Dagur - 26.11.1947, Side 4
4
DAGUR
Miðvikudagur 26. nóvember 1947
DAGUR
Ritstjóri: Haukur Snorrason.
Afgrciðsla, auglýsingar, innheimta:
Marínó II. Pétursson
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 166
Blaöið kemur út A hverjum miðvikudegi
Ai-gangurinn kostar kr. 25.00
Gjalddagi cr 1. júlí
Prentverk Gdds Björnssonar h.f. Akureyri
ótt om hin jákvæðu störf
17'YRIR nokkru birtu blööin bér fregn um það,
að skip KEA hefði selt bátafisk frá ver-
stöðvunum hér fyrir meira en sjö þúsund sterl-
ingspund, eða hátt á annað hundrað þúsund kr.
Þessi verðmæti sóttu smábátar hér í firðinum og
næstu verstöðvum á nokkrum dögum í greipar
Ægis. í allt haust og fram til þessa dags, hefir
verið mikil fiskigengd hér í firðinum og á mið-
unum úti fyrir; Á tímabili í haust gátu smábátar
hlaðið á skömmum tíma hér inni í firðinum af
verðmætum fisktegundum, ýsu og þorski. En
sjómennirnir sóttu ekki fast róðrana að þessu
sinni. Erfiðlega gekk að koma fiskinum í verð,
hraðfrystihúsin full, saltfiskmarkaður óviss og
ísfiskmarkaðurinn — þótt ágætur væri — lokað-
ur þeim. Margir bátar, stærri og smærri, lágu i
allt haust við stjóra eða landfestar hér inni á
Polli. En meðan þannig ríkti kyrrstaða á landi,
iðaði allt af lífi í sjónum. Verðmætin — hinri
dýrmæti erlendi gjaldeyrir — við borðstokkinn,
en lítið aðhafst til þess að ná þeim til handa
þjóðarbúinu og til hags og heilla fyrir atvinnu- .
vegina og afkomu almennings. Tilraun sú, sem
gerð var um flutning bátafisksins til Englands,
og nú er nýlega lokið, gefur hugmynd um þau
verðmæti, sem látin haía verið ónotuð hér á
þessu hausti. Einn farmur, veiddur á nokkrum
dögum, seldist fyrir nær 190 þúsund krónur.
Markaðui-inn reyndist mikill og góður, miðað
við það, sem annars staðar gerizt, en samt fæst
sú dapurlega reynsla, að ekki muni fært að haldaf]
þessum siglingum áfram, þótt afli og sölur séu |
eins og bezt verður á kosið. Útgerðin borgar sig '
ekki. Útvegsmenn fá ekki nægilega hátt verð
'fyrir fiskinn til þess að þeir geti haldið áfx-am
að veiða hann til sölu á enskum mai-kaði. Kostn-
aður flutningaskipanna er of hár, til þess að söl-
urnar geti borið hann. Útkoman verður sú, að
árar eru lagðar í bát, fleiri tilraunir verða ekki
gerðar að sinni, og þótt aflabrögð reynist mikil
og góð ennþá og gæftir sæmilegar, verða þær
aðstæður ekki nýttar til fulls til sköpxmar gjald-
eyri o.g atvinnu.
þETTA ástand hér varpar ljósi á það, í hvert
óefni er komið framleiðslumálum þjóðarinn-
ar fyrir atbeina dýrtíðar og stjórnleysis. í gjald-
eyrisþurrðinni er ekki laga kapp á það að auka
útflutninginn. Framleiðslutæki, sem gætu skilað
miklum afköstum, þar sem er bátaflotinn hér um
slóðir ,eru látin ónotuð Ráðstafanir í gjaldeyris-
málunum — eftir að snúið var við á eyðslubraut
fyrrv. ríkisstjórnar — hafa aðallega snúizt um
takmörkun eyðslu, og var vitaskuld sjálfsagt, að
stemma stigu við óhófinu, en hinn þátturinn —
aukning útflutningsins og sköpup erlends gjald-
eyris — hefir að verulegu leyti orðið útundan.
Þess hefir ekki orðið vart t. d., að Alþingi eða
ríkisstjórn hafi gert alvarlega tilraun til þess að
koma á nýjum samningum um ísfiskflutninga og
freista þess þannig, að æysa erfiðasta hnútinn
fyrir smábátaútveginn, sem vill gjarnan njóta
hins ágæta brezka markaðar. E. t. v. voru mögu-
leikar á því, að hrinda þessum útflutningi af stað
í haust með nýju samkomulagi sjómanna og út-
vegsmanna, ef kapp hefði verið lagt á það. Það
er nú augljóst ,að slík lausn hefði orðið til þess
að skapa atvinnu og fjármagn í mörgum ver-
stöðvum. En í þessum málum hefir ekkert verið
gert. Þau hafa, eins og annað
beðið þeirra allsherjar tillagna til
lækningar á dýrtíðarbölinu, sem
von hefir verið á frá ríkisstjórn
og Alþingi allt síðan þing kom
saman í haust, en ekkert bólar á
ennþá.
¥¥ÉR hefir aðeins verið nefnt
eitt dæmi um það tjón, sem
þjóðarbúið hefir af þeim óheyri-
lega drætti, sem orðinn er á að-
gerðum i dýrtíðarmálinu. Mörg
fleiri blasa við augum daglega.
Það er sorgleg reynsla, að þrátt
fyrir alla skipulagninguna að of-
an, allar stóru skrifstofurnar,
ráðin og nefndirnar, er engin til—
raun gerð til þess að leysa erfið-
asta gjaldeyrishnútinn með
auknum útflutningi, með nýtingu
þeirra framleiðslutækja, sem til
eru í landinu, með því að beina
kröftum manna og fjármagni að
raunhæfu viðfangsefnum útflutn-
ingsverzlunarinnar. Takmörkun á
gjaldeyrisleyfa veitingum og eft-
irlit með húsbyggingum eru að
vísu nauðsynlegar ráðstafanir,
eins og nú er komið, en þær-eru
ekki aðalatriði þeirrar skipulagn-
ingar til endurreisnar, sem koma
þarf. Því míður virðist mikið af
starfstíma hinna voldugu ráða og
sjálfs Alþingis fara í þessar og
aðrar slíkar neikvæðar ráðstaf-
anir. Það er furðulega hljótt um
hin jákvæðu störf — niðurfærslu
framleiðsiukostnaðar og aukn-
ingu útflutningsins.
Fokdreifar
Borg í myrkri.
AÐ ER GOTT að hvorki æðri
né lægri ráðamenn rafveit-
onnar okkar munu gæddir neinu
sjötta skí ningarviti og sjá því
hvorki ne heyra gegnum holt og
hæðir. Að öðrum kosti er býsna
hætt við því, að svefnfarir þeirra
lieíðu gerzt ærið styggar nú að
undanföruu og jafnvel sótt erf-
iðlega að þeim í vöku. Ef marka
má orðræður manna á heimilum
cg vinnustöðvum síðustu sólar-
hringana, munu bæjarbúar þykj-
ast illa sjá fyrirhyggju þeirra,
dugnað og árvekni í starfi, þótt
langdegi sé og hábjartur dagur,
og alls ekki koma auga á þessa
ágætu eiginleika þeirra nú í
myrkrinu og skammdeginu. Og
bráðum verður hvorki hægt að
svipast um eftir málsbótum við
oL’utýrur né kevtaljós, ef það er
satt, sem eagt er, að bæði kerti og
steinolía íé þegar til þurrðar
gengin í bænum og verða þá allir
að biðja bænir sínar — fyrir s’jálf-
um sér og rafveitustjórninni — í
algeru og glórulausu mj rkri.
ANNARS SKAL hér ekkert um
það fuílyrt að svo stöddu,
hvort þæ<: almennu og háværu
édeilur, sem hejrast nú hvar-
v etna meðal almennings í garð
þeirra, er með málefni og fram-
kvæmdir rafveitunnar fara, —
eru á fullum rökum reistar. Vel
má vera, aö allir þeir góðu menn
hafi gildar afsakanir og skýringar
á reiðum lxöndum, enda sé það
öldungis eðlilegt og sjálfsagt mál,
að höfuðstaður Norðurlands sitji
sólarhringum saman í svarta
royrkri, og öll starfsemi og at-
hafnalíf í bænum lamist gersam-
lega, hvenær sem gerir talsverða
hríð eða golukorn í svartasta
skammdeginu, þegar ávallt er þó
allra veðra von á þessum slóðum.
En séu slíkar skýringar og máls-
bætur fyrir hendi, væri forráða-
mönnum þessara mála hollast að
liggja ekki á þeim, heldur birta
almenningi þær vafningalaust
ásamt fullnægjandi skýrslu um
ástand og horfur, framkvæmdir
og fyrirætlanir í þessum málum.
Hér er vissulega svo mikið í húfi,
að almenningur á heimtingu á
því, að honum sé leyft að fylgjast
sem bezt með gangi málanna. —
Með slíkri skýrslu og greinargerð
ætti t. d að vera upplýst, hvað
hæft sé í slíkum sögum sem
þeirri, er nú gengur manna á
meðal, að stór sending af alls
konar varahlutum og efnivöru til
rafveitunnar hér hafi legið lengi
í sumar í reiðuleysi á hafnar-
bakkanum í Reykjavík, og hafi
henni loks verið ráðstafað til raf-
veitunnar á Akranesi, til þess að
losna við hana, þar sem réttir að-
iljar hafi engar ráðstafanir gert
til þess að nálgast hana eða
flytja hingað norður. Þá er og
talað um stjórnleysi og athafna-
leysi í sambandi við nauðsynlegt
eftirlit og viðhald háspennulín-
unnar hingað. Allt kann þetta að
vera ómaklegt og ástæðulaust
slúður, en því þá ekki að kveða
það niður í eitt skipti fyrir öll
með glöggri skýrslu og greinar-
gerð ábyrgra aðilja?
EN ERFIÐAST mun þó bæjar-
búum veitast að sætta sig ’við
það, tið eklii skuli vera gerð
sköruleg og harðvítug tilraun til
þess að undirbúa og hrinda í
framkvæmd nýrri og fullnægj-
andi rafvirkjun fyrir bæinn og
rafveitusvæðið allt án frekari
tafar. Menn vænta vissulega
skýringar á því ráðslagi, að álag
rafveitunnar skuli stöðugt aukið
með því að bæta á hana nýjum og
nýjum þorpum og sveitum, á
sama tíma og spennan fellur
stöðugt hér í bænum, svo að til
stórvandi-æða horfir. Um þetta
berast fréttir og opinberar til-
kynningar, en hitt ekki, að unnið
sé af dugnaði og fyri.rhyggju að
því nauðsynjamáli að stækka og
efla raforkuver það, sem bærinn
hefir reist og rekið á sinn kostn-
að, og fyrst og fremst var ætlað
til þess að sjá bæjarbúum hér
fyrir nægilegri raforku. Umbætur
og framkvæmdir á þessu sviði cru
nú orðnar mál málanna fyrir allt
athafnalíf og afkomu í bænum og
mega með engu móti dragast á
langinn.
Hafa eyðublöðin gleymzt?
Ú ER FRESTUR sá, er Fjár-
hagsráð setti til að senda
beiðnir um fjárfestingarleyfi til
alls konar byggingarfram-
kvæmda á næsta ári, bráðum lið-
inn, en hins vegar eru nauðsynleg
eyðublöð undir þessar beiðnir
enn ókomnar hingað norður og
því ófáanleg hér. Nú spyrja menn
að vonum: Er það meining vald-
hafanna að stöðva allar bygg-
ingaframkvæmdir hér um slóðir
á næsta ári fyrir þá eina sök, að
annað tveggja hafa prentsmiðjur
höfuðstaðarins ekki undan að
prenta öll eyðublöðin og skýrslu-
farganið, sem þjóði ner nú södd á,
eða þá hitt, að hlutaðeigandi
ráðamenn hafa ekki haft fyrir-
hyggju á því, að koma afurðum
þeirra norður hingað í tæka tíð?
Ósennilegt er þetta að vísu, en
hver veit þó nema Akureyri hafi
ennþá alveg gleymzt í þetta sinn?
Stúlka
óskast í vist á gott og fá-
mennt heimili í Reykjavík.
Sérherbergi.
A. v. á.
Heimilisiðnaður til útfluinings
Um þessar mundir stendur yfir sýning í London,
?em vekur mikla athygli og umtal.
Langt er þó frá því, að syning þessi berist mikið
á hvað húsakynni snertir, því að henni er komið
tyrir í einum afkima neðanjarðarstöðvarinnar í
Charring Cross, sem engan veginn lætur mikið yfir
sér, sem sýningarstaður.
En þeir, sem að sýningunni standa hafa eflaust
haft annað í huga, þegar þeir völdu staðinn, sem sé
bá staðreynd, að um stöð þssa fara og koma þús-
undir manna daglega.
Sir Stafford Cripps opnaði sýninguna þ. 3. þ. m.
að viðstöddu ýmsu stórmenni, en síðan var al-
menningi heimilaður aðgangur ókevpis.
Það eru konur, sem að starfsemi þessari standa,
og hafa bær kallað sýninguna „Heima-unnir doll-
arar“.
Þetta er nýr félagsskapur, Heimilisiðnaðarfélag
kvenna, (Women’s Home Industries I<td.) sem hefð-
arfrú ein, forseti Sjálfboðasveitar kvenna (W. V.
S.) hefir gengizt fyrir að stofna.
Félagið vinnur að því að fá konur til þess að
leggja fram krafta sína og kunnáttu og útvega land-
:nu dollara, með því að vinna heima muni, sem
ílytja á út til Kanada og Bandaríkjanna.
Einnig vill félagið hjálpa þeim konum, sem eru
bundnar við heimili sín, en gjarnan vilja noía kunn-
áttu sína í þarfir framleiðs'annar
Sýningin í Charring Cross er fyrsta sýnishorn fé-
lagsskapar þessa.
Það eru ekki margir múnir til sýnis, en hver
þeirra er listaverk á sína vLu.
Mesta athygli vekja sex stólsetu-áldæði, sem
ekkjudrottning Mary hefur saumað. Nokkur fleiri
stol-áklæði. öll saumuð með krosssaum, eru og til
sýnis.
Þá er nokkuð af prjónuða.n og hekluðum barna-
fötum, útprjónaðar peysur, liúfur og vettlingar eru
eínnig á boðstólum.
Nokkuð er af saumuðum veggmyndum og und-
urfögrum teppmn og sjölum, prjónuðum og saum-
uðum (applications). Ýmiss annar heimaunninn
varningur er sýndur, sem enginn efast um að muni
gefa landinu marga dollara, þegar hann kemst yfir
hafið til hinna ákveðnu kaapenda.
„Ekkert hefur enn verið gert til þess ao koma
varningi þessum á framfæri", sagði Sir Stafford
Cripps í opnunai’ræðu sinni, „eti sýuing þessi er ár-
angur spurningarinnar: Hvernig get ég hjálpað
landinu í núverandi örðugl-ikmn þess?“
Eg átti tal við eina af forstoðukonunum og spurði
hana hvort mikill áhugi væri ríkjandi meðal kvenna
að vinna að þessu málefni. „Meiri, en yður getur
grunað,“ svaraði hún.
Síðan skýrði hún mér frá því, að skrifstofa þeirra
tæld á móti 2—3 hundruð sendingum daglega frá
konum úr öllum landshlutum Á skrifstofunni eru
þessi sýnishorn skoðuð af sérfræðingum, metin og
vegin, því að þær eru mjög strangar og taka áðeins
það, sem talizt getur fyrsta flokks bæði hvað vinnu
og frágang snertir, sömuleiðis efni og smekk.
Mikið af þessum sýnishomum er því endursent
senj óhæf útflutningsvara, tn það bezta tekið, og
setur þá félagið sig í samband við framleiðandann.
Félagið sér síðan um útvegun efnis og greiðir
vinnulaun eftir samkomulagi.
Mér fannst sýning þessi svo merkileg og eftir-
tektarverð, að ég vildi geta hennar með nokkrum
orðum.
Bretland er ekki eina landið, sem er í dollara-
þröng, og eflaust mun bcssi starfsemi enskra
kvenna gefa kynsystrum þeirra í öðrum löndum
tilefni til þess að spyrja á sama hátt: Hvað get ég
gert?
London í nóvember.
Anna S. Snorradóttir.