Dagur - 17.12.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. desember 1947
D A G U R
5
MARSHALL - áætlunin þokast í áttina til veruleikans
Spádómur kommúnista um hrun hins vestræna
þjóðskipulags rætist ekki, ef viðreinsnaráform
Parísarráðstefnunnar reynast á traustum
grunni reist
í þessarj grein, sem er að verulegu levti end-
ursögn á grein í brezka tímaritinu ,,The Eco-
nomist“, er greint frá því, hversu horfir nú
um framkvæmd Marshall-áætlunarinnar og í
hverju hún verður fólgin. Nauðsynlegur fróð-
leikur fyrir alla, sem vilja fylgjast með stórvið-
burðtim stjórnmálanna.
Áhriif hins nýja kommúnista-
sambands.
Á ráðstefnu þeirri, sem komm-
únistaflokkar nokkurra landa
héldu í Póllandi í scptemberlok,
til þess að undirbúa endurreisn
Alþjóðasambands kommúnista,
hélt rússneski ráðherrann Zhada-
nov ræðu, sem víðfræg er orðin
og oft er vitnað til. Þessi ræða
geymir lykilinn að stefnu komrn-
únistaflokkanna um gjörvallan
heim þessa stundina, eins í
Frakklandi og á íslandi.
Tilgangurinn er að flýta fyrir
hruni hins vestræna þjóðskipu-
lags og undirbúa valdatöku
kommúnista. í þessari ræðu
sinni sagði Zhadanov m. a., að
Marshalláætlunin væri tilraun
bandaríska auðvaldsins til þess
að hneppa Evrópuþjóðirnar í
þrældóm. Það væri því skylda
allra kommúnistaflokka að féta
í fótspor ráðstjórnarinnar og
spyrna gegn því, að áætlun
Marshall yrði nokkurn tíma
framkvæmd. Þessari „línu“ hafi
kommúnistar dyggilega fylgt.
Eftir endurreisn Komintern, hef-
ir áróður gegn Bandaríkjunum
margfaldast í blöðum þeirra. —
Marshalláætlunin svonefnda hef-
ir verið sérstakur þyrnir í aug-
um þessara blaða, alveg eins og
ráðstjórnarinnar í Moskvu. Hins
vegar hafa blöð lýðræðisflokk-
anna sum hver gert minna að því
en skyldi, en greina frá því, hvers
konar starfsemi það er, sem und-
irbúin var á Parísarráðstefnunni
og nú er rædd í Bandaríkja-
þingi. Isíenzku blöðin hafa mjög
líticV gei-t að því, að birta gagn-
legar upplýsingar um þetta. Hið
ágæta brezka tímarit „The Econ-
omist“ birti nú nýlega yfirlit um
mál þetta, sem er einkar glöggt
og áreiðanlegt. Þykir Degi því
hlýða að endursegja hér nokkur
helztu atriði þessarar greinar hér
á eftir.
„Neistinn, sem kveikir á
vélinni“.
Marshalláætlunin er nú að
þokast í áttina til veruleikans. Á
ráðstefnu hinna 16 þjóða í París,
var Mr. Marshall gert það ljóst,
hver væri þörf þjóðanna um fé
til endurbyggingarinnar, og
Harrimannefndin bandaríska,
skipuð kunnum fjármála- og
viðskiptasérfræðingum, hefir sagt
honum, hvers Bandaríkin séu
megnug. — Utanríkisráðherrann
valdi þ'ann kostinn, að fara bil
beggjá í óskum sínum til
þingsins. Hann hefir einnig látið
svo ummælt, að ekki sé mögulegt
að áætla þörfina svo langt fram í
. tímann, að tekið sé tillit til áranna
1950 og 1951, og muni hann því
ekki fara fram á fjárveitingu til
allra fjögurra áranna í senn. Eigi
að síður ’ er nú rætt um 16—20
, billjón dollara framlag.
Það, sem mest á veltur nú, ér
sú upphæð, sem talað er um að
veita fyrir árið 1948, eða til 15
mánaða tímabilsins, sem endar
30. júní 1949. Þangað til 1 .apríl
1947 verða Vestur-Evrópulöndin
að komast af með bráðabirgðaað-
' stoð þá, sem nú er verið að af-
greiða í þinginu til Frakka, ítala
og Austurríkismanna, og nemur
597 millj. dollara. Þegar þetta
tímabil er liðið, mun Marshallá-
ætlunin sjálf koma til fram-
kvæmda. Það er augljóst, að til
þess að vel fari þarf aðstoðin að
bera skjóta ávexti, „verða neist-
inn, sem kveikir á vélinni,“ eins
og segir í áliti Harriman-ne’fnd-
arinnar.
Þegar að því kemur, að fram-
kvæmdin hefst í vor, munu Ev-
rópuþjóðirnar hafa langan vetur
fjárhagslegs og pólitísks öng-
þveitis að baki og hafa þolað hat-
raman áróður gegn Marshall-
hjálpinni og með henni. Vonii-
þær, sem við hjálpina eru bundn-
ar, þurfa að fá skjóta fullnæg-
ingu, ef hinna sálfræðilegu áhrifa,
sem mikilvæg eru, á að gæta til
hins betra. Það er þess vegna
mjög mikilvægt, að ekki ber
mikið á milli áætlana Parísarráð-
stéfnunnar og Harriman-nefnd-
arinnar. Samkvæmt áliti Mars-
halls var þörfin 7000 millj. doll-
ara í 15 mánuði, en Harriman-
nefndin áætlar 5750 milljónir í
12 mánuði.
Þrjár spurningar.
Marshalláætlunin snertir svo
mörg málefni og í heimi við-
skipta, alþjóðasamstarfs, innan-
landsmálefna og utanríkismála,
að nokkur hætta er á því, að'um-
ræður um hana lendi á villigöt-
um smáatriða, í stað þess að
halda sér við meginmálið. Spurn-
ingar þær, sem viðreisnaráætlun-
n vekur nú, og mestu máli skipta,
eru þrjár: í .fyrsta lagi, eru upp-
hæðir þær, sem áætlaðar eru,
nægilega stórar til þess að full-
nægja brýnustu þörf Vestur-Ev-
rópu? í öðru lagi ,eru skilyrði
þau, í stæn-i og .smærri atriðum,
sem Bandaríkin setja fyrir hjálp
sinni, þess eðlis, að þau geti kall-
ast skerða sjálfstæði þeirra ríkja,
sem hjálpina fá? Og í þriðja lagi,
geta einhver af þessum skilyrðum
orðið til þess að spilla því, að til-
raun Evrópuþjóðanna til þess að
standa eigin fótum, takist?
Allar upplýsingar, sem nú eru
fyrir hendi, benda til þess að
svarið við fyrstu spurningunni sé
jákvætt. Áætlanir Parrísarráð-
stefnunnar hafa reynst vera full
bjartsýnar og það var því ekki
nema eðlilegt, að áætlunin um
fjárþörfina væri færð niður af
sérfræðingum Bandaríkjamanna.
Það er ekki frekar til gagns fyrir
Evrópuþjóðirnar en Bándaríkin,
að meira en brýnasta hjálp sé
veitt. Ekkert mundi í rauninni
skaðsamlegra fyrir endui'reisn
Evrópu en að draumórum væri
haldið við líði með dollarainn-
sprautun Það, sem Bandaríkja-
menn hafa gert, síðan Parísai'ráð-
stefnan sendi þeim álit sitt, hefir
miðað að því að gera áætlanirnar
raunverulegri, nákvæmari og yf-
irleitt betur úr garði, og undir-
búa verulega hluttöku Alþjóða-
bankans og Utanríkisbankans
.(Import-Export) í framkvæmd
áætlunarinnar.
Skynsamleg skilyrði.
Svarið við síðari spurningunni
er einnig að nokkru leyti jákvætt.
Noklcur þeirra skilyrða, sem lík—
legt er að Bandaríkin setji, geta
kallast snerta algjört sjálfstæði
þjóðanna. En þetta er engan veg-
inn eins hættulegt og ýmir vilja
halda fram og í rauninni ofur
eðlilegt. Það hefir frá því fýrsta,
að aðstoðin kom til tals, verði
vitað, að Bandaríkin mundu
binda hana einhverjum skilyrð-
um, og spurningin var þá, hvort
þau mundu verða í senn eðlileg
og viturleg. Samkvæmt áliti
Harriman-nefndarinnar — nú
áður en þingið leggur síðustu
hönd á verkið — eru þau þessi:
Að lönd þau, er aðstoðar njóta,
skuli gera drengilega tilraun til
þess að gera gjaldmynt sína
stöðuga og koma á greiðslujafn-
vægi á fjárlögum. ítrekuð van-
ræksla þessa mundi stöðva að-
stoðina. Ennfremur, að þau geri
alvarlegar tilraunir til þess að ná
því framleiðsluhámarki, sem þau
hafa sett sér, og það þýðir m. a.
það, að kolaframleiðsla Breta
þyrfti að aukast um 25% og
þannig mundu opnast möguleikar
til kolaútflutnings, en það mundi
„breyta ásjónu Evrópulandanna“.
Um það verður beðið, að þessi
lönd gæti hófs í fjárfestingu, t.
d. að þau takist ekki á hendur að
umbylta of mörgum iðngreinum
í senn. Fé það, sem ríkisstjórnir
afla innanlands fyrir vörur, sem
Bandaríkin senda þeim að gjöf,
verði lagt til hliðar til fram-
kvæmda raunhæfra endurreisn-
aráætlana í framleiðslunni, en
ekki gert að eyðslueyri á fjárlög-
um. Stjómamefnd sú, sem sett
verður á stofn vestra ,og hafa
mun fulltrúa í löndunum, á að
gæta þess ,að þessi skilyrði verði
uppfyllt, eins og efni standa tiL
Það er ekkert í þessum skilyrð-
um, sem snertir sjálfstæði þjóð-
anna á óeðlilegan hátt og særir
heilbrigðan metnað. Að vísu gæti
harkaleg krafa um efndir þeirra
leitt til árekstra. En það er ekki
ósanngjörn krafa, að lánardrott-
inn géri það að skilyrði fyrir lán-
þiggjanda, að hann geri hreint
fyrir sínum dyrum áður en féð er
greitt honum. Það er algjörlega
réttmætt sjónarmið, að veita þeim
fyrst og fremst hjálpina, sem vilja
hjálpa sér sjálfir og ástunda sam-
vinnu við aðrar þjóðir. Það er
hvort tveggja viturlegt og rétt-
mætt, að Bandaríkjamenn setji
það að skilyrði, að ágóði af sölu
þeirrar vöru, er þeir láta af hendi,
verði ekki notaður af úrræðalitl-
um ráðherrum til þess að koma
fjárlagajafnvægi, eða sem
eyðslueyrir, heldur til nýbygg-
inga.
Spádómai', sem ekki mega
rætast.
Allt þetta er auðvelt að viður-
kenna er menn hafa gert sér það
ljóst, að tilgangur Bandaríkja-
manna eiisá, að stuðla að því að
Vestur-Evrópa geti í framtíðinni
staðið á eigin fótum, að þjóðirnar
sextán, sem þátt tóku í Parísar-
ráðstefnunni vinni saman að
sameiginlegri endurreisn, en ekki
sem málalið amerískrar utanrík-
isstefnu. Um þetta atriði er
Harrimanskýrslan bæði glögg og
djarfmannleg. Það segir, að að-
staða Bandaríkjanna hafi í meira
en öld „byggst á tilveru allmargra
öflugra þjóða í Evrópu, sem að
lífsskoðun og sögulegri hefð eru
bundnar lýðræðishugsjóninni."
Það er því í þágu Bandaríkjanna
að stuðla að því, „að lýðræðis-
þjóðskipulagið sé þess megnugt,
að veita þegnum sínum brýnustu
lífsnauðsynjar nú þegar,“ svo að
því megi takast, að kveikja á ný
vonina um það, að með því að
leggja á meira á sig geti þjóðirn-
ar öðlast hærri lífstandard. Með
öðrum orðum: Spádómar
Moskvu og kommúnista, um
óhjákvæmilegt hrun hins vest-
ræna þjóðskipulags mega ekki
rætast. Ef hinar vestrænu þjóðir
haga sér viturlega, munu þær
ekki spyrna gegn því, að. spádóm-
ur kommúnistanna verði fialsspá-
dómur.
Um þann spádóm Molotovs, að
móttaka Marshallhjálpar sé sama
og leiða yfir sig „dollaraþrælkun“
er það að segja, að í Harriman-
skýrslunni segir, að „ástundun
og viðurkenning undirstöðuat-
riða lýðx-æðisins sé meginskil-
yi'ði þess, að aðstoðin verði veitt
áfi'am,‘ ‘en því bætt við, að „ekki
verði krafist játningar neins
ákveðins fjárhagskerfis, eða af-
náms áætlana og áfoi-ma, sem
fi'amkvæmdar eru eftir frjálsum
og lýðræðislegum leiðum.“ Og
Hai-rimannefndin varar landa
sína við því, að taka upp óþörf
afskipti af innanlandsmálefnum
vinsamlegra þjóða.
3500 milljón doHlaia gjöf.
Vissulega má eitthvað finna að
þeim umræðúm um Marshall-
áætlunina, sem nú fara fram í .
Bandaríkjunum, og mikið veður
er gert út af i sumum blöðum, en
meginhlutverk áætlunai'innar má
ekki týnast í umi-æðum um
smærri atriði. Þær 245 milljónir
manna, sem byggja Vestur-Ev-
rópu, þurfa að láta sér skiljast,
að tveir þriðju hlutar aðstoðar-
iiinar eru hrein gjöf, er nema
mun 31/2 billjón, dollara og að
framkvæmd áætlunarinnar mun
hafa í för með sér ei'fiðleika og
fói'nir fyrir bandaríska framleið-
endur og neytendur og verða til
þess að innléiða höft og eftii'lit,
sem eru ekki að vilja þeii-ra yfir-
leitt. Það eru heldur engin rök
gegn áætluninni að segja, að
Bandaríkjamenn séu einungis að
greiða váti-yggingai-gjald gegn
heimatilbúinni kreppu Ef sá væri
tilgangui'inn með stefnu Mars-
halls, væri vissulega hægt að gera
það á ódýrari og hraðvii'kari
hátt. Hins vegar er óþai'ft að
draga það í efa, að Marshall-
áætlunin vei'ður eitt af megin-
vopnunum í hendi bandarísku
utanríkisstefnunnar. Það er því
raunar ekki óeðlilegt, að þeir
herrar Molotov og Zhadanov ótt-
ist hana þess vegna. Framkvæmd
áætlunarinnar stefnir einmitt að
því, að hrinda þeim spádómum
þeiri'a, að hið vestræna þjóð-
skipulag sé dauðadæmt af krepp-
um og styrjöldum. Og það er eng-
inn efi á því, að mikill meirihluti
þjóðanna í Vestur-Evrópu óskar
að sjá þeim spádómi hrundið.
skagfirzkra
kirkjukóra
Sunnudaginn 7. des. sl. hélt
Samband Skagfirzkra kai'lakói'a
söngmót í Varmahlíð. Var mót
þetta annað í röðinni, sem gam-
bandið heldur. Að þessu sinni
tóku þátt í mótinu 5 kórar með
alls um 70 meðlimum. Aðalsöng-
stjói'i var Eyþór Stefánsson á
Sauðái'króki, en auk hans stjórn-
uðu þeir Jón Björnsson á Haf-
steinsstöðum og Árni Jónsson á
Víðimel. Auk söngsins, sera bæði
var mikill og góður — meðfei’ð
sumra laga ágæt, eins og t. d.
lagsins: Þú guð, sem stýrir
stjarna her, hjá Kirkjukór Sauð-
árkróks — voru fluttar þarna 3
stuttar ræður. Gerðu það sókn-
ai'prestarnii', sr. Lárus Amói'sson
á Miklabæ, sr. Gunnar Gíslason í
Glaumbæ og sr. Helgi Konráðs-
son á Sauðárkróki.
Mótið var fjölsótt og fór hið
bezta fram. Það sýndi glöggt
hvei'jum árangri má ná, þrátt
fyrir all torleysta erfiðleika, e£
góður vilji og óeigingii-ni eru
með í verki.
mg.
á