Dagur - 22.10.1947, Side 2

Dagur - 22.10.1947, Side 2
2 DAGUR Miðvikudagur 22. október 1947 Gaspur kommúnista um markaði í Ausfur-Evrópu Foringjar kommúnista eru ó- þreytandi að gaspra um vildar- markaði fyrir afurðir okkar í austurátt, einkum í Rússlandi. Þeir þrástagast á því í ræðu og riti, að auðvelt sé að selja íslenzk- ar afurðir í þessum löndum og fá þar meira fyrir þær en ábyrgð- arverði nemur . En hvað er þá því til hindrun- ar, að þessir ágætu markaðir, að sögn kommúnista, eru ekki not- aðir? Þeirri spurningu svara konnu- únistar á þá leið, að því íáði að- eins illvilji núverandi ríkis- stjórnar og ekkert annað Þeir staðhæfa með óþverralegu orð- bragði, að ríkisstjórnin sé vit- andi vits og af gsettu ráði að skapa kreppu og vandræði, til þess að kúga verkalýðinn til kauplækkana, Þessurn staðhæfingum fylgir svo jafnan krafan um það, að stjórnin fari tafarlaust frá völd- um, svo að kommúnistum gefist kostur á að taka við stjórnar- taumunum. í þessurn áróðri kommúnista felst takmarkalaus trú á grunn- færni og heimsku almennings, sem ætlað er að taka þetta lyga- skvaldur trúanlegt. Almenningi er það fullkunn- ugt, að tveir af fremstu kommún istum, þeir Lúðvík Jósefsson og Ársæll Sigurðsson, voru í samn- inganefndunum, er sendar voru til að semja við Breta og Rússa um kaup á afurðum okkar. Enga athugasemd gerðu þeir um, að betri árangri hefði verið hægt að ná en þeim, sem fékkst, og eng- an fyrirvara um að þeir vær.u ó- samþykkir því, er gert var. Allt níð kommúnista gagnvart ríkis- stjórninni um þessi efni hittir bví þeirra eigin menn.þáLúðvík Jósefsson og Ársæl Sigurðsson. Það er ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar verða að troða á sínum eigin samherjum, til þess að ná til andstæðinganna með svivirðingar sínar. Kommúnistar ásaka núver- andi stjórn fyrir það, hve seint hún hafi stofnað til samninga við Rússa. Ef þeir hefðu verið fyrr upp teknir, myndi allt hafa gengið greiðlegar. Þessi ásökun er í senn Iijákát- leg og ósvífin. Þegar stjórnar- skiptin urðu snemma í febrúar sh, var það eitt af allra fyrstu .verkum nýju ríkisstjórnarinnar að gera út sendinefndir til út- landa til samninga um sölu af- urða landsmanna. Fyrrverandi stjórn, sem kommúnistar áttu sæti í, hafði ekkert gert til fyrir- greiðslu þessa nauðsynjamáls. Fulltrúar kommúnista í ríkis- stjórn hreyfðu sig hvergi til framkvæmda því eða undirbún- ings. Hali því samningar við Rússa verið of seint hafnir, þá er það sök fyrrverartdi stjórnar. Kommúnistar efu því að ásaka fulltrúa sína í fyrrv. stjórn, er þeir segja, að samningar hafi ver- ið of seint hafnir. Þetta er vel skiljanlegt þegar þess er gætt, að það er venja kommúnista í mál- flutningi að færa syndir sekra flokksmanna sinna yfir á sak- lausa menn í öðrum flokkum. Hitt er rétt, að samningamir við Rússa geng.u seint og treg- lega, því að þeir stóðu yfir í f jóra mánuði, frá 20. febrúar til 20. júní. Almenningur hér á landi var orðinn undrandi yfir þess- um seinagangi og þótti hann benda á allt anað, en kommún- istar höfðu fullyrt, að Rússar væru gleypigjarnir á íslenzkar af- urðir, og sízt fyrir hærra verð en þeir gátu fengið þær annars stað- ar frá, þó að við þyrftum þess vegna mikiilar dýrtíðar, en þá gáfu samningamenn Rússa það eðlilega svar, að dýrtíðin á ís- landi væri sérmál íslendinga, sem þeir einir yrðu að ráða frarn ú:, ,en ekki Rússar. Kom þetta svar vél á vonda, þar sem konnn- únistar voru, því að þeir eru potturinn og pannan að dýrtíð- inni hér á landi. Þetta svar er og í fullu samræmi við þá stefnu Rússa, er þeir segjast vera mót- fa.Hnir því, að stórveldin hafi af- skipti af innanríkismálum ann- arra minni þjóða! Um það leyti, er samningar lrófust við Rússa, lýstu komrn- únistar yfir ánægju sinni út af þeirri ákvörðun, að sama nefnd, sem fjallaði um Rússasamning- ana, skyldi og hafa með höndum samninga við Tékka, en að santn- ingarnir við Rússa skyldu ganga á undan hinum. Það var ofur Fyrir ári síðan fræddi „íslend- ingur“ lesendur sína um það, að ástandið í Framsóknarflokknum á Alþingi væri orðið svo ömur- legt, að allar liorfur væru á því, að flokkurinn myndi varpa Her- manni Jónassyni fyrir borð inn- an skamms. Síðan hefir ísl. ekki minnzt á þetta útvarp á for- manni Framsóknarflokksins og mun mörgum lesendum blaðsins þykja það kynlegt og kannske ekki örgrannt um, að sumir líti svo á. að blaðið hafi krítað nokk- uð liðugt um lrið bágborna ástand í Framsóknarflokknum og óeiningu, er þar átti að ríkja. Fn ástæður liggja til alls og svo er um þetta. F.inmitt ttm þetta Jeyti árs í fyrra. var fyrrv. stjórn, sem kenndi sig við „nýsköpun", að leysast upp í frumefni sín. Ekk- ert viðlit var að gamla stjórnin gæti haldið áfram lengur, því að hún var nær búin að setja landið á liöfuðið og atvinnuvegina í rúst með margvíslegri óspilunar- semi, sukki og gjaldeyriseyðslu. Þetta ástand var öllum að verða jlóst og varð ek'ki lengur dulið. skiljanlegt, að kommúnistum, þessum dýrkendum Sovétríkj- anna, væri það geðfellt, að Rúss- ar yrðu látnir sitja í fyrirrúmi í þessu efni. Þrátt fyrir þessa upphaflegu ánægju sína, bölsótast nú komm- únistar yfir því, að ekki skyldu jera gerðir samningar við Tékkóslóvakíu samhliða því og samningarnir við Rússa fóru fram^og telja þenna drátt ein- ungis stafa af illvilja ríkisstjórn- arinnar. Strax og samningum við Rússa var lokið, áttu samningar að hefjast við Tékka, en þá lráðu þeim urn frest þar til síðar. Sést af þessu, hvað umrót kommún- ista er ástæðulaust, og jafnframt er bægslagangur þeirra í þessu atriði talandi vottur uin, hve reikulir þeir eru í rásinni, þegar þeir bannsyngja í dag það, sem þeir lögðu blessun sína yfir í gæf. Þá bera kommúnistar það mjög í stélinu, að samningarnir við Rússa hefðu getað orðið okk- ur miklu hagfelldari en raun varð á, ef Rússum hefði verið tioðið nteira síldarlýsi en gert •var. Ekki geta kommúnistar um, hvaðan þeir hafi vitneskju um þetta, enda mun sannleikurinn sá, að hér sé aðeins á ferðinni lygaltneigð þeirra. Víst er um það, að í fjögurra mánaða samn- ingagerð impruðu Rússar aldrei á því að fá meira lýsishlutfall en þeirn var boðið. Kannske komrn- únistarnir hérna vilji halda því fram, að Rússar hafi verið svo feimnir, að þeir hafi ekki komið sér að því áð stynja því upp við íslenzku samningamennina, að þá langaði í meira fýsi! Það liggur alveg ljóst fyrir og er sannað af staðreyndum, að allt skvaldur kommúnista, þessara snuðrara Rússa, um takmarka- lausa vildarmarkaði í austur- vegi, er fleipur út í loftið, en á sér enga stoð í virkileikanum. Stjórnarkreppan, senr við þetta mvndaðist, endaði með því, eins og kunnugt er, að Sjálfstæðis- flokkurinn sá þann kost vænstan að varpa fyrir borð af stjórnar- skútunni tveimur ráðherrum sínum *»úr ,.nýsköpunar“stjórn- inni. Fyrir ári síðan, þegar þetta upplausnarástand var að skapast í þáverandi stjórnarlierbúðum, reyndi ísl. að leiða athygli manna frá því í bili með því að f;era landsmönnum þá frétt, að Framsóknarflokkurinn væri í þann veginn að losa sig við Her- mann Jónasson, kasta lionum fyrir borð af flokksskútu sinni. En þetta varð skammvihn björg- unartilraun. Reynslan hefir leitt í Ijós, að fréttaburður ísl. um ó- einingu í Framsóknarflokknum var uppspuni. Framsóknarflokk- urinn hefir engum sinna manna þurft að varpa fyrir borð. Aftur á móti kaffærði Sjálfstæðisflokkur- inn þá Ólaf Thors og Pétur Magnússon við síðustu stjórnar- myndun og hefði þurft fyrr að vera. Svo fór um sjóferð þá. Hverjum var varpað fyrir borð? SAMVINNAN Janúar-, febrúar- og marzhefti þessa árgangs eru upp- seld hjá afgreiðslunni. Ef einhverjir, sem ekki ætla að gerast kaupendur ritsins, hafa þessi hefti, er skorað á þá, að senda þau til afgreiðslunnar, Hafnarstræti 87, Akureyri. Loforð og efndir F.kki er það ófyrirsynju, að eitt blaðanna var að impra á því hér á dögunum, að lítilf fögnuður sé að starfsháttum sumra „bók- menntalelaganna", er svo nefna sig, og útgáfufyrirtækjanna, sem lofa meiru en þau eru fær til að efna og reisa sér þráfaldlega hurðarás um öxl. Tilefnið í það sinn var hin endemislega „ís- lendingasagnaútgáfa“, er lætur sér sæma að senda síðari hluta bókaflokksins aðeins til nokkurs hluta áskrifendanna — höfuð- staðarbúa og fáeinna útvaldra annars staðar á landinu. — Við hinir ,,útskæklamennirnir“ verð- um enn að láta okkur nægja reykinn af réttunum og sitja uppi með fyrri hLutann einan — mörgum mánuðum eftir, að við höfum þó heyrt kröftuglega aug- lýst, að síðari bindin séu komin út og ha.fi verið borin til áskrif- enda í Reykjavík — öll, nema nafnaskráin sæla, sem átti þó að vera aðal-hnossgætið, en enginn sér ennþá svo mikið sem hilla undir. Það er vafasöm harmbót, að á meðan getúm við skemmt okkur við að lesa Bjarnar sögu Hítdælakappa t. d., þar sem framhaldið af bls. 225 getur að líta á bls. 227, þaðan er svo hald- ið á bls. 226 og síðan yfir á bls. 228. Slík hringrás prentsvertunn- ar mun harla sjaldgæf í útgáfum, sem annars eiga að teljast vand- aðar og kenndar eru við fræði- mennsku og fræðimenn. Hinir eru þó naumast stórum bættari í bili, sem fengið hafa fyrri bindin 'í svörtu bandi, en áframhaldið í rauðu, og má þá láta sér detta í hug. að nafnaskráin verði græn eða blá, þegar hún loksins kem- ur siglandi að sunnan. En auð- veldara mun þó að bæta úr þeim mistökum en hinum fyrri, sem ekki verða bætt, nema með því einu móti, 'að prenta bindið allt upp að nýju, og er harla ólíklegt að það verði nokkru sinni gert. Þetta eru þó allt smámunir í samanburði við frammistöðu „Máls og menningar" við út- gáfustarfið. Ekki sér enn hilla undir framhald af „Arfi íslend- inga“, þótt mörg ár séu nú liðin, síðan fyrsta bindið kom út. Þá var fjöldi áskrifenda látinn greiða smærri og stærri upphæð- ir fyrirfram til styrktar útgáf- unni. Hverjir skyldu fylgjast nteð þeim viðskiptum og vita, hvað þeir eiga raunverulega þarna inni, eftir öll þessi ár? Þá var félagsmönnum lofað stórri og vandaðri mannkynssögu í mörg- um bindum, og fyrsta bindið var drifið út fyrir nokkrum árum. Og síðan ekki söguna meir. Þjóð- vinafélagið og menningarsjóður stendur sig ekki stórum betur með íslandssögu sína. Fornrita- útgáfan Jiefir ekkert gefið út tvö síðustu árin, og voru þó afköst hennar ekki of mikil áður. Botn- in virðist alveg hafa dottið úr al- fræðiorðabókinni íslenzku, strax eftir fyrstu auglýsingahrotuna, og er það ef til vill bættur skað- inn og skárra en að heykjast nið- ur, eftir að útgáfan er hafin. — Svona mætti lengi telja. Það skortir hvorki stór orð né lögur fyrirheit, meðan verið er að safna stórum hóp eftirvæntingarfullra áskrifenda og egna fyrir hann með nöfnum frægra fræðimanna og góðkunnra rithöfunda. En fjörið er allt rokið úr görpunum eftir fyrsta sprettinn, og þolleys- ið, deyfðin, tómlætið og sinnu- leys’ið heldur innreið sína í draumaland auglýsingaskrums- ins og hreystiyrðanna. Verst er þó — og raunar óþolandi — þegar hrein fjárplógsstarfsemi er rekin í beinu sambandi við slíkt „menningarstarf" undir yfirskini jafnaðar og virTáttu við alþýðuna og „öreigana". Er furðulegt, að annars mætir og þjóðkfxnnir menn skuli leggja nöfn sín og virðingu við þvílíka starfsemi. Ingigerður S. Sigfúsdóttir frá Grund var til grafar borin að Tjörn sl. föstudag að viðstöddu fjöl- mertni, og jarðsöng sr Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum. Hún var dóttir Sigfúsar Jónssonar og Önnu Björnsdóttur, er síðast bjuggu að Grund. Mann sinn, Arngrím Jónsson, missti Ingi- gerður 1910, en dvaldi lengst af eftir það að Vegamótum við Dal- vík og þar andaðist hún 7 5 ára að aldri. Yngsta dóttir hennar, Guð- rún, dvaldi jafnan hjá henni og annaðist hana af frábærum dugn- aði og kærleika, og öll börn hennar 7 reyndust henni ágæt- fega. Á hún nú yfir 30 afkomend- ur. Ingigerður var orðlögð dugn- aðarkona og hin ágætasta móðir, vel greind og skapmikil, og mun á ýmsan hátt mjög hafa líkst nöfnu sinni og ömmu, Ingigerði húsfreyju á Grund, er rómuð var fyrir dugnað og skapfestu á sinni tíð, og þótti stundum aðsópsmik- il. Og vissulega hefði sópað að Ingigerði Sigfúsdóttur, ef fyrir henni hefði átt að liggja að stjórna stóru búi og mannmörgu. En hin kröppu kjör ollu því, að svo varð ekki, og hina þröngu götú gekk hún æðrulaus og án þess að kvarta. Hún skilaði samt miklu dagsverki. *

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.