverja raun mótlætis, æði oft í útlagafangelsum fasistastjórnar- innar. í fangaklefunum þroskuð- ust margir foringjar kommúnista til átaka þegar tækifæri gafst. Þar ritaði Antonio Gramsci „Bréf úr fangelsi“, sem hafa síðan orðið nokkurs konar guðspjall fyrir flokksmenn. Svo var því komið, að þegar veldi Mussolinis tók að riða á fótunum, voru kommúnistar vel skipulagður flokkur, smár að vísu, en tilbú- inn að stjórna stærri hreyfingu. ítalska mótspyrnuhreyfingin var styrkt og auðguð af þátttöku allra flokka og stétta. En í þessari fylkingu voru kommúnistar eini flokkurinn, sem var vel skipu- lagður og þeir náðu því marki, að stjórna henni. Þar sem þeir virtust stjórna heiðarlega í upp- hafi, var stjórn þeirra viður- kennd af Bandamönnum og af öðrum þátttakendum mót- spyrnuhreyfingarinnar. Nú, þeg- ar tímabil mótspyrnuhreyfingar- innar er liðið og þátttakendurnir dreifðir, eignai kommúnista- flokkurinn sér allan heiðurinn af starfinu og hagnýtir sér allan árangurinn. Undir stjórn Palmiro Togli- atti, aðalritara flokksins, sem dvaldi í Rússlandi fram til ársins 1943, hafa ítölsku kommúntst- arnir býggt upp flokksvél, sem er í senn hugvitsamlega samsett og örugglega stjórnað. Togliatti er mjög duglegur og hygginn mað- ur, sennilega hyggnasti komm- únistaleiðtoginn ' í Vestur- Evrópu. Þegar hann dvaldi í Rússlandi, varð hann eftirmaður Dimitrovs sem aðalritari Komin- tern, eftir að Dimitrov sneri aft- ur til Búlgaríu, þar sem hann er nú forsætisráðherra. Togliatti ætlar sér líka að verða forsætis- ráðherra. Bændumir. Flokkur Togliattis telur nú 2.300,000 meðlimi og blað Þeir sækjast eftir fylgi verkamanna og bænda Eftir HUGH TREVOR-ROPER - FYRSTA GREIN - Höfundur þessa greinaflokks er einn af kunnustu yngri sagnfræðingum Breta og kennani við Oxfordháskóla. Hann gegndi herþjónustu á styrjaldarárunum og í lok stríðsins var honum falið að rannsaka endalok Hitlei-s og nazistaforingj- anna af hálfu brezku herstjórnarinnar. Ritaði hann bók um rannsóknir sínar, sem hefir nú um skeið verið metsölubók í Bandaríkjunum og Bretlandi. Trevor-Roper vac í sumar-sér- stakur fréttaritari brezka blaðsins „Observer“ á meginlandi Evrópu og hefir nú nýlokið við að skrifa greinalllokk um stjórnmálaástandið þar, sem birzt hefir í „Observer" og fleiri blöðum íiustan hafs og vestan. Trevor-Roper dvaldi hér á landi sumarið 1946 og ritaði þá tvær greinar fyrir Dag um SÍÐUSTU DAGA BERLINARBORGAR og munu maigir lesendur minnast þess. Nú hefir hann góðfúslega leyft Degi að birta hinn stórfróðlega gieinafilokk um stjórn- málaástandið í Evrópu. Er fyrsta greinin birt hér á þessari síðu. L flokksins, „UaLtá“, er gefið út í hálfri milljón eintaka. Alls stað- ar hafa kommúnistarnir lagt sig í framkróka til þess að ná út til fólksins. í afskekktum sveita- þorpum hefir kaþólski préstur- inn glatað forustu sinni í mál- efnum þorpsbúa, en aðalstöðvar kommúnistaflokksins, slagorð hans og auglýsingaspjöld draga til sín athygli fólksins.- Til þess aðjaá Ítalíu undir sig hafa kommúnistar reynt að tryggja sér fylgi tveggja aðila, og hefir tekist það að nokkru leyti. Þessir-aðilar eru verklýðssamtök- inr og bændurnir. Undirtök kommúnista í verklýðshreyfing- unni eru til orðin nreð svipuðum hætti og valdaaðstaða þeirra í mótspyrnuhreyfingunni á sinni tíð. Fyrst hófst „ópólitísk" sam- vinna, en síðan kom öll þróunin, senr leiðir t il algjörra yfirráða flokksmanna. Þannig er það nú orðið. Til þess að vinna bændur á mál sitt hafa kommúnistar orðið að breyta um starfsaðferð. Á Sik- iley og á Suður-Ítalíu eru fjöldi fátækra leiguliða, senr virðast lík- legur efniviður fyrir komnrún- isma. En þessir leiguliðar eru margir hverjir ólæsir og fullir hjátrúar. Það er erfitt að vinna þá til öruggs flokksfylgis. Megin- sókn kommúnistanna hefir því ekki verið stefnt að því, að vinna þessa leiguliða, sem hungrar í jarðnæði, lreldur að ná tangar- haldi á hinum tiltölulega efnuðu bændum Mið-Ítalíu og Pódals- ins. Þeim hefir orðið vel ágengt. Með hvaða ráðum lrafa þeir komizt svo langt? Svarið er ein- falt. Þessir efnabændur — mezzardi — eru mikilvæg stóð og flokkurinn hefir verið reiðubú- inn að greiða það, -sem þurfti, um Togliattis. Þegar kommún- istar voru útilokaðir frá ríkis- stjórninni, var því spáð, að þeir inundu leita til götuvirkjanna. Togliatti neitaði þessu harðlega. Flokkurinn ætlaði sér ekki að fremja sjálfsmorð, sagði hann. Hann var nógu sterkur til þess að bíða. Hann mundi reyna að treysta og auka fylgi sitt meðal verkamanna og bændá og sigrast á andstöðunni í miðstéttunum og komast til valdanna eftir lögleg- um leiðum. Hann réðist ekki einu sinni að stefnu kristilegra jafnaðarmanna. Það voru of margir þar í flokki, sem þurfti að vinna yfir til kommúnistanna. Það var aðeins flokkstjórnin sem var orðin ,,afturhaldssöm“ fyrir fylgi þeirra. Flokkurinn hef- ir hafnað samyrkjubúafyrir- komulaginu rússneska, alveg eins og Rússar hafa hafnað því í Aust- ur-Prússlandi ,og hann hefir lof- að bændunum alls konar aukn- um fríðindum. Þessi fríðindi mundi verða erfitt að veita þeim í reyndinni, ef flokkurinn fengi valdaaðstöðu," en loforðin eru ódýr og loforðin hafa fært flokknum atkvæðin. Andstæðingamir. Þannig hefir flokkurinn byggt styrkleika sinn upp á tveimur að- al hy r n i ngars te i nu m, ver k lýðs- samtökunum og bændunum, en jafnframt liefir hann einsett sér að veikja andstæðingana og gera bá óvirka. Hættulegastir þeirra eru jafnaðarmennirnir, sem gætu ipillt verkamannafylgi komm- únista, og kristilegu jafnaðar- mennirnir, sem keppa við komm- únista um fylgi bænda og mið- stéttanna. Jafnaðarmennirnir eru þegár klofnir. Aðferðin, sem notuð var hér, var hin sama og beitt var í Austur-Þýzkalandi og raunar víða annars staðar. Flokkurinn var klofinn af svokölluðum vinstri-armi, sem nú er stjórnað af Nenni, en hægri armurinn undir forustu Saragat, er næsta lítils megnugur. Kommúnistum hefir ekki orðið eins vel ágengt í viðureigninni viðA kristilega jafnaðarmenn. Þessum flokki hefir tekist að vera við stjórn síðan í apríl, undir for- ustu De Gasperi, nýtur velvildar Vesturveldanna og trausts víða um landið. Þar sem báðir flókk- arnir eru á veiðum eftir sömu stéttunum — sama kjósendahópn- um — er örðugt fyrir þá að eiga í miklum opinberum illdeilum. Þetta kemur berlega í ljós af ræð- sagði Togliatti, óg hún var búin að selja sig kapítalistum Vestur- landa. Sami tvískinnungurinn kemur í ljós í skiptum kommúnista við kirkjuna. ítalir eru ekki stefnu- fast eða rökfast fólk yfirleitt. Þeir geta gjarnan verið fylgjendur ýmsra kennisetninga, sem eru í mótsetningu hver við aðra. Þannig er ítalski kommúnisminn alls ekki fjandsamlegur í garð kirkjunnar opinberlega. Togli- atti gætir þess jafnan að benda liðsmönnum sínum á, að engin þörf sé að hafna annað hvort kirkju eða flokki. Hvort tveggja geti vel samrýmst. Legið í leyni. ítölsku kommúnistarnir eru þannig í tiokkuð-erfiðri aðstöðu sem stendur. Þeir geta illa ráðist á utanríkisstefnu stjórnarinnar án þess að koma upp um inni- haldsleysi fullyrðinga sinna um „fiokkslegt sjálfstæði“, þeir geta heldur ekki opinlrerlega beðið um fjárhagslegt hrun yfir þjóð- íiia, sem gæti fleytt þeim upp á valdastólana, því að það mundi verða á kostnað föðurlandsins. Þeir verða því að bíða, liggja í leyni og bíða eftir hentugu tæki- færi til þess að reka smiðshöggið á verkið. F.n þegar þangað væri komið, hvað tæki þá við? Það er hér, sem maður rekur sig á furðulegustu staðreypdina. Kommúnistaflokkurinn á ítal- íu, þrátt fyrir allt skipulagið og loforðin, hefir enga stefnuskrá upp á að bjóða, heldur aðeins slagorð og loforð, sem ekki fá staðist .Skipting stórjarða á Suð- ur-ítalíu er óframkvæmanleg nerna ásamt með öðrum fram- kvæmdum liins opinbera til hag- nýtingar á. landinu, og um þær er ekkert sagt. Auknar tekjur efnabændanna — mezzadri — mundi verða hættulegur leikur fyrir þjóðarbúskapinn, nema um leið væru gerðar miklu og veiga- rneiri breytingar á þjóðarbúinu, en frarn hafa kornið í yfirlýsing- um kommúnista. Flokkurinn á enga tæknilega sérfræðinga, enga hagfræðilega sérfræðinga, engar áætlanir um gjaldeyri eða fjár- hag. Þetta leysist allt af sjálfu sér, segja þeir, þegar flokkurinn hefir tkéið völdin. Og þegar á valda- stólana væri komið, mundu kommúnistar að sjálfsögðu bíða eftir fyrirskipunum. Orlög andstæðinganna. Hverjar mundu þær fyrirskip- anir verða?. Fordæmi Austur-Ev- rópu á kannske ekki að öllu leyti við Ítalíu ,en eftirtektarvert er það. Þar hafa kommúnistaflokk- arnir náð völdum með „lýð- ræðislegum“ loforðum og fyrirheitum, sem forustuflokkur flokkabandalaga. Þegar í valda- stólana liefir verið komið, hefir flokkurinn snúið sér að því, að eyðileggja andstæðingana, fyrst bændaflokkana, sem hafa keppt við kommúnista um bændafylg- ið, og síðan þá jafnaðarmenn, sem ekki hafa góðfúslega látið innlima sig. Það er óvíst með öllu að tölsku kommúnistarnir nái völd- unum. Þar um ræður miklu hver verður efnahagsútkoma landsins á næstunni og hvort Marshall- áætlunin kemst til framkvæmda eða ekki, því að ítölsku kommún- istarnir hafa ekki, eins og flokks- bræður þeirra vfða annars staðar rússneskar hersveitir að baki sér. En ef þeir ná völdum, hafa þeir enga stefnuskrá. Það er því ekki hægt að segja neitt með vissu um það, hvernig þeir mundu stjórna. Maður verður að ráða það af lík- um. En líkumar eru ekki í sam- ræmi við loforð flokksins og stefnu hugsjónamannanna innan hans. Þeir, sem hafa treyst þess- um loforðum, eiga sennilega eft- ir að reka sig á það, að þeir hafa verið blekktir. (I næstu grein ræðir Trevor- Roper um kommúnistaflokkinn í Frakklandi og þýðingu hans í stjórnmálum Evrópu). — SHjaldhorgar-Bfö = Aðalmynd vikunnar: SJÓHERINN (MEET THE NAVY) Skrautleg mynd af skemmti- sýningum Kanada-ílotans. Sungin og leikin af kanadisk- um listamönnum og konum úr flotanum. Leikstjórn: Louis H. Jackson Alfred Travers J. P. Connoily. “NÝJA'BÍÓ= Nœsta mynd: HERMAÐUR BOÐINN í HEIMSÓKN (Sunday Dinner for a Soldier) Hrífandi kvikmynd frá 20th Century Fox. Leikstjórir Lloyd Bacon. Aðalhlutverk: Anne Baxter John Hodiak

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.