Dagur - 26.11.1947, Side 5

Dagur - 26.11.1947, Side 5
Miðvikudagur 26. nóvember 1947 DAGUE 5 /ÍIiö£híð á líon-Tiki segir, aS ef leiotogar heims- stjórnmáianna væru setíir á fleka ísti á regin- hafi, mnndu þeir ver-ða samhentari og betri menn, er að landi kæmi Eftir THOR HEYERDAHL - FYPvRI HLUTI - Nýlega lauk frækilegri för sex manna á fleka yfir Kyrrahafið. Norski mannfræðingurinn Thor Heyerdahl beitti sér fyrir leiðangrinum íil þess að sannprófa kenningar sínar um að Inkarnir í Perú hefðu sótt yfir hafið á ílekum síniun og íbúar sumra Suðurhafseyja séu afkomendur þeirra Heyerdahl hefir nýlega lýst förinni í amerísku tímariti og er greinin tekin þaðan. Þegar cg lít til baka, á hina löngu ferð okkar yfir Kyrrahaf- ið, kemur mér fyrst í hug, að öll áhöfnin á flekanum var sammála um það, að æskilegt væri að leið- togar heimsstjórnmálanna væru settir um borð í fleka og látnir reka um úthöfin í nokkra mán- uði. Við ei'um þeirrar skoðunar, að það mundi veita þeim frið og ]afnvægi liugans og nýja útsýn yfir möguleika lífsins, og að þeir mundu snúa aftur til menningar- innar með margar nýjar hug- myndir, sáttfýsi og góðvild. Þannig var a. m k. hin sálfræði- lega reynsla lífs okkar um borð í Kon-Tiki, hinum einfalda og frumstæða fleka, sem gerður var úr balsaviði og bambursreyr. Þegar flekinn var dreginn út úr Callao-höfn, af flotasnekkju Perústjórnar, hinn 25 apríl sl., og látinn reka til hafs næsta dag, vorum við ekki að flýja vanda- mál heimsins. Við vorum að leita svars við vísindalegum spurning- um, sem ofarlega hafa verið í huga þeirra, sem lagt hafa stund á sögu Vesturálfunnar og upp- runa manna þar. Aðaltilgangur- inn var að tengja sannfræðilegan hlekk í keðju þeirra sannana, sem þegar hafði verið aflað, af höf- undi þessarar greinar, á sviði fornfræði, mannfræði og jurta- fræði, og bentu til flutninga þjóða snemma á öldum frá Perú til Polynesíku eyjanna í Austur- Kyrrahafinu. í viðbót við þennan aðaltilgang ferðarinnar má geta þess, að okk- ur gafst sérstakt tækifæri til þess að rannsaka erfiðleika þá, sem mæta skipbrotsmönnum, sem herjast fyrir lífi sínu úti á regin- hafi. Prófanir og athuganir voru gerðar á ýmis konar tækjum og áhöldum. Haffræði- og veður- fræðirannsóknir vornu gerðar. Eftir að nafa rekið í 101 dag um 4300 enski-a mílna veg, tókum við land, við hina hættulegu kóral- strönd Raroiakóraleyjanna í Tuamotu eyjaklasanum. Undir fána Noregs. Þegar leiðangurinn var undir- búinn, gerðum við okkur það Ijóst, að hin langa einangrun sex manna á svona flekakríli, mundi hafa óhjákvæmilegar, sálfræði- legar afleiðihgar. Við reyndum að ltoma í veg fyrir alla erfiðleikana með vali manna í förina og til- höguninni um borð. Það var ekki aðeins hæíni mannanna, sem kom til greina, heldur einnig, hvað margir þeir áttu að vera. Tveimur mönnum mundi að öllum líkind- um sárleiðast. Ef þrír færu, kynni svo að fara að tveimur kæmi vel saman. en sá þriðji yrði útuildan. Það var ákveðið að sex menn mundi hæfilegt með tilliti til afþreyingar og fjölbreytni um borð. Við völdum mennina í sam- ræmi við tekniskar þarfir Ieið- angursins. menn, sem voru hraustir á líkama og sál, höfðu til að bera léttlyndi og kímnigáfu, og töluðu sameiginlegt tungumál. Fáni Noregs var við hún á Kon- Tiki. Leiðangursmenn — aðrir en foringinn — þekktust ekki inn- byrðis áður, en allir voru vinir eða kunningjar leiðangursstjór- ans. Þessir menn voru Hermann Watzinger, vélfræðingur, Knut Haugland fyrrum í norsku mót- spyrnuhreyfmgunni, Bengt Dani- elsson, sænskur mannfræðingur, Erik Hesselberg, leiðsögumaður, og Thorsten Raaby, frá norska herf oringj askólanum. Spurningin um það, hvort tak- ast mætti að fara slíkan leiðangur án þess að til sundurþykkis drægi með skipsmönnum, var rækiléga rædd áðui en lagt var af stað. Hver maður lagði sér það á hjarta, að kæruleysislegt tilsvar gæti hrundið af stað óánægju og leiðindum Við urðum að standa saman og berjast við erfiðleikana sameinaðir, í traustum vinahóp. Reynslan varð sú, að aðeins örfá tilefni til deilna gáfust á leiðinni. Mesta hættan lá falin í því, að brír mannanna voru hirðusamir og reglusamir í liáttum sínum en þrír voru það ekki. Þrír reglu- samir menn vildu að fiskilínurn- ar væru gerðar upp og lagðar kyrfilega á sinn stað, tilbúnar til notkunar næst, þeir vildu Ijúka uppþvotti strax og undirbúa allt sem bezt undir næstu máltíð, strax að hinni fyrri lokinni. Við leystum þetta mál á fyrstu dög- um ferðarinnar með einföldum samningum, þar sem hvor aðilinn um sig gaf nokkuð eftir á sínu sjónarmiði, til þess að samkomu- lag næðist. Um öll slík mál var haldinn fundur og skynsamleg- asta ákvörðunin tekin sameigin- lega. Engir árekstrar urðu um borð. Heimilshættír um borð. Kon-Tiki (Sólarguð) var eftir- líking gömlu balsaflekanna í Perú og Ecuador. En eigi að síður vorum við, eins og sjófarendurn- ir fyrr á öldum, frjálsir að því, að skipuleggja ýms atriði um borð, eins og bezt hentaði okkur. Við vissum að flekinn mimdi verða heimkynni okkar og heimur um nokkurra mánaða skeið, og hvér smáhlutur um borð mundi í aug- um okkai vaxa og eflast eftir því sem tíminn liði Við reyndum því að gera þilfarsrýmið, lítið eins og bað var (18x45 fet) eins fjöl- breytt og mögulcgt var. Bambus- dekkið, sem sett var ofan á.flek- ann, var ekki látið þekja hann allann, en var eins og stétt í kringum kofann á þilfarinu og fyllti út aö hliðinni stjórnborðs- megin .1 scefni og skut voru tré- drumbarnir, sem háru uppi flek- ann, berir. í hvert sinn sem við gengum í krmgum kofann, á rniðjum Uekanum, stigum við af hrjúfum drumbnum á slétt bambusgólf eða mottur, eða yfir farangur , og þetta vakti þá til- finningu að það væru margs kon- ar vistarverur um borð. Hina sál- rænu áhrifa þessa vógu á móti prengsluiium. málanna á þilfarinu, var fyrir- komulagið inni í kofanum, þar sem við Si'áfum og fundum skjól í sól og regni. Kofinn var 8 sinn- um 14 fet, og tii þess að draga úr þrýstingi vinds og sjóa, var hann gerður eius lágur og frekast var Guðmundur sagði að nú horfði allvel með smíðina. Nokkrar tafir hafa orðið í skipasmíðastöðinni vegna skorts á stáli, en úr því er nú að rætest. Vélar og annar út- búnaður skipsins verða af- greiddar frá verksmiðjunum samkvæmt áætlun og má nú telja fullvíst að skipin u verði hleypt af stokkunum í marzmánuði næstk. og að það verði tilbúið til sigl- ingar heim fyrri hluta næsta sumars.- Þetta verður hið glæsilegasta skip, um 500 smálestir að stærð, knúið dieselvélum og búið öll- um nýtízku tækjum. Skipið mun kosta fullbúið urn 2% millj. kr. Er Yarmoutli-síldin komin í Faxaflóann? Guðmundur sagði okkur ým- unnt og gátum við ékki staðið uppréttir í honum. Þetta var heldur hrörleg vistarvera, bundin saman og bætt. Þakgrindin var hulin me5 banaualaufi, og litirnir gulur og rr ænn, var einkar þægi- legir fyrir augað, veittu hvíld og ró Þetta ve.r miklu betra en segl- dúkstjald .-ða kofi, með fannhvít- um veggyira. Þótt einn þriðji hluti stjórn- borðsþilsins á kofanum væri opið, og sólin næði að brjótast inn um rifui’ á þakinu, veitti þessi vistar- vera okkur meiri öryggistilfinn- ingu en vatnsþéttur, nýtízku skáli mundi hf.fa gort. Þegar við reyndum að gera okkur grein fyrir ástæðunni fyrir þessu, kom- umst við að þeirri niðurstöðu að mamdegur skilningur og hugsanalíf, tengir ekki hrjáðan bambuskoía yfirleitt við sjóferð- ir. Það var okkert samræmi í úfnum sjó og kofanum, sem flaut á honum. Annað tveggja virtist óraunhæix, kofiun á sjónum, eða sjórinn utan við kofann. Kon-Tikí gott sjóskip. Hið síðarnefnda virtist okkur rétta svarið. Sú staðreynd, að fleldnn reið öldunum eins og sjó- fugl og tók ekki ágjöf, fékk okk- ur fullt trausts á kofanum og því skjóli og öryggi, sem hann veitti. Því lengur sem ferðin stóð, því öruggari '’orum við, og við horfð- um á hafið út um rifurnar á veggjunum, eins og það væri sýnt okltur á kvilmi'y r.datjaldi og hefði ekki fólgið í sér neinar hættur fyrir okkur. Loftið angaði af bambusviöi, og á þeim stundum vorum við ekki sjómenn lengur. (Framhald). islegt skemmtilegt frá dvölinni í Bretlandi og kynnum sínum af brezkum útgerðarmönnum og fiskimönnum. Hann fór m. a. til Yarmouth sem er, ásamt Lowe- stoft, einn af mestu síldveiðibæj- um Breta. Síldveiðin stóð nú sem hæst þar, þ. e. a. s. á þessum árs- tíma er aðalvertíðin, en síldin er duttlungaskepna bar suður frá ekki síður en hér. Að þessu sinni liafa haustsíldveiðarnar gjörsain- lega brugðist þarna. Var búið að salta um 25 þús. tunnur, en í venjulegri vertíð nemur söltunin 300 þús. tunnum og þar yfir. Síld- m er öll veidd í reknet þarna. Þetta er millisíld, frekar mögur, mjög áþekk síldinni sem veiddist í Kollafirði í fyrra. Síldveiðimenn í Bretlandi eru að vonum áhyggjufullir vegna þess að síldin virðist horfin af miðum þeirra. Þeir vita ógjörla um ástæðuna, en geta þess til að sjávrahitinn muni hafa áhrif á göngurnar. Hitinn í sjónum vó Bretland er óvenju- lega mikill um þessar mundir og geta sjómenn þess til, að síldin sæki nú á norðlægari og kaldari mið. Vetrarsíidveiðarnar hér vekja því að vonum mikla athygli þeirra og menn varpa fram spurningunum: Er síldin frá mið- unum við Bretland komin norður að íslandi9 Er það hún, sem fyllir firðina á íslandi um þessar mundir? Duglegur Færevingur. Það vaká mikla athygli í Fleet- wood á dógunum, að nýji fær- eyski togarinn, Jóhannes Paturs- son, seldi afla sinn — lúðu og þorsk — fyrir 18 þúsund sterl- ingspund. Skip’ð hafði verið að veiðum við Bjarnarey um sinn,en aflað frekar lítið. Afréð skip- stjórinn — ungur, röskur maður — að leggja aflenn upp í Norður- Noregi og lét salta hann þar. Síð- an lagði iiann eitthvað norður í haf og kom r.okkru síðar til Bret- lands með metafla og fékk hæstu sölu, sem um getur á togara. Það var haft eftir skipstjóranum, að ekki hefði verið togað á þessum miðum áður, en ókunnugt er með öllu, hverf hann sótti fiskinn. FAXI Um þes .ar mundir er að koma á markaKi'in ein glæsilegasta og merkasta hókin. sem Norðri hefir gefið út, og er þá ekki lítið sagt. Faxi heitir hún og er eftir dr. Brodda Jóhannesson. Þetta er mikið rit, 450 bls., og fjallar um. íslenzka hestinn frá upphafi vega, um samlíf hans og mannsins, um pjóðtrú og þjóðsiði í sambandi við hestinn, o. s frv. Höfundur hefir safnað mi‘dum fróðleik og dregur athyglisverðar ályktanir. Hann segir skemmtilega frá, og vita það engir betur en útvarpshlustend- ur, en á þeim vettvangi hefir hann flutt kafla úr bókinni. Glæsibragur er mikill á útgáf- unni, og í bókirini eru 48 heil- síðuteikmngar eftir einn eínileg- asta listamann þjóðarinnar, Hall- aór Pétursson Dr. Br.->ddi hefir unnið afrek mikið mcð bók þessari, og þeir, sem unna hestum og þjóðlegum fræðum, mega vera honum þakk- látir fyrir. Frímerki Allar tegundir af notuðum, íslenzkum frímerkjum kaupi ég hærra verði en áður hefur þekkst. William F. Fálsson, Halldórsstöðuxn, Laxárdal, S. Þing. Reglusamur maðui* vanur livers konar vinnu sem er, óskar eftir fastri vinnu nú þegar, eða eftir áramót. Afgreiðslan vísar á. Biesel-tögari bætiát viS skipaflota bæjaraiainia í vor Hinu nýja skipi Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns verður Iiieypt af stokkunum í marz GuSmundur Jörmidsson útgerðarmaður kom heim frá Bretlandi með m.s. Snæfelíi nú á dögumun eftir nokkurra vikna dvöl ytra í sambandi við diesel-tegarar.na, sem verið er að hyggja fyrir liann í Lovvestoft á Suður-Englandi. Dagur kom að máli við Guðmund í gær og spurði frétta af nýsmíðinni. ✓

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.