Dagur - 15.10.1947, Blaðsíða 8

Dagur - 15.10.1947, Blaðsíða 8
Úr bæ og byggð □ Rún.: 594710157 — Fjárhagsst. I. O. O. F. - 129101781/2 - 9 - 0. KIRKJAN. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Messað á Akureyri kl. 2 e. h. — Fundur fermingarbarna frá sl. vori í kirkjukapellunni kl. 8.30 e. h. Messur í Möðruvallakl.prestakalli. Sunnudaginn 19. okt. að Bægisá, sunnudaginn 26. okt. á Möðruvöllum og sunnudaginn 9. nóv. á Bakka. — Kl. 1 e. h. Hjúskapur. Gefin saman í Akureyr- arkirkju, 10. október: Ungfrú Þóra Jónsdóttir Thorlacius frá Öxnafelli og Þorsteinn Jónsson, bóndi, Moldhaug- um. — 11. október: Ungfrú Guðríður Anna Friðriksdóttir og Sigurður Reyn- ir Hjaltason, verzlunarmaður. Heimili [æirra er í Hafnarstræti 85. Samsæti. Kennaralið Barnaskólans og þeir, er starfað hafa við skólann ur.dir stjórn Snorra Sigfússonar, héldu hunum veglegt kveðjusamsæti sl. iaugardagskvöld í Barnaskólahúsinu. Skólastjórinn flutti aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins. Margir fleiri avörpuðu Snorra. Að lokum var hon- um afhent fagurlega gjört ávarp, skrautritað, með inngreyptri mynd af kennaraliði skólans. HjálpræSisherinn, Akureyri. Sunnu- daginn 19. okt. 1947. Kl. 11: Helgun- arsamkoma. Kl. 2: Sunnudagaskóli. Ki. 8.30 Kveðjusamkoma fyrir Iris Ununger og lautinant Lydia Niclasen. Mánudag 20. okt. Kl. 4: Heimilissam- bandið. Kl. 8.30: Æskulýðsfélag. — Kveðju- og fagnaðarsamkoma. Allir veklomnir á samkomumar! Zíon. Sunnudaginn 19. þ. m. Sunnu- dagaskólinn kl. 10.30 f. h. Almennsam- koma kl. 8.3 Oe. h. Frk. Lefdal kristni- boði talar. Allir velkomnir. Á morgun ('íimmtudag) fundur fyrir ungar stúlk- ur. Haustþing Umdæmisstúku Norður- iands hefst í Skjaldborg laugardaginn 18. okt. næstk. kl. 8.30 e. h. — Stig- veiting. — Rætt verður um út- breiðslustarfið í verður og skömmtun- ina, sem gleymdist. Klukkan 10 á sunnudagsmorgun verður rætt um til- lögur frá nefndum. Klukkan 2 verður hlýtt á messu í Akureyrarkirkju. — Klukkan 4 flytur Brynleifur Tobias- son erindi í Skjaldborg um hástúku- þingið í Stokkhólmi í sumar. — Kvikmynd sýnd á eftir. Allir templ- arar velkomnir. Félagar Umdæmis- stúkunnar eru beðnir að mæta á þinginu. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund x Skjaldborg næstk. mánudag, 20. þ. m., kl. 8.30 e. h. — Inntaka nýrra félaga. — Hagnefnd skemmtir. Dans. Nýir félagar ávallt vlkomnir. SkáktélaQ Akureyrar er byrjað æf- ingar í húsakynnum Nýju-bílastöðvar- innar, á þriðjudögum og föstudögum. Iðnskólinn verður settur í dag kl. 6 e. h. Skólameistaraembættið auglýst laust Menntamálaiáðuneytið aug- lýsti sl. sunnudag, að skólameist- araembættið hér væri laust til umsóknar og er umsóknarfrest- urinn til 1. nóvember, en emb- ættið veitist frá 1. desember n. k. Frá sama tíma var auglýst laust embætti þjóðminjavarðar í Rvík. DAiUR Skorað á ríkisvald og Landsbanka aS slyrkja Akureyrarhöfn Nauðsynlegt að hafnirnar í Dalvík, Ólafsfirði og Húsavík verði sem fyrst fullgerðar Frá Fjórðungsþingi fiskideildanna á Norðurlandi Fjórðungsþing Fiskideildanna norðanlands var haldið hér í bæn- um dagana 11.—13. októbeir sl. Þingið sóttu 14 fulltrúar frá 10 fiski- deildum í fjórðungnum og að auki formaður deildarinnar, Sigur- vin Edilonsson, útgerðarmaður, og erindreki Fiskifééagsins, Helgi Pálsson. Tapast hafa á Akureyri gleraugu í brúnu leðurhulstri. — Finn- andi vinsamlega beðinn skila þeim á afgr. Dags. Skólapiltur, sem hefur herbergi, óskar eftir öðrum með sér. — Upp- lýsingar gefur Gunnar Steingrimsson, Hótel Gullfoss. Þingið ræddi ýms sjávarútvegs- mál, einkum í Norðlendinga- fjórðungi, og gerði ýmsar mark- verðar ályktanir og samþvkktir til Fiskiþings og stjórnarvald- anna. Á meðal mála þeirra, er rædd voru, voru hafnarmál í fjórðungnum og ástandið í hafn- armálum Akureyrarkaupstaðar sérstaklega. Um þessi mál gerði þingið svofellda ályktun: „Fjórðungsþing Fiskideildanna í Norðlendingafjórðungi, haldið á Akureyri dagana 11.—13. okt. 1947, skorar á ríkisstjórnina að styrkja Akureyrarhöfn til þess að hægt sé á næsta ári að bæta úr því neyðarástandi sem þar ríkir með hafnarmapnvirkin, ennfremur skorar Fjórðungsþingið á Lands- banka íslands að lána fé til fram- kvæmdanna. Fjóiðungsþingið treystir því að Hafnarnefnd Akurevrar og Vitamálaskrifstofan leggi ríka áherzlu á þessar framkvæmdir." Þessari ályktun fylgdi svohljóð- andi greinargerð: „í Akureyrarhöfn liggja nú um 30 fiskiskip og eru þó æði mörg ókomin, sem hér munu leita dvalar um lengri eða skemmri tíma. Það mun láta nærri að verðmæti þessara skipa sé um 20 milljónir króna. Það ætti því ekki að þurfa neinnar frekari skýringar við, hversu sjálfsagt er, að á Akureyri, mið- stöð norðlenzka flotans, og þar sem aðalskipasmíðastöðvarnar norðanlands eru, og flestir fá sín- ar viðgerðir á, sé öruggt lægi fyr- ir norðlenzka fiskiflotann. Það er staðreynd, að hafnar- mannvirkin í Akureyrarhöfn eru orðin gömul og mjög úr sér geng- in og fullnægja engan veginn þeim kröfum, sem gera verður, enda flotinn í stórhættu í stór- veðrum af austri og suðaustri, nema undinn verði bráður bugur að því að bæta og auka hafnar- mannvirkin. Upplýst er, að ástæðan fyrir því„ að höfnin er í þessu ástandi, er sú, að Akureyrarhöfn hefir hvergi getað fengið lán til fram- kvæmdanna, þrátt fyrir það þótt höfnin, með öll sín mannvirki, sé algjörlega skuldlaus." Aðrar hafnir norðanlands. Um aðrar hafnir hér nyrðra var þetta samþykkt: „Fjórðungsþing 'Norðlendinga- fjórðungs, haldið á Akureyri 11. —13. október 1947. skorar á Fiskiþing og Fiskifélagið, að beita sér fyrir því, að hafnirnar á Dalvík, Skagaströnd, Ólafsfirði og Húsavík, verði fullgerðar hið fyrsta. Ennfremur að Fiskiþingið beiti sér fyrir því við Alþingi það, er nú situr, að veita ríflegt framlag á næsta árs fjárlögum til hafnargerðar á Þórshöfn." Dýrtíðarmálin. Þingið gerði ýtarlega ályktun um dýrtíðarmálin og hag útgerð- arinnar. í ályktun þingsins er það rak- ið, hvernig dýrtíðin hefir leikið aðalatvinnuvegi landsmanna og er nú svo komið, að þjóðarbú- skapurinn er rekinn með tapi, út- flutningsvörurnar seljast ekki fyrir framleiðslukostnaði. Vél- bátafloti landsmanna liggur nú í höfnum og hefst ekki að og engin von um, að vertíð verði hafin í vetur við óbreyttar kringumstæð- ur. Togaraflotinn haldi enn velli, en megi þó ekki við nein- um óhöppum til þess að stöðvast ekki einnig. Fjórðungsþingið skorar á alla ábyrga þegna að sameinast um að koma þjóðarbúskapnum út úr ógöngunum og lýsir í því sam- bandi yfir eftirfarandi: „1. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeirri leið, sem ríkisstjórnin hefir upp tekið, með vöru- skömmtunina, og telur eins og nú er komið málum, að nauðsvn- legt sé að hafa stranga vöru- skömmtun, og þvinga menn þann veg til sparnaðar. 2. Innlfutningshöftum verður að beita framvegis og ekki flytja til landsins fyrst um sinn nema bráðnauðsynlegan varning. 3. Til þess að létta undir með útgerðinni og auka útflutning landsmanna verði þeim, er fram- leiða vörur, sem seljast á erlend- um markaði án verðuppbótar, veitt þau fríðindi, að mega sjá’fir ráðstafa 50% af gjaldeyri þeim, er þeir þannig skapa með fram- leiðslu sinni. Engum má þó leyf- ast að nota gjaldeyri, sem þannig er fenginn, til þess að kaupa og flytja inn vörur, sem bannaður er innflutningur á. 4. Til þess að lagfæra ástandið í útflutningsmálunum þarf þó stærri aðgerða við en hér að fram- an er bent á. Engum getur dulizt að allir þegnar þjóðfélagsins þurfa þar að leggja nokkuð af mörkum. Verður þá helzt að grípa til vísitölunnar. Reynslan hefir sýnt að ríkis- sjóði er um megn að greiða niður vísitöluna, en hins vegar er öllum þó ljóst, að hún verður að lækka. Verður þá ekki nema ein fær leið eftir, en það er að lækka vísi- töluna með valdboði. Fjórðungsþingið leggur því til, að hún verði lækkuð úr 312 stig- um niður í 200 stig. Gera má ráð fyrir að það sýni sig, að kaupgeta þeirra, er taka laun éftir vísitöluútreikningi, lækki að mun við þessar aðgerð- ir, og skal þá öllum öðrum, er fá tekjur á annan hátt, gert að leggja hlutfallslega jafnt af mörk- um. Verð á landbúnaðarvörum og öllum öðrum innlendum neyzlu- vörum skal fært niður í samræmi við lækkun vísitölunnar. Grunníaun hæstlaunuðu manna þjóðfélagsins verði lækk- uð, svo sem laun hæstlaunuðu skólastjóra, forstjóra, svo og yfir- manna á skipum, og lögboðið verði hlutfall milli launa venju- legs skrifstofumanns og forstjór- ans og hásetans og skipstjórans." Þá beindi þingið því til þing- manna, að taka meira tillit til þess en verið hefir, er samþykkt eru lög, að þau hafi ekki í för með sér óhóflega skriffinnsku, eins og t. d. við framkvæmd or- lofslaganna eða almannatrygg- ingalaganna. Þingið taldi nauð- synlegt að láta fara fram gagn- gerða endurskoðun á starfs- mannahaldi ríkisins og öðrum opinberum rekstri og að honum verði komið á heilbrigðari grundvöll. Fleiri samþykkta þingsins verð- ur getið hér í blaðinu síðar. Finnskt timbur á norðlenzkar hafnir Leiguskip SÍS, e.s. Varg, hefir nýlega flutt farm af finnsku timbri til Sambandsfélaganna. Losaði skipið um 300 std. hér í sl. viku. Skipið kom með full- fermi timburs til Austfjarða- hafna og hefir síðan siglt norður og vestur með landi og losað á helztu höfnum. Síðasta losunar- höfn er Reykjavík. Leiguskip S.Í.S. strandar í sl. viku strandaði norska skipið „Bro“ undan Mýrum og sökk. Mannbjörg varð. „Bro“ var eitt af leiguskipum SÍS og hafði verið í förum fyrir Sambandið um skeið. Síðast flutti það kol til landsins, hafði losað þau og var á leið til Suðurnesja til að lesta saltfisk til Ítalíu, er það strand- aði. Samningar framlengdir Dagsbrún og vinnuveitendur í Rvík hafa framlengt gildandi kaupsamninga óbreytta, með eins mánaðar uppsagnarfresti af hálfu hv.ors aðila. Miðvikudagur 15. okt 1947 - FYLKJASKIPUNIN (Framhald af 1. síðu). Fjórðungssambands Norðlend- inga árið 1945 og síðan hefir hún verið ítrekuð hvað eftir annað. Austfirðingar hafa einnig tekið röggsamlega á málinu og hið síð- asta þing þeirra, er haldið var fyrir skemmstu, birti merkilegar tillögur um þessi mál. Tiillögur Austfirðinga. Aðalatriðið í tillögum Aust- firðinganna er, að landinu verði með nýrri stjórnarskrá skipt í fimmtunga, með allvíðtæku valdi um sérmálefni sín. Verði Reykjavík og Hafnarfjörður og nágrenni einn fimmtungurinn, en aðrir landsfjórðungar verði hver um sig fimmtungur og iandamerkin sem næst hinum gömlu fjórðungaskilum. Fimmt- ungarnir haldi árlega þing innan sinna vébanda, er ráði málefnum þeirra, líkt og gert er nú á Al- þingi, en störf Alþingis verði einkum miðuð Við þau málefni, er ná til ríkisheildarinnar. Þá vilja Austfirðingarnir að fimmt- ungarnir kjósi menn til efri deildar Alþingis, en neðri deildar þingmenn séu kjörnir í einmenningskjördæmum, sem séu sem jafnfjölmennust. Aust- firðingarnir bentu einnig á, að eðlilegt væri, að úthlutun gjald- eyris til atvinnuframkvæmda og verzlunar vajri að verulógu leyti miðuð við gja’ldeyrisfjáröflun þá, er fram fer innan landshlutanna og fólksfjöldann. Með þessu móti væri spyrnt gegn óheilbrigðum fjárflótta til einnar verstöðvar og ofþennslu á einum stað á land- inu. Héruðin fengju að njóta þess gjaldeyris er þau öfluðu í ríkari mæli en verið hefir um skeið. Stjómarskrármálið — eitt helzta máí komandi tíma. Hvort sem menn verða sam- mála um ágæti tillagna Austfirð- inganna eða ekki — og þær eru aðeins fyrstu tillögur og umræðu- grundvöllur — er víst, að þær miða að þjóðnauðsynlegri breyt- ingu á skipan þjóðfélagsmálanna og þess vegna eru þær athyglis- verðar og þess virði, að þeim sé gaumur gefinn. Austfirðingarnir hafa fylgt stefnu sinni í þessum málum úr hlaði með útgáfu myndarlegs tímarits. Ættu allir þeir, sgm áhuga hafa fyrir þess- um málum, að kynna sér efni þess. Fjórðungsþingahreyfingin hef- ir það verkefni nú, að vekja landsmenn til umhugsunar um nauðsyn þess, að gera gagngerð- ar endurbætur á stjórnarskrá rík- isins. Fjórðungsþing Austfirð- inga hefir lagt fram merkilegan skerf. Er þess að vænta, að Norð- lendingar taki höndum saman við þá og vinni að því, að auka áhuga almennings fyrir þessum málum ogryðja þar með úr vegi þeim hindrunum, sem forráða- menn Reykjavíkurstefnunnar munu áreiðanlega leggja í götu þess, að heilbrigðari stjórnarskrá en sú, er við nú búim við, verði samin fyrir íslenzka ríkið. Stjórn- arskrármálið er eitt stærsta mál komandi tíma. Endurbætt stjórn- arskrá og endurreisn héraðanna haldast í hendur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.