Dagur - 17.12.1947, Page 2

Dagur - 17.12.1947, Page 2
2 D AGU R Miðvikudaginn 17. desembcr 1947 Málflutningur og ferill kommúnisfa fyrr og síðar „Dýrtíðarfrumvarp“ þeirra áframhald skrípa- leiksins, sem þeir leika í landsmálunum „Sameiningarflokkur alþýðu“. Hér á árunum beittu kommún- istar því bragði að breiða yfir nafn og númer á flokki sínum og skíra hann Sameiningarflokk al- þýðu. Þessi nýja nafngift átti að tákna það, að flokksforustan vildi sameina alla alþýðu fslands til hagsmunabaráttu sér til handa. — En heilindin voru ekki meiri en það, að þá höfðu fyrirliðar „Sam- einingarflokksins" efst í huga að sundra verkalýðssamtökunum, senj þeim líka tókst furðu vel vegna skammsýni og trúgirni hrekklausra verkamanna, er síð- an hafa látið kommúnista leiða sig í hverja gildruna á fætur annarri. Það hefur komið æ betur í ljós eftir því. sem lengra hefir liðið, 'að fyrirliðar kommúnista hugsa minna um að bæta kjör alþýð- unnarr og efla atvinnuvegina heldur en að efla flokkshagsmuni sína. Þetta sýnir og sannar verk- fallsbrölt þeirra fyrr og síðar. Á síðastl. sumri stofnuðu þeir til verkfalla víða um land í þeim til- gangi að stöðva framleiðsluna. Þeir sættu lægi þegar verst gegndi, í byrjun síldarveiðitím- ans. Þetta tilræði kommúnista náði að vísu ekki því marki að Stöðva framleiðsluna, en hafði þinsvegar mikinn skaða í för með sér, einkum fyrir sjómennina, sem kommúnistar þóttust vera að vinna fyrir. „Sameiningarflokkur alþýðu“ lætur svo, sem hann vilji samstarf við aðra stjórnmálaflokka í land- inu. Eitt sinn þóttist hann vilja stjórnarsamstarf til vinstri með Framsóknarflokknum og Al- þýðuflokknum, en þegar það kom í ljós, að kommúnistar vildu miða allt við hagsmuni Rússa en ekki íslendinga, fór vitanlega allt út um þúfur. Þá kenndu kommún- istar hinum flokkunum um að upp úr hefði slitnað, því að þeir hefðu ekki viljað ganga óskorað að öllum kröfum sínum! Haustið 1944 tóku svo komm- únistar þátt í stjórn „til hægri“, sem þeir sjálfir kalla, en afleið- ing þeirrar þátttöku hefur orðið með þeim ósköpum, sem öllum er kunnugt. „Sameiningarflokkur alþýðu“ er algert rangnefni á kommúnist- um, til þess gert að dylja sitt innra eðli. Þeir vinna markvisst að því að vekja sundrung og skapa öngþveiti, því að allt slíkt telja þeir beztan jarðveg til að koma fram fyrirætlunum sínum, sem eru þær, að koma íslandi undir yfirráð Rússa. Það er þeirra vökudraumur. En íslend- ingar vita hvar þá væri komið frelsi þeirra, jafnt þjóðfrelsi og einstaklingsfrelsi. Það er því skylda lýðræðis- flokkanna þriggja, þrátt fyrir ólík sjónarmið þeirra til ýmsra innanlandsmála, að standa sam- einaðir móti áhrifum kommúnista og öllu skemmdarstarfi þeirra, sem þeir vinna í þjónustu erlends stórveldis og herveldis í austur- átt. Enginn má láta blekkjast af því, þó að kommúnistar tali fag- urlega um lýðræði og frelsi og annað það, er öllum frjálsum mönnum á að vera dýrmætast, því að bak við allt lýðræðisskraf þeirra felst óskin um flokksein- ræði eins og ríkir í Rússlandi, og bak við frelsishjal þeirra býr löngunin til að ofsækja alla and- stæðinga með fangelsunum, pynt- ingum og lífláti eins og tíðkast í löndum fyrir „austan járntjaldið." Landráðavinna — landvarnar- vinna. Hlægileg og átakanleg í senn voru skoðanaskipti kommúnista á styrjaldarárunum. Á meðan Rússar voru í vinfengi við naz- ista, voru kommúnistar hér einn- ig vinveittir Þjóðverjum og heimtuðu, að íslendingar gerðu við þá verzlunarsamninga. Aftur á móti hrakyrti kommúnistar þá Breta og kölluðu vinnu íslend- inga í þeirra þágu landráðavinnu. Allt þetta snerist alveg við, eftir að Rússar lentu í stríði við Þjóð- verja. Þá varð landráðavinnan, sem áður var nefnd, orðin að landvarnarvinnu í munni komm- únista af því einu, að þá var vin- fengi Rússa við Þjóðverja komið út um. þúfur. Með þenna hring- snúning kommúnista fyrir augum er öllum skyni bornum mönnum vorkunnaralust að sjá, að afstaða kommúnista í utanríkismálum er ekki tekin frá íslenzku sjónar- miði, heldur eingöngu frá hags- munalegu sjónarmiði Rússa. En úr því svo er með utanríkismálin, má fara nærri um hvort hið sama muni ekki gilda um alinnlend mál. • Svo enduðu kommúnistar þenna feril sinn með því að krefj- ast þess í lok styrjaldarinnar, að íslendingar brytu hlutleysi sitt og segðu Þjóðverjum og Japön- um stríð á hendur, eingöngu af því að þeir héldu að Rússum væri það að skapi. Eitt sinn var spurt: „Hver vill leggja framtíð ísland í hendur manna, sem herfjötur framandi stórþjóðar hvílir á, svo að þeim er ekki sjálfrátt? Hver vill leggja sjálfstæði íslendinga og framtíð í hendur æðsta ráðs Sovétríkjanna eða annarra út- lendinga? Og hver vill eiga sæmd og forystu þjóðar sinnar undir þeim mönnum, sem afleggja þjóð- erni og mannseðli til þess að verða rússneskir veðurvitar?“ Þessum spurningum verða áhangendur kommúnista að svara. Skrípaleikurinn. Á undanförnum mánuðum hafa kommúnistar haldið því fram með miklum stóryrðaflaum, að hér væri engin dýrtíð og verð- bólga til. Aðgerða væri því ekki þörf í þessum efnum Afurðir sjávarútvegsins væri leikur einn að selja með nægilega háu verði fyrir austan járntjaldið, aðeins ef ríkisstjórnin fengist til að bjóða þær þar. Kommúnistar hafa margstaglað það, að ríkisstjórnin væri að ljúga upp dýrtíðar- og verðbólguástandi, það væri einn þátturinn í starfi hennar í þá átt að skapa hér atvinnukreppu og jitvinnuleysi, sem hún ætlaði svo að nota til þess að kúga og svelta verkalýðinn. Mitt í öllu þessu heimsku- skvaldri rjúka svo þingmenn kommúnista til og bera fram á Alþingi fyrirferðarmikið frum- varp til laga „um ráðstafanir gegn dýrtíðinni11, sem þeir segja að ekki sé til, „og til að tryggja rekstur útvegsins“, sem þeir þó halda fram að tryggi sig sjálfur, bara ef íslendingar láta svo lítið að bjóða afurðir hans á áhrifa- svæði Rússa. Kommúnistar láta svo sem framtíð þjóðarinnar sé í voða, ef frumvarp þeirra verði ekki rekið í gegn á þinginu. Hvers konar skrípaleikur er þetta? Fyrst er sagt, að engin dýrtíð sé til í landinu. Síðan er talið bráðnauðsynlegt að gera skyndiráðstafanir gegn dýrtíð- inni. Margan kann að furða á þessu ofaníáti kommúnista. En það er raunar ekkert undrunar- efni. Þetta er ekki annað en einn af mörgum skrípaleikjum þeirra, hliðstæður því er landráðavinna varð í einu vetfangi landvarnar- vinna hér um árið. En hvað er það þá sem komm- únistar hafa til málanna að leggja í frumv. sínu? Fyrst ríkisábyrgð til að tryggja góða afkomu útvegsins. Hins veg- ar elckert um það, hvernig ríkis- sjóður eigi að afla tekna til að standa undir ábyrgðinni. Þetta eru því bara pappírsplögg. Ríkið á að fella niður tekjur af aðflutningstollum. Þrátt fyrir tekjumissinn á ekki að spara út- gjöld ríkissjóðs eða afla nýrra tekna í stað þeirra, er tapast. Viðgerðarkostnaður véla og skipa á lækka. Jafnframt á kaup þeirra, sem að viðgerðunum vinna, að hækka. M. ö. o.: Ut- gerðarmaðurinn á að borga vél- smiðjunni minna. Vélsmiðjan á að borga starfsmönnum sínum meira, en hafa þó meiri gróða sjálf! Þetta eru tilvalin sýnishorn af málflutningi kommúnista. Getur nokkur viti borinn mað- ur tekið hérlenda þjóna Stalins alvarlega eftir allan feril þeirra og fáránleg skrípalæti? Kirkjujörðin FAGRANES i Öxnadalshreþpi í Eyjafjárð- yrsýslu er !aus til ábúðar í fardögum 1948. Upplýsingar um bygging jiennar 1 ijá lu-eppstjóra Öxna- d^lshrepps. Efslalandskoli, 12. tics. 1917. Brynjólfur Svcinsson. SUNNAN FRÁ SUNDUM Sveinn Suðrccni skrifar blaðinu úr Reykjavík. ÞAÐ ER NÚ altalað mál hér í borð, að „dýrtíðarfrumvarp“ stjórnarinnar muni sjá dagsins ljós áður en langt um líður. Er vitað, að forustumennirnir hafa setið á fundum að undanförnu lengi dags og nætur, og er það talið íyrirboði nokkurra tíðinda. Um þetta verður auðvitað ekki með vissu sagt; en hitt mun óhætt að fullyrða, að almenningur hér er orðinn biðþreyttur eftir því, að þingið sýni einhverja viðleitni til aö ráða bót á dýrtíðarmálunum. Er yfirleitt sama hvar maður kemur, hvarvetna heyrist til orða tekið því sem næst á þessa leið: „Til hvers situr þetta blessaða þing eiginlega á rökstólum? Ætla fulltrúar þjóðarinnar að láta inn- byrðis sundrung og flokkakrit og óttann við það, að ráðstafanir þeirra kunni að verða notaðar til æsinga af ábyrgðarlitlum stund- argengisspákaupmönnum, verða þann dragbít, er hindri allar raunhæfar aðgerðir til úrbóta?" Þannig spyrja menn hér almennt. Dýrtíðar- og verðbólguöngþveit- ið er orðið hverjum manni hvim- leið raun. Nema ef til vill þeim fáu, sem enn telja í skammsýni sinni, að gróði þeirra á öngþveit- inu geti reynst þeim varanlegur ábati. Áreiðanlegt má telja, að allur almenningur hér, mundi taka öllum sanngjörnum úrbóta- ráðstöfunum með þökkum, jafn- vel þótt nokkur stundaróþægindi fylgdu. BÓKAFORLAGIÐ Helgafell hefir tekið upp þá nýbreytni, að halda uppi bókmenntakynningu á sunnudögum í Austurbæjarbíó, og hafa beztu framsagnarmenn bæjarins annast hana að öðru veifinu, en höfundar sumra þeirra bóka, er til kynningar hafa verið valdar, hafa og komið þar fram, enda margir þeirra vel að sér um framsagnarlist. Ilafa skemmtanir þessar verið mjög vel sóttar. Nú um helgina verður höfð þar bók- menntakynning fyrir börn og með sama sniði. í sambandi við bókmennta- kynningu þessa vil eg geta bókar einnar, sem þarna hefir verið kynnt, vegna þess að heyrzt hefir að útkoma hennar kunni að valda nokkrum atburðum. Bók þessi er 3. bindi endurminninga séra Árna Þórarinssonar. Skrásetjari þess- ara endurminninga, Þórbergur Þórðarson rithöfundur las úr henni kafla við þetta tækifæri. Þau tvö bindi þessara endur- minninga, sem þegar hafa birzt almenningi, hafa vakið mikla at- hygli, einkum fyrir bersögli séra Árna og stílsnilld Þórbergs. Lík- legt er samt að hefti þetta „slái öll met“ hvað það snertir, og er sagt að víða sé þar þannig með málin farið, að sjaldgæft hljóti að teljast um þessa bókmenntagrein. Séra Árni var þegar aldraður orðinn, er tvö fyrri bindin voru skrásett. Nú er honum tekið svo mjög að hrörna, að sumir munu telja, að vart sé honum sjálfrátt um bersögli sína, hvað snertir kynni hans af samferðamönnum og viðskiptum hans við þá. Eru því þegar uppi skiptar skoðanir, — ekki hvað snertir frásagnarlist Þórbcrgs, heldur hitt, hvort rétt- mætt sé, bæði vegna séra Árna og samferðamanna hans, að gefa þetta bindi út; og hefir heyrzt, að ráðstafanir séu á döfinni til þess að það verði upptækt gert. I FYRRADAG hitti eg að máli skrautgripasala einn, sem eg er málkunnugur. „Um þetta leyti í fyrra og hittiðfyrra var þegar tekinn að færast jólabragur á viðskiptin,11 mælti hann. „Nú er því ekki að heilsa. Fólk kemur að vísu hingað inn og spyr um verð á gripum og skoðar þá, — en kaup eru sjaldgæf. í og með kann þetta að stafa af því, að úr fáu og litlu er að velja að þessu sinnL Við skrautgripasalarnir erum á svartalistanum, hvað allan inn- flutning snertir.1 Hann bað mig ekki fyrir þetta, enda fór svo, að eg sagði kunn- ingja mínum, reyndum og dug- miklum Vestmannaeyjaskipstjórá þessi orð hans skömmu síðar, er eg var á gangi við höfnina, þar sem síldarbátarnir lágu með full- fermi og biðu löndunar. Eg sá ekki betur en að ánægjubros léki um munn hans. „Bættur er skað- inn!“ mælti hann og spýtti um tönn. „Við erum nógu lengi bún- ir að verja of miklum hluta þess gjaldeyris, er við höfum aflað með erfiði og áhættu, til kaupa á slíkum og þvílíkum bölvuðum óþarfa. Þetta hefir ríkisstjórnin bezt ger, en hún á bara að halda áfram og banna skilyrðislaust innflutning á öllu glingri og óhófsskarti Geri hún það ekki, væri réttast að við sjómennirnir legðum bátum okkar að bryggju fyrir fullt og allt, — og hefðum átt að gera það fyrir löngu.“ — Svona geta menn haft ólík sjón- armið. Út um hvippinn og hvappinn Guð vís til góðs. Fljót í Skagafjarðarsýslu hafa löngum verið talin mikil óþurrkasveit. — Gamall maður, sem lengi hafði alið aldur sinn þar, sagði mér, að þau sumur hefðu komið, að varlá hefði þorn- að þar af strái svo vikum skipti xíann sagði mér þessa sögu: Bóndi einn, sem bjó þar í Fljót- unum var búsýslumaður mikill, og hinn mesti vinnugarpur, og ákafamaður. Hafði hann stórt bú og margt vinnuhjúa Meðal þeirra var kona sú er Guðrún hét, og þá hnigin að aldri. — Var það þá eitt sumar, að miklir óþurrkar gengu og náðust engin hey. — Bóndi hafði slegið allt tún sitt, og mikið af engjum, og lá allt það hey flatt og undir skemmdum. — Loks kom þó þat, að upp birti, og rann á blásandi þerrir. Bóndi hét nú á fólk sitt að duga vel við heyþurrkinn og gekk sjálfur rösklega að, eins og hans var vandi. Hið sama gjörði og fólk hans. En er leið að kvöldi dró upp bakka svartan af hafi, og þótti sumum tvísýnt hvernig veð- ur mundi skipast næsta dag. — Margt af fólkinu var nú örþreytt og að þrotum komið, eftir svo ákafa vinnu um daginn. Var þó einkum Guðrún illa haldin, því að mjög var hún slitin orðin og lasburða. — Bóndi vildi halda áfram að hlaða heyinu, og var hinn ákafasti. Sagði Guðrún þá, að ekki skildi hann láta svo, því að jafnan væri Guð vís til góðs, og mundi hann gefa þurrk næsta dag. Lét þá bóndi sefast, og gekk heim með fólk sitt. Næsta morgun var hann snemma á fótum og gekk út að líta til veðurs. — Var þá komin hellirigning. — Bóndi snaraðist inn aftur, og að rúmi Guðrúnar, en hún var þá ekki enn klædd. Þréif harin harkalega f öxl henn- ar, og sagði grimmdarlega: — „Varst það ekki þú, helvílið þitt Gunna, sem sagðir í gærkvöldi, að Guð væri jafnan vís til góðs?“ H. J.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.