Dagur - 26.11.1947, Side 1
For ustugr einin:
Verðmætin, sem ekki hafa
verið nýtt hér.
Umræðuefni:
Rafmagnsmálin.
XXX. árg.
Akureyri, miðvikudagur 26. nóvember 1947
Fimmta síðan:
Sagt frá frækilegri för
norskra vísindamanna á fleka
yfir Kyrrahafið.
47. tbl.
Kommúnistar hafa lagt. fram sínar „dýrtíðar-
tillögur“
Þeir vilja áframhald fiskábyrgðarinnar, milljóna-
lántökur og fjárgreiðslur úr ríkisssjóði
ásamt afnámi tolla
Fregnir úr höfuðstaðnum í gær
hermdu að dýrtíðarfrumvarp ríkis-
stjórnarinnar — sem öll þjóðin
hefir beðið eftir í nær tvo mánuði
— væri nú um það bil fullgert og
mundi verða lagt fyrir Alþingi nú
einhvern næstu daga. Ríkisstjórnin
mun hafa unnið kappsamlega að
samningu frumvarpsins undanfarna
daga og hafa att ýtarlegar viðræð-
ur við þingflokkana um efni þess.
Ekki hefir verið skýrt opinberlega
•frá þeim ráðstöfunum, er í frum-
varpinu felast, og er beðið með
mikilli óþreyju eftir því að það sjái
dagsins ljós. Þessum tíðindum mun
verða fagnað af almenningi í land-
inu. Men vænta skynsamlegra til-
lagna og rösklegrar og réttlátrar
framkvæmdar.
„Dýrííðarlausn" kommúnista.
Kommúnistaflokkurinn á Al-
þingi lagði frám dýriíðarfrumvarp
sitt á mánudaginn og segir í grein-
argerð þess, að þar sé að finna til-
lögur fiokksins til bjargar þjóðinni
í aðsteðjandi vandræðum. Aöal-
efni frumvarps kommúnista er í
stuttu máli þetta: Ríkissjóður taki
ábyrgð á öllu fiskverði, svo sem
gert var í fyrra. Útvegsrnenn þeir,
er tapað hafa á síidveiðum sl. sum-
ar, fái vaxtalaus lán hjá ríkinu til
margra ára. Vextir af lánum til úi-
gerðarinnar verði lækkaðir og vá-
trj'ggingargjöld færð niður með
lagaboði. — Viðgerðarkostnaður
slcipa verði fserður niður með sér-
stakri verðlagsreglugerð á vinnu
vélsmiðja og skipasmíðastöðva. Út-
vegsmenn fái einkaleyfi á innflutn-
ingi útgerðarvöru og ríkisstjómin
einkaleyfi á olíuinnflutningi. Loks
verði sett á stofn Innkaupastofnun
þjóðarinnar — alisherjar einkasala
— er hafi á hendi allan innflutning
til landsins nema á útgerðarvörum
og olíu. Ríkinu era, samkv. þessu,
heimilaðar margar lántökur, þ. á m.
15 millj. kr. lántaka til þess að
leggja hinni fyrirhuguðu ríkisein-
okun stofnfé. Þá leggja kommún-
istar til að tollar á öllum helztu
nauðsynjum verði felldir niður.
Að öllu samanlögðu mun frum-
varp þetta eitt hið furðulegasta
plagg, sem sézt hefir á Alþingi.
Þar er gert ráð fyrir stórkostlegum
nýjum útgjöldum og lántökum rik-
isins, áframhz.ldandi ríkisábyrgð og
meðgjöf með aðalútflutningsvörum
þjóöarinnar cg lækkun tekjustofna
ríkisins með tollaniðurfellingum á
sama tíma. Fátt virðist því raun-
hæfra dýrtíðartillagna í þessu
Tyrone Power
Kvenþjóðinni leizt vel á
kvikmyndaleikarann
Sl. sunnudag varð uppi fótur og
fit meðal kvenþjóðarinnar í höfuð-
staðnum. Orðrómur gekk um að
hinn heimsfrægi kvikmyndaleikari
Tyrcne Power, væri væntanlegur
með flugvél á Reykjavíkurfiugvöll-
inn. Þótt allt væri í óvissu um
þetta, höfðu samt um 200 ungar
stúlkur safnazt saman úti á Reykja-
víkurílugvelli eftir hádegiö, og
laust fyrir kl. 2 lenti 2-hreyfla
Douglasflugvél á flugveliinum, og
sat Tyrone Power sjálfur við stýr-
ið. Kom flugvél hans frá Shannon
á Irlandi og-var á leiö til Ameríku.
Power á þessa flugvél sjálfur, og
hefur ferðazt með henni víða um
(Framhald á 6. síðu).
miimmg
Þorsíems frá Lóni
Karlakórinn Geysir efndi til
vígsluhátíð'ar í Geysishúsinu sl.
sunnudagskvöld og voru þar
samankomnir kórfélagar og
nokkrir gestir. Tilefni samkom-
unnar var það, að kórinn hafði
ákveðið að heiðra minningu Þor-
steins Þorsteinssonar frá Lóni,
hins ágæta forustumanns Geysis
og sönglífs hér nyrðra um langt
skeið, með því að skíra húsið
honum til heiðurs. Formaður
Geysis, Tómas Steingrímsson,
flutti stutt ávarp, minntist Þor-
steins heitins og starfs hans, og
skírði húsið Lón. Geysir söng
nokkur lög og síðan veitti kórinn
gestum sínum rausnarléga. Lón
er ' myndarlegt og rúmgott hús,
mun enginn söngkór á landinu nú
ráða yfir jafn góðum húsakynn-
um til starfsemi sinnar og Geysir.
Húsið er einnig á annan hátt stoð
og styrkur söng- og tónlistarlífs
hér, því að Tónlistarskólinn er
| þar til húsa. Líklegt er, að kórinn
| reyni enn frekar að styðja tón-
j menntarlíf hér í sambandi við
jhin nýju húsakynni. Hefir sérstök
frumvarpí, en því meíra gert að því |hússtÍórn verið kosin og vinnur
að veifa gylliboðum framan í allar j hhn að l-)V' ai') athuga á hvern
sténir. Mun frumvarp þetta því jhatt hnsið verði sem hezt nýtt í
elcki verða tekið alvarlega yfirleitt. framtíðinni.
Ný kvseðabók eftir Davíð Stefánsson frá Fagra'
skógi kom á markaðion mn síðustu helgi
Þraukar enn
Stjórnir koma og fara i Frakklandi,
en Georges Bidault þraukar samt
rífram sem utanrikisráðherra, og
hefir hann rítt sceti i öllum stjórnum
Frakklands siðan i stríðslok. Stjórn
Ramadiers sagði af sér í lok sl.
viku og var búizt við að Leon Blum
mundi rnynda stjórn, en honum
tókst •það ekki, og varð ur, að
SCHUMANN, úr miðflokknum,
flokki Bidaults, myndaði stjórnina.
Ekki er henni spáð langlifi og segja
brezk blöð, að liklegast sé að hún
verði aðeins þrep fyrir De Gaulle
að stiga á til valdanna. Bidault er
nú kominn til London á utanrikis-
ráðherrafundinn, sem hófst þar í
gœr.
Ljóðavinum og öllum þeim,
sem íslenzkum bókmenntum
unna, mun þykja það tíðindum
sæta, að ný kvæðabók eftir
skáldið frá Fagraskógi er nú
kornin á markaðinn. 11 ár eru
Iiðin, síðan síðasta ljóðabók Da-
viðs, Að norðan, kom fyrst út.
Svo sem alkunnugt er, fer því
fjarri, að Davíð Stefánsson hafi
hvílzt á lárberjum sínum og
haldið að sér höndum á þessu til—
tölulega langa árabili. Stór
skáldsaga í tveimur þykkum
bindum hefir komið út á þessum
árum, í tveimur útgáfum, og enn-
fremur tvö leikrit, er vakið hafa
athygli alþjóðar. Þá hefir skáldið
starfað að heildarútgáfu kvæða-
safns síns, er út kom árið 1943 í
þremur stórum bindum. En þetta
breytir þó í engu þeirri stað-
reynd, að aðdáendur Davíðs Stef-
ánssonar hafa með óþreyju heðið
nýrrar ljóðabókar frá hans hendi.
Og nú er hún loks komin út.
Hið nýja Ijóðasafn Davíðs
Stefánssonar nefnist Ný kvæða-
bók. Er bókin gefin út í sama
broti og hinar fyrri frumútgáfur
skáldrita hans 165 bls., og flytur
39 kvæði. Bókaforlag Þorsteins
M. Jónssonar á Akureyri gefur
ljóðin út, og eru þau prentuð á
valinn pappír, yfirlætislaust, en
sérlega smekkvíslega hjá Prent-
verki Odds Björnssonar á Akur-
cyri. Er ekki um það að villast, að
mjög er til útgáfunnar vandað af
hendi höfundar, útgefanda og
prentsmiSju, svo sem skylt er og
verðugt, því að öllum öðrum bók-
um og höfundum ólöstuðum, er
það tvímælalaust, að hér er á
ferðinni sú bókin og höfundurinn,
sem flestum íslendingum mun
mestur aufúsugsstur allra bóka
og höfunda á bókamarkaðinum
þetta árið. Og er okkur Akureyr-
ingum og öðrum Norðlendingum
af ýmsum ástæðum þó skyldast
að minnast þess og fagna þessum
bókmenntaviðburði sem bezt og
maklegast
Ágætur skíðasnjór -
Óveður og ísing rauf háspennulínuna
á mörgum stöðum
Nokkru eftir hádegi sl. sunnud.
varð Akureyrarbær rafmagns-
!aus. Var talið að háspcnnulína
frá Laxárvirkjun hefði rofnað.
Þcnnan dag var vcrsta veður,
norðaustan stormur og krapahríð,
en frysti á hálcndi cr leið á
daginn.
Reynt var að mæla frá virkjun-
inni, hvar bilunin væri, og benti
allt til þess, að hún væri í Vaðla-
heiði. Fóru starfsmsnn rafveitunn-
ar uppeftir seint á sunnudagskvöld
og brutust upp á heiðina um nótt-
ina í blindbyl og ófcsrð. Komu þeir
ao biluninni undir morgun og var
gert við liana fljótlega. Höfðu
bindingar á staurunum roínað
vegna ísingar og þyngsla á vírun-
um. Gerðu þeir síðan aðvart í
Skógum, að viðgerð á heiðinni
væri lokið. En þessi viðgerð reynd-
ist ekki nægileg, því að bilanir
komu í Ijós víoar í heiðinni. Fóru
menn að austan á sunnudagsmorg-
un með línunni, og var gert við
jbilun við Vestmannsvatn, en þao
jnægði hekíur eklci, því að bilanir
voru enn á Fljótsheiði og í Reykja-
dal. Var unnið að viögerð þeirra í
fyrradag og nótt, og komst sam-
band loks á í gærmorgun, nokkru
fyrir hádegi.
Meginástæða þessarar bilunar,
sem orðið hefir mjög bagaleg fyrir
;heimili í bænum og þó sérstaklega
j iðnaðarfyrirtæki hér og orsakað
j tjón og stöðvun fyrir þau, er sú,
að veður voru óvenjulega slæm.
Bindingar þær, sem notaðar eru á
staurum línunnar, • eru taldar
traustar, en reyndust þó ekki ör-
uggar. Er aðkallandi að athuga,
hvort hægt muni að treysta þær og
þá gera aðrar ráðstafanir til þsss
aT) fyrirbyggja slíkar bilanir eins og
verða má, t. d. með fjölgun staura
undir línunfli eða öðrum ráðstöf-
unum, er vænlegar þykja.
Aðkallandi virðist þao, að raf-
veitustjómin taki meira tilíit til
almermings en verið hefir og veiti
glöggar og skýrar uppiýsingar um
raforkumál bæjarins yfirleitt og
greini frá þeim leiðum, sem færar
þykja til úrbóta, og frá því, hvað
gert er tii þess að tryggja crugga
starfrækslu rafveitunnar.
Atkvæðagreiðsla
um ölfrumvarpið
s, L máiiudag
i
Á mánudaginn var loks gcngið
til atkvæða um ölfrumvarpið í
neðra deild Alþingis, eftir að 1.
umræða mólsins hafði með upp-
styttum staðið í marga daga. Var
frumvarpinu vísað til 2. umræðu
og allsherjarnefndar með 19. atkv.
gegn 13, en 3 þingmenn voru fjar-
staddir.
engin sldðamót
Ágætur skíðasnjór er nú kom-
inn hér, að því er skíðamenn
telja, og eitthvað mun skíða-
íþróttin stunduð en ekki verulega
og eru engin skíðamót ráðgerð
fyrr en eftir áramót Er það venj-
an, að menn taka að stunda
skíðaferðir þá fyrst að ráði, er
mesta skammdegið er um garð
gengið og daginn fer að lengja.
Reykjafoss vænt-
anlegur hingað
Mánuður síðan skip frá
Eimskip hefur komið
hér
Erfiðlega ætlar það að ganga
fyrir Eimrkipafélagi Islands að
efna það loíorð, að breyta siglinga-
fyrirkomulaginu eftir siríð'slokin
og taka upp viðunandisiglingartil
helztu haína úti á landi. Ástandið
í siglingamálunum hefir sjaldan
verið lakara en núna, og ekki verð-
ur vart við áhuga hjá forráðamönn-
um þar syðra á að bæta úr því ó-
fremdarástandi. Nú er liðinn rösk-
ur mánuður síðan Eimskip sendi
skip síðast hingað, en það var Lag-
arfoss, er kom að sunnan. Nú aug-
lýsir félagið að Reykjafoss hlaði
vörur vestur og norður í Reykjavík
nasstu daga og fari 29. þ. m. hingað
til Akureyrar cg Kúsavíkur. Engin
áreiðanleg áætlun er til um ferðir
skipanna, og er ekki vitað, hvemig
ferðum verður hagað — ef nokkr-
ar verða — um jól og áramót.